Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 25.04.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. apríl 1984 Mg$M ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Utflutningur á hugviti Fram er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar um sölu á íslenskri sérþekkingu erlendis. Flutnings- maður er Guðmundur Bjarnason ásamt fimm öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins. í tillög- unni er stefnt að því að athugað verði með hvaða hætti unnt verði að koma íslenskri ráðgjöf, sérfræði- þekkingu og reynslu í atvinnulífinu á markað er- lendis og hvemig megi samræma vinnubrögð og aðstoða þá aðila sem hafa nú þegar kannað mögu- leika á útflutningi íslenskrar tækniþekkingar. í greinargerð með tillögunni segir: „Til skamms tíma höfum við íslendingar litið svo á að lífsafkoma okkar byggðist á þeim auðlindum sem felast í landinu sjálfu, hafinu umhverfis það og orkunni í fallvötnum og jarðhita. Að undanförnu hefur athygli manna beinst meira og meira að þeirri auðlindinni sem eðlilegast væri að telja upp fyrsta, en það er sú orka sem felst í manninum sjálfum, hugvitið, þekkingin og reynslan. Eins og nú háttar í þjóðarbúskap okkar má telja að þeir atvinnuvegir, landbúnaður og sjávarútveg- ur, sem mest byggja á landsgæðum og hafinu, hafi nokkurn veginn nýtt þær auðlindir svo sem aðstæð- ur leyfa, vonandi þó aðeins um stundarsakir. Stjórn- völd hafa gefið orkunni verulegan gaum og eru uppi ýmsar áætlanir um virkjun hennar og nýtingu og nefndir að störfum við markaðsöflun fyrir orkuna og afurðir sem vinna má með fulltingi hennar. Hugvitið er hins vegar sú auðlind er við höfum enn sem komið er lítt hugleitt að geti verið mark- aðsvara eitt og sér. Á þessu hafa aðrar þjóðir fyrir löngu áttað sig og hagnýtt sína sérþekkingu sem markaðsvöru í öðrum löndum. íslendingar hafa á undanförnum árum keypt erlendis frá margvíslega þekkingu sem í mörgum tilvikum hefur ekki verið til staðar hér á landi. . . Og þó að við eigum enn eftir að sækja margvíslega þekkingu til annarra landa er mál til komið að brjóta blað og huga að því með hvaða hætti við getum selt okkar íslensku sérþekk- ingu erlendis. íslendingar eru vel menntuð þjóð og búa yfir reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum sem hagnýta mætti í þágu annarra þjóða. Þetta á ekki hvað síst við um þekkingu í útvegi og fiskvinnslu og tækni- þekkingu á sviði jarðhita. Einnig má nefna þá miklu reynslu sem fengist hefur vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir á undanförnum árum." í greinargerðinni eru síðan nefndir ýmsir mögu- leikar og að auk þess beri að leita nýrra og koma á framfæri eftir því sem tækifæri gefast til. í lokaorð- um greinargerðarinnar með þingsályktunartillög- unni segir að útflutningur á hugviti og þjónustu þurfi að teljast eðlilegur þáttur í útflutningsstarf- semi þjóðarinnar. Minning f Halldór Pálsson fyrrv. bunaöarmalastjori Dr. Halldór Pálsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri andaðist í Reykjavík þann 12 þ.m. tæplega 73 áragamall. Áreiðanlega verða ýmsir til að rita eftir hann minn- ingargreinar í dagblöð höfuð- staðarins nú þegar útför hans fer fram. Mér finnst ekki síður til- hlýðilegt, að einnig hér í út- breiddasta blaði á Norðurlandi sé minnst þessa merka Norðlend- ings. Halldór fæddist á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal, í hjarta Austur-Húnavatnssýslu, þann 26. apríl 1911, sonur hinna gagn- merku hjóna Guðrúnar Björns- dóttur og Páls Hannessonar, sem bæði voru af grónum og gegnum húnvetnskum ættum. Uppruna sinn mat Halldór mikils og enda þótt hann væri að vissu leyti heimsborgari í hugsun og við- horfum, þá var hann þó og vildi vera uppruna sínum trúr, íslend- ingur og Húnvetningur fyrst og fremst. Það er því fyllilega í samræmi við þessa tilfinningu fyrír tengsl- unum við uppruna og heimaslóð- ir, að hann hefur gert þá ráð- stöfun að vera jarðsettur í ættar- grafreit heima á Guðlaugs- stöðum. Halldór Pálsson hóf nám hér í M.A. og var þar í tvo vetur, en flutti sig þá í Menntaskólann í Reykjavík til að geta snúið sér sem fyrst að stærðfræðifögum með tilliti til þess framhalds- náms, sem hann hafði þá þegar afráðið að snúa sér að þ.e. búvís- inda. Hann var framúrskarandi námsmaður og jafnframt vinsæll af skólafélögum sínum og kenn- urum bæði norðan og sunnan heiða vegna þess fjörs og fersk- leika, sem fylgdi honum hvar sem hann fór bæði þá og síðar. Deyfð og drungi komust ekki fyrir í sama herbergi og Halldór, hvort heldur var á gömlu heimavistum M.A. eða hjá Búnaðarfélagi ís- lands við Hagatorg. Sjálfur taldi hann sér það happ, og hafði oft orð á því löngu síðar, að hafa átt þess kost að kynnast báðum þessum skólum og eignast vini meðal nemenda og kennara á báðum stöðum. Frá bernskudögum átti sauð- kindin mikil ítök í huga Halldórs. Hann eignaðist snemma kindur eins og gerist um börn í sveitum. En hitt er tæplega algengt, að piltur á tvítugsaldri sé orðinn svo gróinn sauðabóndi, að hann geti kostað sig í gegnum mennta- skólanám af tekjunum af sauða- búi sínu. Það gerðí Halldór þó, og hafði drjúggaman af að segja frá þeim viðskiptum sínum við sauðkindina síðar á æfinni. Hann fór til náms í landbúnað- ardeild Háskólans í Edinborg eft- ir stúdentsprófið og mun þá þeg- ar hafa haft í huga að gerast sér- fræðingur í sauðfjárrækt. í há- skólanum reyndist hann slíkur af- F. 26. apríl 1911 - D. 12 burða námsmaður, að Skotarnir komust ekki hjá að veita honum mjög eftirsóttan styrk ætlaðan til framhaldsnáms og rannsókna fyr- ir landbúnaðarkandidat. Halldór vann að rannsóknum á vaxtarlíffræði sauðfjár og tengdum greinum bæði í Bret- landi og hér heima á árunum 1936-38 og samdi merka vísinda- ritgerð um efnið, sem Edinborg- arháskóli veitti honum doktors- gárðu fyrir (Ph.D.). Þessi ritgerð sem var brautryðjendaverk aflaði honum heimsfrægðar meðal vís- indamanna í búfjárfræðum. Hann varð með tímanum mjög virkur meðlimur í samtökum þeirra manna í Evrópu og reynd- ar á alþjóðavettvangi bæði með þátttöku í ráðstefnum og skrifum í erlend vísindatímarit. Það var því ekki að ófyrir- synju, að hann var fenginn til að fara til Nýja-Sjálands nálægt 1960 til að skipuleggja þar og stjórna stóru tilraunaverkefni í sauðfjár- rækt. Það fannst enginn hæfari til þeirra hluta í heiminum. Hér heima gerðist Halldór ráðunautur í sauðfjárrækt hjá Búnaðarfélagi íslands árið 1937, ári áður en hann lauk doktorsrit- gerð sinni. Hann gekk til starfa af miklum krafti og áhuga og varð brátt mikið ágengt í því að bæta sauðfjárrækt og fjármennsku í landinu. Hann var óhemju dug- legur ferðamaður og á þeirra tíð- ar vísu reið hann hestum sínum bókstaflega um landið þvert og endilangt vegna hrútasýninga. Segja má áð meginboðskapur hans um skynsamlega sauðfjár- rækt hafi falist í orðinu hámarks- afurðastefna. Orðið er óþjált í munni, en skýrir sig sjálft. Þetta var hin nýja stefna, sem átti að taka við af hinni gömlu fóður- sparnaðarstefnu, sem bændur landsins höfðu stndað af illri nauðsyn um allar aldir. Og það verður ekki annað sagt en að bændur hlustuðu vel á ráðunaut sinn og létu boðskap hans sér að kenningu verða. Og nýja stefnan skilaði prýðisgóðum árangri um breiðar byggðir landsins. Hún er enn í fullu gildi, enda þótt einhver afturkippur hafi komið í framkvæmdina sums staðar, og þó að sumir menn hafi rekið hana út í öfgar, einkum þegar hún hefur verið heimfærð hrá upp á nautgriparækt og m j ólkurframleiðslu. Hjá Búnaðarfélagi íslands hafði Halldór unnið sér slíkan sess að þegar Steingrímur Stein- þórsson lét af embætti búnaðar- málastjóra 1963 sakir aldurs réð stjórn félagsins Halldór einróma eftirmann hans, og er svo að sjá sem öllum hafi þótt það svo sem sjálfsagður hlutur. Því embætti gegndi hann af skörungsskap þangað til 1980, þegar hann af heilsufarsástæðum og að læknis- ráði ákvað að segja starfin'u . apríl 1984 lausu. Jafnframt ráðunautsstarf- inu hafði hann verið sérfræðingur í búfjárrækt hjá Atvinnudeild Háskólans og síðan hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins í hluta úr starfi. Sem slíkur átti hann mestan þátt í stofnun og starfrækslu Tilraunastöðvar í sauðfjárrækt á Hesti í Borgar- firði. Þeirri stöðu sinni hélt hann til dauðadags og hafði alla tíð brennandi áhuga á tilraunastarf- inu þar og dvaldi á Hesti við þau störf löngum stundum einkum haust og vor. Hér verða ekki tíunduð öll störf Halldórs Pálssonar, en þau voru fjölmörg utan við hið eigin- lega verksvið þeirra embætta, sem nefnd hafa verið. Starf bún- aðarmálastjóra er miklu yfir- gripsmeira en að vera réttur og sléttur framkvæmdastjóri Búnað- arfélagsins. Hann er nánast sjálf- kjörinn til að taka sæti í fjöl- mörgum stjórnum og nefndum, vera í forsvari fyrir landbúnaðinn á ótal sviðum, og standa í baráttu í sókn og vörn á mörgum víg- stöðvum samtímis. Halldór tók ódeigur þátt í þessari baráttu og hélt á málefn- um landbúnaðarins af miklu kappi og mikilli festu hvar og hvenær, sem hann gat því við komið, Það er óhætt að fullyrða, að fáir menn ef nokkrir hafi haft jafn mikil áhrif á mótun og fram- vindu íslenskrar landbúnaðar- stefnu á öldinni eins og Halldór Pálsson. Sem persónuleiki var Halldór ógleyrrianlegur öllum þeim, sem honum kynntust. Leiftrandi gáfur fróðleikur, minni, kímni, frá- sagnargleði. Þessi orð koma m.a. upp í hugann, þegar maður minnist Halldórs. Eg geri ekki til- raun til að lýsa honum frekar, manni sem sameinaði í persónu- leika sínum svo ólíka og and- stæða þætti að því er stundum gat virst, í aðra röndina óviðjafnan- legur æringi og gleðimaður, að hinum leytinu djúpt hugsandi al- vörumaður. Hans líkar eru fá- gætir vor á meðal. Halldór kvæntist Sigríði Klem- enzdóttur frá Húsavík árið 1946. Mjög fljótlega munu þau hafa eignast íbúð sína að Leifsgögu 18 í Reykjavík þar sem þau bjuggu æ síðan. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna, að vera margoft boðinn til þeirra hjóna. Kynni mín af þeim tel ég með þeim verðmætustu, sem mér hafa hlotnast um dagana. Það vil ég nú þakka af heilum hug um leið og ég sendi Sigríði innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna. Hún hefur nú mikils misst, en á þó í fórum sínum dýr- an sjóð minninga eftir mörg, inni- haldsrík og farsæl ár í sambúð við góðan dreng og stórbrotinn mann, sem dr. Halldór Pálsson var. Hjörtur E. Þórarinnsson. Mikil mjólkurf ramleiðsla í mars var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum samtals 7,8 milljónir lítrar. Það var hvorki meira né minna en 525 þúsund lítrum meiri mjólk en í mars 1983. Aukningin yfir landið er rúmlega 7,2%. Fyrstu 3 mánuði þessa árs var innvigtuð mjólk 8% meiri en á sama tímabili í fyrra. Smávegis minnkun á mjólkinni var hjá 5 samlögum en hjá hinum 12 var aukning. Hlutfallslega var mestur samdráttur hjá mjólkursamlag- inu í Neskaupstað. Þar minnkaði mjólkin um 17%. Að magni til varð samdráttur mestur hjá mjólkursamlaginu á Húsavík. Fyrir þetta tímabil minnkaði mjólkin um rúmlega 97 þúsund lítra þar. Hjá öðrum mjólkursamlögum á Norðurlandi var aukning frá 7% og upp í 12%. Mest varð aukningin hjá mjólkursamlaginu á Hvammstanga. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var aukningin fyrstu 3 mánuðina rúmlega 10%, en í mars var aukningin 7,7%. Margir bændur hafa verulegar áhyggjur af þessari miklu aukn- ingu í mjólkurframleiðslunni, því hún leiðir óhjákvæmilega til hertra aðgerða til að minnka framleiðsluna t.d. aukinnar verð- skerðingar. Það eru.ekki margar aðrar leiðir færar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.