Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR
I SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
67. árgangur Akureyri, mánudagur 19. mars 1984 34. tölublað
Norðurlandi eystra:
Fjölgaði aðeins um tvö
■\ a a\
iðnaoi ario
Húsnæði
undir
kvenna-
framboð
Us. 3
Hljoóbylgju-
tæki fyrir
páska-
egg!
-sjábls. 3
Björt fram-
tíð í
lífefna-
iðnaði
-sjábls. 9
Á árinu 1982 vantaði 28,6%
upp á að aukning ársverka í
Norðurlandi eystra næði lands-
meðaltali.
Á landsvísu varð
fjölgun ársverka 2,8% en í
Norðurlandi eystra 2%, en þar
fjölgaði ársverkum um 237. Á
Norðurlandi vestra var dæmið
enn hrikalegra, en þar vantaði
53,6% upp á að fjölgun árs-
verka næði meðaltalinu. Þar
varð fjölgunin ekki nema 1,3%
á móti 2,8% á landsvísu. Sam-
Verður byggt ráðstefnu- og
heilsuhótel í Kjarnaskógi í lík-
ingu við það sem gerist best
erlendis? Þetta er spurning
sem ýmsir velta nú fyrir sér í
kjölfar hugmyndar sem Úlfur
Ragnarsson, læknir hefur
varpað fram og viðrað í bréfí
til bæjarráðs Akureyrar.
- Það eru nokkuð mörg ár síð-
an ég fór að velta málum sem
þessum fyrir mér og fyrst í stað
hafði ég í huga byggingu slíkrar
tals fjölgaði ársverkum í
Norðurlandi vestra aðeins um
68 á árinu 1982.
Þessar upplýsingar er meðal
annars að finna í skýrslu sem
Fjórðungssamband Norðlend-
inga hefur gert um atvinnumál í
fjórðungnum. Skýrslan verður
kynnt fréttamönnum í dag og að
því loknu er að vænta frekari
upplýsinga úr henni. Víðast hvar
um landsbyggðina mun þessi
þróun hafa verið svipuð, en á
suðvesturhorninu er málið allt
miðstöðvar erlendis. En eftir því
sem ég hef hugsað málin betur
þá er mér ljóst að hvergi væri
betra að byggja slíka stöð en ein-
mitt hér á Eyjafjarðarsvæðinu.
Ég hef rætt þessi mál lauslega við
Náttúrulækningafélagið á Akur-
eyri um útvíkkun þess heilsuhælis
sem NLFA er með í byggingu í
Kjarnaskógi og það hefur verið
tekið vel í þessa hugmynd mína.
Ég ákvað því að rita bæjarráði
þetta bréf og ég vil undirstrika að
annað, því þar var fjölgun árs-
verka langt yfir landsmeðaltali. í
Reykjavík varð hún 3% en á
Reykjanesi hvorki meiri né minni
en 5,4%.
Þegar atvinnuframboðið
minnkar hafa menn talið að í
kjölfarið færi búseturöskun og að
því er best vitað kemur þetta at-
riði glöggt fram í skýrslunni.
Einnig að atvinnuleysi á árinu
1983 hafi verið mest í þeim
landshlutum þar sem fjölgun ár-
sverka varð minnst árinu áður.
það eina sem ég fer fram á er að
þessi mál verði könnuð. Það ætti
ekki að þurfa að kosta svo ýkja
mikið en ávinningurinn gæti orð-
ið ótrúlegur, sagði Úlfur Ragn-
arsson í viðtali við Dag um þessi
mál. í stuttu máli má segja að
hugmyndir Úlfs um þetta ráð-
stefnu- og heilsuhótel séu þær að
í Kjarnaskógi rísi alþjóðlegt gisti-
hótel með fullkomnum ráð-
stefnusal og tækjum til fundar-
halda og að byggð verði upp að-
staða til heilsuræktar jafnt utan
1982
Sennilegasta skýringin á þess-
ari þróun er sú, að eftir að afla-
brögð settu frekari aukningu í
sjávarútvegi og fiskiðnaði
skorður úti um land, varð hlut-
fallslega mun meiri aukning í
þjónustugreinum og iðnaði.
Þjónusutgreinarnar hafa fyrst og
fremst aukist á höfuðborgarsvæð-
inu og iðnaður einni á Suð-
vesturlandi. Sem dæmi um þá
þróun sem varð í Norðurlandi
eystra má geta þess að aðeins
fjölgaði þar um tvö störf í iðnaði
á árinu 1982. HS
dyra sem innan. í bréfi sínu til
bæjarráðs segir Úlfur: „Áhersla
skal lögð á að ekki er fyrirhuguð
nein meinlætastofnun, hversu vel
gestir vilja nýta sér þá aðstöðu
sem boðin verður er undir þeim
sjálfum komið og ekki er ætlast
til strangari reglna en almennt
velsæmi býður, svo sem á öðrum
gististöðum.“
Sjá nánar bréf Úlfs Ragnars-
sonar, læknis til bæjarráðs á bls.
4. - ESE.
Búið er að steypa upp grunn og neðstu hæð heilsuhælisins í Kjarnaskógi en hugmyndir eru uppi um að þarna rísi ráðstefnu- og heilsuhótel af fínustu gerð.
_ KGA.
HEIMSKLASSAHOTEL
í KJARNASKÓGI?
- Hugmyndir um að heilsuhæli NLFA verði breytt í ráðstefnu- og heilsuhótel