Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 17. ágúst 1984 Ss' xss V; Númi Jónsson á Þrasastöðum, Bærinn Þrasastaðir er fremsti bœrinn í Fljót- unum, þar býr Númi Jónsson og fjölskylda. Dags-menn eða réttara sagt -konur áttu leið um Fljótin á dögunum og var ákveðið að segja eitt orð við Núma. Það gekk hins vegar ekki vel að ná tali af honum, en það hafðist á endanum og við gát- um dregið Núma ofan af dráttarvélinni í ör- stutt spjall, en það mátti ekki vera oflangt því það var brakandi þurrkur og útlit varfyr- ir rigningu og því hver mínúta dýrmæt. - Ertu búinn að búa hér lengi, Númi? „Ja, ég er búinn að búa hérna í 14 ár.“ - Er þetta ekki einangrað yfir veturinn? „Jú, hér er mjög einangrað. Það er allt á kafi í snjó. Lágheið- in er ófær allan veturinn og ann- að eftir því, en það er þó stund- um mokað. Ég á 5 börn og ég kem þeim í skólann á snjósleða.“ - Ertu með stórt bú? „Ég er með 220 rollur og eina belju. Ég hef beljuna bara fyrir heimilið, ég næ hvergi í mjólk. Við búum sjálf til smjör, skyr og alla nauðsynlega mjólkurvöru." - Hvernig hefur tíðin verið í sumar? „Mjög góð, það er fínt að búa hérna þegar svona vel árar. Ég er búinn að fá góð hey í sumar, ég heyja hér á næstu bæjum því þeir eru í eyði. Það var líka mál til komið að vel færi að ára, fjögur sl. sumur voru mjög léleg.“ - Er eitthvert félagslíf hérna? „Já, já, það er hægt að fá fé- lagsskap. Það eru haldin þorra- blót, spilakvöld og skemmtanir í Ketilási sem er hér ekki langt frá. Þar er líka kaupfélag og þangað sækjum við vistir." - Þú býrð hérna alveg við vatn, er veiði í því? „Já, þetta er stífluvatn. Það varð til þegar Skeiðsfossvirkjun var gerð. Hér er mikið af silungi sem lokaðist inni og strákurinn minn hefur verið að veiða, en ég hef nú lítið gert af því.“ - Ertu héðan úr sveitinni? „Ég er héðan úr sveitinni, já. Ég fluttist til Reykjavíkur og vann þar á þungavinnuvélum. Svo fékk ég nóg af því og flutti aftur í sveitina og líkar miklu betur. Eini gallinn við að vera hér er að ég þarf að senda krakk- ana til Reykjavíkur í framhalds- skóla.“ Þar með var Númi rokinn upp á dráttarvél og farinn að snúa heyinu einn hringinn enn. HJS. Filmumóttaka hjá cpeáiomyndiim t\f Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Oft hefur grátið María mœr. . . Á fundi sem haldinn var í Frey- vangi 12. júní sl. orti einn fund- armanna þessa vísu, að gefnu til- efni manns í ræðustól: Mörgum reynist heimskan hál hennar flestir þekkja kraft. Þeir sem vilja ekki ál, einir mega rffa kjaft. í blaðinu Feyki á Sauðárkróki sá ég nýlega þessa athugasemd les- anda: „I síðasta tbl. flutti Feykir Páfastaði fram í Seyluhrepp. Þegar ég var strákur voru Páfa- staðir hins vegar í Staðarhreppi. Ýmsir vinna afrek snjöll efst mun þó á blaði þegar trúin flytur fjöll og Feykir Páfastaði. “ Þá kemur vísa sem Friðbjörn Guðnason, Sunnuhvoli orti ný- lega: Enn að hnigna öllu fer, ég er að verða kengur. Það, að reyna að rétta úr mér reyni ég ekki lengur. Fyrir nokkru birti ég eftirfarandi vísu í vísnaþættinum og hafði fyr- ir satt að hún væri eftir Hjálmar Stefánsson í Vagnbrekku, Mý- vatnssveit. Nú veit ég betur. Vís- una orti Baldvin Stefánsson, bróðir Hjálmars: Hefég nú við Hlíðarrétt haft á fénu gætur, og marga bögu saman sett sextán dimmar nætur. Næstu vísurnar fjórar orti Bald- vin um sláttumenn í Mývatns- sveit: Sigurður slyngur slær sem tröll, slög við syngur ljárinn. Búkinn kring, um breiðan völl blóm í dyngjum liggja öll. Sali skárar, skefur land skýja - tára daginn, otar hárabeittum brand, bæði knár og laginn. Balda fróma birti ég frá, brúði - Óma treður. Ef hann gómar orf og Ijá öll eru blóm í voða þá. Við eina puntnál átti stríð alla sína daga. Loksins eftir langa tíð losnaði úr jörðu flaga. Næstu vísurnar þrjár eru eftir Hjálmar Stefánsson, Vagn- brekku. Morgunvísa: í morgunkjólinn sveiflar sér sveit, en góla kári fer. Upp yfir ból í bylja-hver blessuð sólin stigin er. Dögg á maríustakki: Oft hefurgrátið María mær, man hún ástir tvennar. Dýrðleg tindrar demantsskær dögg á stakki hennar. í stórhríðarbyl: Hendir manni í háaloft hörku norðankaldi. Nú finnst mér ég nógu oft á náttúrunnar valdi. Dagur sagði nýlega frá því að Óli Halldórsson byggi með sambýlis- konu sinni að Gunnarsstöðum. Þetta varð mér að vísu: Gaman er hlýlegar fréttir að fá sem fljóta á blaðanna streymi. Fyrst sambýliskonu hann Óli minn á er engu að kvíða í heimi. MYNDVAL HF Pósthólf 238 - Akureyri. HLúx litmyndir Kodak framköllun o OOOJ myndval hf ■ .. .. sér um framköUun á Htfilmum fyrir Akureyn og nagrenm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.