Dagur - 23.05.1984, Side 9
23. maí 1984 - DAGUR - 9
„Stefnum ekki annað
en a toppmn
— segir Halldór Áskelsson
„Slagurinn við Skagamenn
Ieggst ágætlega í mig,“ sagði
Þórsarinn Halldór Askelsson
er við ræddum við hann um
leik Þórs og Akraness sem
verður á Þórsvelli í kvöld.
„Úrslitin í leik okkar við KA
voru geysilega mikilvæg, það er
ekki lítils virði að byrja með 3
stig eftir fyrsta leik og að sjálf-
sögðu stefnum við að sigri gegn
Akranesi og þá gætum við hugs-
anlega orðið einir í efsta sætinu
með 6 stig eftir 2 umferðir ef
okkur tekst að leggja þá.“
- Nú spáðu forsvarsmenn 1.
deildar liðanna ykkur ekki mikilli
velgengni, þið höfnuðuð í 8. sæti
í spá þeirra.
„Þessi spá var ekki hagstæð
fyrir okkur en ég held að þetta
þjappi okkur bara saman. Við
tökum ekki mark á þessu enda
kemur ekki til greina að við verð-
unt svona neðarlega, við stefnum
ekki neitt annað en á toppinn,“
sagði Halldór.
Sigur hjá Magna
á Reyðarfirði
Halldór Askelsson.
„Við erum bara brattir enda
þýðir ekkert annað,“ sagði Jón
Ingólfsson hjá Magna á Greni-
vík, en Magni vann Val á
Reyðarfirði í fyrsta leik lið-
anna í 3. deild. Þessi leikur var
sá eini í Norður-Austurlands-
Nói Björnsson fyrirliði Þórs
sem fékk að sjá rauða spjald-
ið hjá Friðjóni Hallgrímssyni
dómara í leik KA og Þórs um
helgina mun leika með Þór
gegn íslandsmeisturum Akra-
ness á Þórsvelli í kvöld.
Aganefnd KSÍ átti að
koma saman til fundar í gær-
kvöld og þar hefur væntan-
lega verið staðfest að Nói
muni vera í leikbanni gegn
Þrótti um næstu hclgi, en sá
leikur fer fram í Reykjavík.
Nokkur eftirvænting er
ríkjandi fyrir leik Þórs og
Akraness sem fram fer í
kvöld á Þórsvelli. „Við eig-
um að geta unnið Skaga-
menn ef okkur tekst vel upp,
við unnum þá á Akranesi í
fyrra en hefur reyndar ekki
gengið vel með þá á heima-
velli yfirleitt,“ sagði Guð-
mundur Sigurbjörnsson for-
maður knattspyrnudeildar
Þórs er við ræddum við
hann.
Bikarkeppnin
hefst í kvöld
riðli um helgina, öðrum
leikjum var frestað.
Valsmenn léku undan þéttings-
vindi í fyrri hálfleik og sóttu
nokkuð stíft. Áttu þeir m.a. skot
í stöng og þverslá en inn vildi
boltinn ekki. í síðari hálfleik
snerist dæmið við, Magnamenn
tóku leikinn í sínar hendur og
sóknir þeirra buldu á marki Vals.
Hringur Hreinsson skoraði
fyrra mark Magna og hið síðara
var nokkuð sérkennilegt. Logi
Einarsson markvörður Magna
tók útspark inn í vítateig Vals,
boltinn strauk þar kollinn á ein-
um varnarmanni og þeyttist af
honum í netið. Úrslitin því 2:0
fyrir Magna.
í gær barst okkur loksins í
hendur Mótabók KSÍ og sam-
kvæmt þeirri merku bók er
nóg um að vera á knattspyrnu-
sviðinu næstu daga.
í gærkvöld hófst 2. umferð 1.
deildar með leik Víkings og Vals,
og í kvöld eru þrír leikir á
dagskrá. Þór mætir Akranesi á
Þórsvelli kl. 20, KA-menn halda
til Keflavíkur og leika gegn ÍBK
og KR og Breiðablik leika í
Laugardal. Á fimmtudag leika
svo Fram og Þróttur
Bikarkeppni KSÍ hefst í kvöld.
Á Grenivík leika Magni og
Tindastóll kl. 20, Völsungur og
Leiftur leika á Húsavík og Vor-
boðinn og Vaskur eigast við á
KA-velli. Allir þessir leikir hefj-
ast kl. 20
Á laugardag fá KA-menn lið
Víkings í heimsókn og verður sá
leikur líklega á grasvelli KA kl.
14. Þórsarar halda suður og leika
STADAN
Staðan í 1. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu eftir leiki 1.
umferðar er þessi:
gegn Þrótti á sunnudaginn kl. 20.
Við segjum nánar frá léikjum
helgarinnar í blaðinu á föstudag.
Reiðskólinn Aðalbóli
Námskeið verða sem hér segir:
í júlí- og ágústmánuði fyrir börn og unglinga sem
verða í heimavist. 8.-16. júlí, 17.-25. júlí, 26.
júlí-4. ágúst, 8.-16. ágúst.
Vinsamlegast pantið pláss sem allra fyrst og
staðfestið fyrri pantanir.
Uppl. í síma 43529. Höskuldur Þráinsson.
KR-Víkingur
Valur-ÍBK
Þróttur-UBK
Akranes-Fram
KA-Þór
Þór
Akranes
KR
Víkingur
Valur
ÍBK
Þróttur
UBK
Fram
KA
1 0 0
1 0 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 0 1
0 0 1
2:1
1:0
1:1
1:1
0:0
0:0
0:0
0:0
0:1
1:2
1:1
0:0
0:0
1:0
1:2
3
3
1
1
1
I
1
1
0
0
Annað kvöld er 9 holu mót
hjá Golfklúbbi Akureyrar, og
um helgina sem í hönd fer
verða þar tvö mót. Nú hafa
sumarflatir og teigar verið tek-
in í notkun að Jaðri og lítur
völlurinn hið besta út miðað
við árstíma.
Mótið annað kvöld er svokall-
að „videómót“ og er haldið í því
skyni að fjármagna kaup klúbbs-
ins á videó- og sjónvarpstæki sem
klúbburinn hefur eignast. Leikn-
ar verða 9 holur með fullri
forgjöf. Ræst verður út kl. 16-18.
Á laugardag er „four ball - best
ball“ keppni og leika þá tveir og
tveir saman. Sú keppni hefst kl.
10 á laugardag og verða leiknar
18 holur
Á sunnudag kl. 13 er fyrsta
drengjamót sumarsins, 18 holu
forgjafarkeppni.
Orlofshús SIBS
Akureyrardeild SÍBS hefur til ráðstöfunar orlofs-
hús á Þingvöllum og í Hraunbúðum í Grímsnesi
tímabilin 1.-16. júní og 30. júní-14. júlí nk. Húsin
verða leigð til vikudvalar.
Þeir félagar f deildum SÍBS við Eyjafjörð, sem
hafa áhuga á dvöl í orlofshúsum hafi samband
við Sigrúnu Bjarnadóttur í síma 96-21066 eftir kl.
19.
Aburðarkaupendur
Þar sem áburðarafhendingu lýkur 30. maí
nk. eru þeir sem eiga ótekinn pantaðan
áburð, vinsamlegast beðnir að sækja hann
fyrir lok mánaðarins.
Kaupfélag Eyfirðinga.