Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. ágúst 1984 „Róman tíkin heillaði okkur“ - segja hjónin Reynir og Sigríður á Stóru-Brekku í Fljótum, en þau fluttu frá Reykjavík fyrir 9 árum og hófu búskap í Fljótunum Fyrir rétt um 9 árum fengu ung hjón að sunnan þá hugdettu að flytjast burt af mölinni og reyna fyrir sér í hinum blómlegu byggð- um landsins. Pau keyptu jörðina Stóru-Brekku í Fljótum og hafa búið þar með sínar ær og kýr síðan. Útsýnifrá bœnum er ákaf- lega gott yfir alla sveitina og fagurt um að litast. Berjaland er gott rétt við bœjardyrnar og í Stíflu- vatni skammt frá er mikil veiði. Pað œtti því ekki að vœsa um hjónin sem yfir- gáfu höfuðborgarlífið og völdu sér allt annan lífs- máta. Dagur skrapp í smáheimsókn að Stóru- Brekku er hann varáferð- inni um Fljótin og var tekið með kostum og kynjum. Okkur lék forvitni á að vita hvað olli því að þau hjónin, Reynir Pálsson og Sigríður Björnsdóttir ákváðu að flytja burt úr höfuðborginni. • Ævintýramennska „Ég var í Háskólanum þegar þetta kom til tals, var í landafræði og jarð- fræði en hætti þegar við ákváðum þetta,“ segir Reynir. „Við vorum orðin leið á skólanum, alltaf að hanga inni í prófum á besta tíma vorsins. Mig langaði alltaf í veður- fræðina, en ég lagði ekki í að fara er- lendis með fjölskyldu. En það er rómantík í þessu líka. Við vissum ekkert að hverju við gengum, höfðum hvorugt nálægt búskap kom- ið áður.“ - Hvernig var ykkur tekið? „Það var ekki laust við að sumir héldu að við værum að ganga af göflunum. Eruð þið nú alveg að spila út, sögðu kunningjar okkar. Fólk hér í kring tók okkur mjög vel, að visu hefur eflaust mörgum stokkið bros, en það er ekkert óeðlilegt. Sumir töldu okkur ævintýramenn í meira lagi, en alls staðar mættum við velvild Pað hjálpaði mér mikið að ég fór í vitjun um Eyjafjörðinn með Agústi Þorleifssyni dýralækni og hann ráð- lagði mér vel með kúakaup og sjúk- dóma. Lét okkur hafa lyf við algeng- ustu sjúkdómunum og það bjaigaði miklu. Við vorum dálítið stórtæk í kaupum, þó við hefðum ekki efni á því, keyptum kýr frá Naustum við Akureyri og það voru góðar kýr. Þegar við komum hingað var margt ekki í góðu ásigkomulagi. Fjósið hrundi og bústofn var enginn og ým- islegt annað smálegt. En þetta hefur allt saman bjargast. En eitt er víst við gerðum þetta ekki í dag. Það er allt miklu erfiðara viðfangs núna.“ - Var þetta ekkert erfitt? „Þetta var voðalega erfitt fyrst. Óttalegt basl, við kunnum lítið til verka en það kom smám saman. Fólk var okkur hjálplegt. Það er mikið kapp í bændum hér. Þeir taka hlutina föstum tökum, þessi sveit gefur af sér harða bændur. Ég skal alveg viður- kenna það að ég mátti taka á honum stóra mínum þegar ég fluttist hingað. Bændur eru geysiduglegir og það er harkan sem gildir.“ • Langur vinnudagur - Stórt bú hjá ykkur? „Við erum með 35-40 kýr og um 30 kindur. Framtíðin í landbúnaði er samt ekki í þessum hefðbundnu bú- greinum. Hún liggur í loðdýrarækt og fiskeldi. Við ætlum ekki út í það, heldur að búa betur að því sem fyrir er.“ - Þú kennir við barnaskólann á Sólgörðum, Reynir, er þetta ekki langur vinnudagur? „Hann er langur, jú. Ég fer í fjós á morgnana áður en ég fer til kennslu, kenni allan daginn og þegar ég kem heim er það fjósið aftur. Yfir vetrarmánuðina er hér mikið félags- líf og við tökum bæði mikinn þátt í því. Það hefur komið sér vel hversu félagslynd við erum bæði tvö af því manni þykir alls staðar gott að vera þar sem manni lyndir við fólkið. í Fljótunum eru starfandi margs konar klúbbar og fólkið tekur þátt í því fé- lagsstarfi sem boðið er upp á. Það er gaman hérna á veturna. Það er því engin ástæða til að sakna borgarlífs- ins. Að vísu eru allir okkar ættingjar þar, en við förum suður tvisvar til þrisvar á ári.“ - Það hefur sína kosti og galla að búa í sveit? „Það koma stundir þegar leysa þarf erfið verkefni sem manni finnst sem ekki sé hægt að ráða við. Þá er um að gera að reyna að standa sig og vera harður. En það að búa í sveit hefur marga kosti fram yfir að búa í borginni. Það er mun heilbrigðara fyrir börn að alast upp hérna en fyrir sunnan, þau læra fljótt að bjarga sér. Menn verða að vega og meta hvað þeir telja kosti. Ég vildi ekki bjóða mínum börnum upp á að alast upp fyrir sunnan. Þau eru frjálslegri hér. Það er allt miklu þvingaðra í Reykja- vík.“ - Þið finnið ekkert fyrir einangr- un? „Nei, það eru góðir vegir hér og við komumst allra okkar ferða á jeppa. Það er oft geysimikill snjór en það er allt í lagi. Svo finnur maður ekki fyrir einangrun þegar félagslíf er mikið. Það eru haldin hér þorrablót og góugleði og menn sveifla sér léttir í dansinum á Ketilási. Við höfum haft það þannig með góugleðina að konur og karlmenn hafa skipst á að sjá um allan undirbúning. Það árið sem karlarnir sáu um gleðina fyrst, vildu konurnar hafa hönd í bagga, þær héldu að kjötið yrði hrátt hjá okkur, en það blessaðist allt. Karl- menn hafa gott af að fást við þessa hluti líka.“ • Kýrnar ótrúlega skemmtilegar - Nú eruð þið aðallega með kýr, hvernig gengur sú sambúð? „Hún gengur vel, mér líkar vel við kýrnar. Þær eru ótrúlega skemmti- legar, en sumir sjá ekki dýrðarljóm- ann yfir þeim. Þær eru gáfaðar skepnur. Þeir sem telja þær vitlausar eru í flestum tilfellum ennþá vitlaus- ari. Mér hefur alltaf þótt það tilkomu- mikil sjón að sjá fallegn kúahóp." „Þegar við förum í ferðalög finnst mér öruggara að keyra,“ segir Sig- ríður. „Hann hefur svo mikið að gera við að horfa á kýrnar.“ - Engir ókostir við sveitina? „Svartasti bletturinn á búskapnum finnst okkur sláturtíðin. Það er erfitt að reka blessaðar skepnurnar sem reynst hafa manni vel til slátrunar. Kýrnar finna það mjög vel þegar líð- ur að slátrun og þeim líður illa. „Ég gæti aldrei haldið á byssu og drepið skepnur," segir Reynir. „Samt er ég mikill veiðimaður. Ég veiði mikið af laxi og silungi hérna niðri í Stíflu- vatni. Það hefur verið heldur dræmt í sumar en oftast mjög gott. „Þegar maður fær ógeð á silungi, þá er mikil veiði, það er ágætis mælikvarði," segir Sigríður. - Reynir, ég hef heyrt að þú sért potturinn og pannan í alls kyns mál- efnum er varða sveitina? „Það veljast oft sömu mennirnir í öll störf. Það eru margir sem hugsa sitt, en það sem menn hugsa kemst ekki á framfæri. Ég hef sjálfsagt ver- ið duglegur að tala á fundum og var kosinn í flestar nefndir upp úr því. Staðreyndin er hins vegar sú að margir hérna í kringum mig eru mér langtum klárari, ég taminn skóla- maðurinn á að geta allt. Ég held að lífsins skóli sé Iangbesti skólinn.“ Blaðasnápar fóru að sýna á sér far- arsnið, en buðu þeim hjónum upp á einhver skarpleg lokaorð. „Já, þú mátt geta þess að starf húsmóður í sveit er hrikalega van- metið. Hún þarf að leggja á sig gífur- lega mikla vinnu bæði úti og inni og hefur enga möguleika á að fara að vinna úti á almennum markaði. Allur skattur er því reiknaður á annan að- ilann og verður hærri fyrir bragðið. Þetta er mikið óréttlæti sem dreifbýl- ið má búa við.“ mþþ Hjónin að Stóru-Brekku í Fljótum: Margir héldu að við værum að ganga af göflunum þegar við ákváðum að fara út í búskap. Mynd: HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.