Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 20.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. ágúst 1984 Ertu búin(n) að fara í berjamó? m Ármann Guðjónsson: Já, og það er mikið af berjum. Ég fer aftur þegar kemur meira. IW Rúnar Sigurpálsson: Nei, en ég ætla kannski seinna. Árni Ingólfsson: Nei og það stendur ekki til. Svava B. Karlsdóttir: Ég er búin að fara einu sinni og fór þá í hlíðarnar fyrir ofan Sauðárkrók, en þar á ég heima. Katrín Gylfadóttir: Já, ég hef farið tvisvar og feng- ið dálítið í bæði skiptin. segir innheimtustjóri Siglufjarðar- kaupstaðar, Baldur Fjölnisson „Það er sjaldan sem ég þarf að fara í hart við að innheimta bæjargjöldin, Siglfirðingar eru flestir launþegar hjá öðrum og gjöldin eru tekin af þeim þar. Siglfirðingar eru tiltölulega skilvísir, með örfáum undan- tekningum skulum við segja.“ Það er Baldur Fjölnisson inn- heimtustjóri Siglufjarðarkaup- staðar sem er í Viðtali Dags-ins í dag. Hann ætlar að segja les- endum Dags frá því helsta sem um er að vera hjá Siglfirðing- um og eitthvað fær að fljóta með um manninn sjálfan. „Innheimtustjóri sér um álagn- ingu opinberra gjalda, útsvars, orku- og fasteignagjalda. Kaup- staðurinn á sjálfur rafveituna og það er nokkuð óvenjulegt. Pað fyrirkomulag hefur orðið Sigl- firðingum til mikilla hagsbóta og öryggis í raforkumálum. - Há útsvör hjá Siglufjarðar- kaupstað? „Nei, það er mest um meðal- tekjur, hér eru mjög fáir hátekju- menn.“ - Hvað er helst á döfinni hjá ykkur? „Fjárhagsstaða bæjarins er erf- ið eins og hjá öðrum sveitarfé- lögum og má rekja það til óða- verðbólgu síðustu ára, en nú er ýmislegt sem bendir til að úr rætist. Það eru bjartir tímar framundan. En hvað fram- kvæmdir varðar, þá höfum við malbikað 2 götur í sumar og haf- in er bygging íþróttahúss. Einnig erum við með í byggingu dvalar- heimili fyrir aldraða. í sumar hef- ur mikið átak verið gert í fegrun og snyrtingu bæjarins og hafa bæði einstaklingar og bæjaryfir- völd staðið í því. Petta er mesta átakið í fegrun bæjarins sem gert hefur verið í mörg ár og beinist einkum að því að rífa gömul síld- arhús sem mörg voru að hruni komin. Það er ekki mikið um nýbyggingar á Siglufirði. At- vinnuástandið er mjög gott, sér- staklega í sumar. Það vantar fólk í fiskvinnu en það er ýmislegt annað en fiskvinna sem boðið er upp á hér. Það eru hér öflug byggingarfyrirtæki og vélsmiðjur og nóg að gera hjá þeim. Það þýðir því ekki að kvarta og súta á þessum stað. Hér fá allir vinnu. En Siglufjörður hefur því miður aldrei orðið mikill ferðamanna- bær. Hann er þannig í sveit settur að litlar líkur eru á að það geti orðið. - Ert þú Siglfirðingur, Baldur? „Nei, ég er Húnvetningur. Er sem sagt aðfluttur. Ég hef búið hér síðan í september á síðasta ári. Bjó áður í Reykjavík þar sem ég var starfsmaður Útvegs- bankans. Þá vildi þannig til að ég var sendur í útibúið hér á Siglu- firði og datt þá niður á þessa stöðu. Þar sem ég er einhleypur, þurfti ég ekki samþykki fjöl- skyldu og skellti mér norður. Og ekki get ég sagt að ég sakni neins úr Reykjavíkinni. Helstu kosti við Siglufjörð tel ég vera þá að staðurinn hefur ekki upp á það sama að bjóða og Reykjavík. Hér er mun heilbrigðara mannlíf. - Þú finnur ekkert fyrir ein- angrun? „Þetta er dálítið einangrað á veturna og ég fann dálítið fyrir þvf í fyrravetur. Það getur verið óþægilegt að komast ekki til og frá staðnum á ákveðnum tíma. Það er stundum ófært héðan dögum saman, bæði land- og sjóleiðina. En það var mikið átak í samgöngumálum þegar göngin voru tekin í notkun, það var árið 1967. Áður var farið yfir Siglu- fjarðarskarð og þar er hrikalegur óvegur. Hann hefur verið jeppa- fær í sumar og þetta er mjög fal- leg leið, en oftast var hún ekki fær nema 3 mánuði á ári.“ - Hvað með félagslífið? „Það er ákaflega gott og öflugt. Hér eru starfandi margir klúbbar og félög. Ég er áhuga- maður um skák og tek þátt í starfsemi skákklúbbsins. Það eru nokkrir sterkir skákmenn hér á staðnum sem gaman er að tefla við.“ - Vill innheimtustjórinn segja eitthvað að lokum? „Já, ég tel að það sé mikið á sig leggjandi til að halda stöðum eins og Siglufirði í byggð og ríkisvald- ið ætti að sjá til þess að ekki skapist hætta á að fólksflótti verði frá slíkum stöðum, t.d. með eflingu vegasamgangna.“ mþþ. Baldur Fjölnisson innheimtustjóri Siglufjarðarkaupstaðar: „Það er mikið á sig leggjandi að halda stöðum eins og Siglufirði í byggð.“ Slysagildra í Gilsbakkavegi Göngugarpur hringdi: Ég fer stundum í gönguferðir um bæinn, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, en sá sem fer á tveim jafnfljótum nýtur umhverf- isins betur en sá sem þýtur um á bíl, auk þess sem göngugarpur- inn áttar sig frekar á því sem bet- ur má fara. Oft á tíðum fer ég um Gilsbakkaveg og þar tel ég að sé slysagildra, því víða er mjög hátt fram af veginum niður á báklóðir bygginga við Kaupvangsstræti. Leifar af girðingu benda til þess að brekkubrúnin hafi einhverju sinni verið girt, en nú er þarna ekkert til varnar. Mér dettur í hug að þetta atriði hafi hreinlega gleymst þegar gatan var endur- byggð og malbikuð fyrir nokkr- um árum, eða þá að um er að ræða hreinan trassaskap starfs- manna bæjarins. En hvort heldur sem er þarf að bæta úr þessu sem fyrst, áður en slys verður. Það er sem sé of seint að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið ofan í. Svar: Blaðið hafði samband við Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðing og bar þetta mál undir hann. Hann sagði það rétt, að frágangur beggja vegna við Gilsbakkaveg væri ekki nægilega góður. Sér- staklega væri þörf á því að laga brekkuna sunnan við veginn og setja upp varnir gegn því að menn fari þarna niður. Hins veg- ar er þetta ekki eingöngu verk- efni bæjarins, þvi til þarf að koma samstarf við Kaupfélag Eyfirðinga sem á lóðir að brekk- unni við Gilsbakkaveg. Þessir að- ilar hafa skoðað hvernig best sé að standa þarna að framkvæmd- um og vonandi geta framkvæmd- ir hafist á haustdögum, sagði Stefán.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.