Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-19. mars 1984 'máé, ^ LANDSLEIKUR Prrr Eftir mikið japl og jaml og fuður tókst loksins að halda landsleik í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri og verður ekki annað Sagt en að farið hafi verið af stað með glæsibrag, þó ekki fengist íslenskur sigur. Andstæðingar landans voru heldur ekki af lakari endanum - sjálfir heimsmeistarar Sovétmanna. Mikil stemmning var í Höllinni allan leikinn og var „fimleikameisturum“ Sovétríkjanna klappað óspart lof í lófa. það er samdóma álit manna að hér fari besta hand- knattleikslið sem leikið hefur á íslandi fyrr og síðar og víst er að fullkomnustu vélmenni með örtölvubúnaði gætu ekki gert betur en Sovétmennirnir. Meðfylgjandi myndir tók KGA Ijósmyndari Dags af áhorfendum á þessum fyrsta landsleik í Höllinni en varðandi leikinn sjálfan vísast til umsagnar Gylfa Kristjánssonar á íþróttasíðum blaðsins. - ESE Áfram ísland! Skora íslendingar? Valur Arnþórsson var heiðursgestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.