Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. júní 1984 Hvernig litist þér á ad fá kvenlög- reglu á Akureyri? Jón Hauksson: Mér litist ágætlega á það, þær gætu staðið sig fullt eins vel og karlar ef þær lærðu þetta. Peta Kristjánsdóttir: Mér líst vel á það. Kristín Ólafsdóttir: Alveg nákvæmlega sama, það skiptir engu máli hvort lög- reglan er karl- eða kvenkyns. Óskar Þorsteinsson: Ég get nú lítið sagt um það, er úr Vestmannaeyjum, en það er sjálfsagt gott að hafa kven- lögreglur. Regína Arnadóttir: Veit ekki hverju ég á að svara því, ég held að þær séu ekki eins góðar. - segir Atli Guðlaugsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri „Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfírði, flutti hingað til Akureyrar fyrir þremur árum og hafði þar á undan búið á Siglufirði í 2 ár, starfaði ég þar við tónlistarkennslu eins og hér.“ Það er Atli Guðlaugs- son, skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akureyri með meiru sem er í viötali dagsins. Eins og upp- hafsorðin gefa til kynna var byrjað á að forvitnast um ætt og uppruna. - En hvers vegna flutti Atli norður í land? „Þannig var að ég ætlaði í framhaldsnám í Bandaríkjunum eftir nám í blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, en fékk afsvar á síðustu stundu. Eina staðan sem þá var laus á landinu var á Siglufirði, svo það var ekki um annað að ræða en að flytja sig um set. Fyrsta veturinn minn hér var ég almennur kenn- ari, trompet er mitt aðalhljóð- færi, en ég kenndi á öll málm- blásturshljóðfærin. Sl. 2 vetur hef ég svo verið skólastjóri, leysti Jón Hlöðver af, en hann kemur í haust og tekur við skólastjóra- stöðunni og ég fer aftur í kennsl- una.“ - í hverju er starf skólastjóra tónlistarskóla fólgið? „Það er nú ansi margt sem fell- ur undir hann, það er erfitt að skilgreina það nákvæmlega. En hann sér um daglegan rekstur, hefur með höndum fjármál og innkaup á öllu sem þarf til rekstr- arins. í skólanum eru um 500 nemendur og 24 kennarar, þetta er mun fjölmennari skóli en f bæjum af sambærilegri stærð, t.d. í Kópavogi og Hafnarfirði." - Er aðstaðan nógu góð? „Ég veit ekki hvað skal segja um það, húsnæðið er heldur lítið. Við erum með 4 hæðir í þessu húsi og það hefur staðið til nokk- uð lengi að við fengjum meira, en það hefur ekki orðið enn. Þeir neniendur sem komnir eru í al- varlegt lám þurfa að sækja 4-5 kennslustundir í viku, það eru spilatímar, hljómfræði, tón- heyrn, tónlistarsaga og æfingar með hljómsveit sem er mjög mikilvægur þáttur í náminu. Nemendum sem taka tónlistar- nám í tengslum við Menntaskól- ann er alltaf að fjölga, '/3 af nám- inu fer þá fram hér. Einnig taka margir menntaskólanemar tónlist sem valgrein og ná ekki síðri ár- angri. Við höfum verið með nemend- ur allt niður í 5 ára, aðallega fiðlunemendur, það er vegna þess að við erum með mismun- andi stærðir á fiðlunum. Hins vegar þurfa þeir sem læra á blást- urshljóðfæri að vera orðnir 8-9 ára þegar þeir byrja til að geta valdið hljóðfærinu, við höfum engar „mini“ stærðir á blásturs- hljóðfærunum." - Þú varst kosinn formaður Menningarsamtaka Norðlend- inga um síðustu helgi, hvers kon- ar samtök eru þetta og hvert er hlutverk formannsins? „Menningarsamtökunum er ætlað að reyna að sameina lista- menn innan fjórðungsins, safna saman upplýsingum um það sem þeir eru að fást við og koma því á framfæri. Samtökin hafa skilað árangri nú þegar, farið er að leita til okkar vegna listakennslu í skólum og framámenn vorvaka og listavaka hafa leitað til okkar svo eitthvað sé nefnt. En við gæt- um gert meira, ég get tekið sem dæmi að í vor var mikið framboð á tónleikum hér í bæ og þeir rák- ust meira og minna á, þarna vant- ar meira skipulag og samtökin gætu séð um slíkt. Ég hef verið í stjórn Menning- arsamtakanna frá upphafi og það er erfitt að segja hvað formaður- inn gerir, en hann hefur t.d. sinnt framkvæmdastjórn að undan- förnu. Við vorum með fram- kvæmdastjóra sem starfaði nokkrar stundir í viku, en ákveð- ið var að leggja það niður og láta formanninn sjá um þau störf. Eins og fyrirkomulagið er í dag skapast betri tengsl milli félags- manna. Það eru enn margir lista- menn sem ekki eru í samtökun- um, ég veit ekki hvers vegna, sumir vita ekki að þau eru til og aðrir hafa ekki áhuga.“ - Vinsæl lokaspurning: Eru einhverjar nýjungar á döfinni og hverjar eru framtíðarhorfur skólans? „Helsta nýjungin er að í vetur verður föst jazzdeild við skólann, í fyrravetur var vísir að slíkri deild og nú hefur verið ákveðið að hún verði. Framtíð skólans er björt ef fjármagn til rekstrar hans verður tryggt." HJS. Atli Guðlaugsson skólastjóri Tónlistarskólans. Mynd: HJS Bílastæði og atvinnukönnun leggja fjær og fara út úr bílum sínum, jafnvel þótt hann rigni of- boðlítið! Annað atriði langar mig að nefna úr því að ég er sest við skriftir. Það er könnun sú, sem gerð var á atvinnuhorfum ung- linga hér í bæ. Ég hef fyrir satt að tölur þær sem fjölmiðlar birtu séu á röngum forsendum, t.d. var ekki búið að gera könnun meðal nemenda í öllum bekkjum Gagn- fræðaskólans og könnun var aldrei gerð í Oddeyrarskóla. Niðurstöðurnar gefa því alls ekki rétta mynd af atvinnumálunum og grunur minn er sá að mun fleiri unglingar séu atvinnulausir en fjölmiðlar greindu frá á sínum tíma. Þetta vil ég gjarnan að verði leiðrétt á þessum sama vett- vangi. 19/6 ’84 SK. Rokdýrt í sund Mig langar að biðja ykkur á Degi að hreyfa þeirri hugmynd í blaði ykkar, að framvegis verði hugsað fyrir bílastæði fyrir fatlaða við íþróttavöllinn á þjóðhátíðardag- inn - eða þar sem helstu atriði hátíðarinnar fara fram. Hvernig væri t.d. að Brekku- gatan væri eingöngu fyrir bíla fatlaðra? Þaðan gefst þeim góð yfirsýn yfir völlinn. Þeim heil- brigðu er engin vorkunn að Sundgestur hringdi og lét í ljós óánægju með hækkaðan að- gangseyri að sundlauginni. „Mörgum sem fara með fjöl- skylduna í sund ofbýður þessi hækkun. Og mér skilst á ráða- mönnum sundlaugarinnar að hún standi undir kostnaði. Mér dettur helst í hug að með þessari hækk- un sé verið að reka allt venjulegt fólk úr sundlauginni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.