Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 7
25. apríl 1984 - DAGUR - 7 U ástæða til. Mynd: KGA. Weldara en iknaði með" r Jonsson sem vann stökkið og norrænu tvíkeppnina eins og hann er kallaður, lætur það ekki nægja, heldur mætir í skíðastökk- ið á Landsmóti ár eftir ár og hirðir gullið. Nú tók hann gullið þriðja árið í röð, og hafði yfirburði. „Ég er ákaflega ánægður með þetta," sagði Þorvaldur. „Nú væri gaman að komast út til að stökkva, prófa stærri palla og kynnast þessu betur. En það er mikil vinna sem myndi fylgja því, og svo kostar það peninga sem vaxa ekki á trjánum, svo mikið er víst. Þetta var auðveldari sigur en ég reiknaði með, ég bjóst við geysilega harðri keppni. Á æfingu daginn fyrir keppnina stungu þeir mig alveg af strákarnir." Gullverðlaun Þorvaldar voru ekki þau einu sem hann hafði með sér úr Hlíðarfjalli. Hann vann göngukeppn- ina í tvíkeppni fullorðinna, og stökkið þar einnig, þannig að hann fór heim með tvenn gullverðlaun. Og nú bíður markið hjá KA eftir kappanum. Eini Sigl- firðingurinn vann gullið - í stökkkeppni 17-19 ára „Þetta var ansi hörð keppni. Að vísu mistókst Ólall Björns- syni tvö stökk af þreuiur en mér mistókst í einu stökki þannig að ég hafði lietur," sagði Helgi K. Hannesson frá Siglufirði eftir að hann hafði tryggt sér sigurinn í skíða- stökki á Landsmótinu í flokki 17-19 ára. - Helgi sagðist hafa byrjað að stökkva á stökkskíðum heima á Siglufirði 14-15 ára en áður hafði hann stokkið á svigskíðum í nokkur ár. Við spurðum hann hvað margir æfðu skíðastökk á Siglufirði. „Við erum allt of fáir, því miður. Það eru svona um 10 manns, og við áttum að fara hing- að þrír og keppa í flokki 17-19 ára. Einn komst ekki því hann „Egá mörg ár eftif' „Ég keppti fyrst á Landsmóti 1957 og varð þá unglingameist- ari í skiðastökki. Ég keppti árið eftir, síðan 1960 en það var ekki fyrr en 1965 að ég fór í þetta af krafti," sagði Björn Þór Ólafsson að aflokinni skíðastökkskeppni Landsmóts- ins. Þann mann er óþarfi að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hann hefur um árabil verið fremsti skíðastökkvari okkar og einnig geysilega harður göngumaður, og nú síðustu árin hefur hann unnið að þjálfun og málefnum skíða- manna í Ólafsfirði. Ég hef orðið 10 sinnum ís- landsmeistari í skíðastökki og þar af 9 sinnum í röð sagði Björn Þór er við ræddum við hann að aflokinni stökkkeppninni en hann krækti sér í 2. sætið í þeirri keppni. Ég er ekki nema 43 ára svo það eru enn mörg ár eftir til þess að bæta við titlum," bætti kappin við hress í bragði. - Sonur Björns Þórs, Ólafur Björnsson keppti í skíðastökki í flokki 17-19 ára. „Strákurinn hefur æft mjög vel í vetur og sýnt miklar framfarir," sagði Björn. „Ég er að vona að þetta deyi ekki út, ekki bara í ættinni, heldur almennt, en skíðastökkið á undir högg að sækja. Við eigum hins vegar enn góða stökkvara, sjáið þið bara Þorvald Jónsson sem er mjög snjall." - Ef hægt er að tala um að keppnisgleðin hafi skinið af and- liti einhvers keppanda á Lands- mótinu þá var það af andliti Björns Þórs. Keppnisgleðin ljómaði á andlitinu og hann vinn- ur hörðum höndum aö því að einhverjir verði til staðar til að halda uppi merki Ólafsfjarðar í skíðastökkinu þegar hann leggur skíðin á hilluna. gk- Akureyri. þurfti að fara á sjóinn, annar meiddist á æfingu daginn fyrir keppnina svo ég var eini kepp- andinn frá Siglufirði." - Hvernig stendur á því að skíðastökkið er ekki vinsælla og meira stundað en gert er? „Það er stundum sagt að ísland sé mesta vindrassgat í heimi og það er ástæðan fyrir því hversu erfitt er að stunda þetta hérna. Við búum við þetta og verðum bara að taka því," sagði Helgi. Helgi K. Hannesson. Mynd: KGA. ÍM.ÍÍ Mjög gott mót Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar og for- maður mótsnefndar Skíða- landsmótsins var ánægður með mótið er við ræddum við hann í lok þess. „Ég get fullyrt að þetta hefur verið gott mót og það gekk allt upp samkvæmt áætlun fram á sunnudag en þá urðum við að fresta göngukeppninni vegna hvassviðris. Allar tímaáætlanir stóðust og það gekk allt upp hjá okkur varðandi framkvæmdina eins og við höfðum stefnt að. Ég er því ánægður. Það eina sem ég er óhress með er frammistaða sjónvarpsins. Sjónvarpsmenn frá Reykjavík mættu að vísu á mótið og tóku hér góðar myndir á fimmtudag en síðan ekki söguna meir. Samt voru þeir á svæðinu á föstudag þegar hörkukeppni var uppi í Fjaili en þeir fóru ekki upp að göngubrautinni heldur í bæinn og svo til Reykjavíkur. Ég er mjög óánægður með hvernig sjónvarp- ið afgreiddi þetta mót." Feðgarnir Bjöm Þór Ólafsson og Ólafur Bjömsson. Mynd: KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.