Dagur - 09.05.1984, Side 1

Dagur - 09.05.1984, Side 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 9. maí 1984 GULLSMIÐIR ) SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI FILMUr = —■ = J 53. tölublað Sindrafell hf.: í mál við Hita- veituna „Við höfum höfðað mál á hendur Hitaveitu Akureyrar þar sem aðrar lausnir virtust ekki vera til umræðu af þeirra hálfu þótt reynt væri tU þraut- ar,“ sagði Þorsteinn Þorsteins- son framkvæmdastjóri Sindra- fells hf. á Akureyri í samtali við Dag. Þorsteinn sagði að upphaf þessa máls hefði verið í ársbyrjun 1983 þegar í ljós kom við endur- stillingu tækja hjá Sindrafelli að fyrirtækið hefði ekki haft mögu- leika að fá inn allt það vatn sem greitt var fyrir. „Við keyptum 16 lítra en höfðum ekki haft mögu- leika á að taka inn meira vatn en 14,8 lítra samkvæmt mælingum. Mér var sagt að þetta yrði leið- rétt, og gert upp þar sem það ætti við og ég gat ekki séð annað en að það ætti við um okkur þar sem við höfðum greitt fyrir það sem við höfðum ekki fengið. Síðan kom tilkynning í blöðum um að það væri búið að gera þetta upp við þá aðila sem ættu rétt á leið- réttingu en við höfðum ekki feng- ið neina. Vegna þessa hafði ég stofnað til skuldar við Hitaveituna og reiknaði með að hægt væri að fara þarna millifærsluleið, en við það var ekki komandi af þeirra hálfu. Ég gerði því ekki upp og það leiddi til þess að lokað var hjá mér að mig minnir um mán- aðamótin ágúst/september. Ég lét vera lokað í 28 daga eða á meðan hægt var vegna veðurs. Það næsta sem gerðist var að ég fékk reikning fyrir þessa 28 daga sem ég hafði enga orku fengið og ég sætti mig ekki við að greiða hann heldur. Það varð hins vegar úr að lokum að ég greiddi þessa reikninga, en með þeim fyrirvara að ég myndi höfða mál á hendur Hitaveitu Akureyr- ar eins og ég hef nú gert til þess að freista þess að fá leiðréttingu á því óréttlæti sem ég tel að Sindrafell hafi verið beitt,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson. Vinstra megin á myndinni sést sjóvarnargarðurinn og uppi á landi tii hægri sandurinn sem dælt hefur verið úr höfninni. Bryggjur munu koma frá landi hægra megin í áttina að garðinum. í forgrunni eru Franz Arnason og Guðmundur Sigurbjömsson. Mynd: HS. Miklir jarðvegsflutn- ingar í Bótinni — vegna gerðar smábátahafnarinnar Þeir eru ekki litlir jarðvegs- flutningarnir sem átt hafa sér stað í Sandgerðisbótinni undanfarið. Þar hafa samtals um 80-90 þús. tonn af jarðvegi verið flutt úr stað, ýmist upp úr væntanlegri smábátahöfn eða í geysimikinn grjótgarð, sem þar er risinn. Nú er að mestu lokið gerð rösklega 200 metra langs grjót- garðs sem afmarkar smábáta- höfnina að norðan og ver hana sjógangi. í hann fóru um 30 þús- und rúmmetrar af grjóti og voru steinarnir allt að fjögur tonn að þyngd. Megnið af grjótinu hefur verið tekið úr klöppunum ofan hafnarinnar, en einnig úr grjótnámunni hjá Vöglum, að sögn Franz Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Norðurverks h.f., sem annast hefur þessa framkvæmd. Þyngd alls þessa grjóts er milli 60 og 70 þúsund tonn. Þá hefur dýpkunarskipið Hák- ur unnið að dýpkun hafnarinnar innan grjótgarðsins og hefur um 9 þúsund rúmmetrum af sandi verið dælt á land, sem samsvarar um 18 þúsund tonnum. Af öllum þess- um sandi er gert ráð fyrir að verði landauki norðan togarabryggj- unnar upp á um 3 þúsund fer- metra og að meðaltali 3 metrar á þykkt. Þetta landsvæði sem þannig myndast samsvarar um hálfum fótboltavelli, svo notuð sé viðmiðun sem fólk þekkir, en þessar upplýsingar eru fengnar hjá Guðmundi Sigurbjörnssyni, hafnarstjóra. Við þessar framkvæmdir stækkar höfnin í Bót mjög veru- lega. Þar er nú rúm fyrir 45 báta, en þegar höfnin verður tilbúin með öllum þeim bryggjum sem þar verða komast 250-300 smá- bátar fyrir þar. - HS. Starfshópur um heimavistarmál framhaldsskólanema á Akureyri: Besti kosturinn er að byggja við heimavist Menntaskólans Niðurstöður starfshóps um heimavistarniál framhalds- skólanema á Akureyri eru þær að byggja þurfi heimavistir fyr- ir 200-225 nemendur til við- bótar því heimavistarhúsnæði sem fyrir er í bænum. Verkefni starfshópsins sam- kvæmt bréfi menntamálaráðu- neytisins frá 4. janúar var að fjalla um húsnæðismál fram- haldsskólanna á Akureyri, og samkvæmt bókun bæjarráðs Ak- ureyrar að gera rannsókn á þörf framhaldsskólanema á Akureyri fyrir heimavistarhúsnæði, athuga hvernig húsnæði henti best, kanna leiðir til fjármögnunar og gera tillögur um rekstur og nýt- ingu. Skömmu eftir að starfshópur- inn var skipaður kallaði hann á sinn fund skólastjóra framhalds- skólanna á Akureyri. Á þeim fundi setti Tryggvi Gíslason skólameistari MÁ fram þá hug- mynd að byggt verði við heima- vist MA og færði rök fyrir þeirri hugmynd. Einnig var haldinn fundur með forustumönnum ferðamála á Ak- ureyri til að kanna vilja þeirra til að taka þátt í byggingu húsnæðis, sem hentaði bæði sem heimavist og hótel og ræða rekstrarhætti slíks fyrirtækis og staðarval. Á þessum fundi kom ekki í ljós vilji eða frumkvæði ferðamálamanna til að byggja slíkt húsnæði. í ályktun starfshópsins segir að það sé bestur kostur að byggja við núverandi heimavist MA. Þar séu ýmsir þjónustumöguleikar sem ekki séu fullnýttir og með viðbyggingu mætti auka fjöl- breytni í gerð húsnæðis og félags- legrar aðstöðu nemenoa. Það er einnig talinn ódýrasti kosturinn og yrði þessi viðbygging fyrir um 150 nemendur. I framtíðinni verði reist annars konar húsnæði og athugaður möguleiki á að fjár- magna það úr húsnæðislánakerf- inu. I starfshópnum áttu sæti Haukur Árnason sem var for- maður, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson ogTómas Ingi Olrich. gk--

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.