Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKALAR Átak hjá Akureyrarbæ í umferðarmálum: Reynt að bæta öryggi skólabarna í umferoínni Ákveðið hefur verið að gera mikið átak til að bæta öryggi gangandi vegfarenda í umferð- inni og þá sérstaklega öryggi barna á leið til og frá skóla. Meðal þess sem gert verður er að umferðar- og gangbrautar- Ijósum verður fjölgað en auk þess verður sett hraðahindrun á eina götu. Fjárveiting til þessara mála nemur á árinu 2.260.000 krónum og er búist við því að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir að frost hverfur úr jörðu. Tillögur þær sem hér um ræðir voru lagðar fram af umferðar- nefnd en þær eru í veigamiklum atriðum í samræmi við þær til- lögur sem reifaðar hafa verið hér í blaðinu af ýmsum aðilum á sl. ári. Mikill skriður komst á þetta mál á meðan Umferðarvikan stóð sem hæst og verður ekki annað séð en að umferðarnefnd hafi brugðið skjótt við og ákveð- ið að framkvæma brýnustu verk- efnin. Meðal þess sem lagt er til og samþykkt hefur verið er eftir- farandi: Umferðarljósin í Skipa- götu verða flutt á gatnamót Þing- vallastrætis og Mýrarvegar. Handstýrð gangbrautarljós verða sett upp á Glerárgötu norðan Gránufélagsgötu. Handstýrð um- ferðarljós verða sett upp við Tryggvabraut á móts við POB og umferðarljósin sem þar eru fyrir, hin svokölluðu Torontoljós verða flutt á Hrafnagilsstræti, við Möðruvallastræti og á Höfðahlíð við biðstöð SVA sunnan Glerár- skóla. Þar verður einnig gert út- skot fyrir strætisvagna. Toronto- ljós verður sett upp á gangbraut yfir Þórunnarstræti norðan Hrafnagilsstrætis og hraðahindr- un verður sett á Skógarlund á milli Grenilundar og Heiðarlund- ar með tilheyrandi aðvörunar- merkjum. Að sögn Gunnars Jóhannes- sonar, verkfræðings hjá Akureyr- arbæ verður ráðist í þessi verk- efni í áföngum og framkvæmdir eiga að hefjast í sumarbyrjun. Stefnt er að því að úrbætur hafi fengist áður en skólar byrja að nýju næsta haust. Dýrustu fram- kvæmdirnar verða flutningur um- ferðarljósanna í Skipagötu og kostnaður við staðsetningu þeirra á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar, en þessi fram- kvæmd er talin munu kosta tæpa eina milljón króna. - ESE. íbúðum verkamannabústaða á Akureyri fjölgar: Aðalgeir og Viðar afhentu tólf íbúðir Byggingafyrirtækið Aðalgeir og Viðar afhenti sl. föstudag stjórn Verkaamannabústaða á Akureyri 12 íbúðir sem fyrir- tækið hefur byggt að Keilusíðu 10. Hér er um fjölbýlishús að ræða og eru íbúðirnar 12 á þremur hæðum. í máli Aðalgeirs Finnssonar við afhendinguna kom fram að framkvæmdir við húsið hófust 12. október 1982. Samningsupphæð- in var rúmlega 8,,1 milljón króna en hækkun á byggingartímanum nam 72% sem þýðir að endanlegt verð hússins losar 14 milljónir. í húsinu eru 3 einstaklings- íbúðir, 3 tveggja herb. íbúðir, 4 þriggja herb. íbúðir (2 gerðir) og 2 fjögurra herb. íbúðir. Sameign í kjallara er mjög rúmgóð. Þar eru sérgeymslur fyr- ir hverja íbúð og snyrting, reið- hjóla- og barnavagnageymslur, íþrótta- og hvíldarherbergi, gufu- bað, baðaðstaða og aðstaða hús- varðar. Óhætt mun að segja að vinna öll við fjölbýlishúsið og frágangur hafi verið unnin með mikilli prýði og ber iðnaðarmönnum og öðrum sem lögðu hönd á plóginn gott vitni. Arkitekt var Haraldur V. Haraldsson, Teiknistofan Glerárgötu 34 sá um verkfræði- lega hönnun, Rafljós h.f. um raf- lagnir, Magnús Gíslason s.f. um múrverk, Þórarinn Thorlacius og Þórir Magnússon um málun og Haukur Adolfsson um pípulagn- ir. Grunnflötur hússins er 300 fermétrar en rúmmál 3570 rúm- metrar. „Það hafa allir starfað virkilega vel að þessu verki,“ sagði Aðal- geir Finnsson er hann afhenti Sig- urði Hannessyni varaformanni stjórnar Verkamannabústaða lykil að húsinu og skilaði þar með verkinu af sér. „Ég færi öllum starfsmönnum sem hér hafa lagt hönd á plóginn hinar bestu þakkir,“ sagði Aðalgeir. Talsvert af loðnu Talsverð loðnulöndun hefur verið í Krossanesi undanfarna daga og hefur nú alls verið landað þar um 10.600 lestum af loðnu eftir áramót. Að sögn starfsmanna í Krossa- nesverksmiðjunni þá komu fjögur loðnuskip, Albert, Súlan, Hrafninn og Þórður Jónasson þar inn til löndunar á þriðjudag og miðvikudag en samanlagður afli þeirra nam um 2500 lestum. - ESE. Lítið kal Eftir því sem næst verður kom- ist virðast tún í Eyjafirði koma nokkuð vel undan snjó að þessu sinni. Erfitt er þó að full- yrða nokkuð um endanlega út- komu enda vetur langt í frá á enda. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur aflaði sér hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar þá líta þau tún sem komin eru undan snjó og klaka nokkuð vel út og kal virðist ekki mikið. Víða eru þó tún enn undir klaka s.s. á Ár- skógsströnd og því erfitt að full- yrða um heildarútkomu nú. Við- mælandi Dags benti líka á að of snemmt væri að afskrifa veturinn nú þrátt fyrir góða veðrið að undanförnu. - ESE. Veður Það verður fjölbreytilegt veður á Norðurlandi næstu sólarhringa ef marka má spá um veðurhorfur frá Veður- stofu íslands í morgun. í dag er spáð áframhald- andi SV-átt en heldur mrnnk- andi. í nótt þykknar svo upp með vaxandi sunnanátt og síðla nætur fer að snjóa. Á morgun snýst vindur svo aftur til SV-áttar með éljum vestan til en léttara austan til á Norðurlandi. Annað kvöld er síðan spáð vaxandi SA-átt og hreinni austanátt og mild- ara veðri. # Lesið úr Frey Búnaðarblaðið Freyr er um margt stórmerkilegt blað, enda mun það hafa komið fyrir þegar lítið var um fréttir, að í útvarpinu var lesið upp úr þessu blaði í frétta stað. Þetta var fyrir mjög mörgum árum, en ennþá er margt forvitnilegt að finna í Frey og snertir það ekki allt landbún- að, a.m.k. ekki beinlínis. Þar er m.a. þáttur sem ber heitið Molar, eins konar smátt og stórt, og við ætlum að leyfa okkur að vitna í hann hér á eftir. # Tölvustýrð vagga „Fyrirtækið Daito í Japan hef- ur sett á markað tölvustýrða vöggu. Vaggan sem ber heit- ið Do-re-mi fer að vagga jafnskjótt og barnið sem ligg- ur í henni fer að gráta. Jafn- framt fer þá í gang segulband með ævintýri eða huggunar- orðum sem móðirin hefur tal- að inn á. Þegar barnið hættir að gráta hættir vaggan að rugga eftir 30 sekúndur. Tölv- an tekur ekki mark á röddum fullorðinna sem nærstaddir eru, heldur einungis rödd barnsins í vöggunni. Verð kr. 8.000.“ # Betra fólk í strjálbýli Og hér er önnur grein úr sama þætti í Frey: „Noregur er um margt fyrirmyndarland að áliti samfélagsfræðinga. Hjónaskilnaðir eru þar fátið- ari en í flestum öðrum löndum, geðheilsa manna betri, glæpir sjaldgæfari og sjálfsvíg miklu færri en í öðrum sambærilegum löndum. Norski sálfræð- ingurinn Nils Retterstol prófessor telur að ástæðan fyrir þessu geti verið sú hve byggö er dreifð í Noregi, en í slíku samfélagi hugsa menn meira um náunga sinn. Rett- erstol prófessor hefur í mörg ár stundað samfélagsrann- sóknir á Norðurlöndum (þó ekki á íslandi) og eru niður- stöðurnar næsta athygl- isverðar. Einn þáttur rann- sóknanna beindist að því að finna hvers vegna mönnum virtist líða betur í norsku samfélagi en dönsku. Niður- stöðurnar leiddu í Ijós að samheldni er meiri í norskum fjölskyldum og einnig milli nágranna og meðal almenn- ings í hverju sveitarfélagi. í stuttu máli: Norðmenn eru betri hver við annan en ná- grannar þeirra,“ segir í Frey og fyrirsögn þessarar klausu var: „Menn eru betri hver við annan í strjálbýli.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.