Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 13
15. júní 1984 - DAGUR - 13 Skagamenn vom betri aðilinn - og unnu KA 2:0 Ekki tókst KA-mönnum aö fylgja eftir sannfærandi sigri sínum gegn KR á dögunum og leggja Skagamenn að veili er liðin mættust í fyrrakvöld. Það var aðeins fyrstu 20 mínútur leiksins sem jafnræði var með Njáll tekur við verðlaununt sínum. Njáll með besta markið Eins og kunnugt er velja dóm- arar í 1. deiid í hverri umferð íslandsmótsins fallegasta mark umferðarinnar og gefur Seiko- umboðið á íslandi verðlaun þeim leikmanni sem er þar að verki. Liðsmenn KA hafa í síðustu tveimur umferðum skorað falleg- ustu mörkin, Steingrímur Birgis- son í 4. umferð á móti Val glæsi- legt skallamark og Njáll Eiðsson í 5. umferð annað glæsimark á móti KR. Fyrir leikinn gegn KR á dögunum fékk Steingrímur viðurkenningu fyrir sitt mark og Njáll fyrir leikinn gegn Skaga- mönnum í fyrrakvöld. liðunum, eftir það voru ís- landsmeistararnir betri aðilinn og sigur þeirra var verðskuld- aður. KA-liðið getur mun meira en það sýndi að þessu sinni og oft er það þannig að aukin geta kemur með aukinni baráttu. Hún var í lágmarki hjá KA-mönnum að þessu sinni og því fór sem fór. Lítið var byggt upp af spili enda Skagamenn fastir fyrir og gáfu lítinn frið til slíkra aðgerða. Eftir nokkur góð tækifæri KA í upphafi leiksins s.s. skot Haf- þórs Kolbeinssonar yfir á 11. mínútu og glæsimarkvörslu Bjarna Sigurðssonar á 12. mín- Það er stutt milli stórra leikja fyrir knattspyrnuáhugamenn á Akureyri þessa dagana og hver leikurinn í 1. deild rekur annan. í kvöld kl. 20 leika á aðalleik- vangi Akureyrar Þór og ÍBK, en Keflavíkurliðið hefur komið verulega á óvart í mótinu til þessa og trónir eitt í efsta sætinu. Þórsarar hrukku heldur betur í gang í síðasta leik sínum, unnu þá KR 5:2 og er því útlit fyrir hörkuleik í kvöld. Hinriks Þórhallssonar skoraði Karl Þórðarson mjög gott mark fvrir Skaeamenn á 23. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti Sveinbjörn Hákonarson öðru við úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Eftir þetta voru Skagamenn betri aðilinn til leiksloka og þeir fögnuðu þremur stigum í leiks- lok. Um 1600 áhorfendur voru á leiknum og voru þeir frísklegir í upphafi leiksins en það dofnaði yfir þeim ekki síður en leik- mönnum KA er kom fram í fyrri hálfleikinn. - Bestu menn KA voru þeir Erlingur Kristjánsson, Mark Duffield og Njáll Eiðsson en liðið í heild olli vonbrigðum að þessu sinni. Á morgun kl. 14 leika svo KA og Próttur á sama stað og einnig þar gæti orðið um hörkuleik að ræða. KA-menn gera sér væntan- lega grein fyrir því eftir leikinn í fyrrakvöld að þeir þurfa að hafa fyrir hlutunum og ef þeim tekst vel upp á morgun ættu þeir að geta unnið Þróttara og krækt sér í 3 dýrmæt stig. Fjöldi annarra leikja er á dagskrá eins og t.d. heil umferð í 2. deild á morgun. Skallagrímur og FH leika í Borgarnesi, Víðir og ÍBÍ í Garðinum, KS og UMFN á Siglufirði, ÍBV og Völsungur í Eyjum og Einherji og Tindastóll á Vopnafirði. Allir leikirnir hefjast kl. 14. í b-riðli 3. deildar leika Magni og Huginn kl. 14 á morgun á Grenivík og Leiftur og Austri á sama tíma í Ólafsfirði. Þriðji leikurinn í þessum riðli er í kvöld á Reyðarfirði og leika þar Valur og Þróttur N. Staðan Staöan í 1. deild eftir leikina í fyrrakvöld: KA-Akranes 0:2 Víkingur-UBK 2:2. ÍBK 6 4 2 0 7:3 14 ÍA 6 4 1 1 10:4 13 Þróttur 6 2 3 1 7:4 9 KA 6 2 2 2 9:9 8 Víkingur 6 1 4 1 9:9 7 Fram 6 2 1 3 7:8 7 UBK 6 1 3 2 4:5 6 Þór 6 2 0 4 7:11 6 KR 6 1 3 2 7:11 6 Valur 6 0 3 3 2:5 3 Óli Þór skoraði gott mark fyrir Þór gegn KR á mánudag. Hvað gerir hann gegn sínum gömlu félögum í ÍBK-liðinu í kvöld? útu er hann varði í horn skot Tekst Þór að stoppa lið ÍBK? - KA gegn Þrótti á morgun Umboðsmaður Sími 26311. Símatímar: Mánudag kl. 11-12 og þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-14. r Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í bygg- ingu tveggja brúa og vegtenginga í Ólafsfirði. Helstu stærðir eru eftirfarandi: Brú yfir Fjarðará, lengd 24,0 m. Brú yfir Kálfsá, lengd 9,2 m. Vegfylling u.þ.b. 22.000 m3. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. október 1984. Útboðsgögn verða seld (1.000 kr.) hjá aðalgjald- kera V.r. Borgartúni 5, 105 Reykjavík og hjá V.r. Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri frá og með mánu- deginum 18. júní nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 2. júií 1984. Vegamálastjóri. Lokað vegna sumarleyfa. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Akureyri. Áður boðuðum aðalfundi Norðurverks hf Akureyri er frestað til laugardagsins 21. júlí. Stjórnin. Reiðskóli Reiðskóli Hestamannafélagsins Léttis og Æskulýðsráðs Akureyrar hefst 21. júní nk. við réttina vestan Jaðars. Aldurstakmark 8 ára og eldri. Kennarar: Jón Matthíasson og Stefán Jakobs- son. Námskeiðin skiptast í þrjá flokka: Framhaldsflokkur kl. 9. Byrjendaflokkar kl. 13 og 15.30. Næstu námskeið hefjast 5. júlí og 19. júlí. Þátttökugjald er 1.000 kr. Innritun er í skrifstofu Æskulýðsráðs Akureyrar, Hafnarstræti 81, sími 22722. Þar eru veittar uppl. um námskeiðið. Hestamannafélagið Léttir. Æskulýðsráð Akureyrar. Melgerðismelar Kynbótasýning á hrossum verður á Melgerð- ismelum 20. júní nk. Kl. 9.00: Stóðhestar. Kl. 10.30: Fjögurra vetra hryssur. Kl. 11.00: Fimm vetra hryssur. Kl. 13.00: Sex vetra hryssur og eldri. Skráningu er lokið. Framvísun hrossa verður eftir stafrófsröð. Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.