Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-6. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þótt norrænt umferðaröryggis- ár sé um garð gengið er enn í gangi allnokkur umræða um ör- yggi í umferðinni og er það vel. Þessa dagana snýst umræðan aðallega um það hvort beita eigi refsiákvæðum vegna van- rækslu á notkun bílbelta. Þótt skoðanir séu skiptar liggur frumvarp þess efnis fyrir á hæstvirtu Alþingi íslendinga. í skoðanakönnun sem eitt dag- blaðanna gekkst fyrir nýlega kom í ljós að naumur meirihluti þeirra er spurðir voru vildi lög- leiða beitingu refsiákvæða. Sú niðurstaða er eðlileg afleiðing þess áróðurs sem rekinn hefur verið í alllangan tíma. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé mótfallinn notkun bílbelta. Þvert á móti. Að flestra dómi dregur bílbelta- hotkun oftast úr afleiðingum umferðaróhapps. Oftast - því til eru þau tilvik þar sem bíl- beltin gera meira ógagn en gagn og geta beinlínis verið skaðleg. Sérfræðingar segja að slík tilfelli séu sárafá. En fyrst slík tilfelli eru til staðar — jafn- vel þótt tíðnin væri ekki nema einn á móti hundrað — er erfitt að halda á lofti réttmæti sektar- ákvæða. „í upphafi skal endinn skoða", segir máltækið. Það, að lögbinda sektarákvæðin hefði margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fyrir það fyrsta liggur í augum uppi að stórauka þyrfti löggæslu og umferðareftirlit til þess að slík lög yrðu annað og meira en staðlaus stafur. Aukin löggæsla útheimtir stóraukinn kostnað og þeim fjármunum mætti eflaust verja til fyrir- byggjandi aðgerða á öðrum sviðum umferðarmála. Flestir hafa heyrt óánægju- raddir einstakra manna þegar lögreglan hefur í frammi víð- tækar aðgerðir til að sporna við hraðakstri. Þar er hún þó að framfylgja lögum sem allir eru sammála um að eigi rétt á sér. Hver yrðu þá viðbrögð stórs hluta ökumanna við stóraukn- um lögregluaðgerðum sem beindust að því að framfylgja lögum sem menn eru langt í frá sammála um að eigi rétt á sér? Ljóst er að slíkar aðgerðir yrðu síst til þess fallnar að auka virðingu hins almenna borgara fyrir lögunum og efla traust hans í garð lögregluyfirvalda. Við ættum einmitt að sam- einast um að beina kröftum okkar að þeim atriðum í um- ferðinni sem óvéfengjanlega draga úr tíðni umferðarslysa. Allir eru sammála um að rétt notkun ökuljósa getur aldrei verið til skaða. Stefnuljósa- notkun á einnig að vera sjálf- sögð og misbrestur þar á hefur oft valdið stórslysum í gegnum tíðina. Aldrei eru menn þó svo mikið sem áminntir fyrir að nota ekki stefnuljós þó svo þeim beri skylda til skv. lögum. Þarna mætti beita raunveru- legum fyrirbyggjandi aðgerð- um, reyna að koma í veg fyrir slysin. Bílbelta er þörf þegar skaðinn er skeður. Og á meðan þeir menn fyrirfinnast sem hafa persónulega reynslu af því að einmitt það að þeir voru ekki með spennt belti við umferðar- óhapp og sluppu þess vegna við meiriháttar meiðsli, er það beinlínis brot gegn frelsi ein- staklingsins til að velja og hafna að skylda hann til að nota bílbelti og sekta ella. Látum það ekki henda okkur eina ferðina enn að einblína á flísina en láta bjálkann eiga sig. B.V.B. Blablamenn og verkstjórajœja Samkvæmt því sem ég boðaði fyrir skömmu um tilhneigingu unglinga til andspyrnu gegn vilja uppalenda ætti ég ekki að reyna að hafa áhrif á málfar manna. Öll ofboðun vekur andstöðu. Sjálfur stenst ég ekki reiðari en ef ein- hver fer að troða upp á mig trú sinni eða skoðunum. En þó ég telji engum skyldu að vera sama sinnis frá ári til árs þá held ég mig nú, ef ekki við sama heygarðs- hornið þá nálægt því. Ég get nefnilega ekki stillt mig að ræða ögn um skemmtilega bók sem ég eignaðist nýlega og fjallar um málfar okkar á næsta nýstár- legan hátt. Þetta er bókin um Slangur, slettur, bannorð og ann- að utangarðsmál. Aðalhöfundar eru skráðir þrír; og allir tengdir íslenskunámi við Háskólann og orðabók hans. Þá eru nefndir tveir teiknarar því að bókin er myndskreytt af mikilli hind og frumleik. Raunar er þetta orða- liók þar sem „blablamaður“ þýð- ir t.d. blaðamaður. Er kannski hrósyrði í minna lagi því blabla þýðir ekkert annað en bull og vit- leysa, þ.e. vanburða tilraun barna að tjá sig. Æði mikill hluti orðanna er á einhvern hátt tengdur kynlífi og vímuefnum; en látum það liggja milli hluta. Mörg orðin nálgast hins vegar að vera daglegt mál og finnast í Orðabók Menningar- sjóðs: „dallur“ = skip, „kall“ = skipstjóri. Þá kemur hér fyrir orðið „fingralangur". Þetta orð um þjófgefinn mann er ekkert nýyrði í málinu því það kom mér illilega í koll þegar ég var fimm ára. Ég hafði heyrt fólk tala um að ákveðinn maður væri fingra- langur. Þá kemur hann sem gest- ur heima. Ég stend við kné hans og mæni á hendur hans uns ég segi stundarhátt: „Mér sýnast fingurnir á honum N.N. ekkert lengri en á öðrum mönnurn!" Þá mátti segja að betri sé belgur en barn og var þessi stund engum þægileg í baðstofunni heima. Sum orð hér eru sérheiti sem hafa allt aðra merkingu en venju- lega. „Kolmunni“ = maður með skemmdar tennur, „Tanngarður" = nafn á húsi tannlæknadeildar Háskólans sem sjálfur er kallaður „Melakleppur“ og „Geirsnef" = uppfylling við Elliðaárósa. Sagt er að svart-hvítt sjónvarp sé í „sauðalitum“, „handjárn“ er nafn á trúlofunarhring, „skreppur“ heitir sá er oft þarf að skreppa frá vinnu, „skúffuskáld“ sá er ekki birtir verk sín, „veggja- maður“ heitir sá feimni er læðist með veggjum, „flækjufótur" er knattspyrnumaður sem ekki ér mjög flinkur með boltann, „möppudýr“ vita nú allir hvað þýðir. Og svo er til orðið „verk- stjórajæja“. Þá er verið að gefa pent til kynna að halda áfram verki. Mjólk heitir „kúadjús", yfirskegg „hormotta", rússneskur bíll „freðmýrarstál“. „Kúlusukk“ er notað yfir pilluát. Þjóðarrétt- urinn okkar kjöt og súpa heitir „Eyvindur og Halla“, en sé kjöt- ið steikt heitir það „Eyvindur í sparifötum“. Þannig mætti lengi rekja skemmtilegheit í orðavali og orðasmfð. Málið er ekki að- eins alvörumál heldur leikfang kynslóðanna. í þessari bók er þeim þætti gerð góð skil. Glatað brageyra Leikur með orð er engin ný bóla. Hann hefur verið allt frá tóm- stundagamni upp í höfuðiðju ís- lendinga. Nægir þar að vísa til málshátta- og orðskviðasafna en þó fyrst og fremst vísnagerðar. Ferskeytlan var „Frónbúans fyrsta barnaglingur“ og rímna- bálkarnir gömlu með öllu sínu málskrúði, kenningum og orða- leikjum voru iþrótt og ánægja í senn. Að kunna að láta standa í hljóðstöfum þótti nokkur vegs- auki; og hraðkvæður hagyrðingur var djásn meðal manna. Stuðlasetningin í einfaldri vísu er miklu meira mál en fólk al- mennt hyggur og verður vart lærð hafi maðurinn ekki það sem kall- að er brageyra. Það er ekki nóg að vita að t.d. tvö orð sem byrja á „s“ skuli vera í fyrstu línu og eitt fremst í annarri. S-hljóðin verða að ná saman. Næmið á rétta kveðandi er að hverfa okk- ur og er að mínu viti mikils í misst. Að týna brageyra er eins og að missa tónheyrn, verða lag- laus. Ein höfuðástæðan fyrir dvín- andi bragheyrn á síðustu árum eru hin „órímuðu ljóð“ (mótsögn í lýsingu?) sem ungum mönnum þótti mikil nauðsyn til bera að innleiða í stað þeirra hefðbundnu um þær mundir sem Ameríku- menn voru að flytja sig, dót sitt og menningu inn í landið. Hjálp- aði það ásamt aukinni skóla- göngu til að gera veg enskunnar greiðari til þessa eylands, að ógleymdum þætti sænsku veik- innar í að úrætta hefðbundið ljóðform. Dragi einhver í efa rétt mat mitt á vaxandi ónæmi fyrir rétt kveðinni vísu má benda á ýmis rit er flytja léttmeti; vísur og botna sem fólk er að hringja í símaþætti útvarps, lesendadálka dagblaða - og hvernig prentarar, prófarka- lesarar og greinahöfundar afbaka rétt kveðnar vísur af heyrnarleysi á samhljóm stuðla. Skylt er þó að undanskilja vísnaþætti sem ágætismenn sjá um, t.d. í Degi, DV og Lesbók Morgunblaðsins. En ég get ekki stillt mig um að nefna rit sem ég sé stundum og flíkar mjög vísum: K-blaðið (annars ágætt krossgátublað og ætti að láta það nægja). Virðist ritstjóri þess ekki fæddur með fullkomið brageyra. Annars myndi hann ekki birta og þakka allan þann leirburð og hortitta- safn sem þar flýtur með. Lítið dæmi: „Því hausta tekur, snjóar senn/og skepnur þurfa að tóra.“ Sn-se-sk: Þetta er ekki músík stuðlasetningar. Bragfræði ætti að kenna í sam- hengi við almenna íslensku- fræðslu í skólum landsins. Rétt stuðlun er skart íslenskunnar. Hugleikir Hjartanlega er ég sammála þeim spaka manni er kom auga á þau mistök skaparans að „sóa æsk- unni á unglingana“. Þeir kunna alls ekki að meta hana og strekkja stöðugt að því að verða fullorðnir. En því eldra sem fólk verður metur það æskuárin meir. Gamla fólkið ætti því að fá að njóta þeirra dýrðardaga. Maður hlýtur að öfunda þá sem eru svo næmir á einföldustu sannindi er vefjast lengst fyrir öðrum mönnum. Margar upp- finningar byggjast t.d. á þessu, s.s. gangandi bíll og sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta. Má ég vekja athygli á uppgötvun er danska skáldið Piet Hein gerði og Helgi Hálfdánarson endur- sagði á íslensku. Uppgötvunin er til að hugga sjálfan sig og aðra ef pósturinn fer framhjá bréfalúg- unni dag eftir dag: „Ef ekki berst oss/bréf í vetur/er bót í máli/að verið getur/að þarna verði/því um kennt/að það hafi aldrei/verið sent.“ Og þá erum við aftur komin að upphafi þessa pistils: Orðaleikir, skáldskapur, snjöll vísa. Mikil blessun getur verið að eiga sér slíka fylginauta að leita til ef ábjátar í hugarhreysinu. Það er eins og fyrir litla manninn að vita sig eiga vin í ríkisstjórn. Blindur er bóklaus maður og vesæll án vina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.