Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 3
7. maí 1984 - DAGUR - 3 Mynd: gk-. Kirkjan á Möðruvöllum og klukknaportið fyrir framan hana. Möðruvallakirkja í Saurbæjarhreppi: Klukknaportið rúm- lega 200 ára gamalt Á Möðruvöllum í Saurbæjar- hreppi er merkileg kirkjubygg- ing. Hún er frá árinu 1848 og Hlýindin lofa góou - I augnablikinu líst mér af- skaplega vel á þetta. Ég mældi hitastigið ■ ánum í gær og það var með hæsta móti miðað við þennan árstíma þannig að það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn, sagði Kristján frá Djúpalæk sem undanfarin ár hefur verið veiðieftirlitsmaður við Eyjafjarðará og Hörgá. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns þá var hitastigið í Eyja- fjarðará um sjö gráður en um fimm gráður í Hörgá sem er mjög náttúrulega köld. Kristján sagði að veiði væri enn ekki hafin í ánum enda til lít- ils að vera að eltast við niður- göngufiskinn, eins ósjálegur og hann væri. - En hlýindin lofa góðu og seiðin hafa örugglega tekið við sér og nú vona ég bara það besta, sagði Kristján frá Djúpalæk. ESE Hólavatn: Innritun er hafin Innritun í sumarbúðirnar að Hólavatni er hafin. í sumar verða fjórir 14 daga flokkar, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur. 1. flokkur verður fyrir drengi frá 8- 10 ára og fer hann 4. júní. 2. flokkur er fyrir stúlkur 8-10 ára og fer hann 20. júní. 3. flokkur er fyrir stúlkur 10 ára og eldri og fer hann 6. júlí. Síðasti flokkurinn fer 26. júlí og verður hann fyrir drengi 10 ára og eldri. Innritun fer fram á skrifstofu sumarbúðanna í Kristniboðshús- inu Zion á mánudögum og mið- vikudögum kl. 5-6 e.h. Síminn er 22867. Utan skrifstofutíma tekur Hanna Stefánsdóttir á móti pöntunum í síma 23939. hið merkilegasta hús í alla staði. Par hittum við Friðrik Jónsson, og sagði hann okkur að kirkjan hefði fokið af grunni sínum að verulegu leyti 22. desember 1972. Undanfarin ár hefur staðið yfir viðgerð á kirkjunni, henni hefur verið komið aftur á grunn sinn sem reyndar hefur verið endur- byggður að verulegu leyti og er nú unnið að frágangi kirkjunnar innan dyra. Pað er Þjóðminja- safn íslands sem sér um þetta verk. En þótt kirkjan sé merkileg, þá er klukknaport sem stendur framan við kirkjuna það ekki síður. Þetta klukknaport mun hafa verið byggt árið 1782 og er því rúmlega 200 ára gömul bygging. Klukkurnar þrjár sem þar eru í portinu eru frá árunum 1769, 1799 og 1867. Þjóðminjasafn íslands mun ætla að taka niður þetta klukkna- port og verður því komið fyrir á safninu. Þetta mun vera eitt elsta timburverk landsins og verður annað nýtt byggt á Möðruvöllum í þess stað. gk-. Minningarmótið um Júlíus Bogason: Kári vann naum- an stigasigur Akureyrarmeistarinn í skák, Kári Elíson vann sigur á minn- ingarmótinu um Júlíus Boga- son sem haldið var fyrir helg- ina. Vann Kári nauman sigur á Sigurjóni Sigurbjörnssyni í stigakcppninni en þeir voru efstir og jafnir að vinningum eftir mótið báðir með 5.5 vinn- inga. Keppnin á þessu áttunda minn- ingarmóti um Júlíus Bogason var geysilega jöfn og tvísýn. Eftir fjórar umferðir voru fimm kepp- endur með 3 vinninga og fyrir síðustu umferðina voru þrír keppendur jafnir í efsta sæti og tveir aðrir áttu möguleika á sigri. Kári bar sem sagt sigur úr býtum, Sigurjón varð annar og Jón Björgvinsson varð þriðji með 5 v. af sjö mögulegum. í unglingaflokki sigraði Árni G. Hauksson með 6 v., Bragi Pálsson varð annar með 5.5 v. og Einar Héðinsson varð þriðji með 4.5 v. Skákstjóri á mótinu var Al- bert Sigurðsson. - ESE. Sumarbúðirnar að Hólavatni. Lækningastofa Hef opnað lækningastofu aö Bjargi, Bugðusíðu 1, 600 Akureyri. Stofutími: Þriðjudagar kl. 14-18. Tímapöntunum veitt viðtaka í síma 26888 alla virka daga kl. 8-15.30. Þorkell Guðbrandsson dr. med. Sérgrein: Lyflækningar og hjartalækningar. er húðunarefni fyrir vélar. Efnið er sett saman við smurolíuna þegar ný olía er sett á vélina. Efnið blandast olíunni, hreinsar vélina og húðar alla slitfleti með teflonhúð, sem ver vélina gegn frekara sliti. Efnið gerir ekki gamlar vélar nýjar, heldur varðveitir það ástand sem hún er í, þegar efnið er sett á. Efnið er á vélinni 5000 km akstur. Þegar skipt er um olíu er efnið eftir og hefur húðað vélina. Slick 50 er notað aðeins einu sinni. Húðunin endist 150.000 km akstur, eða lífaldur smærri bílvéla. Kostir SLICK 50 vélhúðunar eru: • Stóraukin ending vélar. • Minni eldsneytiseyðsla. • Aukin orka. • Vélin bræðir ekki úr sér þó olían fari af. • Auðveldar gangsetningu, frost hefur engin áhrif á sleipni efnisins. EFNIÐ ER N0TAÐ AÐEINS EINU SINNI. Látið okkur setja þetta frábæra efni á bílinn næst þegar þið látið smyrja. Smurstöð Þórshamars. 2ja ára ábyrgð Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki Komið og gerið kjarakaup í nýju versiuninni Raf í Kaupangi. NYLAGNIR VIDGERÐIR VIDHALD VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Smáauglýsingaþjónusta Dags -------------------- Blómafraflar Honeybee Poll«n S. .Hin fulkomna fæóa ' Söfu- ------------------------------- staðir: Blla- ofl husmunamiölunin, Gamalt aófaaatt til sölu. 4ra sæta Strandgötu 23 sfmi 23912 frá kl. sófi og tveir stólar, einnig sófa- 9-18 og Skólastigur 1 frá kl. 1S- Peugeot 504 árg 75 til sölu eftir veltu. Uppl i sima 31258 eftir kl. 20.00. Ungt og regluaamt barnlaust par öskar eftir 2ja herb. ibú^^^U| Qóön Sagaólr rekavlóarstaurar til sölu. Uppl. I slma 33176. BHa- og húsmunamiölunln, Strandgötu 23. simi 23912 aug- lysir Nýkoruktil sölu: Kæli- og frystiskáparJWrgar geröir, frysti- kistur, sbW 'mk ófaborð, snyrti- borö, [[■ sófasett, svetnsófe^ V^^^*prjónavél, bamarúrn^^'TjfVira eigu- Húsbyggjendur Veikstæðisvinju Allegro árg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.