Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-7. maí 1984 listarsýningar? Sigrún Höskuldsdóttir: Já ég fer oft, ef ég kem mér út úr húsi. Aðalgeir Pálsson: Eg fer á allar sýningar sem haldnar eru í bænum, um dag- inn fór ég á þrjár og er búinn að sjá tvær í dag. Örn Ingi: Það er ekki hægt að segja oft, því að til skamms tíma í vetur voru engar myndlistarsýningar bænum. Herdís Elín Steingrímsdóttir: það geri ég þegar ég get. Guðrún A. Já, og þá helst málverkasýn- ingar, ég hef mikla ánægju af 3ví að skoða málverk. „Undarlegt að selja nágrönnunum vörur“ - segir Helga Hermannsdóttir í Steinhólaskála „Það verða 9 ár í lok júlí frá því við opnuðum hérna,“ sagði Helga Hermannsdóttir veit- inga- og verslunarmaður í Steinhólaskála í Eyjafirði er við litum inn hjá henni sl. mánudag, en Helga rekur þar sölustarfsemi ásamt manni sín- um Kristjáni Óskarssyni. „Það var nú ekkert annað en heilsuleysi sem varð til þess að við fórum út í þetta,“ sagði Helga er við höfðum komið okkur nota- lega fyrir í veitingasalnum. „Við vorum orðin það heilsulaus að hvorugt okkar gat unnið áfram við búskapinn svo það var sjálf- gert að hætta honum.“ - Hvar höfðuð þið verið með búskap? „Við bjuggum í Grænuhlíð í 21 ár. Þegar við keyptum þar hét jörðin reyndar Æsustaðagerði og hafði verið í eyði í ein 13 ár. Það voru engin hús uppistandandi nema pínulítið hesthús sem gat hýst nokkra hesta og þegar við keyptum gaf túnið af sér eitt og hálft kýrfóður. Þarna byggðum við upp og þegar við hættum vorum við með um 20 kýr og um 100 kindur. Heilsuleysið varð til þess að við urðum að hætta, maðurinn minn er asmasjúklingur og úr varð að sonur okkar keypti af okkur. Það var bót í máli að jörðin hélst áfram í fjölskyldunni og ekki fór hún í eyði aftur. Við ákváðum hins vegar að taka okkur smáskika í útjaðri jarðarinnar og opna þennan sölu- skála, því hvorugt okkar langaði á mölina. Upphaflega var reynd- ar ætlunin að hafa smávegis hænsnarækt en þetta varð sem sagt endirinn. Við byrjuðum svo í júlí 1975 og í fjögur ár vorum við búin að reka þetta þegar við byggðum íbúðarhúsið hér við. Fram að því bjuggum við í litlum kofa hér upp af.“ - Og hverjir eru aðalvið- skiptavinir ykkar? „Það eru að langmestu leyti ferðamenn. Akureyringar eru þar í meirihluta, þeir fara svo- kallaðan fremri Eyjafjarðarhring og jafnvel inn í Leyningshóla og koma svo hingað í kaffi og með- læti. Þetta er að langmestum hluta helgarumferð en annars er alltaf opið hér alla daga frá kl. 9 á morgnana til kl. 23.30 á kvöldin.“ - Og alltaf mikil umferð um helgar? „Það er að sjálfsögðu misjafnt og fer eftir veðri. Stundum hef ég verið tilbúin með kaffi fyrir fjölda manns og þá hafa ekki komið nema 2-3. Útlendingar koma ekki mikið hingað, rétt aðeins sjást þeir þó og þá í fylgd með íslendingum.“ - Hvernig líkar þér þessi vinna? „Ég er nú farin að sjóast í þessu. Mér fannst það vægast sagt undarlegt í upphafi að standa hér á bak við afgreiðslu- borð og selja nágrönnum mínum ýmsar vörur, það var aldeilis furðuleg tilfinning. En kaffi hef ég aldrei selt þeim, það fá ná- grannarnir ókeypis. En sem sagt, þetta var skrýtið fyrst en nú er þetta orðið allt annað og mér lík- ar þetta ágætlega. Við höfum verið mjög heppin því það er ekkert um það að hingað komi óæskilegir gestir. Það bar nokkuð á því áður en nætursölurnar voru opnaðar á Akureyri að hingað væri að koma fólk í misjöfnu ástandi á næturn- ar, fólk sem þá var að rúnta um eftir dansleiki og fannst það allt í lagi að vekja okkur til þess að fá þjónustu. En þetta er úr sögunni sem betur fer.“ - Er sumarumferðin byrjuð hér hjá ykkur? „Það er aðeins byrjað. Hingað kom talsvert af fólki um helgina og nu fer þetta að fara betur í gang hvað úr hverju.“ gk-. Helga Hermannsdóttir I versluninni í Steinhólaskála. Atvinnubótavinna eða subbuskapur? Vegfarandi hafði samband við blaðið: Mig langar til að koma þeirri spurningu á framfæri hvort að subbuskapurinn í kringum 1. maí hátíðarhöldin hafi verið ein- hvers konar atvinnubótavinna hjá verkalýðshreyfingunni. Sá subbuskapur sem ég á við eru plakötin sem dritað hefur verið niður með 20 cm millibili út um allan bæ. Heilu staðirnir hafa verið þaktir með þessum ófögn- uði, svo sem girðingin kringum íþróttavöllinn, Pálmholt og fleiri staðir. Okkur Jökull Guðmundsson frá 1. maí nefndinni á Akureyri kom ótil- kvaddur á ritstjórnarskrifstofur Dags 2. maí sl. og vildi taka eftir- farandi fram: Það er erfitt að ímynda sér að það sé fullorðið fólk sem þannig atar út bæinn. Eina tiltektin sem ég hef séð er framlag Kára - en sem kunnugt er þá feykir hann ruslinu aðeins frá einum stað til annars. Eru einhver áform uppi hjá „subbunum“ um að þrífa bæinn? - Þessar auglýsingar sem undirritaðar eru Samhygð eru 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri, algjörlega óviðkom- andi. Auglýsingar nefndarinnar Hefjið götumálun Vegfarandi hringdi: Ef góða veðrið helst, þá held ég að það væri þjóðráð hjá bæjaryf- irvöldum að byrja götumálun hið fyrsta. í fyrra dróst þetta verk fram á haust m.a. vegna rigningartíðar en nú er lag og því ættu menn að fara að huga að götunum. Það er auðvitað óþarfi að mála þær götur sem vinna á við í sumar en einhverjar götur sleppa við slíkar framkvæmdir og það væri gott að fá akreinalínur hið fyrsta á þær. eru auðþekkjanlegar á rauða litn- um og undirskrift nefndarinnar og þær voru í langflestum tilvika hengdar upp í gluggum verslana með leyfi eigenda. 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri: óviðkomandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.