Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 12
Það verður líf og fjör upp á hvern dag alla næstu viku á Sauðárkróki á Sumarsælnviku, sam þar verður þá haldin í annað sinn. Mynd: HS. Sumarsæla á Króknum - með mjög fjölbreyttri dagskrá og uppákomum Margir hafa skrifað undir - Hafa opnað skrif- stofu á Akureyri „Það er fullt af fólki sem vill vinna þessu máli framgang og fleiri og fleiri tjá sig fúsa til að taka þátt í þessu mikla hags- munamáli Akureyringa og Eyfirðinga.“ „Nú þegar eru milli 1.500 og 2.000 manns búnir að skrifa undir listana og við erum eiginlega ekki farnir af stað. Hins vegar hefur nú verið opnuð skrifstofa að Skipagötu 13, gamla Drangshús- inu. Fólk er hvatt til að mæta þar til skrafs og ráðagerða, skrifa sig á listana, fá lista og skila af sér listum með undirskriftum. Skrif- stofan verður opin alla daga frá kl. 16-18 og síminn þar er 22171,“ sagði Vilhelm Ágústs- son, einn af frumkvöðlum undir- skriftasöfnunarinnar um að næsta stóriðjuver rísi við Eyjafjörð, að því tilskildu að lífríki verði ekki stofnað í hættu. Erlingur Sigurðarson, einn af þeim sem stendur fyrir fundaröð- inni gegn álveri við Eyjafjörð hafði ekki tölur á takteinum þegar Dagur innti hann eftir því hversu mikið hefði safnast af undirskrift- um gegn álveri. í gærkvöld héldu álversand- stæðingar fund í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem voru um 120 manns. Þar lágu undirskriftalistar frammi. HS Á fundinum. Mynd: KGA. Sumarsæluvika á Sauðárkróki hefst nk. laugardag og stendur óslitið til sunnudagsins 8. júlí. Boðið verður upp á mjög fjöl- breytta dagskrá, flest fyrirfram ákveðið en einnig má reikna með ýmsum uppákomum á götum bæjarins og torgum, að sögn Harðar Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Sumarsæluviku. Meðal þess sem á dagskrá verður eru golfmót, málverka- 4. ársfundur Sambands ís- lenskra hitaveitna verður á Akureyri á morgun og föstu- dag. Meginviðfangsefni fundarins verður, auk venjulegra aðalfund- arstarfa og umræðna um málefni sýning, útirokktónleikar, fjöl- margir dansleikir, fjölþrautamót barna, grillveislur og tónleikar af ýmsu tagi, m.a. með Sinfóníunni. Þá verður útiskákmót, stang- veiðimót, danssýningar, ljóða- kvöld, breakdanssýningar, jasskvöld, götuleikhús, harmon- ikuball á Faxatorgi, kántrýkvöld svo eitthvað sé nefnt. Sunnudag- inn 8. júlí verður guðsþjónusta, hópreið hestamanna, skrúðganga hitaveitna, að ræða um varma- dælur. Um varmadælur flytja þrír fyrirlesarar erindi og fjalla um viðfangsefnið frá mismunandi sjónarmiði, t.d. fjárhagslegu og tæknilegu. Um þessar mundir eru varmadælur að festa rætur í ís- barna og loks fjölbreytt fjöl- skylduhátíð. Boðið verður upp á útsýnisferðir um héraðið, báts- ferðir til Drangeyjar og fleira. Að þessu framtaki standa bæjarfélagið og atvinnufyrirtæki á Króknum, sem ábyrgjast fjár- málalegu hliðina, og er þetta lið- ur í því að efla Sauðárkrók sem ferðamannabæ. Búist er við fjölda aðkomugesta á þessa hátíð. HS lenskum orkubúskap. Stærsta varmadæla landsins er að hefja rekstur sinn á Akureyri og verður hún formlega tekin í notkun í tengslum við fundinn. Varma- dælur flytja hita úr einu formi yfir í annað t.d. er hægt að vinna háan hita úr volgu afrennsl- Skyrtuverksmiðjan: „Rifti samningum“ „Ég rifti samningum af því að það var ekki staðið við það sem lofað var,“ sagði Erling Aðalsteinsson, sem hugðist kaupa skyrtuverksmiðju G.A. Pálssonar, en einhver snurða er nú hlaupin á þráðinn. „En það er ekkert endanlega frágengið með þetta mál ennþá, þetta er í athugun,“ sagði Erling, en vildi ekki ræða málið frekar. - KGA. Vatnsdalsá: Tilboð upp á 6,5 milljónir Alls bárust 6 tilboð í veiðirétt í Vatnsdalsá næsta sumar, en tilboð þessi hafa nú verið opnuð. Hæsta tilboðið var frá Brynj- ólfi Markússyni rafverktaka í Reykjavík. HÍjóðaði það upp á 6 milljónir og 505 þúsund krónur í alla veiðina. Tilboð hans var sundurliðað þannig að það hljóð- aði upp á 925 þúsund fyrir sil- ungsveiðisvæðið og 5 milljónir 580 þúsund krónur fyrir laxveiði- svæðið. Næsthæsta tilboðið kom frá Árna Gestssyni í Reykjavík og var það upp á 5 milljónir 150 þúsund krónur. Vatnsdalsá er ein gjöfulasta veiðiá landsins, enda veiða menn þar ekki ókeypis eins og sjá má af tölunum hér að framan. Tilboðin sem bárust í ána munu verða rædd á fundi veiðiréttareigenda á fundi þeirra 6. júlí nk. isvatni. Fýsir marga hitaveitumenn að sjá dæluna og fá upplýsingar um rekstur hennar. Þá mun iðnaðarráðuneytið leggja fram skýrslu með nýju mati á orkuverði og samanburði hinna ýmsu hitaveitna. Varmadælan í notkun — í tengslum við ársfund Sambands íslenskra hitaveitna „Það verður bara gott veður,“ sagði Unnur Ólafsdóttir, veður- fræðingur, í morgun og var næst- um ómögulegt að toga meira út úr henni. Þegar hún vissi að við þyrftum að fylla 5 cm veðurdálk bætti hún við að það mætti búast við hálfgerðri lognmollu fyrir norðan, en andaði af vestan ef eitthvað væri. Hlýrra yrði en verið hefur og líklega þurrt. Lægðin fyr- ir sunnan væri kyrrstæð og hæðar- hryggur að vaxa vestan við landið. Sem sagt: Gott veður! # Söngelskir Skagfirðingar Skagfiröingar eru kunnir af þvi að skemmta sér og öðrum af óvenju miklum krafti. Þeir koma vart svo saman tíu að ekki séu a.m.k. þrír farnir að syngja. Þannig var t.d. þegar Fiskiðja Sauð- árkróks tók formlega í notk- un nýtt og glæsilegt fiskiðju- ver. Ræðurnar voru ekki fyrr búnar en upphófst söngur, rétt eins og í réttunum á haustin. Þá er eins líklegt að Sauðkrækingar og aðrir Skagfirðingar muni heldur betur taka lagið í næstu viku, en þá verður haldin glæsileg Sumarsæluvika á Króknum. # Loksins iyf gegn kvefi Loksins kom að því! Frá Nor- egi berast þær fréttir að eftir um það bil ár verði sett á markaðinn lyf gegn kvefi. Rannsóknir og prófanir hafa verið í gangi í ein þrjú ár og töluverð leynd hvflt yfir þeim, enda um meiri háttar upp- götvun að ræða ef satt reyn- ist og miklir fjármunir í húfi. Lyfið hefur verið reynt á 300 manns og þar á meðal við háskólana í Osló og Tromsö og eru menn tilbúnir til að staðfesta að þessi lyfjameð- ferð beri árangur. Um 90% „tilraunadýranna“ náðu sér skjótt af kvefi með því að taka lyfið. Lyf þetta verður selt sem nefdropar eða nef- sprey. Það verður selt í tveimur giösum og menn verða að blanda saman inni- haidi þeirra, en þetta er nauð- synlegt vegna þess að blanda þessi eyðileggst á innan við viku, eftir að hún er til orðin. Engar aukaverkanir eru taldar fylgja notkun þessa iyfs. Já, betur væri ef satt reyndist. # Berserks- gangur Það er aldeilis fjörið f fyrir- tækjunum fyrir sunnan, ef marka má fyrirsögn í NT í gær. Þar segir: Osta- og smjörsalan: Sparkaði upp hurðum og stal. Löggan hef- ur eflaust átt fullt í fangi með að handsama skemmdar- varginn, enda ekkí á hverjum degi sem heil osta- og smjör- sala gengur berserksgang, brjótandi hurðir og steiandi öllu steini léttara. Ef til vill er réttast að við Akureyringar förum að hafa auga með Samlaginu okkar - ekki myndi S&S kæra sig um að fá það inn til sín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.