Dagur - 20.08.1984, Side 12

Dagur - 20.08.1984, Side 12
ikI:I« MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Sr. Jón Helgi kjörinn Séra Jón Helgi Þórarinsson var kjörinn prestur í Dalvíkur- prestakalli, en atkvæöi í prest- kosningum þar voru talin fyrir helgina. A kjörskrá í prestakallinu voru 1.087. Atkvæði greiddu 884 eða 81%. Auðir seðlar voru 4 og ógildir 4. Sr. Jón Helgi Þórarins- son hlaut 527 atkvæði en séra Jón Þorsteinsson 349 atkvæði. Kosn- ingin var lögmæt. Mikið tínt af berjum um helgina Berjaspretta er góð víðast hvar á Norðurlandi, samkvæmt því sem Dagur hefur fengið upplýsingar um. Um helgina var víða krökkt af fólki í berjamó, t.d. við Árskóg, enda var þar mikið um ber. Algengt var að hver maður hefði um 10 lítra af berjum eftir um það bil 5-6 stunda tínslu. Þar var bæði að finna bláber og aðal- bláber. Einnig var margt um manninn í skógræktargirðingum, sem voru opnaðar fyrir berja- tínslu um helgina. Blaðið hafði einnig fregnir af fólki sem fór út á Flateyjardal, en hafði ekki er- indi sem erfiði, því þar rigndi mikið af og til í gær og þar að auki virtist ekki mikið um ber, a.m.k. duttu ferðalangarnir ekki ( fengsælan berjamó. Gæsa- veiði- tíminn hafinn - Sumir veiðimenn gátu ekki beðið Sjúkraþjálfi á Bjargi að störfum. Sjúklingurinn er ungur að árum og mamma var með til halds og trausts. Mynd: KGA. Gæsaveiðitímabilið hefst í dag, 20. ágúst, þannig að frétt Skot- veiðifélagsins um siðlaust dráp á gæsum í sárum var fullseint á ferðinni, þó hún ætti fullan rétt á sér. Og það virðist vera full þörf á slíkum varnaðarorðum, því blaðið hafði fregnir af því að gæs- ir hefðu verið drepnar í sárum og það í talsverðum mæli; í Eyja- firði, á Skjálfanda og í Öxarfirði, svo dæmi séu nefnd. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru dæmi um það að veiðimennirnir eltu gæsirnar uppi á trillum eða hraðbátum. Þessi siðlausa veiði- aðferð mun hafa gefið góðan ár- angur, jafnvel gæsir í tugavís á bát. Verður endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar lokað? Við erum komnir í greiðsluþrot“ - segir Valdimar Pétursson framkvæmdastjóri „Við erum kontnir í greiðslu- þrot og fáum cngin svör við málaleitun okkar um að ríkið taki þátt í hallarekstrinum,“ sagði Valdimar Pétursson framkvæmdastjóri Sjálfsbjarg- ar á Akureyri, en Sjálfsbjörg hefur skrifað félagsmálaráðu- neytinu bréf þar sem farið er fram á að ríkið taki þátt í halla- rekstri endurhæfingarstöðvar félagsins á Akureyri á sl. ári. „Hallinn á rekstri endurhæf- ingarstöðvarinnar á sl. ári nemur einni milljón króna,“ sagði Valdimar. „Endurhæfingarlögin féllu úr gildi um síðustu áramót og gildi tóku lög um málefni fatl- aðra, og þar er gert ráð fyrri öðrum hætti á greiðslu til svona stöðva en áður var. Það yrði þá um að ræða beina fjárveitingu samkvæmt fjárhagsáætlun. Lögin um endurhæfingu gengu hins vegar út á það að XA yrði greiddur af rekstraraðila og % af ríkinu. „Við sitjum því uppi með hall- ann frá í fyrra sem er um 1 millj- ón króna og höfum ekkert fengið út á það. Þá hefur það gerst að endurhæfingarlögin heyrðu undir félagsmálaráðuneytið en lögin um málefni fatlaðra skiptast á milli þess ráðuneytis og heil- brigðisráðuneytisins. Endurhæf- ingarstöðin lendir þvt' undir heil- brigðisráðuneytinu. Þar er þess- um vanda hins vegar vísað til fé- lagsmálaráðuneytisins. Við erum því bitbein þarna á’milli. Við erum í heilsugæslugeiran- um og hljótum að ætlast til þess að ríkið standi á bak við okkur í þeim málum. Félagið hefur enga sjóði til að fara í til þess að reka þetta áfram á þennan hátt og þá segir það sig sjálft að þetta stöðv- ast ef ríkið leggur ekki sitt af mörkum," sagði Valdimar. gk-. Það fer heldur kólnandi, tjáði Magnús Ólafsson veðurfræðingur okkur í morgun. Hann sagði að hitinn myndi fara niður fyrir 20 gráður. Vindátt- in mun snúast eitthvað og verður trúlega að vestan, en það verður bjartviðri áfram. # Áróðurs- meistarar Þjóðviljans Áróðursmeistarar Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins eru snilllngar í að koma ár sinni fyrir borð, sérstaklega þegar höfðað er til kjara verkafólks. Skiptir þá engu máli þótt staðreyndum sé örlitið hag- rætt í fréttum. Gott dæmi um þetta er frétt í Þjóðviljanum á föstudaginn þar sem segir yfir þvera baksíðuna: „Komu í veg fyrir kjarabætur - Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarflokkurinn sameinuð- ust í bæjarstjórn Akureyrar - Synjuðu Einingarmönnum um leiðréttingar á launum." Sannieikurinn er hins vegar sá, að erindi Einingar um hækkun á kauptöxtum ákveð- inna stétta var ekki synjað í bæjarstjórn. Hins vegar var erindinu vísað til bæjarráðs og kjaranefndar með tilmæl- um um að teknar yrðu upp samningaviðræður við Ein- ingarmenn um „launauppbót til þessa fólks þar til nýir samningar hafa verið gerðir“, eins og segir orðrétt í tillögu sem Sigurður Jóhannesson og Gunnar Ragnars fluttu á fundinum - og fékk að lokum stuðning fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. En staðreyndir skípta Þjóðviljann ekki máli þegar höfðað er til tilfinninga láglaunafólks. 'g (sr IJT ðJi IbS l Jlil uijlI # Verða þau rekin úr nefndinni? Þetta Einingarmál hafði hins vegar átt sína forsögu, eins og fram hefur komið í fréttum Dags. M.a. hafði kjarasamn- inganefnd hafnað endur- skoðun á samningi Akureyr- arbæjar og Einingar, enda hafi verið full samstaða um hann milli samningsaðila á sínum tíma og þar að auki hefði Eining sagt samningum upp miðað við 1. september. Það væri þvi Ijóst að samn- ingaviðræður þessara aðila hæfust á næstunni. Sam- þykkir þessari ákvörðun voru m.a. Heimir Ingimarsson, full- trúi Alþýðubandalagsins og Sigfríður Þorsteinsdóttir, full- trúi Kvennaframboðsins. Heyrst hefur að samherjar þeirra séu ekki par hrifnir af slíku framferði, sem falli ekki f góðan jarðveg hjá illa laun- uðum konum og körium. Þess vegna eigi þau að víkja úr nefndinni umsvifalaust. Það var raunar tilkynnt á síð- asta bæjarstjórnarfundl, að Sigfríður Þorsteinsdóttir hefði vikið úr nefndinni fyrir Þorgerðl Hauksdóttur. Heimir heldur hins vegar sæti sínu þar enn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.