Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-7. mars 1984 Valur Arnþórsson á félagsráðsfundi: „Fara verður með gætni þar til línur skýrast um þróun efnahagsmála“ Á félagsráðsfundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem haldinn var í síðustu viku, flutti Valur Arn- þórsson, kaupfélagsstjóri, ítar- lega skýrslu um helstu þættina í starfsemi félagsins á árinu 1983 og fjallaði einnig um helstu framtíðarverkefni. Val- ur tók fram að þessar tölur væru byggðar á bráðabirgða- uppgjöri, en endanlegar tölur koma hins vegar fram á aðal- fundi félagsins. Skýrslan fer hér á eftir: Sala og launakostnaður Heildarvelta félagsins á árinu 1983, án afurðareikninga og sam- starfsfyrirtækja, var 1.530,1 mkr. og hafði aukist um 72,81% frá fyrra ári. Velta samstarfsfyrir- tækjanna liggur ekki fyrir enn 45,95% og í þjónustu um 44,89%. Launakostnaður afurða- reikninga hækkaði um 51,08%. Svo sem ljóst má vera af ofan- greindum tölum hefur velta fé- lagsins aukist verulega umfram hækkun launakostnaðar og ætti afkoma félagsins því að hafa batnað nokkuð af þessum sökum. Hins vegar er ljóst, að vaxtakostnaður hefur hækkað gífurlega á árinu, þannig að ekk- ert verður fullyrt á þessu stigi um að heildarafkoma sé betri en á ár- inu 1982. Þróun vörubirgða Mikil aukning varð í vörubirgð- um félagsins í krónutölu á árinu 1983 miðað við árið 1982. Stafar þessi aukning fyrst og fremst af verðbólgunni. í árslok 1983 voru birgðir félagsins í verslun, iðnaði og þjónustu, reiknuðu á óafskrif- uðu verði, samtals 178,9 mkr. og höfðu aukist frá árslokum 1982 Meðalfita mjólkurinnar á árinu 1983 var 4,037%, en var 4,088% á árinu 1982. Gæði mjólkurinnar voru mjög mikil eins og jafnan áður hjá Mjólkursamlagi KEA. Nú flokkuðust 98,9% mjólkur- innar í 1. flokk, en 97,03% flokk- uðust í 1. flokk á árinu 1982. Má fullyrða, að gæði mjólkurinnar á Eyjafjarðarsvæðinu séu með því allra besta sem þekkist á landinu. Tankbifreiðir samlagsins fóru 4.155 ferðir eftir mjólk og óku 306.904 km. í hverri ferð voru fluttir að meðaltali 5.287 ltr., eða 71,57 ltr. á hvern km. Þetta er heldur meiri nýting en var á árinu 1982, en þá voru fluttir 66,27 ltr. á hvern ekinn km. Staðargrundvallarverð mjólk- urinnar á árinu 1983 var 12,33 kr. pr. ltr. Brúttó útborgun til bænda var kr. 10,02 pr. ltr., eða 81,3% af grundvallarverði. Vantaði þá Sláturhús Haustið 1983 var slátrað alls í sláturhúsum félagsins á Akureyri og á Dalvík 49.102 kindum, 43.666 dilkum og 5.436 fullorð- nu. í heild er þetta fækkun um 4.133 kindur frá haustinu 1982, þ.e. fækkun um 2.786 dilka og 1.347 fullorðnar kindur. Meðal- fallþungi dilka var 14,825 kg, sem er 0,333 kg hærri en haustið 1982. Innlagt kjötmagn var 746.658 kg samanborið við 793.983 kg haust- ið 1982, þannig að samdrátturinn var 5,97%. Innlagðar gærur voru 49.439 stk., eða 168.205 kg, þar af dilkagærur 43.847 stk. eða 143.078 kg. Gærur af heimaslátr- uðu eru taldar með í heildartölu gæra. Búið er að gera upp að fullu sauðfjárafurðir frá haustinu 1982 og vísast í því sambandi í dreifibréf, sem félagið sendi sauðfjárframleiðendum þann 26. janúar sl. Uppgjör afurðareikn- ingsins gaf tilefni til þess að borga sem komið er, en velta afurða- reikninganna var 561 mkr. og hafði aukist um 69,44% frá fyrra ári. Samtals var því velta fyrir- tækisins, að afurðareikningum meðtöldum, 2.091,1 mkr. saman- borið við 1.216,5 mkr. á árinu 1982, og var aukningin því 71,89%. Mest var aukningin í verslunarstarfseminni, 74,45%, í sjávarútvegi var aukningin 73,81%, í iðnaði 66,83% og í þjónustu 63,58%. Þegar á heild- ina er litið hefur velta félagsins aukist í samræmi við verðbólgu- þróun, þannig að félagið má sæmilega við una. Launakostnaður félagsins á ár- inu 1983, að launatengdum gjöld- um meðtöldum, var 254,8 mkr., eða 212,9 mkr. í aðalrekstri og 42 mkr. í afurðareikningum, og hafði aukist um 53,37% frá fyrra ári. Hækkun launakostnaðar var mjög mismunandi eftir starfssvið- um. Þannig hækkaði launakostn- aður í sjávarútvegi um 70,30%, í iðnaði um 54,81%, í verslun um um 73,3 mkr., eða 69,3%. í sjáv- arafurðum voru birgðir félagsins 117,4 mkr. og höfðu aukist frá ársbyrjun um 42,4 mkr., eða 56,4%. Birgðir Mjólkursamlags í árslok 1983 voru 99,2 mkr. og höfðu aukist um 40,8 mkr., eða 41,1%. Samtals höfðu birgðir fé- lagsins í þessum flokkum hækkað um 156,5 mkr., og þótt afurðalán í sjávarafurðum og mjólkuraf- urðum hafi vissulega hækkað nokkurn veginn í réttu hlutfalli, hefur þessi mikla birgðaaukning í krónutölu skapað mikið álag á fjármál fyrirtækisins. Aukin fjár- magnsbinding í vörubirgðum hef- ur því valdið félaginu vissum rekstrarfjárerfiðleikum. . Mjólkursamlag Á árinu 1983 tók Mjólkursamlag KEA á móti 21.968.217 ltr. mjólkur frá 266 mjólkurframleið- endum. Magnaukning frá árinu 1982 var 615.504 ltr., eða 2,88%. enn kr. 2,31 pr. ltr., eða 18,7%, á fullt staðargrundvallarverð. í febrúar 1984 eru greiddar í reikn- inga bænda kr. 0,60 pr. ltr. upp í eftirstöðvar, og vantar þá enn kr. 1,71 pr. ltr. til þess að fullt grund- vallarverð náist. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað hvernig af- koma Mjólkursamlagsins verður og því ekki hægt að fullyrða á þessu stigi, hvert endanlegt verð verður. Almennt er talið, að af- koma vinnslubúanna utan 1. sölusvæðis sé slæm vegna mikils fjármagnskostnaðar af birgðum án tilsvarandi birgðahækkana. Verðlagning vinnsluvara er mikl- um mun óhagstæðari en verð- lagning ferskvara. Markaðsað- stæður samlaga á 1. sölusvæði skapa því sérstöðu, sem veldur misvægi í afkomu bænda og spennu milli landshluta, sem eyða þarf í góðu samstarfi allra mjólkursamlaga í landinu. Verð- ur að treysta því, að Stéttarsam- band og Framleiðsluráð hafi for- ystu í þeim efnum. fullt meðalgrundvallarverð veií- lagsársins 1982/1983 fyrir kjöt, en haustgrundvallarverð fyrir gærur og slátur. Auk þess voru greiddir þeir vextir, sem afkoma afurða- reikningsins leyfði, og námu þeir 23% á eftirstöðvar haustgrund- vallarverðsins, reiknuðu frá 15.10.1982 til greiðsludags 01.08.1983. Nokkuð vantaði því á, að afkoma afurðareikningsins leyfði greiðslu á fullum vöxtum. Svo sem venja hefur verið til á undanförnum árum greiddi félag- ið upp í sauðfjárafurðir haustið 1983 80% af grundvallarverði. Ull Móttekið ullarmagn á árinu 1983 var 61.532 kg, en árið 1982 var innlagt ullarmagn 55.550 kg. Aukningin er því 5.982 kg, eða 10,77%. Uppígreiðsluverð fyrir vetrarrúna ull fyrir 1984 hefur enn ekki verið ákveðið, en verð- ur tilkynnt til ullarframleiðenda með dreifibréfi svo fljótt sem verða má. Stórgripaslátrun Á haustmánuðum 1983 var slátr- að alls 1.040 nautgripum saman- borið við 891 nautgrip á sama tímabili 1982. Nautgripaslátrun fer því vaxandi. Ef verðlagsárið 1982/1983 er hins vegar borið saman við verðlagsárið á undan, fækkaði slátruðum nautgripum og innlagt kjötmagn minnkaði. Nautgripum fækkaði um 11,35%, smákálfum um 16,58%, innlagt nautgripakjót minnkaði um 8,25% og smákálfakjöt minnkaði um 15,16%. Veruleg aukning varð hins vegar í svínaslátrun. A verðlagsárinu 1982/1983 var slátr- að 2.760 svínum samanborið við 2.121 svín á fyrra verðlagsári. Aukningin var því 30,13% í fjölda, en 32,87% í magni. Var innlagt svínakjöt 152,4 tonn samanborið við 114,7 tonn á verðlagsárinu á undan. Svínaslátr- un heldur áfram að aukast og við talsvert birgðavandamál er nú að stríða í svínakjöti. Virðist óhjá- kvæmilegt að mæta því vandamáli með sérstakri söluherferð og verð- lækkun. Svínakjöt geymist illa til lengri tíma, þannig að full ástæða virðist fyrir svínabændur að að- laga framleiðslu sína því magni, sem markaðurinn tekur við með eðlilegu móti. í því sambandi er vert að hafa í huga, að mikið framboð er af öðru kjöti. Um- frambirgðir eru af dilkakjöti, framleiðsla nautgripakjöts fer vaxandi og mikið framboð er á fuglakjöti. Nautgripakjöt hefur verið hægt að gera upp við framleiðendur á fullu grundvallarverði strax í næsta mánuði eftir slátrun. Sama gilti um svínakjöt fram til síðustu áramóta, en þá varð að lækka út- borgunarverð í 80% af skráðu verði vegna birgðasöfnunar. Jarðepli Á verðlagsárinu 1982/1983 voru teknar til sölumeðferðar 5.829 tunnur af kartöflum, þar af ey- firskar 4.457 tunnur. Verðlagsárið áður voru teknaj- til sölumeðferð- ar 5.272 tunnur af kartöflum, þar af 2.667 tunnur eyfirskar. Jarð- epli hafa verið gerð upp að fullu í næsta mánuði eftir innleggs- mánuð. Sjávarafurðir Fiskvinnslustöðvar félagsins á Dalvík og í Hrísey framleiddu á árinu 1983 131.414 kassa af freð- fiski, sem er 8,46% aukning frá fyrra ári. Saltfiskframleiðsla fé- lagsins minnkaði um 10% miðað við fyrra ár og nam 930,3 tonnum. Auk þess seldi félagið í umboðssölu 460,6 tonn ,af salt- fiski, sem er 3,6% minnkun frá fyrra ári. Skreiðarframleiðsla fé- lagsins var 119,9 tonn, en í henni varð mikill samdráttur miðað við fyrri ár vegna ástands markaðs- mála. Framleiðsla skreiðarhausa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.