Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 06.04.1984, Blaðsíða 15
6. apríl 1984- DAGUR -15 Hörkustuð í Sjallanum Katrín, Þorsteinn Gaud og Viðar með músíkkvöld Katrín Sigurðardóttir, söng- kona, Þorsteinn Gauti Sig- urðsson, píanóleikari og Viðar Eggertsson, leikari, efna til Músíkkvölds í Borgarbíói á morgun, laugardag, kl. 17.00. Listamennirnir hafa undan- farna daga haldið tónleika á Húsavík, að Ýdölum og í Skjólbrekku við frábærar undirtektir. Katrín syngur innlend sem erlend lög á tónleikunum, jafnframt því sem hún og Við- ar flytja þætti úr Miðlinum og Símanum, óperum sem ís- lenska óperan flutti í vetur. Þá mun Þorsteinn Gauti leika einleik á píanó. Það verður dúndrandi stuð í Sjallanum á sunnudagskvöld- ið, það er ákveðið mál, að sögn forráðamanna hand- knattleiksdeildar Þórs. Og það eru ekki dónalegir skemmti- kraftarnir. Fremstur í flokki er sjálfur Ómar Ragnarsson, sem kitlað hefur hláturtaugar land- ans rækilega í 25 ár og á von- andi eftir að gera það lengi enn. Þar að auki verður Val- geir Sigurðsson á ferðinni í Sjallanum með splúnkunýtt efni og „Misheppnaði kvart- ettinn“ syngur nokkur lög, sem koma til með að slá í gegn. Þá verður stórkostleg tískusýning og danssýning að auki, sem nemendur í dans- skóla Sigvalda sjá um. Svo verður bingó með frábærum vinningum og loks á að stíga trylltan dans til kl. 1 e.m. Ög miðaverð er hlægilegt að sögn Þórsara, - he-he-he-he, aðeins 250 kr. fyrir manninn. Sýna verðbum- teikningar af einingahúsum Diskó- danskppni íH-100 Fyrsti riðill í „Free style“ diskódanskeppninni í H-100 verður á laugardagskvöldið. Enn er hægt að láta skrá sig í 3. eða 4. riðil. Tekið er á móti þátttökutilkynningum í síma 25500 milli kl. 16 og 17 alla daga og í „diskóbúrinu" öll kvöld. I aðalverðlaun er helg- arferð til Reykjavíkur, en einnig verða veitt kvöldverð- laun fyrir riðlakeppnina. Allir keppendur fá frímiða í H-100, sem gildir út aprílmánuð. Þá er bara að gljápússa diskó- skóna og senda inn þátttöku- tilkynningar sem allra fyrst. Um helgina verður haldin sýn- ing á teikningum af eininga- húsum úr steinsteypu, sem teknar voru til dóms í hug- myndasamkeppni Arkitekta- félagsins og samstarfsfyrir- tækisins „Ný hús“. Teikning- arnar verða til sýnis eins og myndir á málverkasýningu, jafnframt því sem niðurstöður dómnefndarinnar verða kynntar. Það er Strengjasteyp- an hf. á Akureyri sem stendur að sýningunni, en hún er aðili að „Ný hús“, sem er sam- starfsfyrirtæki 5 framleiðenda einingarhúsa úr steinsteypu. Samvinnan er aðallega á sviði hönnunar og tækniatriða, en einnig varðandi innkaup og söluherferðir. Að sögn Hólm- steins Hólmsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Strengjasteyp- unnar, hefur verið botnlaust að gera síðan framleiðslan hófst og nú stendur fyrir dyr- um stækkun á húsnæði fyrir- tækisins. Sagði Hólmsteinn húsin um 15% ódýrari en hús sem byggð eru með hefð- bundnum hætti og ívið ódýrari en einingahús úr timbri. Kverrn- listinn meðþnd Á laugardaginn verður fundur á vegum Kvennalistans í Aðal- stræti 16 og hefst hann kl. 15.00. Kristín Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Kvennalistans, kemur á fundinn og fjallar um þing Sameinuðu þjóðanna, sem hún sat í haust. Þingið sótti hún á vegum Kvennalist- ans og telur hún ferðina og þingsetuna athyglisverða lífs- reynslu, sem hún ætlar að miðla fundarmönnum af. Gandhi í Borgarbíói Upphaflega reiknuðu forráða- menn Borgarbíós ekki með að stórmyndin um Gandhi gengi lengur en á 2-3 sýningum. en hún gengur enn og verður á kvöldsýningum um helgina sennilega vegna þess að Borg- arbíó hefur tekið upp þann sið að auglýsa í Degi, og myndin verður á kvöldsýningum um helgina. Það er Sir Richard Attenborogh sem er framleið- andi og leikstjóri myndarinnar og hún hefst á þessum orðum: „Enginn er fullkominn. Sér- hvert ár er ekki vegið og metið - sérhver atburður nefndur. Við höfum reynt að vera and- anum trú og finna leið að hjarta mannsins." Næsta mynd á kvöldsýning- um verður gamanmyndin Guðirnir eru geggjaðir, en á sunnudaginn kl. 5 verður frumsýnd gamanmyndin „Annie“, sem fjallar um sam- nefnda stúlku sem er munað- arlaus. Á barnasýningu verður myndin „Strand á eyðieyju." Hörður Áskelsson með orgeltónleika í Akureyrarkirkju Hörður Áskelsson, orgelleik- ari, heldur orgeltónleika í Ak- ureyrarkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Á efnis- skránni verða verk eftir Bach, Bruhns, Reger, Guilain og Böellmann. Hörður hélt orgel- tónleika í Kristskirkju fyrir hálfum mánuði og var hvert sæti í kirkjunni skipað. Um tónleikana segir Jón Ásgeirs- son í Morgunblaðinu: „Hörð- ur Áskelsson er góður orgel- leikari og mótast leikur hans af skýrri mótun hendinga og vel úfærðri registeringu." Eyjólfur Melsted skrifaði um tónleik- ana í DV og segir þar m.a.: „Leikur Harðar var leikur hins sanna meistara. Við höfum fyrr hlýtt á tónleika hans í Dómkirkjunni í Reykjavík og í Skálholti. En þeir höfðu ekki á sér þann stórkirkjublæ sem Hörður náði hér í Krists- kirkju." Og í Helgarpóstinn skrifaði Leifur Þórarinsson: „Kóralfantasíuna lék Hörður Áskelsson á orgel Kristskirkju á sunnudaginn og sannaði það sem ég raunar vissi áður, að hann er einn af okkar snjöll- ustu organistum, sannkallaður listamaður.“ Tórdeikar á sal Tónlistarskólans Bandaríski píanóleikarinn og aðstoðarprófessor við tónlist- ardeild Háskólans í Houston, Nancy Weems mun vera hér á landi á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna dag- ana 31. mars til 11. apríl. Fröken Weems sem er 32 ára gömul var sérstaklega val- in til þess að koma fram í nýju prógrammi Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna sem ber nafnið Artistic Ambassador, nokkurs konar sendiherra lista og fræðslu. Hún mun ferðast víða um ísland og auk tónleika mun hún lítillega kenna við tónlist- arskóla á þeim stöðum sem hún kemur fram. Nancy heldur tónleika á sal Tónlistarskólans 6. apríl og er aðgangur ókeypis. DYNHEIMAR. Do the Dancing .......... Mogo Homo Somebodv Is Watching Me .... Kocknell Street Dance ......... Break Maschine Kun Kunawav ................... Slade I Want You ................ Gary Lon Love Cats ...................... Cure Radio Ga Ga ................... Queen Relax ....... Frankie Goes lo Hollvuood It’sMyLife ................ TaíkTalk Doctor Doctor ........ Thomson Tnins H-100 Somebody's Walching Me ..... Rockuell Holidav ..................... Madonna Street Dance .......... Break Machine Shame/Love Trap ............. Astaire 1 Am What I Am ........ Gloria Gaynor Relax ....... Frankie Goes to Hollynood New Dimension ........... Imagination Whcre Is My Man .......... Fartha Kitt Breakdancing ............. Irene Cara Don’l Touch That Dial .. Tomas Ledin Shamc/Love Trap ................ Astaire Let the Music Play ............. Shannon Somcbody’s Watching Me ........ Rockwell To Be Or Not To Be ......... Mel Brooks Born To Dance .................. Astaire Street Dance ........... Break Machine Holiday ........................ Madonna Jealous Love ............... Haael Dean New Dimension ............ Imagination Breakdance ................. Irene Cara Búist við hörku- kepprú í Dynheimum Það verður mikið um dýrðir á Akureyrarmótinu í kraftlyft- ingum sem haldið verður í Dynheimum á laugardag. Aðalspennan á mótinu er fólgin í keppni þeirra Hjalta Úrsusar Árnasonar og Víkings Traustasonar „Heimsskauta- bangsa”. Setur Hjalti heims- met í réttstöðulyftu? Vinnur „Bangsinn" eða setur jafnvel „Tígriskötturinn” Kári Elíson, íslandsmét í fjölda íslands- meta á mótinu? Við þessum og öðrum spurningum fást svör á Akureyrarmótinu sem hefst í Dynheimum kl. 13.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.