Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 17. ágúst 1984 ,Tíað“ upp á jöklinum. Akureyri í sjónmáli. Áð á leið á jökulinn. Myndataka á Vindheimajökli. F.v. Kjartan, Þorbergur, Gylfi, Smári og Árni. Á myndina vantar að sjálfsögðu Ijósmyndarann Kolbein. Áfram gakk, einn, tveir, einn, tveir. „Nýliðarnir“ með „Jöggvansbikarinn". Púttað var út þegar myrkrið var að skella á. „Útvarp Reykjavík ... “ - J morgun hófu 6 félagar úr Golfklúbbi Akureyrar að leika lengstu golfholu sem leikin hefur verið á íslandi. Hyggjast þeir leika frá Vindheimajökli, niður Hlíðarfjall og Ijúka leik sínum á 7. holu Jaðarsvallar . . . “ Eitthvað á þessa leið efnislega hljóðaði frétt útvarpsins á dög- unum, en fréttin var lesin í há- degisútvarpinu. Ekki var hún 100% rétt því þegar hún var lesin voru 6-menningarnir að gera sig klára niður í bæ, safna saman ýmsum búnaði til fararinnar o.þ.h. En strax eftir hádegið héldu þeir til fjalla. Þeir sem brugðu sér í „jökla- golfið" voru annars vegar Smári Garðarsson, Porbergur Ólafsson og Gylfi Kristjánsson, en þetta er hið landsfræga lið „Jöggvana“ sem hefur tekið þátt í þessari keppni undanfarin ár. Hinir þrír voru Kjartan Bragason, Arni Ketill Friðriksson og Kolbeinn Gíslason, allt græningjar í tor- færugolfi enda kallaðir „Nýlið- ar“. Árið 1982 var fyrst farið í það að leika lengstu golfholu á íslandi og þá leikið yfir Eyjafjárðará og upp á Jaðarsvöll. í fyrra var leik- ið af Vaðlaheiði á golfvöllinn og nú sem sagt frá Vindheimajökli, til byggða og á golfvöllinn. Engin leið er að segja til um það á þessu stigi hvaða leið verður leikin 1985. Haraldur Gunnarsson bifreið- arstjóri fór á kostum á Landróver- bifreið sinni upp Hlíðarfjallið með þá 6-menninga innanborðs. Ekið var eftir krókaleiðum upp fjallið allt þar til ekki var lengra komist en þá var liðið komið vel upp fyrir skíðalyfturnar í Hlíðar- fjalli. Var fremur létt yfir 6- menningunum er þeir kvöddu bifreiðarstjórann og skunduðu af stað. Ekki gekk andskotalaust að komast upp á brún Hlíðarfjalls. „Nýliðarnir“ lentu í snjóskafli miklum þar ofarlega og börðust um á hæl og hnakka með farang- ur sinn. Leiðir skildu, því „Jöggvanar" leituðu sér að hent- ugri stað til uppgöngu. Ekki gekk þeim heldur eins vel og á var kos- ið því það tók mannskapinn um klukkustund að komast upp. í*ar tók við suð-vestan stormur beint í fang þeirra 6-menninga og ausandi rigning í þokkabót. En þetta eru hörkutól og nú var „kúrsinn“ tekinn á Vindheima- jökul og þangað komið eftir erf- iða gönguferð rúmlega klukku- stund síðar. Eftir myndatökur á jöklinum hófst svo keppnin, en hún er kennd við Jöggvan Garðarsson sem gaf bikar um árið til hennar og nefnist hann „Jöggvansbikar- inn“. Fór keppnin þannig fram að hvort lið lék einni golfkúlu og slógu liðsmenn til skiptis. það var Jöggvan sjálfur sem hóf keppnina með miklu höggi undan vindi en Kjartan Bragason svaraði fyrir „Nýliðana" með öðru eins. Ferðin af jöklinum og á brún Hlíðarfjalls gekk áfallalaust og höfðu verið sjegin um 80 högg er þangað var komið. Fram af fjalls- brúninni svifu svo kúlurnar tign- arlega og hurfu í mistrið. Örugg- lega voru þetta lengstu golfhögg sem slegin hafa verið á íslandi og þótt víðar væri leitað. Ferð 6-menninganna niður Fjallið reyndist hins vegar hin mesta eldraun enda enginn þeirra vanur fjallgöngu eða niðurgöngu og leiðin valin í samræmi við það. Farið var niður snarbratta skriðu, fleiri hundruð metra langa og var hún erfið yfirferðar vegna halla og stórgrýtis. Lá reyndar við slysi eitt sinn er stórt bjarg fór skyndi- lega af stað. Slapp Þorbergur Ólafsson naumlega undan því en bjargið náði tveimur golf- kylfum af honum og klippti þær snyrtilega í sundur. Af ferðinni það sem eftir lifði fara ekki miklar sögur, erfiðasti hluti leiðarinnar var að baki og nú greikkuðu menn sporin. Þó fór að bera á því að kúlur týndust nokkuð og tafði það ferðina. En þegar komið var fram á kvöld nálgaðist liðið Glerá, þar var slegið yfir, farið yfir túnin hjá Mjólkursamlagi KEA og sem leið lá inn á golfvöllinn. 8. braut- in spiluð í öfuga átt og púttað út á 7. flötinni. Er upp var staðið höfðu „Ný- liðarnir“ slegið alls 168 högg, „Jöggvanar“ 15 höggum meira og alls höfðu tapast um 60 kúlur. Það var því ótvírætt hverjir höfðu sigrað og því óvíst hvort þeim verður boðin þátttaka næsta ár. Menn voru ansi framlágir í lokin, en keppninni lauk kl. 11 um kvöldið er myrkur var að skella á. Menn héldu til síns heima haltir og skakkir og mátti sjá þá rölta um bæinn næstu daga meidda á hnjám og ökklum. Ferðin var erfiðari en menn höfðu gert sér í hugarlund fyrir- fram en hún var þess virði. LENGSTA HOLAN“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.