Dagur - 19.03.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -19. mars 1984
19. mars 1984 - DAGUR - 7
Höllin
troðfull
Forráðamenn Handknattleiks-
sambands Islands sjá örugg-
lega ekki eftir því að hafa farið
með einn leikja íslands og
Sovétríkjanna norður á Akur-
eyri því þeir töltu inn í flugvél-
ina sem fluttu liðin suður að
leik loknum með ávísun upp á
160 þúsund krónur. Að vísu
áttu þeir þá eftir að greiða
Flugleiðum um 60 þúsund fyrir
flugið með liðin, en hagnaður-
inn er um 100 þúsund af fyrsta
landsleiknum í handknattleik
sem háður hefur verið á Akur-
eyri.
Geysileg aðsókn var að
leiknum. Strax í forsölunni seld-
ust um 1000 miðar og þegar
leikurinn hófst á föstudagskvöld
höfðu um 1400 manns troðið sér
inn í íþróttahöllina. Feykileg að-
sókn sem hreinlega bjargaði HSÍ
því áhorfendur á leikjunum
tveimur í Reykjavík voru ekki
nema um 1400 á fyrri leiknum og
rétt rúmlega 1000 á leiknum á
laugardag.
Allt skipulag „Landsleikja-
nefndar“ Ólafs Ásgeirssonar
varðandi leikinn var til fyrir-
myndar og leikurinn mjög
þokkaieg skemmtun fyrir áhorf-
endur. Sovétmenn höfðu sigur á
Akureyri 27:22 og þeir unnu
einnig sigra í báðum leikjunum í
Reykjavík, 24:21 í þeim fyrri og
22:19 í hinum síðari.
4 stig til Völsungs
Völsungur þokaðist fjórum
stigum nær íslandsmeistaratitli
í blakinu um helgina er liðið
lék gegn Þrótti og Víking.
Völsungsstelpúrnar unnu báða
leikina 3:0. Þrótt með 16:14, 15:2
og 15:6 eftir barning í fyrstu
hrinu og Víking með 15:6, 15:5
og 15:8. Ætli það sé ekki best að
láta eina stúlkuna í liði Þróttar
lýsa því sem gerðist í þessum
leikjum en hún sagði eftir leik
Völsungs og Þróttar: „Þaö er
ómögulegt að eiga við Völs-
ungsstelpurnar, þær eru alltaf í
sókn og slá allt sem hreyfist“.
Bæði Þróttur og Víkingur léku
einnig við KA. Þróttur sigraði
KA óvænt 3:0 en á móti Víking
var KA betra liðið og vann 3:1,
einstaka hrinur fóru þá 11:15,
17:15, 15:18 og 15:2.
Þorgils Óttar svífur hér glæsilega inn af línunni og skorar. Kristján Arason fylgist með.
Mynd: KGA.
KA komst áfram
„Það má segja að þótt við
höfum farið hægt af stað í þess-
um Ieik hafi sigurinn aldrei
Þrír nýir í
búningi Þórs
verið í neinni hættu,“ sagði
Þorleifur Ananíasson fyrirliði
KA í handbolta eftir að KA
sigraði ÍBK í Bikarkeppni
HSÍ í Keflavík fyrir helgina.
Úrslit leiksins urðu 27:22 KA í
vil eftir að staðan hafði verið
15:13 fyrir KA í hálfleik. KA
hafði ávallt forustuna í leiknum
og Keflvíkingarnir náðu aldrei að
ógna sigri KA þrátt fyrir að þrjá
af föstum leikmönnum KA vant-
aði að þessu sinni. Gauti mark-
vörður var ekki með, Jóhann
Einarsson er brotinn og var ekki
með og ekki heldur Magnús Birg-
isson sem mun vera á förum til
Noregs til starfa þar.
Jón Kristjánsson var marka-
hæstur KA-manna með sín 9
mörk, Þorleifur skoraði 6, Erl-
ingur Kristjánsson 5, Sigurður
Sigurðsson 4, Logi Einarsson 2
og Sæmundur Sigfússon 1.
KA er nú komið í 8-liða úrslit
í Bikarkeppninni en ekki liggur
ljóst fyrir fyrr en upp úr næstu
mánaðamótum hverjir verða
fnótherjar liðsins næst.
Þrír nýir leikmenn munu Idæð-
ast búningi Þórs í sumar þegar
keppnin í 1. deild knattspyrn-
unnar fer í gang. Þetta eru þeir
ÓIi Þór Magnússon sem kemur
frá ÍBK, Páll Guðlaugsson
markvörður sem síðast lék
með Götu í Færeyjum og
Kristján Kristjánsson sem lék
með Völsungi í fyrra.
Óli Þór er sennilega kunnastur
þessara kappa en hann þykir
einkar grimmur miðherji og
hættulegur upp við mark and-
stæðinga sinna. Hann hefur leik-
ið með yngri flokkum ÍBK og í 1.
deildinni í fyrra skoraði hann 6
mörk.
Hinir nýju ieikmenn Þórs f. v.: Kristján, Páll og Óli Þór.
„Mér líst mjög vel á þetta
hérna hjá Þór,“ sagði Óli Þór er
við ræddum við hann. „Þetta er
betra en ég bjóst við, aðstaðan
góð, þjálfarinn góður og hópur-
inn samstilltur. Þó verður þetta
erfiðara hjá Þór en í fyrra, nú
vita menn hvað liðið getur en í
fyrra var liðið óskrifað blað og
náði mjög góðum árangri.“
- Kristján Kristjánsson hefur
leikið með Völsungi sl. tvö sumur
sem tengiliður. Hann skoraði 5
mörk í 2. deildinni sl. sumar og
var markahæstur leikmanna
Völsungs sumarið 1982 með 8
mörk. Það liggur því fyrir hvert
hlutverk þeirra Óla og Kristjáns
á að vera hjá Þór. „Við eigum
sennilega að skora mörk,“ sagði
Kristján er við spurðum hann um
þetta atriði.
- Þriðji nýliðinn í liðinu á ekki
að skora mörk, heldur að koma í
veg fyrir að þau verði skoruð.
Hann er Páll Guðlaugsson mark-
vörður, nýkominn frá Færeyjum
eftir tveggja ára dvöl þar.
Páll er frá Vestmannaeyjum og
lék með öllum yngri flokkum
ÍBV og eitthvað í meistaraflokki.
Sl. tvö sumur hefur hann leikið
með Götu í Færeyjum og unnið
til allra titla þar í landi sem hægt
er í knattspyrnunni. M.a. var
hann sl. tvö ár kjörinn „leikmað-
ur ársins" hjá sínu félagi. Páls
bíður það erfiða hlutverk að taka
við af Þorsteini Ólafssyni í mark-
inu og er ekki beint öfundsverður
af því, en þeir sem til þekkja
segja að hér sé á ferðinni leik-
maður sem eigi eftir að koma á
óvart í sumar með getu sinni.
Urslitin
hefjast
á Akureyri
Urslitakeppni hotnliðanna í 1.
deild handboltans hefst á Ak-
ureyri á föstudagskvöld kl. 20,
en í þeirri keppni taka þátt
KR, Þróttur, Haukar og KA.
Liðin fjögur taka með sér stig-
in úr leikjum vetrarins í 1.
deild og er staða KA-manna
þar lökust.
KA er á botninum með aðeins
tvö stig. Ekki er svo mjög langt í
Haukana sem hafa 5 stig en KR
og Þróttur eru langt þar fyrir
ofan. Er því sýnt að KA og
Haukar munu falla í 2. deild
nema eitthvað mjög óvænt komi
til. Hins vegar eru þessir leikir í
úrslitakeppninni sem leiknir
verða um fjórar helgar, alls 12 á
hvert lið, góður skóli fyrir hina
ungu leikmenn KA sem hafa ver-
ið að leika sína fyrstu leiki í m.fl.
í vetur.
Sem fyrr sagði hefst keppnin á
föstudagskvöld á Akureyri kl. 20,
henni verður framhaldið á laug-
ardag kl. 13 og síðustu leikirnir
hefjast kl. 11 fyrir hádegi á
sunnudaginn.
Draumur Þórsara
varð að martröð!
Hafi Þórsarar gert sér vonir
um að komast upp úr 3. deild-
inni í handbolta og Ieika í 2.
deild næsta vétur er óhætt að
segja að sá draumur hafi breyst
í martröð um helgina. Þá var
fyrri umferð úrslitakeppni 3.
deildar háð á Akureyri og
Þórsarar náðu aðeins 2 stigum
af 6 mögulegum. Á sama tíma
unnu Ármennigar alla sína
leiki og náðu í 6 stig og má
segja að þeir séu komnir í 2.
deild.
Að lokinni þessari keppni um
helgina er Ármann með 32 stig,
Týr 27, Akranes 26 og Þór með
25. Þannig er þó möguleikinn á
að ná 2. sætinu og þar með sæti í
2. deild ekki út úr myndinni hjá
Þór þrátt fyrir allt.
En það þarf ýmislegt að breyt-
ast svo mikið er víst. Ef liðið
leikur eins og það gerði um helg-
ina er best að það sé áfram í 3.
deild. En hins vegar er vitað að
liðið getur meira, það hefur það
sýnt. Um helgina var það
flumbrugangurinn og fátið sem
var alls ráðandi og skipti þá ekki
máli hvort um var að ræða nýliða
á sínu fyrsta ári í meistaraflokki
eða gamla „jaxla“ sem eiga að
þekkja öll afbrigði íþróttarinnar
og þá spennu sem fylgir.
Leikir Þórs gegn Akranesi og
Ármanni voru hörmulegir, því
mótmælir sjálfsagt enginn sem
sá. Það sást aðeins til sólar í
leiknum gegn Tý þótt kaflar í
þeim væru ekki til útflutnings og
þá vannst eini sigurinn.
Annars urðu úrslit leikjanna
sem hér segir:
Ármann:Þór: 28:22 (15:8).
Markhæstur leikmenn Þórs: Sig-
urður Pálsson 9, Guðjón Magn-
ússon 6.
Týr:Akranes: 34:25 (17:8)
Akranes:Armann: 18:36 (17:7)
Þór:Týr: 22:21 (8:9)
Markhæstu leikmenn Þórs: Sig-
urður Pálsson 7, Kristinn Hreins-
son 4.
Týr:Ármann: 23:26 (10:13)
ÞóriAkranes: 23:28 (10:13)
Markhæstu leikmenn Þórs: Sig-
urður Pálsson 7, Guðjón Magn-
ússon 3.
Akureyringar komu svo sann-
arlega á óvart í íslandsmóti fé-
lagsliða í kraftlyftingum sem
haldið var um helgina. Unnu
öruggan sigur á keppinautum
sínum, KR-ingum og hlutu því
sæmdarheitið „Besta kraftlyft-
ingafélag íslands 1984“.
Keppnisfyrirkomulagið var
með þeim hætti að hvert félag
keppti á sínum eigin æfingastað
og síðan gilti samanlögð stigatala
þeirra fimm manna sem skipuðu
hvert lið. Fyrir hönd Akureyrar
kepptu, Kári Elíson sem lyfti
samtals 615 kg (446.36 stig),
Freyr Aðalsteinsson, 647.5 kg
(409.47 stig), Víkingur Trausta-
son, 775 kg (409.43), Flosi Jóns-
son 632.5 kg (378.10) og Jóhann-
es Hjálmarsson, 590 kg (328.51)
samtals 1971.87 stig. Eitt Akur-
eyrarmet var sett á mótinu af
Víkingi Traustasyni, 170 kg í
bekkpressu í 125 kg flokki.
Auk fyrrgreindra lyftinga-
manna kepptu á mótinu, Helgi
Eðvarðsson (125 kg fl.) sem lyfti
560 kg, Bragi Konráðsson (110
kg fl.) 475 kg, Eiríkur St. Eiríks-
son (100 kg fl.) 450 kg og Haukur
Ásgeirsson (87.5 kg fl.) sem lyfti
samtals 360 kg. - ESE
Þórsarar skora í leik sínum við Týsara. Þórsarar náðu þar naumlega sigri.
Mynd: KGA.
Elmar gegn heims-
meisturum Þjóðverja
„Þetta verður auðvitað mjög
skemmtilegt þótt ég reikni
með að þetta sé meira til gam-
ans gert en að um alvöruleik
verði að ræða,“ sagði Elmar
Geirsson, en hann hefur fengið
boð um að mæta til Þýskalands
19. aprfl nk. og taka þar þátt í
nokkuð merkilegum knatt-
spyrnuleik.
Leikurinn fer fram í borginni
Trier sem er elsta borg Þýska-
lands, og er leikurinn liður í há-
tíðahöldum vegna 2000 ára af-
Niðurröðun Islandsmótsins tilbúin
Niðurröðun leikja í Islands-
mótinu í knattspyrnu liggur nú
fyrir hjá KSÍ enda styttist í það
með degi hverjum að boltinn
fari að rúlla.
Keppnin í 1. deild karla hefst
20. maí og verður þá leikin heil
umferð. Akureyrarliðin KA og
Þór eiga innbyrðisleik og er það
heimaleikur KA. Bendir ýmislegt
til þess að leika verði hann á möl.
Þremur dögum síðar hefst svo 2.
umferð, Þórsarar leika þá á
Akranesi gegn íslandsmeisturun-
um en KA-menn fara til Kefla-
víkur og mæta ÍBK.
í 2. deild hefst keppnin einnig
20. maí. Nýliðar Tindastóls eiga
að leika í Hafnarfirði gegn FH og
Völsungar fara til Njarðvíkur og
mæta UMFN. Siglfirðingar eiga
hins vegar heimaleik og mæta
Einherja.
Keppnin í 1. deild kvenna
hefst 16. júní. Þar er keppt í
tveimur riðlum S.-Vesturlands-
riðli og liðin á Norður- og Aust-
urlandi eru saman í öðrum riðli.
Fyrstu leikir í N.-Austurlands-
riðli eru Höttur/Þór og Súlan/
KA. Þann 24. júní leika svo Þór/
KA og Höttur/Súlan.
í 3. deild hefst keppnin 20.
maí og er einnig leikið í tveimur
riðlum þar. í riðlinum á Norður-
og Austurlandi leika í 1. umferð
Valur/Magni, HSÞ/Leiftur, Hug-
inn/Austri og Þróttur N. situr
yfir.
mælis borgarinnar. Liðin sem
þarna munu eigast við eru lið
Eintracht Trier frá því 1976 en
með því liði lék Elmar er liðið
vann sig upp í 2. deild. Mótherj-
arnir verða ekki mjög óþekktir,
því þeir eru engir aðrir en leik-
menn þýska landsliðsins sem
urðu heimsmeistarar í knatt-
spyrnu 1974.
Þar verða margir þekktir kapp-
ar á ferðinni eins og gefur að
skilja, menn eins og Becken-
bauer, Netzer, Overath og fleiri.
Elmar sagðist hlakka til leiksins
og það væri gaman að fá að
keppa við þessa karla á gamals-
aldri fyrst maður átti þess ekki
kost á sínum tíma, eins og hann
orðaði það.
Gottlieb vann
Gottlieb Konráðsson sigraði í flokki 20
ára og eldri á bikargöngunióti í lllíðar-
fjalli um helgina. Annar varð Einar Ólafs-
son frá ísafirði og þriðji Þröstur Jóhann-
esson í. en gengnir voru 15 km.
í flokki 17-18 ára pilta voru gengnir 10
km en þar sigraði Haukur Eiríksson A. í
öðru sæti varð Bjarni Gunnarsson í. og
Finnur V. Gunnarsson Ó. varð þriðji.
í flokki 15-16 ára pilta voru gengnir 7.5
km og þar sigraði Ólafur Valsson S.,
Baldvin Kárason S. og Ingvi Óskarsson
Ó. varð þriðji.
Þórir Hákonarson S., sigraöi í flokki
13-14 ára (5 km), Magnús Erlingsson S.
varð annar og Sveinn Traustason Fljótum
varð þriðji.
í flokki 16^18 ára stúlkna sigraði Stella
Hjaltadóttir í„ Svanfríður Jóhannesdóttir
S. varð önnur og þriðja Svanhildur Garð-
arsdóttir í.
í flokki 13-15 ára stúlkna sigraði Auður
Ebenesardóttir í„ Ósk systir hennar varð
önnur og jafnar í þriðja til fjórða sæti
urðu Harpa Jónsdóttir Ó. og Eyrún Ing-
ólfsdóttir í. - ESE.
Norðlendingar
sigursælir
Bikarmót í svigi og stórsvigi fóru fram víða
um land uin helgina og voru Akureyring-
ar og Dalvíkingar sigursælir á þessum
inótum.
Á ísaflrði var keppt í flokkum karla og
kvenna og þar sigraöi Daníel Hilmarsson
frá Dalvík í bæði svigi og stórsvigi. Annar
í sviginu varð Guðmundur Jóhannesson
í„ en annar í stórsvigi varð Árni Þór
Árnason R. og þriðji Ólafur Harðarson
Ak.
Nanna Leifsdóttir frá Akureyri sigraði
bæði í svigi og stórsvigi kvenna. í sviginu
varð Hrefna Magnúsdóttir Ak. önnur en
Sigrún Grímsdóttir í. varð í þriðja sæti. í
stórsviginu varð Signe Viðarsdóttir Ak.
önnur og Anna María Malmquist Ak.
þriðja.
í Reykjavík var keppt í flokkum 15-16
ára og þar var tvöfaldur akureyrskur sigur
í drengjaflokki. Hilmir Valsson sigraði og
Smári Kristinsson varð annar. í stúlkna-
flokki varð Snædís Úlfsdóttir R. fyrst en
Guðrún H. Kristjánsdóttir Ak. varð
önnur.
Á Dalvík var keppt í flokki 13-14 ára.
Keppt var í tveimur stórsvigsmótum og
urðu úrslit þau að í flokki drengja sigraði
Valdcmar Valdemarsson Ak. en annar
varð Ásgeir Sverrisson R. í stúlknaflokki
sigraði Guðrún Ágústsdóttir S. og Guð-
björg Ingvarsdóttir í. varð önnur.
í seinna stórsvigsmótinu sigraði Krist-
inn Grétarsson í„ Valdemar Valdemars-
son A. varð annar og Kristján Eymunds-
son H. þriðji. í stúlknaflokki sigraði
Þórdís Hjörleifsdóttir R. og Guðrún
Ágústsdóttir S. varð önnur.
I svigi drengja sigraði svo Valdemar
Valdemarsson A. og Kristján Eymunds-
son H. varð annar. I stúlknaflokki sigraði
Gerður Guðmundsdóttir Neskaupsstað,
Guðbjörg Ingvarsdóttir í. varð önnur og
Kristín Jóhannsdóttir Ak. þriðja. - ESE.
Þróttur sigraði
KA var ekki stór hindrun fyrir íslands-
meistara Þróttar í blakinu er liðin mættust
í 8-liða úrslituin Bikarkeppni Blaksam-
bandsins um helgina.
Leikið var í Glerárskóla og Þróttur sigr-
aði 3:0. Fyrsta hrinan tók stuttan tínia og
lauk 15:1 fyrir íslandsmeistarana og loka-
tölur úr 2. hrinu voru 15:6 Þrótti í vil. í
þriðju hrinunni tóku KA-strákarnir við
sér og þá héldu þcir vel i við Þróttara. KA
var með forustu lengst af, t.d. 7:6 og
12:10 en Þróttur skoraði siðustu 5 stigin
og sigraði 15:12 og leikinn þar ineð 3:0.