Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 26. mars 1984 37. tölublað Valda lægri laun búseturöskuninni? í skýrslu Fjórðungssambands Norðlendinga um atvinnumál segir að vafalaust megi rekja nokkurn hluta búsetuvandans á Norðurlandi til lágra tekna í fjórðungnum, en meðallaun á ársverk á Norðurlandi vestra voru 15,1% undir landsmeðal- tali 1982 og á Norðurlandi eystra 4,7% undir landsmeðal- talinu. í skýrslunni segir að það ugg- vænlega við þetta sé að ekki sé hægt að rekja lág heildarlaun til einstakra greina sem lækki méð- altalið. Veitur með aðeins 0,6% mannaflans voru yfir landsmeðal- tali í launum 1982 og fiskvinnsla og landbúnaður á Norðurlandi eystra náðu landsmeðaltali. Allar aðrar greinar greiddu laun undir landsmeðaltali. Sláandi eru lágar tekjur í versluninni en þær námu á Norðurlandi vestra aðeins 10.417 kr. á mánuði og voru 18,8% undir landsmeðaltali, sem þó var aðeins 12.833 kr. Athygl- isvert er hversu langt undir lands- meðaltali launin í samgöngum eru í báðum kjördæmunum, segir í skýrslunni. Að meðaltali voru mánaðar- laun í landinu 14.333 kr. 1982, en þá voru þau 12.157 kr. á Norður- landi vestra og 13.667 á Norður- landi eystra. Mánaðarlega vant- aði því launafólk á Norðurlandi vestra 2.144 kr. til að ná lands- meðaltalinu og á Norðurlandi eystra vantaði 666 krónur. í iðn- aði námu laun á Norðurlandi eystra 97,7% af meðallaunum í greininni yfir landið allt og á Norðurlandi vestra 90,3%. Meðallaun í landinu voru lægst á Norðurlandi vestra en hæst á Reykjanesi og munaði 40 þúsund krónum á mann á árinu 1982, eða 3.333 kr. á mánuði. Næstlægst var Suðurland, þá Austurland og síðan Norðurland eystra. HS Neyðar- blys úr partíi „Þetta er mjög alvarlegt mál því þetta hefði getað kostað leit alla nóttina. Það var hrein tilviljun að upp komst hvers kyns var þegar verið var að ræsa út Hjálparsveit skáta, því einn úr sveitinni sá hvaðan þetta kom. Blysinu var skotið úr Tjarnarlundi og þar mun hafa vérið einhver gleðskapur á ferðinni," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í morgun, en laust eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags sást neyðarblys á lofti. Ýmsir urðu til að hringja í lög- regluna þegar blysið sást og töldu sjónarvottar því hafa verið skotið upp frá Súlumýrum. Lögreglan fór í Fálkafell þar sem vitað var um unga skáta í útilegu. Ekki kom blysið þaðan og Hjálpar- sveit skáta var ræst út til leitar. Átti að fara að skipuleggja leit á vélsleðum og byrjað að kalla út leitarmenn þegar í ljós kom hvers kyns var. Þessi fíflaskapur partígesta hefði getað kostað leit alla nótt- ina, en sem betur fór vitnaðist hvernig á þessu stóð, - HS. Nanna „íþrótta- maður Akureyrar 1983" - sjá bls. 2 og í opnu Hvar í ósköpunum setti ég bflinn minn? Mynd: KGA. Nýttá Norður- landi - sjá bls. 9 Sterkur bjór f ram- leiddur hjá Sana Framleiðsla er nú hafin á ný á sterkum bjór hjá Sana á Akur- eyri. Á föstudag voru fram- leiddir þúsund kassar, sem er dagsframleiðsla, eða 8 þúsund lítrar. Bjórinn sem er 5,2% að styrkleika, er ætlaður til sölu í Fríhöfninni á Keflavíkurflug- Velli og til sendiráðanna og í framhaldi af þessu verða kann- aðir möguleikar á útflutningi. Nú eru 12 ár síðan síðast var framleiddur sterkur bjór hjá Sana. Að sögn Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Sana, er til- gangurinn með þessari fram- leiðslu sá, að athuga hvernig framleiðslan líkar með tilliti til sölu á mörkuðum sem opnast hafa eftir að framleiðslu sterks bjórs var hætt hjá Sana. Einkum er um að ræða Fríhöfnina eftir að ferðamenn fengu að kaupa þar bjór. Um 90% íslenskra ferða- manna kaupir bjór í Fríhöfninni, sem þýðir að þar eru seldir um 70 þúsund skammtar á ári, eða 400- 500 þúsund lítrar. Þá hafa út- flutningsmöguleikar til Græn- lands og Færeyja verið athugaðir. Þá má geta þess að ef bjór verður leyfður á íslandi má búast við um 12 milljón lítra neyslu á ári, ef miðað er við svipaða neyslu og er hjá Norðmönnum. Báðar ölverksmiðjurnar, Sana og Ölgerð Egils, myndu ekki anna nema um helmingi þeirrar eftir- spurnar, miðað við óbreytta framleiðslu á öli, þ.e. miðað við að ekki yrði framleitt pilsneröl og maltöl. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.