Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 9
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri: „Ástand efnahagsmála batnaði árið 1983“ í upphafi ræðu sinnar á aðal- fundi KEA fjallaði Valur Am- þórsson, kaupfélagsstjóri m.a. um efnahagsmálin í þjóðfélag- inu, verðbólguþróunina og stöðu fyrirtækjanna. „Ég vil í upphafi máls míns óska fundarmönnum öllum gleði- legs sumars og þakka fyrir vetur- inn. Ég vil lýsa þeirri von, að hlýnandi veðurfar megi létta mönnum lífsbaráttuna til lands og sjávar og gefa þjóðinni aukinn afrakstur eftir erfiðleika undan- genginna kuldaára, sem hafa dregið úr vaxtarmætti jafnt í haf- inu sem á landi og skapað ómælda erfiðleika. Vonandi má hlýnandi haf færa okkur aukna fiskigengd og þannig auka lífs- straum í æðum íslensks efnahags- kerfis, þannig að aftur megi þjóð- in geta náð þeim lífskjörum, sem hún bjó við til skamms tíma, og voru með þeim allra bestu, sem í heiminum þekktust. Ennþá eru íslendingar meðal tiltölulega fárra þjóða í heimin- um, sem búa við langbest lífskjör, en það er alltaf erfitt að sætta sig við afturför og óneitan- lega varð mikil afturför í lífs- kjörum á síðasta ári. Þó varð árið íslendingum í ýmsu sæmilega gott ár og má þar sérstaklega fagna því, að loksins tókst að ná þeim tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar, að verðbólgan náð- ist niður í nokkurn veginn við- ráðanleg mörk. Á því var líka hin mesta nauðsyn því verðbólgu- hraðinn miðað við tólf mánaða tímabil var kominn í um 140%, sem óhjákvæmilega hefði stöðv- að öll hjól atvinnulífsins eftir ör- skamma hríð og þá orðið meira atvinnuleysi en íslendingar nokkru sinni hafa horfst í augu við á undanförnum áratugum. Þjóðin hefur vissulega þurft að færa fórnir vegna minnkandi þjóðartekna og vegna stöðvunar á erlendri skuldasöfnun, en von- andi má þjóðin fljótlega upp- skera árangur erfiðisins í nýrri eflingu íslensks atvinnulífs á grundvelli stöðugra verðlags og eiginfjármunamyndunar atvinnu- fyrirtækjanna. Efnahagsaðgerð- irnar á síðasta ári leiddu m.a. til þess, að vöruskiptajöfnuður við útlönd varð, miðað við meðal- gengi ársins 1983, hagstæður um 467 Mkr., eða 0,8% af vergri þjóðarframleiðslu, en var óhag- stæður um 3.566 Mkr. á árinu 1982, eða 6,0% af vergri þjóðar- framleiðslu, reiknað á sama gengi. Þjónustujöfnuður við út- lönd varð því miður óhagstæður um 1.730 Mkr. og viðskipta- jöfnuður því óhagstæður um 1.263 Mkr., sem jafngildir 2,4% af vergri þjóðarframleiðslu, sem er þó mun hagstæðara en á árinu 1982, þegar viðskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 5.884 Mkr., eða 10% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Sé viðskiptajöfnuður ár- anna 1982 og 1983 hins vegar leiðréttur fyrir breytingu útflutn- ingsvörubirgða og sveiflum í inn- flutningi sérstakra fjárfestinga- vara jafnað milli ára, reynist við- skiptajöfnuður 1983 vera óhag- stæður um 2.761 Mkr., eða 5,2% af vergri þjóðarframleiðslu, en viðskiptajöfnuðurinn 1982, leið- réttur á sama hátt, var óhagstæð- ur um 4.304 Mkr., eða 7,7% af vergri þjóðarframleiðslu. Ástand mála batnaði því á ár- inu 1983 að þessu leyti miðað við árið 1982, en enn má betur ef duga skal. Það verður því að vona, eins og áður sagði, að hag- ur þjóðarinar megi batna á árinu 1984 með hýnandi veðurfari og á grundvelli þess efnahagsárang- urs, sem náðist á síðasta ári og nú í vetur. Atvinnufyrirtæki virð- ast hafa aukið fjármunamyndun sína og það gilti einnig um Kaup- félag Eyfirðinga.“ Síðar í ræðu sinni sagði Valur að tillögur stjórnar kaupfélagsins um ráðstöfun eftirstöðva ársins, feli í sér ráðstöfun á mestöllum skattskyldum hagnaði félagsins með einum eða öðrum hætti til þúsunda félagsmanna. Valur sagði síðan: „Vafalaust kann slíkt að verða Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður KEA, setti aðalfundinn og bauð fulltrúa velkomna og lýsti yfir ánægju með góða fundarsókn. Greini- legt væri að áhugi á félagslífinu væri vel vakandi meðal fé- lagsmanna í Kaupfélagi Ey- firðinga og menn létu sig varða hvað væri þar að gerast. Hann Valur Arnþórsson. þyrnir í augum einhverra and- stæðinga samvinnufélaganna og hugsanlega gefa tilefni til nýrra ádeilna vegna ímyndaðra „skatt- fríðinda" samvinnufélaganna umfram hlutafélög. í þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga, að sagði að enn á ný hefði félagið starfað gott og farsælt ár. Hjörtur sagði einnig að hann hafi verið búinn að búa sig undir að óska fundarmönnum til ham- ingju með veðrið, en þá hafi komið afturkippur í batann. Það benti hins vegar til þess að þeir sem réðu veðrum „þarna uppi“ myndu eftir Kaupfélagi Eyfirð- væri Kaupfélag Eyfirðinga hluta- félag, gæti það vafalaust ráðstaf- að enn meira fjármagni til eig- enda sinna, sem þá væru væntan- lega tiltölulega fáir hlutafjáreig- endur. Með hliðsjón af eiginfé þess og stofnsjóðum, væri hlutafé í því tæpast lægra en 150 Mkr. Sam- kvæmt nýjum ákvæðum skatta- laganna er heimilt að greiða 10% arð til hluthafa og hefði hann þá numið 15 Mkr. miðað við fram- angreint hlutafé. Auk þess hefði félagið svo mátt gefa út fríhluta- bréf til hluthafa sinna fyrir mjög stórar upphæðir, og greiða síðan 10% arð af því. Með öllum þess- um arðgreiðslum hefði kaupfé- lagið svo getað myndað reksturs- tap, sem væri síðan frádráttar- bært frá hugsanlegum hagnaði á næstu árum. Það má því ljóst vera, að „skattfríðindi" eru meiri inga og vitnaði til hins annálaða kaupfélagsfundarhrets. Síðan minntist hann látinna félaga og nefndi sérstaklega í því sambandi þá Sigurð Óla Brynj- ólfsson, sem var um árabil í stjórn félagsins sem varaformað- ur, og Angantýs Jóhannssonar, auka margra fleiri, og risu fund- armenn úr sætum þeim til heið- urs. í hlutafélögum en í samvinnufé- lögum, ef yfirleitt á að tala um til- raunir yfirvalda til eflingar fjár- munamyndunar í atvinnulífinu sem „skattfríðindi". Þegar nú uppgjör Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 1983 liggur fyrir má ljóst vera, að þrátt fyrir margs konar erfiðleika, sem að steðjuðu, var árið 1983 félaginu tiltölulega hagfellt rekstursár. Velta og viðskipti þróuðust með eðlilegum hætti, afkoman var með besta móti og efnahagur fé- lagsins stendur traustum fótum. Félagið hefur áfram getað gegnt sínu þýðingarmikla hlutverki í bæ og byggð. Verði ytri aðstæður sæmilega hagstæðar, á reksturs- árangur síðasta árs að geta rennt stoðum undir áframhaldandi sókn til hagsbóta fyrir eyfirskar byggðir og íslenskt samvinnu- starf.“ Hjörtur flutti síðan skýrslu stjórnar og sagði m.a. að fram- kvæmdir á liðnu ári hefðu hreint ekki verið svo smáar og niður- skurður lítill sem enginn þrátt fyrir að þess hefði mátt vænta. Hann sagði að síðasti áratugur hefði einkennst af uppbyggingu á vinnslustöðvum landbúnaðar og sjávarútvegs, en nú væri áherslan hins vegar lögð á upp- byggingu verslunarinnar. Meðal þess sem hann nefndi í því sam- bandi var endurskipulagning verslunar á Akureyri, sem líklega hefði í för með sér stóra verslun- arbyggingu í miðbæ Akureyrar. Hjörtur kom einnig inn á hina margvíslegu starfsemi sem kaup- félagið hefur með höndum, ýmist beint eða í samvinnu við aðra. Hann sagðist vilja taka það fram að gefnu tilefni, að útilokað væri að KEA yrði aðili að stóriðjufyr- irtæki við Eyjafjörð, þó hann væri í sjálfu sér ekki að lasta slíkt fyrirtæki. Hann sagði það heila- spuna að kaupfélagið væri að gæla við slíkar hugmyndir. Hjörtur E. Þórarinsson: Góð fundarsókn og vaxandi áhugi félagsmanna r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.