Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 26.03.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 26. mars 1984 26. mars1984-DAGUR-7 íþruttamaður Akureyiar 1983: Nanna kjonn Nanna Leifsdóttir úr KA var kjörin íþróttamaður Akureyrar 1983 og var kjöri hennar iýst á þingi íþróttabandalags Ak- ureyrar nú um helgina. Nanna hlaut alls 81 stig af 100 mögu- Iegum en í öðru sæti varð kraftlyftinga- maðurinn Kári Elíson úr KA með 73 stig. Jónas Róbertsson, knattspyrnumaður úr Þór varð þriðji með 60 stig, Gylfi Gísla- son, lyftingamaður úr KA fjórði með 55 stig og Erlingur Kristjánsson, knatt- spyrnu- og handknattleiksmaður úr KA fimmti með 50 stig. Alls hlutu 12 manns atkvæði í kjörinu en það vakti athygli við verðlaunaafhendinguna að ekkert þeirra sem skipuðu fimm efstu sætin gat verið viðstatt. Nanna var að keppa á skíðum á Siglufirði, Kári keppti í skák í Reykja- vík, Jónas er erlendis, Gylfi er búsettur í Svíþjóð og Erlingur var að keppa með KA gegn Þrótti er verðlaunin voru afhent. - ESE. Góður árangur júdómanna Tveir ungir piltar frá Akureyri tóku á dögunum þátt í Unglingameistaramóti íslands í júdó, og stóðu þeir sig með mikilli prýði. Þetta voru þeir Arnar Harðarson og Benedikt Ingólfsson. Arnar keppti í -65 kg flokki og hafnaði í 2. sæti en Benedikt keppti í +70 kg flokki og hafnaði í 3. sæti. Góður árangur hjá piltunum. Þess má geta að Júdósamband íslands styrkti piltana til þátttöku í mótinu. Sam- bandið borgaði flugfarið fyrir þá fram og til baka, og er ljóst að forráðamenn Júdósambandsins hafa meiri skilning á vandamálum dreifbýlisíþróttamanna en önnur sérsambönd. Unglinga- meisíaramot íslands Unglingameistaramót íslands fer fram á Siglufirði dagana 29. mars til 1. apríl nk. Dagskrá mótsins er þessi: Fimmtudagur 29. mars: Mótssetning og fararstjórafundur. Föstudagur 30. mars: Stórsvig 13-14 ára. Svig 15-16 ára. Ganga allir flokkar. Laugardagur 31. mars: Stórsvig 15-16 ára. Svig 13-14 ára. Stökk allir flokkar. Sunnudagur 1. aprfl: Flokkasvig. Boðganga. Mótsslit og verðlaunaafhending. Gert er ráð fyrir um 200 keppendum á mótið. Þátttökutilkynningar þurfa að berast á sérstökum eyðublöðum sem send hafa verið út eigi síðar en föstudag- inn 23. mars nk. til mótsstjórnar. Verndari mótsins er Sparisjóður Siglu- fjarðar sem gefur m.a. öll verðlaun móts- ins en alls er keppt í 26 greinum á þessu móti. SKANDALL! - Enn verða Þórsarar fyrir barðinu á dómurum - Þetta voru slakir leikir, sér- staklega sá fyrri sem var hreint hörmulegur, sagði Gylfi Krist- jánson, þjálfari Þórs í körfu- bolta en lið hans keppti tvo leiki gegn Skallagrími í Borg- arnesi um helgin. Niðjar þeirra Skallagríms og Egils Skallagrímssonar sem fyrrum bjuggu á Borg á Mýrum hafa verið í mikilli sókn í körf- unni að undanförnu og á föstu- dagskvöld uppskáru þeir sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur. Tóku Þórsara í karphúsið og sigr- uðu örugglega 96:77 eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 40:39 Skallagrími í vil. Leikurinn var lengst af í járn- um og Þórsarar með forystuna í upphafi. Um miðjan síðari hálf- leik gáfust þeir svo upp en Borg- nesingarnir gengu á lagið og sigr- uðu örugglega. Stigin fyrir Þór skoruðu: Eirík- ur 23, Jón H. 15, Guðmundur 15, Björn 13, Konráð 11. Seinni leikurinn var svo skömminni skárri og nú voru Þórsarar yfir allan leikinn. Sigr- uðu 79:70 (41:34). Stigin fyrir Þór: Björn 24, Ei- ríkur 17, Jón 14, Jóhann Sig. 11, Guðmundur 7, Konráð 4, Héð- inn 2. Reyndar leit lengi vel út fyrir að ekkert yrði af leiknum því aðeins annar dómarinn mætti. Hinn dómarinn hringdi frá Bif- röst hálftíma fyrir leikinn og sagðist ekki nenna þessu. Eftir hringingar út og suður varð það úr að maður utan úr bæ, réttinda- laus var fenginn til að flauta en að sögn Gylfa Kristjánssonar notaði hann flautuna í hófi. - Þetta gengur ekki lengur með þessi dómaramál og nú er svo komið að við þorum hrein- lega ekki að fara til Selfoss í frestaða leikinn gegn UMFL af ótta við enn einn dómaraskandal- inn. Þessi leikur þýðir auk þess ekkert annað fyrir okkur en ómældan kostnað og því líklegast að við förum að dæmi Framara og fleiri liða og mætum ekki, sagði Gylfi Kristj ánsson. - ESE. Páll jafnaði met Alf reðs G íslasonar - KA náði jöfnu gegn KR - en Gunnar ólöglegur með KR KA-menn eru á réttri leið í botnbará ttunni í handknatt- leiknum. Eftir að hafa tapað illilega fyrir Haukum á föstu- dagskvöld, sýndu þeir í sér tennurnar gegn Þrótti en töp- uðu naumlega en náðu svö jöfnu gegn KR í gærdag. KA er þó langt frá því að vera vel á vegi statt í keppninni en ýms- ar blikur eru á lofti og þrjár umferðir eftir. Aðalmál botnbaráttunnar um helgina er mál Gunnars Gísla- sonar en það vakti mikla athygli að KR-ingar tefldu honum ekki fram í keppninni. Það gengur nú fjöllum hærra að Gunnar verði dæmdur ólöglegur með KR og ef það gengur eftir þá hafa KR-ing- ar tapað fimm stigum af þeim 14 sem þeir höfðu áður en botnbar- áttan hófst. Þróttur - KR 18:15. Jens Jensson 8 mörk fyrir Þrótt og Guðmundur Albertsson 7 mörk fyrir KR, voru markahæst- ir. Haukar - KA 28:23. Þetta var dapur leikur hjá KA. Mörkin skoruðu: Þorleifur 5, Erlingur, Jón og Logi 4 mörk hver, Jóhannes 3, Sæmundur 2 og Sigurður 2. Hörður Sigmars- son varð markahæstur fyrir Hauka með 11 mörk. KA - Þróttur 20:22. KA hélt lengi vel í við Þróttarana en á lokamínútunum reyndust Pálarnir og co. sterkari og sigr- uðu. Mörk KA skoruðu: Þor- leifur 4, Logi, Jóhannes, Sigurð- ur 3 hver, Sæmundur, Erlingur og Jón 2 hver og Ragnar 1. , KR - Haukar 25:18. Mörkin: Jakob 7 fyrir KR og Ingimar 5 mörk fyrir Hauka. Þróttur - Haukar 34:26. í þessum leik var eina spennan fólgin í því hvort Páli Ólafssyni úr Þrótti tækist að slá markamet Alfreðs Gíslasonar, 21 mark í einum og sama leiknum. Það tókst ekki en Páll jafnaði metið og nagar sig líklega í handabökin nú fyrir að hafa misnotað þrjú vítaköst í röð undir lok leiksins. Mörkin: Páll 21 fyrir Þrótt og Sig- urgeir og Sigurjón 4 mörk hvor fyrir Hauka. KA - KR 17:17. í þessum leik komust KR-ingar vel yfir í byrjun en KA-menn létu ekki deigan síga og jöfnuðu. Komust síðan yfir en undir lokin tókst KR að jafna á ný. Mörkin: Þorleifur 5, Sæmundur 3, Jón, Pétur, Sigurður og Jóhannes 2 mörk hver og Logi 1. Jakob skor- aði 7 mörk fyrir KR, Eftir þessa fyrstu umferð eru Þróttarar efstir með 20 stig, KR er með 12, Haukar eru með 9 og KA.með 5 stig, en þessi röð mið- ast við að Gunnar verði dæmdur ólöglegur með KR. - ESE. Logi Einarsson .svífur inn í teiginn í íeiknum gegn Haukum og skorar. Mynd: KGA. |^K| Alþjóðlega Olympiulágmarkinu náð - Haraldur Ólafsson Ivftir 165 kg í jafnhöttun á móti í „Trölladyngju" fyrir skömmu. .^^. ^^ Mynd: ESE. tfll Qa iiiioiva ui\i\iir ciiicIb - Rætt við Harald Ólafsson, lyftingamann um lágmörk íslensku Olympiunefndarinnar - Eg fæ ekki annað séð en að með þessum stórfurðulegu lág- mörkum sé Olympiunefnd íslands að útiloka íslenska lyft- ingamenn frá þátttöku á Olympiuleikunum. Það er ekki gott að segja hvaða hvatir liggja þarna að baki en þær eru annar- legar í meira lagi. Þetta sagði Haraldur Ólafs- son, hinn snjalli lyftingamaður ur Þór í samtah við Dag er hann var inntur álits á þeim lág- mörkum sem íslenska Oiympiu- nefndin hefur sett. Þessi lág- mörk hafa vakið mikla furðu manna og mikil reiði er nú með- al lyftingamanna og frjáls- íþróttamanria sem einnig hafa fundið smjörþefinn af lág- mörkum nefndarinnar, þó ekki sé hann eins rammur og.þefur- Ínn af lyftingalágmörkunum. Þrír Akureyringar, Háraldur Ólafsson. Gylfi Gíslason og Garðar Gíslason hafa hingað til verið taldir eiga möguleika á að komast á Olymptuleikana og keppa þar í lyftingum. Alþjóð- legu Olympiulágmörkin í flokk- um þeirra eru: Haraldur f 75 kg flokki - 295 kg. Gvlfí í 90 kg flokki - 320 kg og Garðar í 100 kg flokki - 330 kg. Haraidur og Garðar hafa báðir náð lágmörkunum og Gyifi er skammt. frá þvi'. Lágmörk ís- iensku Olvmpiunefndarinnar sem komu eins og skrattinn úr sauðarieggnum á dögunum eru hins vegar 315 kg í 75 kg flokki, 360 kg í 90 kg flokki og 375 kg í 100 kg flokki. - Þetta eru fáránleg lágmörk. Ég yrði að bæta eigið íslandsmet um 17.5 kg til að eiga möguleika og Gyifi og Garðar verða að setja Norður- landamet til þes's að ná þessum lágmörkum, sagði Haraldur Olafsson. Að sögn Haralds þá er hann einn stígahæsti íslenski lyftinga- maðurinn fyrr og síðar með þeim árangri sem hann hefur náð nú og 315 kg myndu örugg- lega nægja honum til að bæta stigametið verulega. : - Þessi þyngd. 315. kg hún er ekki meiri en svo að ég eygi möguleika á að lyfta hennií: á góðum degi en lágmörkin sem Garðar og Gylfi þurfa að 'kljást við eru bæði ósanngjöm og heimskuleg. - Kom þér þessi afstaða (s- lensku Olympiunefndarinnar á óvart? - Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hélt að al- þjóðalágmarkið dygði og það ei það sem ég hef fyrst og fremst stefnt að. Eg er nú búinn að æfa í sjö mánuði með Olympiuleik- ana í huga, fimm til sex dagá í víku og oft tvisvar á dag. Þegar ég æfði hvað mest þá fóru fjórir til fimm tímar í æfíngar á degi hverjum. Ég hef fórnað vinnu allan þennan tíma og sú ákvörð- un var tekin í samráði.við fjöl- skyldu mína. Það er ekki síst fjötskyldan sem hefur lagt mik- ið á sig vegna æfinga minna og mér finnst það því gremjulegt ef það á að útiloka okkur á óheið- arlegan hátt. Það yrði auðvitað visst áfall fyrir mig ef ég kæmist' ekki'á Olyrnpiuleikana en áfall-^ ið yrði ekki minna fyrir að- standendur mína sem hafa lagt alh í sölurnar til þess að gera þennan draum að veruleika, sagði Haraldur Ölafsson. -ESE. Þór fór upp! - Glæsilegur árangur Þórsliðsins á Varmá Þórsarar komu svo sannarlega á óvart í úrslitum þriðjudeild- arkeppninnar í handknattleik á Varmá um helgina. Þórsarar unnu alla þrjá Iciki sína og komast því ásamt Ármenning- um upp í aðra deild. Á föstudag léku Þórsarar gegn Tý og sigruðu örugglegá 23:18. Ármann vann ÍA 33:21. Á laug- ardag náðu síðan Þórsarar loks langþráðum sigri á ÍA, 21:19 en Ármann vann Tý með 25 mörkum gegn 22. Ármann og Þór voru því búnir að endur- heimta 2. deildarsætin en Þórsar- ar létu sér það ekki nægja og í gær unnu þeir öruggan sigur á Ármenningum 30:23. Ármann því sigurvegari í 3. deild Þór í öðru sæti, Týr í þriðja og ÍA í fjórða sæti. Þetta þýðir að öllum líkindum að bæði KA og Þór munu leika í 2. deild næsta keppnistímabil, en úrslitin á Varmá hljóta að verða til þess að Þórsarar hætti við hugmyndir um að leggja handknattleikinn á hill- una. Ef KA fellur þá er fyrirsjá- anlegt að ferðakostnaður Akur- eyrarliðanna lækkar mikið og vel er hugsanlegt að liðin gætu leikið þrjá leiki í hverri suðurferð og bætt þannig fjárhagsstöðuna verulega. - ESE. íslandsmótið í vaxtarrækt: Tvö gull til Akureyrar Tvö gull, fjögur silfur og eitt brons. Þetta er uppskera Ak- ureyringanna sem tóku þátt í íslandsmótinu í vaxtarrækt á Broadway nú um helgina. Hörkuspennandi keppni var í öllum flokkum á mótinu og að- eins einn maður var öruggur með sigur. Það var kraftlyftinga- og afiraunamaðurinn Jón Páll Sig- marsson sem vann þyngsta flokk- inn auðveldlega og Jón Páll var síðan kjörinn Islandsmeistari ásamt Hrafnhildi Valbjörnsdótt- ur. Úrslit urðu annars sem hér segir: Konur -52 kg. 1. Rósa Ólafsdóttir R., 2. Erlingsdóttir R. Karlar -70 kg. 1. Gísli Rafnssón Ak., 2. Sævar Símonarson Ak., 3. Gestur Helgason R., 4. Hjörtur Guð- mundsson Ak. Karlar -80 kg. 1. Sigurður Gestsson Ak., 2. Júl- íus Á. Guðmundsson R., 3. Henry McGibbon Keflavíkur- flugvelli. íri ns Sigurður Gestsson. Konur +52 kg. 1. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir R., 2. Aldís Arnardóttir Ak., 3. Elín Viðarsdóttir R. Karlar -90 kg. 1. Magnús Óskarsson R., 2. Kári Ellertsson Ak., 3. Sigmar Knúts- son Ak. Karlar +90 kg. 1, Jón Páll Sigmarsson R., 2. Sig- urður Pálsson Ak. Mesta keppnin á mótinu var í þyngri kvennaflokknum en þar töldu áhorfendur að Aldís Arn- ardóttir ætti að hafa betur. Svo fór þó að lokum að Hrafnhildur sigraði og má vera að hún hafi notið þess að 'vera tvöfaldur ís- landsmeistari. Sigurður Gestsson vann sinn þriðja titil á jafnmörg- um íslandsmótum og var hann talinn sá keppandi sem komst næst Jóni Páli að getu. - ESE. Guðrún sigraði Nönnu aftur Hin unga og efnilega skíða- kona, Guðrún H. Krístjáns- dóttir frá Akureyri gerði sér lítið fyrir á bikarmóti í svigi á Siglufirði í gær og sigraði Nönnu Leifsdóttur, nýbakað- an íþrórtamann ársins á Ak- ureyri. Þetta var góð helgi hjá Guð- rúnu því á laugardag vann hún bikarmót stúlkna 15-16 ára í svigi á Akureyri og á hún nú góða möguleika á að hreppa meistara- titilinn í bæði stúlkna- og kvenna- flokki en þar eru þær Nanna nú efstar c ? jafnar. Önnur úrslit urðu þessi: Daníel Hilmarsson frá Dalvík sigraði í sviginu í karlaflokki á mótinu á Siglufirði en hann varð jafnframt í þriðja sæti í stórsvig- inu. Þar sigraði Guðmundur Jó- hannesson frá ísafirði og Atli Einarsson frá ísafirði varð annar. Nanna sigraði í stórsviginu á laugardag. Anna Malmquist Ak. varð önnur og Tinna Trausta- dóttir Ak. varð þriðja. 15-16 ára flokkur: Guðrún H. Kristjánsdóttir sigr- Guðrún H. Kristjánsdóttir. aði sem fyrr segir í stórsviginu á þessu móti í Hlíðarfjalli. Snædís Úlriksdóttir varð önnur og Bryndís Viggósdóttir varð þriðja. I piltaflokknum sigraði Björn Brynjar Gíslason Ak., 2. Brynjar Bragason Ak., 3. Sigurður Bjarnason H. Þá var jafnframt keppt í punktamóti í svigi, nokkurs kon- ar aukamóti um helgina og þar sigraði Kristján Valdimarsson R., Brynjar Bragason Ak. varð annar. Snædís Úlriksdóttir R. sigraði í stúlknaflokki, Bryndís Ýr Viggósdóttir R. varð önnur og Erla Björnsdóttir Ak. þriðja. Ganga og stökk: Einar Ólafsson í. sigraði í göngu- móti helgarinnar og Guðrún Pálsdóttir S. í kvennaflokki. Þá sigraði Þorvaldur Ólafsson Ó. í stökki, stökk 52.5 m. - ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.