Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-7. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ályktun níu þing- manna Norðurlands í skýrslu sem Skipulag ríkisins og byggða- deild Framkvæmdastofnunar ríkisins hafa gert og ber heitið „Landsskipulag og áætl- anagerð" kemur m.a. fram að Norðurland hef- ur verið með hæsta hlutfall atvinnulausra síð- an 1975. Nú hafa níu þingmenn í Norður- landskjördæmum eystra og vestra lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um atvinnu- mál á Norðurlandi. Fyrsti flutningsmaður er Kolbrún Jónsdóttir og er tillagan svohljóð- andi: „ Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta vinna nú þegar að tillögum til úrbóta í at- vinnumálum á Norðurlandi. Tekið verði á eftirfarandi atriðum: 1. Leiðum til úrbóta á þessu ári. 2. Markmiðum sem stefna beri að í náinni framtíð. 3. Fjármögnun atvinnuupp- byggingar. 4. Uppbyggingu iðngarða þar sem fyrirtækjum gæfist kostur á að leigja atvinnu- húsnæði." í greinargerð með tillögunni segir að at- vinnuleysi á Norðurlandi fari vaxandi og valdi síauknum áhyggjum. Hætta sé á fólksflótta frá Norðurlandi verði ekki reynt að snúa við blaðinu með því að styrkja stoðir þess at- vinnulífs sem fyrir er og leita nýrra leiða í at- vinnuuppbyggingu. Atvinnuleysi á Norður- landi í janúar 1984 svaraði til þess að 1180 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Á ár- inu 1983 var atvinnuleysi 2,05% á Norður- landi en á sama tíma var landsmeðaltal 1,1%. í greinargerð segir einnig að þegar litið sé til aflatalna janúarmánaðar komi í ljós að samdráttur í fiskveiðum sé afgerandi mestur á Norðurlandi miðað við sama tíma 1983. Ekki sé von um bata í aflabrögðum á þessu ári vegna stjórnunar fiskveiða sem bitni þyngst á þeim landssvæðum sem byggi afkomu sína að meginhluta á sjávarútvegi. Sé því útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast þegar Ííður á árið og kvótinn verður uppurinn. í greinargerðinni segir síðan: „Eitt hið alvarlegasta við búseturöskunina á landsbyggðinni er að hún er mest í aldurs- hópunum 20—30 ára. Það er fólk sem er að stofna heimili og fjárfesta og velja sér dval- arstað, oftast til frambúðar. í því sambandi má nefna að atvinnuframboð fyrir langskóla- gengið fólk er ákaflega takmarkað úti á landi.. Mikilvægt er að fjölbreyttari atvinnuupp- bygging eigi sér stað á landsbyggðinni þann- ig að flestum gefist kostur á starfi við sitt hæfi. Til þess að ná því markmiði er mikilvægt að stjórnvöld marki stefnu í atvinnumálum. “ Akureyrarútvarpsins hvergi getið Lengst af hefur ríkið haldið úti útvarpsstarfsemi sem skylduverk- efni. Nú er öldin önnur á tímum gervihnatta og kapalsjónvarps, svo að ekki sé minnst á videó- væðinguna. Á þéttbýlustu svæðum landsins eru komin á fót kapalfyrirtæki og þar er til staðar viðbúnaður til að taka á móti sjónvarpssendingum frá alþjóðlegum sjónvarpsstöðv- um. Uppi eru tilburðir um aug- lýsingaútvarp, sem í engu mundi gefa eftir hinni þjóðfrægu rás tvö, sem mun verða kunnust af mál- blómum umsjónarmanna þátta. Hér norðan heiða verður ekki vart við að þefvísir fjáraflamenn hyggist koma upp slíku útvarps- eða sjónvarpsverki, þannig að óvíst er að Norðlendingar sitji við sama borð og suðvesturhornið. Vafalaust verða einhverjir til að koma á grammófónútvarpi með einföldum græjum, með auglýs- ingum og heimagerðum fréttum. Slíkar stöðvar eru þekkt fyrir- brigði erlendis einkum í dreif- býli. Venjulegast hefur markaður viðkomandi stöðvar ekki burði til að standa undir efnismeiri dag- skrám eða hlúð að menningar- starfi á heimaslóð. Ekkert bendir til að hinir væntanlegu fjölmiðlar muni hyggjast fyrir um að koma upp útibúum t.d. á Akureyri fyrir Eyjafjörðinn. Vel á minnst, þá er Eyjafjarð- arsvæðið ekki fjölmennara en Breiðholtsbyggðirnar. Hvaða heilvita manni hefur dottið í huga að koma upp útvarpsbúnaði fyrir þá í Breiðholtinu? Hitt er aug- Ijóst að fjármálavísum manni getur komið til hugar slíkur samanburður, þegar lagt er mat á arðsemi fjárfestingarinnar í út- varps- og sjónvarpsrekstri. Það þarf ekki skarpan mann til að sjá það að norðanheiða fólkið, og þeir sem búa á hjörum vesturkjálkans, og þeir þarna fyr- ir austan eiga fáa kosti í hinu nýja stríði, um frelsi um fjölmiðlun á öldum ljósvakans. Gamla gufu- radíóið verður að duga þeim á meðan framtaksöflin sjá ekki hag í að þjóna þessu fólki. Við hér norðan heiða höfum með alkunnri frekju okkar og liðsinni gegnra manna í stjórnar- stöðum og við útvarpið fengið hingað eins konar deiliútvarp frá aðalútvarpinu. í stað landshluta- útvarps, þar sem Norðlendingar útvörpuðu aðeins fyrir Norðlend- inga, hefur norðlenska deildin fengið innan aðaldagskrár út- deildan dagskrárhluta fyrir sitt efni. í blaði einu las ég að það fari í eyrun á sumum útvarps- ráðsmönnum að hinir norðiensku þættir væru auðkenndir með sérkynningu. Þetta er til marks um að eftir þessu er tekið. Ég er ekki sammála blaðinu um að harma að þetta séu einu afskipti útvarpsráðs af deiliútvarpinu á Akureyri. Það er ástæða til að óttast, ef útvarpsráð fer með pólitískum fingrum og eftir geð- þótta einstakra útvarpsmanna að segja til um efnisval. Sé sú skoð- anakönnun rétt, sem kemur fram í forystugrein Dags 29. febrúar sl. að Akureyrarútvarpið undir valdastjórn okkar útvarpsmeist- ara, Jónasar Jónassonar, sé miklu vinsælla, en fjölstýrða út- varpið á Skúlagötunni, verður að frábiðja aukin afskipti smámuna- legs útvarpsráðs. Hinu mega menn þó ekki gleyma að þeirra er húsbóndavaldið, fyrst og síðast. Einhvern tíma hraut það út úr landsþekktum Þingeyingi að lýð- ræðið sé til aðhalds, en það mætti aldrei hamla skynsamlegri stjórnun. Sú hugmynd hefur stundum verið til umræðu hjá Fjórðungssambandi Norðlend- inga, en forráðamenn þess eru taldir guðfeður deiliútvarpsins á Akureyri, að útvarpsmeistarinn hefði sér til ráðuneytis og full- tingis í sókn og vörn starfsnefnd, sem kosin væri á þingum sam- bandsins. Á þessu ári mun deili- útvarpið verða komið í nýtt hús- næði með nýjum tækjum og væntanlega viðbótarmannafla og er því rétt að taka þessa hug- mynd til nýrrar yfirvegunar. Hið norðlenska útvarp á að ná til allra Norðlendinga og ganga hvergi framhjá garði, heldur stuðla að efnistöku og verkefna- vali vítt og breitt um Norðurland. Takist þetta ekki verður stutt í mörg grammófónútvörp á tak- mörkuðum svæðum, sem ekki ná þeim tilgangi að vera útvarp Norðlendinga og með aðgangi norðlensks efnis í aðaldreifinga- kerfi útvarpsins. Á stuttum tíma hefur komið í ljós að á Norðurlandi er fjöldi manna, sem eru fullkomlega gjaldgengir í útvarp á landsvísu. Við verðum að virkja sem flesta, ef okkur á að takast að halda áfram fullri reisn. í ályktun Fjórðungsþings Norðlendinga um heimaútvarp á Norðurlandi var lögð áhersla á að komið væri á fót fréttaþjónustu, með þjálf- uðu starfsliði. Hér má ekki rugla saman ágætum staðarfréttaritara á Akureyri og starfi fréttamanns sem væri staðsettur á Akureyri, til sérstakrar fréttaöflunar fyrir fréttastofuna og til samræmingar á störfum annarra fréttaritara. Ekki verður hjá því komist að ganga eftir að slíkri starfsemi verði komið upp við deiliútvarpið á Norðurlandi. Hvort þessi starfsmaður heyrði undir frétta- stofuna beint eða lyti boðum út- varpsmeistarans norðan heiða kemur ekki þessu máli við og má ekki tefja framgang þess. Ef um sparnaðarfyrirslátt verður að ræða er það til ráða að færa til fréttamann af fréttastofunni í Reykjavík. Þar er mannmargt í þröngu húsnæði, sem aðkallandi er að bæta úr. Aðgerða er þörf, þegar á þessu ári. I hinu nýja útvarpslagafrum- varpi er hvergi að finna að deili- útvarpið á Norðurlandi eigi að hafa sess í lögum. Sú saga er sögð af bóndanum í Brekku, fyrrv. formanni útvarpsráðs, að hann hafi getað fallist á norðlenskt út- varp í þeirri trú, að Austfirðingar gætu síðar fengið deiliútvarp hjá sér. Það er eðlilegt að staðreynda eins og útvarpsstarfseminnar á Akureyri sé getið í Iögum um út- varpsstarfsemi, ef margir eru á þeirri skoðun að um framtíðar- starfsemi sé að ræða. Með sama hætti sé sú skyldukvöð lögð á ríkisútvarpið að koma upp deili- útvarpi á Vestfjörðum og Aust- urlandi. Þessi ákvæði nái einnig til sjónvarps og efnis frá gervi- hnöttum, sem ríkisútvarpið ann- ast móttöku á. Ekki eru tök á því að fjalla frekar um útvarpslagafrumvarp- ið. Þess er að vænta að Alþingi fari með fullri aðgæslu í þessu máli. Ljóst er að efla þarf ríkisút- varpið til þess að annast skyldur sínar við landsmenn alla. Þetta nái til tollastefnu ríkisins og um leiðir til að efla arðbæra starfsemi s.s. myndbandagerð og mynd- bandaleigu. Áskell Einarsson. Innanlandshlutur sérfar- lækkar um 35% gjalda Sérfargjöld Flugleiöa á milli- landaleiöum hafa verið sam- ræmd á þann hátt, að hlutur innanlandsflugs í þeim lækkar um 35% frá því sem verið hefur. Þetta þýðir verulega lækkun á heildarverði farseðla fyrir fólk utan af landi sem flýgur með Flugleiðum til Reykjavíkur og áfram til útlanda á sérfargjaldi, til dæmis APEX. Á sama hátt lækkar þetta fargjöld þeirra sem koma að utan og vilja fljúga út um land og ætti því að örva straum erlendra ferðamanna á innanlandsleiðum. Sem dæmi um sparnað má nefna, að farþegi til og frá Egilsstöðum sparar um 1.400 krónur og farþegi frá Akur- eyri um eitt þúsund krónur. Af- sláttarreglur þeirra farþega Flug- leiða sem ferðast eingöngu innanlands rýrna í engu frá því sem verið hefur. Áður höfðu Flugleiðir sam- ræmt aðalfargjöld til og frá land- inu á þann hátt, að farmiðar kosta það sama frá öllum áfanga- stöðum félagsins hér á landi. Með þessum ráðstöfunum vilja Flugleiðir gera sitt til að jafna ferðakostnað landsmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.