Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. maí 1984 Kristinn Torfason: Ætli ég reyni ekki að vinna í sumarfríinu. Stefán Friðleifsson: Tek ekkert sumarfrí, þegar maður er í skóla á veturna, þarf að vinna á sumrin. Björn Einarsson: Ég ætla að gera eitthvað af viti, byggja og reyna að slappa Kristján Guðmundsson: Ég tek ekki sumarfrí, ég er bóndi. Þorsteinn Pétursson: Ég ætla að fara til þúsund vatna landsins og horfa austur yfir landamærin. - Rætt við Þórð Skúlason, sveitarstjóra á Hvammstanga „Já, það er bráðskemmtilegt starf að vera sveitarstjóri; starf- ið er fjölbreytt og gefur manni kost á að kynnast mörgu fólki, auk þess sem það er mjög ánægjulegt að vera beinn þátt- takandi í uppbyggingu staðar- ins. Gn sveitarstjórastóllinn er enginn hægindastóll; þeir sem vilja hafa það rólegt ættu að velja sér annað starf.“ Það er Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, sem er í viðtali Dags- ins. Pórður hefur verið sveitarstjóri í rúm 10 ár. í sveitarstjórninni eru fimm fulltrúar; tveir af lista Framsóknar- flokksins, tveir af lista frjálslyndra og einn af lista Alþýðubandalagsins og óháðra. Framsóknarmenn og frjáls- lyndir mynda meirihluta í hreppsnefnd- inni, en Þórður er alþýðubanda- lagsmaður. Hann var spurður hvernig hafi staðið á því að hann var endurráð- inn í starfið eftir síðustu kosningar? „Þú verður að spyrja hreppsnefndar- mennina að því, en satt best að segja minnist ég þess ekki að ágreiningur hafi verið um að ráða mig í starfið,1' svarar Þórður og bætir við: „Því er nú líka þannig varið í hreppsnefnd Hvamms- tangahrepps, að þar er ekki pólitískur ágreiningur svo heitið geti, ekki nema síðustu vikurnar fyrir kosningar." - Hvað búa margir á Hvamms- tanga? „Hér búa liðlega 600 manns og íbú- um hefur fjölgað ört síðustu árin, þó heldur hafi dregið úr fjölguninni upp á síðkastið. Að vísu hefur fjölgunin að hluta til verið á kostnað nágrannasveit- anna, en þó ekki nema að litíu leyti, því fleiri hafa komið lengra að, t.d. hefur flutt hingað margt ungt fólk úr Reykjavík og sest hér að. Ástæðan er einfaldlega sú, að hér hefur verið næg atvinna undanfarinn áratug, sérstak- lega í sambandi við sjávarútveg, land- búnað og ýmiss konar þjónustugrein- ar.“ - íbúum fjölgar, ungt fólk flytur til staðarins, en hvernig gengur ykkur að halda uppi þjónustu fyrir þetta fólk? „Við erum að rembast við að halda hér uppi þjónustu, en því miður í rrtörgum tilfellum við frumstæðar að- stæður og lítil efni. En við reynum samt. Stoltið okkar er nýja sundlaugin, sem við tókum í notkun á sl. ári, en eitt aðalverkefnið í ár er að byggja við grunnskólann, sem fyrir löngu er orð- inn allt of lítill. Leikskóla rekum við, en í leiguhúsnæði, einbýlishúsi, þar sem eru 40 börn við erfiðar aðstæður. Nú, við erum að byggja íbúðir fyrir aldraða í samvinnu við önnur sveitar- félög og hér er í byggingu heilsugæslu- stöð fyrir Vestur-Húnavatnssýslu og Bæjarhrepp í Strandasýslu að auki. Með tilkomu þess rýmkast ögn um á sjúkrahúsinu okkar, en þar hafa verið mikil þrengsli á undanförnum árum.“ - Nú eru þessar framkvæmdir fjár- magnaðar að hluta til af ríkissjóði, hvernig gengur að fá peninga þaðan? „Það gengur ótrúlega illa, t.d. er bygging heilsugæslustöðvarinnar búin að taka allt of langan tíma, ekki síst þegar litið er til þess, að þessar litlu einingar eru mún ódýrari í rekstri og mun veita manneskjulegri þjónustu heldur en stóru sjúkrahúsbáknin fyrir sunnan. Sömu sögu er að segja um við- byggingu skólans; hún tekur fjögur ár þó ekki sé hún stór. Eðlilegast hefði verið að Ijúka henni á einu ári, en ríkis- framlagið er allt of lítið til þess að það sé gerlegt. Raunar reynum við stund- um að flýta framkvæmdum með því að lána ríkinu af vanefnum. Þannig er rík- ið fyrst að greiða Iokaframlag sitt til sundlaugarinnar í ár, tveimur árum eft- ir að hún var tekin í notkun.“ - Hvað á að gera? „Það þarf að breyta tekju- og verk- efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það hefur t.d. komið til tals að láta tekjuskattinn renna óskiptan til sveitar- félaganna um leið og þau taki að sér aukin verkefni. Mér finnst líka óeðli- legt, að sveitarfélög skuli þurfa að leggja fé til ýmiss konar þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustunnar, án þess að ráða nokkru um hvaða þjónusta er lát- in í té eða hvað hún kostar. Eðlilegra er að við höfum stjórn á þeirri þjónustu sem við greiðum. Það þarf líka að jafna tekjur sveitar- félaga með einhverju móti. íbúar á stöðum eins og Hvammstanga eiga jafnan rétt til þjónustu frá samfélaginu eins og þeir sem í þéttbýlinu búa. Ekki síst vegna þess að íbúar á slíkum stöðum vinna við gjaldeyrissparandi eða gjaldeyrisskapandi störf og skapa þannig meiri þjóðartekjur heldur en þeir sem í fjölmenninu búa. Þrátt fyrir það greiða íbúarnir hér hærri gjöld, en þéttbýlisfólkið, en fær lélegri þjónustu í staðinn. Þennan mun þarf að jafna, því að þótt það sé hagkvæmara og um leið ódýrara að veita þjónustu þar sem nær helmingur þjóðarinnar býr á litlu svæði, þá á dreifbýlisfólkið rétt á sömu þjónustu fyrir sama verð.“ - Hvernig reynist hitaveitan? „Mjög vel, orkuverðið er einungis 30% af óniðurgreiddu olíuverði, á móti 70% hjá Hitaveitu Akureyrar, svo ég nefni dæmi. Það munar um minna.“ - Gatnagerð? „Já, þar er mikið ógert. Innan við 10% af gatnakerfinu er lagt bundnu slitlagi og mikið er ógert við endur- byggingu eldri gatna. Átak verður gert í þeim málum í sumar og næsta sumar, en samkvæmt 5 ára áætlun er reiknað með að hefja lagningu bundins slitlags 1986 og Ijúka því verki 1988. En það verður að segjast eins og er, að hagur okkar sveitarsjóðs verður að vænkast verulega ef það á að ganga eftir.“ - Framtíðaráform sveitarstjórans? „Ég er ekki að hætta, ég reikna að minnsta kosti með að ljúka því ráðn- ingartímabili sem nú stendur yfir, hvað sem síðar verður. Það er gott að búa á Hvammstanga, kostirnir eru svo miklu fleiri og þyngri á metunum en gallarn- ir,“ sagði Þórður Skúlason í lok sam- talsins. - GS. íbúar á Hvammstanga eiga jafnan rétt til þjónustu og þeir sem í þéttbýlinu búa, segir Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga. Mynd: GS. Um umferðarmál Gaman er til þess að vita að lög- reglan á Akureyri skuli vera búin að fá alvörulögreglubíl með al- vöruradar, til þess að geta mælt hraðakstur borgaranna. En svo- lítið standa í mér þau sannindi að loksins þegar við Norðlendingar erum búnir að fá akfæra vegar- spotta hér og þar utan þéttbýlis, þá skuli lögreglan vera send okk- ur til höfuðs ef bensínfóturinn reynist lítið eitt of þungur. Mér finnst sjálfsagt að spornað sé við hraðakstri í þéttbýli því að slíkur akstur veldur slysahættu. En þó að mesti hrollurinn sé tekinn úr bílunum utan þétt býlis við góðar aðstæður tel ég ekki alvarlegt. Jafnvel allt að 100 km hraða á bundnu slitlagi. En hvað eigum við að bíða lengi eftir alvöruað- gerðum gegn alvöruafbrotum í umferðinni í þéttbýlinu. Hér á ég við ökumenn sem engin um- ferðarlög virða. Sinna hvorki um bið- né stöðvunarskyldu, virða aldrei vinstrirétt, aka yfir stöðv- unarlínur eftir að gult ljós er komið og svo þeir sem víla sér ekki við að aka á móti rauðum Ijósum. Slíkan akstur má sjá hér á gatnamótum allan daginn. Að ég tali nú ekki um þá sem ekki hafa uppgötvað stefnuljósin ennþá, og þeir eru margir. Einni tegund ökumanna má ekki gleyma og það eru þeir sem stöðva bíla sína hlið við hlið á ak- brautum og fá sér góða kjafta- törn og aðrir ökumenn verða að bíða þar til málin eru útrædd. Síðast skulu þeir svo taldir sem hættulegastir eru, en það eru þeir sem ekki virða gangbrautarrétt- inn. Ég held að lögreglan geri ákaflega lítið í því að taka menn fyrir áðurnefnd umferðarlaga- brot hér í bæ. En öll þessi brot skapa þó miklu meiri slysahættu en akstur á 100 km hraða í Kræklingahlíð. Enda má sjá að umferðarmenningu hér hrakar mjög frá ári til árs. En það er aldrei of seint. Kannski fáum við að sjá alvöru- aðgerðir í þessum málum á kom- andi sumri. Vonandi. Árni Valur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.