Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. maí 1984 Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Afkoman með besta og ef nahagurgóður móti Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri dag- ana 5. og 6. maí sl. Eins og endranær var mæting mjög góð á fundinum, eða 243 full- trúar af 257, sem rétt áttu til fundarsetu. Fram kom á fund- inum að árið 1983 hafi verið félaginu tiltölulega hagfellt rekstursár. Velta og viðskipti þróuðust með eðlilegum hætti, afkoman var með besta móti og efnahagur félagsins stendur traustum fótum. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður félagsins setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar og síðan fjallaði Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri, ýtarlega um rekstur og stöðu félagsins. Sagði hann m.a. að þrátt fyrir margs konar erfiðleika hafi félag- ið áfram getað gegnt sínu þýðing- armikla hlutverki í bæ og byggð. Valur sagði að verði ytri aðstæð- ur sæmilega hagstæðar ætti rekst- ursárangur síðasta árs að geta rennt stoðum undir áframhald- andi sókn til hagsbóta fyrir ey- firskar byggðir og íslenskt sam- vinnustarf. Mikill árangur stjórn- valda í baráttunni við verðbólg- una eigi einnig að geta stuðlað að farsælum rekstri félagsins, þótt vissulega séu blikur á lofti, sér- staklega að því er varðar sam- drátt í sjávarafla. Þá ætti minni verðbólga og bætt efnahagsstjórn að gera félaginu kleift að treysta áætlanagerð og aukin tölvuvæð- ing í rekstri félagsins ætti að gera hana mögulega á nánast öllum sviðum. Heildarvelta félagsins að af- urðareikningum meðtöldum var 2.140,3 Mkr. á árinu 1983 og nam aukningin 74% frá árinu 1982, sem er nokkurn veginn í sam- ræmi við verðbólguþróun. Að samstarfsfyrirtækjunum með- töldum var veltan 2.663,9 Mkr. árið 1983. Laun og launatengd gjöld í aðalrekstri og afurða- reikningum hækkuðu að meðal- tali um 56% milli áranna. Beinar launagreiðslur kaupfélagsins námu rösklega 230 Mkr. og að samstarfsfyrirtækjum meðtöldum 291 Mkr. Fjöldi ársstarfa hjá KEA var 1.026 og 1.249 að sam- starfsfyrirtækjunum meðtöldum. Félagið er áfram langstærsti launagreiðandi á Eyjafjarðar- svæðinu og einn. stærsti launa- greiðandi á landinu. Á árinu innheimti félagið sölu- skatt fyrir ríkið að fjárhæð 60,9 Mkr, en opinber gjöld sem færast á rekstur og afurðareikninga eru samtals 13,7 Mkr. Ófrádráttar- bær opinber gjöld, sem færast á rekstursreikning, eru 3,5 Mkr og vörugjald nam 0,9 Mkr. Rekstursreikningur ársins 1983 sýnir hagnað að fjárhæð 8,1 Mkr og hafa þá verið færð til gjalda að fullu reiknuð gengisálög og verð- bætur á aðfengið lánsfé, en einn- ig færð tekjufærsla að fjárhæð 54.3 Mkr. Aukaafskrift vöru- birgða hefur verið hækkuð um 5.3 Mkr., allar venjulegar fyrn- ingar reiknaðar að fullu eftir nýj- um ákvæðum skattalaga og ófrá- dráttarbær opinber gjöld að fjár- hæð 3,5 Mkr skulduð á rekstur- inn. Fjármunamyndunin í heild- arrekstrinum var 112,6 Mkr, en var 46,2 Mkr á árinu 1982, þann- ig að fjármunamyndun hefur aukist hlutfallslega mjög mikið. Efnahagur félagsins er mjög sterkur. Eigið fé og stofnsjóðir voru í árslok 678,0 Mkr og hafði aukist um 75% frá árslokum 1982. Hlutfall eigin fjár og stofn- sjóða hækkaði miðað við niður- stöðu efnahagsreiknings úr 42,9% í árslok 1982 í 44,9% í árslok 1983. Efnahagsstaðan batnaði því enn. Hlutfall veltu- fjár hækkaði úr 1,14% í árslok 1982 í 1,29% í árslok 1983. Greiðslustaðan batnaði því sem þessu nemur. Fjárfestingar á árinu 1983 urðu samtals 49,7 Mkr, eða 47,3 Mkr að frádreginni eignasölu, og má því segja að fjárfestingar hafi orðið mjög miklar. Fjárfestingar urðu þó minni að raunvirði en árið 1982, enda ákvað stjórn fé- lagsins að draga úr fjárfestingum á árinu 1983. Hefðu fjárfestingar þurft að nema 63 Mkr á árinu 1983 til að jafngilda fjárfesting- um ársins 1982, miðað við verð- bólguþróun. Fjárfrekustu fram- kvæmdirnar voru vegna frysti- hússins í Hrísey tæplega 7,5 Mkr, vegna aðalskrifstofa á Akureyri rúmlega 6,7 Mkr, vegna flutn- ingatækja 5,8 Mkr, vegna Mjólk- ursamlags KEA tæplega 5,8 Mkr og vegna véla og tækja í frysti- húsið á Dalvík 3,5 Mkr. Til fjár- festinganna fengust ný langtíma- lán að fjárhæð 32 Mkr en borga þurfti af eldri lánum 24,7 Mkr, þannig að aukning langtímalána varð aðeins 7,4 Mkr. Stofn- sjóðir hækkuðu um 12,4 Mkr og innlánsdeildin jókst um 36,6 Mkr, þannig að nýtt fjármagn fékkst inn í félagið til að mæta fjárfestingunum og þær íþyngdu því ekki rekstrarfjárstöðunni. Samþykkt var tillaga stjórnar um ráðstöfun tekjuafgangs, en hún felur m.a. í sér að 5 Mkr endurgreiðast í stofnsjóð og í reikninga félagsmanna, þannig að í reikninga félagsmanna færast 4% af úttekt þeirra í Stjörnu Apóteki 1983 og mismunur leggst í stofnsjóð félagsmanna í hlutfalli við ágóðaskyld viðskipti þeirra á árinu 1983. Reiknaðir verða 20% vextir af innistæðum í stofnsjóði á árinu 1983 til viðbótar þeim vöxtum, sem þegar hafa verið reiknaðir u.þ.b. 2.150 þús. kr., framlag til eflingar Lífeyrissjóðs KEA verður ein milljón króna og til Menningarsjóðs KEA 400 þús. kr. í ræðu kaupfélagsstjóra kom fram, að afsláttur á vöruverði hjá félaginu nam samtals 10.5 Mkr árið 1983, þar af var afslátt- ur út á afsláttarkort 946 þús. kr., vegna verðlækkunar f vörumark- aði í Hrísalundi 6.752 þús. kr. og vegna flutningskostnaðar til úti- búanna 2.778 þús. kr. Á aðalfundi KEA flutti Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, bóndi, sérmál aðalfundarins um landbúnaðarmál. Ályktun um landbúnaðarmál Sérmál aðalfundarins voru landbúnaðarmálin og flutti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi, framsögu, auk þess sem Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, flutti erindi um málið. í lok ítarlegrar samræðu á fundinum var samþykkt ályktun, svohljóð- andi: Meðal þróaðra þjóða er hvar- vetna lögð höfuðáhersla á öfl- uga innlenda matvælafram- leiðslu sem eina af forsendum sjálfstæðis og öryggis hvers lands. Nágrannaþjóðir okkar hafa talið rétt að vernda landbúnað sinn með margvíslegum aðgerð- um og greiða niður búvöruverð til neytenda. Ekki aetur talist raunhæft að íslendingar skeri sig úr hvað þetta varðar. Því telur fundurinn að sú um- ræða um landbúnaðarmál, sem að undanförnu hefur borið hæst í fjölmiðlum og á hinu háa AI- þingi sé á viliigötum. Þessi um- ræða hefur einkennst af yfir- boðum um það hvernig skera má landbúnaðarframleiðsluna sem mest niður á sem skemmst- um tíma og órökstuddum full- yrðingum um háan vinnslu- og dreifingarkostnað. í þessa umræðu skortir veiga- mikil'rök til þess að hægt sé að marka þá stefnu sem landi og þjóð er fyrir bestu. Ekki má líta á landbúnaðinn sem einkamál bænda og vinnslustöðva þeirra því augijóst er að skyndilegur samdráttur í búvöruframleiðslu nú myndi valda verulegu at- vinnuleysi og þvf koma enn þyngra niður á þéttbýli en dreif- býli. Til að meta þessi áhrif af raunsæi þarf að safna upplýsing- um, t.d. um starfsmannafjölda og verðmætamyndun í búvöru- iðnaði. Því skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að láta nú þegar gera löngu ákveðna úttekt á þjóð- hagslegu gildi landbúnaðarins. Með niðurstöður slíkrar úttekt- ar að lciðarljósi þurfa þeir sem málið varðar, neytendur, starfs- fólk í búvöruiðnaði og bændur, að taka höndum saman og marka ábyrga og öfgalausa stefnu um framtíð landbúnaðar á íslandi, þannig að þörfum markaðarins verði mætt sem best á hverjum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.