Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 3
19. mars 1984 - DAGUR - 3 Höfðingleg gjöf Kiwanis-manna til Sjálfsbjargar: Magnús Ólafsson sýnir Kaldbaksmönnum hvernig hljóðbylgjutækið virkar. Mynd: ESE. Páskaeggjasalan dugði fyrir hljóðbylgjutæki Nýlega afhentu félagsmenn úr Kiwanisklúhbnum Kaldbaki á Akureyri Sjálfsbjörgu - félagi fatlaðra - höfðinglega gjöf. Er hér um að ræða hljóðbylgju- tæki af Mettler-gerð en tæki sem þessi eru notuð til að eyða bólgu úr sinum og vöðvum. Pað var HaUgrímur Arason, formaður Kaldbaks sem afhenti tækið en Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari veitti tækinu við- töku fyrir hönd Sjálfsbjargar. í máli Hallgríms Arasonar við afhendinguna kom fram að tæki sem þetta kosta um 70 þúsund krónur hingað komin en alls fjár vegna kaupanna öfluðu Kiwanis- menn með sölu páskaeggja í fyrra. Má því ljóst vera að þeir sem keyptu egg af félögunum í Kaldbaki fyrir páskana í fyrra, lögðu góðu málefni lið. Magnús Ólafsson þakkaði gjöfina og sagði að Sjálfsbjörg hefði um árabil notað sambæri- legt tæki af eldri gerð með mjög góðum árangri. Endurnýjunar hefði verið þörf m.a. vegna mik- illar notkunar og hefði þetta hljóðbylgjutæki því svo sannar- lega komið sér vel. Magnús sýndi síðan Kaldbaks-mönnum hvernig tækið virkaði og skýrði muninn á því og eldri tækjum. Hið nýja tæki er að hluta til tölvustýrt og mun meðfærilegra en eldri gerðir. Að sögn Magnúsar Ólafssonar eru framlög félagasamtaka til Sjálfsbjargar ómetanleg og með hjálp góðra manna hefði félagið smám saman eignast allgóðan tækjakost. Brýnustu verkefnin nú væru að fjölga sjúkraþjálfur- um og meðal þess sem þá vantaði væru sérstakir meðferðarbekkir. Pá væri í ráði að koma upp sér- stakri aðstöðu fyrir börn en hús- mæðið sem ætlað væri undir þá starfsemi væri algjörlega óinn- réttað. - ESE. Húsnæði ið undir athvarf á Samtök um kvennaathvarf á Noröurlandi hafa fengið vil- yrði fyrir húsnæði undir kvennaathvarf á Akureyri. Það er bæjarfélagið sem býður fram húsnæðið og er vonast til að hægt verði að taka það í notkun seinni hluta vors. Að sögn Sveinborgar Sveins- dóttur sem starfar í fram- kvæmdanefnd samtakanna þá hefur félagsmönnum fjölgað um meira en helming frá því á stofn- fundinum 15. janúar sl. Þá gerð- ust 70 manns stofnfélagar en nú eru félagar rúmlega 160 talsins. Starfshóparnir þrír sem skipaðir voru á stofnfundinum, er feng- kvenna- Akureyri sem styrkt hefur samtökin fram að þessu, með 60 þúsund króna fjárframlagi. Það fé ásamt félags- gjöldum dugar þó skammt til þess að framkvæma allt það sem er á fjárhagsáætlun samtakanna. Skora samtökin því á bæjarfélög, félagasamtök og einstaklinga að leggja þessu brýna málefni lið og í því sambandi má minna á að samtökin hafa opnað gíróreikn- ing nr. 63600-2 en heimilisfangið er: Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi pósthólf 465 602 Akureyri. Aðalfundur samtakanna verð- ur haldinn í Húsi aldraðralaugar- daginn 31. mars kl. 14.00. - ESE. þ.e. húshópur, fjármálahópur og fræðslu- og kynningarhópur hafa starfað ötullega síðan þá og m.a. hafa hóparnir hist reglulega auk þess sem leshringir hafa verið í gangi innan þeirra. Meðal þess sem er á döfinni hjá Samtökum um kvennaathvarf á Norðurlandi nú þegar vilyrði er fengið fyrir húsnæði er að koma á fót skrifstofu og safna ýmsum innanstokksmunum í athvarfið. Að sögn Sveinborgar hvílir fjár- hagur samtakanna á veikum grunni um þessar mundir. Leitað var eftir stuðningi allra bæjar- og sveitarfélaga á Norðurlandi en Akureyri er eina bæjarfélagið Vasatölvur && '*(*>* KHKWt: tlUC«AA«* 5 Ö Q ö Ö o i'” i r.«T □ C3 ö ö Ö "TW" cp Ó s rn ö T5 -"fi SvSTEHA vasatölvur fyrirliggjandi Sendum í póstkröfu Tölvuúr OVBTi HUQ9IVER Slmi (96) 23626 V—s Glerárgötu 32 • Akureyri Syitema Vorum að taka upp göngustafi 4 gerðir Verð frá kr. 180.- Eyrnatappa, eyrnaskjól, gervigæsir, vasahnífa, vasa- og ferðapela í úrvali og ótal margt fleira. Veidimenn Munið forsöluleyfin í Laxá Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 • sími 22275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.