Dagur - 20.08.1984, Síða 4

Dagur - 20.08.1984, Síða 4
4 - DAGUR - 20. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aukinn kaupmátt án verðbólguskriðu Á næstunni hefjast samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör. Vonandi takast þeir samningar þannig, að til heilla verði fyrir þjóðarbúið í heild, jafnframt því sem launþegar fái kjarabætur, ekki í formi óraunhæfra kauphækkana heldur með auknum kaupmætti. Það er hann sem skiptir máli, en ekki krónurnar í launaumslaginu. Miklu máli skiptir við gerð komandi samninga, að samningsaðilar geri sér grein fyrir hversu mikið er til skiptanna. Verði samið um meiri launahækkanir heldur en atvinnuvegir þjóðar- innar standa undir; um einhver ímynduð verð- mæti sem í rauninni eru ekki til, þá er hætt við að sá árangur sem ríkisstjórnin hefur náð í efna- hagsmálum fari fyrir lítið. Þær kauphækkanir yrðu ekki fjármagnaðar nema með aukinni verð- bólgu, sem leiðir ekki af sér aukinn kaupmátt. Ólafur Björnsson, prófessor, skrifar nýlega at- hyglisverða grein í Morgunblaðið um þetta efni. Þar bendir hann á, að það tíðkist ekki lengur að atvinnurekendur sjálfir þurfi að standa undir kauphækkunum, því þeim sé einfaldíega sjálf- krafa velt út í verðlagið. „Nú eru það launþegar sjálfir sem látnir eru greiða sér hærra kaup sem neytendur og kjarabætur þær sem þeir höfðu reynt að fá með því að hækka kaupið eru að engu gerðar," segir Ólafur orðrétt. Hann telur jafnframt furðulegt hvað þessi hlið kjaramál- anna hefur verið lítið rædd í öllu því flóði upplýs- inga og áróðurs sem berst um þessi mál; frá að- ilum vinnumarkaðarins og málgögnum stjórn- málaflokkanna. Segir Ólafur það heyra til undan- tekninga ef þar er ekki ályktað á sama hátt og eðlilegt var talið um síðustu aldamót, þegar stéttabaráttukenning þeirra Marx og Engels var og hét og kauphækkanir voru kjarabætur launþega á kostnað ágóða atvinnurekenda. Ólafur telur ástæðu til að taka það fram, að hér sé ekki um að kenna heimsku aðila vinnu- markaðarins, því þeir þekki þessar staðreyndir grannt. Síðan segir Ólafur: „En leiðtogar verka- lýðsins telja sig þurfa andlitssnyrtingar við gagnvart þeim umbjóðendum sínum sem ekki hafa áttað sig á breytingunum frá aldamótaþjóð- félaginu til okkar verðbólguþjóðfélags. Á sama hátt þurfa atvinnurekendur að snyrta andlit sín gagnvart stjórnvöldum þannig að þeir fái nauð- synlega fyrirgreiðslu til þess að sækja umsamd- ar kauphækkanir í vasa launþeganna sjálfra. Þegar báðir hafa komið andlitssnyrtingu sinni í lag er samið, en léttur má búast við að sá árang- ur sé í vasa þeirra sem lagt hafa á sig svo og svo mikil óþægindi og tekjutap vegna átaka sem vinnudeilan kann að hafa kostað.“ Því miður er allt of mikið satt í þessum orðum Ólafs, en kjarabaráttan hefur þó snúist til raun- hæfari og faglegri vinnubragða en áður var. Von- andi verður haldið áfram á sömu braut, þannig að komandi samningar gefi kaupmáttaraukn- ingu, en ekki nýja verðbólguskriðu. — GS. tMinning Einar G. Einarsson F. 28.04.’28 - D. 09.08. 84 Öll verðum við að hlíta þeim dómi, að eitt sinn skal hver deyja. Það er sem fylgi því níst- andi kuldi, er við sjáum á bak góðum vini, eða svo varð mér við er ég frétti andlát mágs míns Ein- ars G. Einarssonar. Jafnvel þótt við hér á Akureyri njótum nú eins fegursta sumars í mörg ár fannst mér sem ský drægi fyrir sólu og allt yrði dimmt. Minningar hrannast upp og líða í gegnum hugann og við spyrjum okkur sjálf aftur og aftur, því lífið sé svo miskunnar- laust að kalla burt fólk á góðum aldri. Fólk með sterka lífslöngun og vilja til frekari starfa. Söknuð- urinn er sár og við finnum til smæðar okkar gagnvart því mikla valdi sem við verðum öll að lúta. Einar Guðbjartsson Einarsson var fæddur á Miðgörðum á Grenivík 28. apríl 1928. Foreldr- ar hans voru Guðrún Stefáns- dóttir, sem lifir son sinn, Stefáns- sonar útvegsbónda og konu hans Friðriku Kristjánsdóttur og Einar Guðbjartsson vélstjóri, Björns- sonar og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Einar var yngstur af sjö börnum þeirra hjóna en faðir hans andaðist áður en Einar fæddist. Var hann einn af fjórum mönnum er komust af í hinu hörmulega slysi, er vélskipið Tal- isman fórst við Vestfirði árið 1922. Náði hann aldrei fullri heilsu eftir þá hrakninga. Eftir fráfall manns síns réðst Guðrún sem ráðskona til föður síns á Miðgörðum og þar ólust systkinin upp. Þeirra elst var Friðrika Halldóra, sem var búsett á Akureyri, nú látin, þá tvíbura- systurnar Guðríður og Margrét, sem létust á unga aldri, Alda hús- freyja á Akureyri, Þorsteinn Mikael vélstjóri og skipstjóri í Ólafsfirði, en hann hafði alist þar upp frá 11 ára aldri hjá föður- systur sinni, Matthías lögreglu- varðstjóri á Akureyri og Einar. Mannmargt var á Miðgarða- heimilinu eins og á öðrum út- vegsheimilum, þar sem sjó- mennirnir dvöldu þar um vertíð- ar. Þau systkinin fóru strax og þau höfðu getu til að vinna við útgerð afa síns til sjós og lands. Ekki var títt að þá gæfust tóm- stundir sem nú, en söngur og íþróttir voru þeim nærri og minn- ast margir margraddaðs söngs sem ómaði í beitningaskúrum á Grenivík. Ungur að aldri fluttist Einar til Akureyrar og lauk hann gagn- fræðaprófi þar og réðst síðan til verslunarstarfa. Árið 1950 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Hermínu K. Jakobssen. Þeirra börn eru Einar Ingi stýri- maður búsettur á Akureyri kvæntur Sigríði Jakobsdóttur, Jóhann Kristján rafvirki á Akur- eyri kvæntur Önnu Margréti Árnadóttur, Ingunn Elísabet rit- ari búsett í Reykjavík, Stefán Friðrik matreiðslunemi í Reykja- vík heitbundinn Lindu Jónsdótt- ur og Lárus Ragnar sjómaður í Ólafsvík heitbundinn Björku Þráinsdóttur. Einar var einstakur eiginmað- ur og fjölskyldufaðir, kærleiks- ríkur og hlýr og bar hag fjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti. Hann var hreinlyndur og hjálp- samur og leið aldrei betur en þeg- ar hann gat veitt öðrum hjálp eða aðstoð, ekki síst börnum sínum, hvort heldur að gæta lítillar afa- stúlku eða afadrengs. Þá voru ófá handtök sem Einar átti þegar börn hans voru að koma sér upp eigin húsnæði. Sem fyrr sagði hóf Einar versl- unarstörf hér á Akureyri en síðar réðst hann til starfa hjá Mjólk- ursamlagi KEA. Þá voru börnin öll í ómegð og lagði hann þá oft nótt við dag til að sjá heimili sínu farborða. Var hann til fjölda ára við dyravörslu í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Árið 1963 réðst hann til starfa í lögreglunni á Akureyri og starf- aði þar til hinsta dags. Einar var góður söngmaður og var til margra ára félagi í Karla- kór Akureyrar. Gleðimaður var hann á góðri stundu en þó held ég að hvergi hafi hann notið sín eins vel og í faðmi fjölskyldunn- ar. Hann var einlægur áhugamað- ur um íþróttir og stundaði þær framan af aldri. Voru hjónin samhuga í ákafanum og hvöttu börn sín mjög á íþróttabrautinni. Með Einari Einarssyni er geng- inn góður drengur og verður skarð hans vandfyllt. Minning hans er björt og gefur þakklæti öllum þeim sem hann þekktu. Elsku Hermína, ég bið góðan Guð að styrkja þig og fjöiskyldu þína. Söknuður ykkar er sár en minningin um góðan dreng lifir. „Hér þótt lífið endi rís það upp í Drottins dýrðarhendi.“ Jóhanna Pálmadóttir. Okkur lögreglumenn á Akureyri setti hljóða er við fréttum andlát Einars Einarssonar lögregluflokk- stjóra að kvöldi dags þann 9. ágúst sl. í annað sinn á skömmum tíma höfum við mátt sjá á eftir vini og félaga yfir landamærin miklu, þangað sem leið okkar allra liggur. Þó að Einar hafi ekki gengið heill til skógar síðustu árin þá áttum við ekki von á að svo skyndilega yrði hann á brott kvaddur. Einar gerðist lögreglumaður á Akureyri árið 1964 og hefur starfað þar óslitið síðan, þeir sem starfað hafa með honum þennan tíma, eins og sá er þessar línur ritar, eiga því margar góðar minningar úr starfi og leik. Einar var maður hæglátur í fasi og framgöngu og þurfti nokkuð til að raska jafnvægi hans, eða fá hann til að skipta skapi. Á þeim árum er hann hóf störf í lögreglunni voru átök við drukkna menn til muna tíðari en nú bæði í samkomuhúsum og á götum úti. Reyndi þá oft á lík- amsburði lögreglumanna ekki síst fyrir þá sök að svo fáir lög- reglumenn voru á vakt að oft voru óeirðaseggirnir fleiri en lög- gæslumennirnir. Á þeim stund- um var gott að vita af Einari sér við hlið og þó að hann færi ekki fremstur í flokki með hávaða eða fyrirgangi þá voru handtök hans fumlaus og föst. í starfi sínu vildi Einar reyna að leysa hvers manns vanda, og átti bágt með að trúa nokkru illu upp á samborgara sína, né fellti harða dóma yfir þeim sem hrös- uðu á vegi lífsins. Með Einari er genginn góður drengur og við félagar í Lög- reglufélagi Akureyrar minnumst hans með hlýhug og þökkum hon- um samfylgdina á liðnum árum. Eiginkonu hans Hermínu Jakobs- sen og börnum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. IS Alltaf erum við stöðugt minnt á það hve litlu maðurinn fær ráðið um líf og dauða. Við sjáum gróður landsins, trén, blómin, grösin klæðast sumarskrúðanum hvert öðru fegurra. En fyrr en varir er blómið fölnað, grasið sölnað og tréð hefur fellt lauf- skrúðið. Við sjáum dægurfluguna lifna að morgni og deyja að kveldi. Allt hefur sinn gang ár þess að við fáum neitt við ráðið. Samt getum við aldrei sætt okkur við það þegar ættingjarnir, samferðamennirnir, vinnufélag- arnir eru hrifnir á brott. Kallaðit burt úr þessari veröld yfir móð- una miklu til æðri heima. Maður trúir því vart að maðurinn sem vann við hlið manns fyrir tveim dögum í fullu fjöri að því er virtist, sé allur svo skyndilega. Ekki verður hér rakin ævi né lífsferill Einars heitins. Það munu aðrir menn honum kunn- ugri gera. En leiðir okkar Einars lágu saman á vinnustað í fjögur ár og ég vil þakka honum sam- fylgdina og alla þá hjálp sem hann ásamt fleirum veitti ungum og óreyndum lögreglumanni í upphafi starfsferils, á ókunnum slóðum. Þessi hægláti og rósami maður virkaði strax þannig á þá sem hann umgekkst, að þeir fengu þegar traust á honum. Hann vann sitt starf ekki með hávaða eða orðskrúði, heldur í hljóði. Þrátt fyrir það var hann ákveðinn og fastur fyrir sem bjarg ef því var að skipta. Þessir mannkostir gerðu það að verkum að gott var að vinna með Einari á hverju sem gekk. Orð, stafir á prenti verða fá- tækleg þegar lýsa á mannkostum, en við trúum því að Einar sé nú farinn til æðri og betri heimkynna þar sem við munum hitta hann í fyllingu tímans. Eftirlifandi eiginkonu Einars, Hermínu K. Jakobssen, börnum þeirra og öðru skylduliði votta ég mína dýpstu samúð. Þar sem góðir fara eru Guðs vegir. Ágúst Marinósson flokkstjórí b-vakt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.