Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 02.04.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-2.apríM984 Skíðahátíð á Akureyri Andrésar-leikarnir 1984: Skíðahátíð barnanna 1984 Það er óhætt að fullyrða að hvergi á landinu verður jafn mikið um að vera á skíðasviðinu í aprílmánuði og einmitt á Akureyri. Öldungamót íslands, Skíðamót íslands, Andrésar Andar-leikarnir, Flugleiðamótin í göngu og svigi, Lamba-gangan og svo Skíða-Trimm almennings. Hver viðburðurinn rekur annan og það Öldungamót íslands: Keppni að frumkvæði Akureyringa Fyrst stórmóta í aprfl má telja Öldungamót Islands á skíðum en það hefst í Hlíðarfjalli þann 14. og stendur í tvo daga. Þetta er fjórða öldungamótið sem haldið er á íslandi og hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. - Það er gaman að geta þess að frumkvæðið að þessu móti er komið frá Akureyri. Það voru nokkrir gamlir skíðamenn sem hittust í Hlíðarfjalli, þar sem þá stóð yfir skíðamót unga fólksins og vitaskuld dáðust þeir að leikni skíðakappanna. Þegar þeir fóru að hugsa málið betur, þá fannst þeim alveg ófært að þeir væru sjálfir hættir að keppa og það varð úr að þeir ákváðu að beita sér fyrir keppni meðal jafnaldra sinna, sagði Þröstur Guðjónsson, hjá Skíðaráði Akureyrar m.a. er hann rakti tildrögin að stofnun Öldungamóts íslands. Að vísu eru það ekki karlæg gamalmenni sem rétt eiga til þátt- töku á „öldungamótinu", heldur á fólk allt niður í 30 ára keppnis- rétt. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: í karlaflokki í alpagreinum verður keppt í fjórum aldurs- flokkum. I flokki 30-34 ára, 35- 39 ára, 40-44 ára og 45 ára og eldri. Þrír flokkar verða í keppni kvenna, eða 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. í göngu karla verður keppt í þrem flokkum: 35-44 ára, 45-54 ára og 55 ára og eldri en aðeins einn kvennaflokkur verður í göngunni, konur 35 ára og eldri. Þátttökutilkynningar með nöfnum, fæðingardegi og fæð- ingarári, þurfa að berast fyrir 7. apríl nk. og sendast tilkynning- arnar til Skíðastaða BOX 168, 602 Akureyri eða í síma 96-22930 (ívar). Þátttökugjald er 150 kr. fyrir hverja grein. - ESE. Lambagangan Ein erfiðasta skíðagangan á Islandi í ár, verður örugglega Lamba-gangan sem haldin verður 28. apríl. Ganga þessi er ætluð þjálfuðu skíðagöngu- fólki en alls verða gengnir um 25 km. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar sem séð hefur um undir- búning vegna þessarar keppni þá hefst keppnin á Súlumýrum og verður gengið sem leið liggur lengst inn í Glerárdal eða fram að skála Ferðafélagsins í Lamba og síðan aftur til baka. Alls eru þetta um 25 km í fjölbreytilegu landslagi en nokkuð hefur þótt skorta á í skíðagöngum hérlendis að gönguleiðin hafi nægilegan stíganda. - ESE Fjölmennasta skíðamót íslands verður haldið á Akureyri dagana 27.-30. apríl nk. Hér er um hina vinsælu Andrésar Andarleika að ræða sem nú verða haldnir í níunda sinn. Andrésar-Ieikarnir hafa á undanförnum árum verið að hasla sér völl sem sannkölluð skíðahátíð barnanna og að þessu sinni er búist við rúmlega 400 keppendum á mótið, en rétt til þátttöku eiga börn á aldrinum 7- 12 ára. - Við eigum alls von á um 500 til 600 manns bara vegna þessa eina móts og við höfum á undan- förnum árum lagt metnað okkar í að gera þetta mót sem best úr garði, sagði Gísli Kristinn Lór- enzson er hann kynnti Andrésar Andarleikana á fundi með blaða- mönnum. Að sögn Gfsla Kristins þá hef- ur undirbúningur fyrir leikana staðið í allan vetur en náið sam- ráð hefur verið haft við útgefend- ur Andrésar Andar í Danmörku en þeir styrkja þessa leika alls staðar þar sem þeir eru haldnir. Eins hefur mik'ið og gott samstarf verið við AS Hjemmet í Noregi en það fyrirtæki sér um útgáfu á Andrési í Noregi. Til að ná endum saman hefur Skíðaráð þurft að leita til fyrir- tækja í bænum og hafa móttök- urnar að þessu sinni verið einstak- lega góðar. Skíðaráð gefur út veglega mótsskrá vegna leikanna má heita fullvíst að Akureyri verður höfuðborg skíða- íþróttarinnar á íslandi, a.m.k. þetta árið. Hápunktar aprílmánaðar á skíðasviðinu voru kynntir blaða- mönnum á fundi hjá íþróttabandalagi Akureyrar á dögunum og hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem verður að gerast. - ESE. Flugleiða- motin njóta vaxandi vinsælda Flugleiðir hafa á undanförnum árum sýnt af sér mikinn mynd- arskap og styrkt framkvæmd skíðagöngumóts og svigmóts á Akureyri. Nefnast mót þessi Flugleiðagangan og Flugleiða- mót í svigi fyrir 16 ára og yngri og hafa bæði mót notið vax- andi vinsælda. Flugleiðagangan verður haldin um páskana og er hún opin öllu áhugafólki um skíðagöngu. Keppt verður í 4 krn og 8 km skíðagöngu og auk hefðbundinna verðlauna verða óvænt ferða- verðlaun til heppinna þátttak- enda. Dregið verður úr nöfnum þátttakenda í hvorri göngunni um sig og vinningur þar eru helg- arferðir til Reykjavíkur. Síðan verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda og hinn heppni keppandi hlýtur að launum ferð til Osló í boði Flugleiða. Flugleiðamótið í svigi er opið öllu skíðafólki 16 ára og yngri og fá allir sem taka þátt sérstaka viðurkenningu frá Flugleiðum. - ESE og hafa allir verið boðnir og bún- ir að styrkja leikana með auglýs- ingum í þessari mótsskrá. Á meðan á Andrésar-leikunum stendur munu keppendur búa í Lundarskóla en þar verður jafn- framt komið upp heljarmiklu mötuneyti. Munu keppendur leggja skólann algjörlega undir sig og ef svo heldur sem horfir og keppendum fjölgar jafnt og þétt þá líður ekki á löngu áður en þeir verða búnir að sprengja skólann utan af sér. Heiðursgestur leikanna verður að öllum líkindum forstjóri AS Hjemmet en venju samkvæmt verður sigurvegurum í 12 ára flokki boðið á Andrésar Andar- leikána í Kongsberg í Noregi. - ESE. Skíðamót Islands: Hápunktur vertíðarinnar Hápunktur hverrar skíðaver- tíðar, mót mótanna er Skíða- mót íslands sem haldið er um páskana ár hvert. í ár er Skíða- mót íslands haldið í 45. sinn og mótsstaður er Hlíðarfjall við Akureyrí. Þó Andrésar Andarleikarnir séu langfjölmennasta skíðamót sem haldið er á íslandi, þá er Skíðamót íslands eða Landsmót- ið eins og það er nefnt í daglegu tali, án efa umfangsmesta skíða- mótið og það sem mestrar skipu- lagningar þarf við. Ströngustu skilyrði þarf að uppfylla og meðal þess sem gert hefur verið í Hlíð- arfjalli gagngert fyrir þetta mót er að komið hefur verið upp sér- stöku tímatökuhúsi og ráshúsi í stórsvigi. Þá hefur verið sett upp snyrtiaðstaða og salerni við göngubrautina eins og alþjóðalög kveða á um og auk þess verður settur upp tímatökúbúnaður sem tengdur verður tölvu. Með þessu móti verður hægt að birta öll úr- slit að lokinni hverri grein en á fyrri mótum hefur þurft að fara niður í bæ, reikna út úrslitin og fjölrita áður en hægt hefur verið að dreifa þeim á mótsstað. Að sögn þeirra Þrastar Guð- jónssonar og ívars Sigmundsson- ar þá hefur verið ákveðið að keppni á Landsmótinu hefjist nokkru fyrr en verið hefur undanfarin ár og er það gert til þess að koma til móts við þarfir al- mennings. Stefnt er að því að keppni verði alltaf lokið um há- degi, dag hvern ef veður leyfir og ættu því skíðabrekkurnar og lyft- urnar að standa almenningi opn- ar mest allan daginn. Til marks um það hve Skíða- mót íslands er viðamikið má nefna að 50 til 60 starfsmenn munu vinna í sjálfboðavinnu við mótið á hverjum degi. Skipulagn- ingin hefur sfaðið yfir í allan vet- ur en mótið er að þessu sinni haldið í samvinnu við Hafskip sem leggur til alla verðlaunagripi og ýmislegt annað s.s. veifur og rásnúmer. f nefndinni sem stóð að skipulagningunni áttu sæti þeir Óðinn Árnason, Sigurður Aðalsteinsson, Magnús Gísla- són, Guðmundur Sigurbjörnsson og Þröstur Guðjónsson. - Við höfum engar áhyggjur af snjoleysi. Það verður nægur snjór í Hlíðarfjalli þegar mótið fer ffam. Því geta menn treyst, sagði Þröstur Guðjónsson. -ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.