Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vanda verður rannsóknir Sem kunnugt er fóru ellefu Eyfirðingar vestur um haf til Kanada til að skoða og kynnast rekstri álverksmiðja á vegum kanadíska fyrirtækisins Alcan. Fjölmargt kom mönnum á óvart í þessari ferð og má segja að nýtísku álver eigi ekkert sameiginlegt með álverinu sem rekið er í Straumsvík nema nafnið, eins og einn ellefu- menninganna komst að orði í viðtali. Engin fyrir- sjáanleg mengun er frá nýjasta og fullkomnasta álveri Alcan og fluormengun það lítil að bændur sem búa í nágrenni við álverin þarna vestra telja sig ekki verða fyrir neinum skakkaföllum. „Það var samdóma álit sérfræðinga Alcan í mengun- armálum og fulltrúa bænda sem rætt var við um þessa nýju verksmiðju, að engin mengunar- vandamál væru samfara rekstri hennar," sagði m.a. í sameiginlegri fréttatilkynningu vesturfar- anna. Fram kom í viðræðunum við bændur á þessu mikla álframleiðslusvæði, að engin merkjanleg áhrif hefðu orðið á grasframleiðslu þrátt fyrir stóraukna álframleiðslu í héraðinu og skemmdir hafi ekki komið fram á trjám af völdum áliðnað- arins. Fulltrúar bændanna sögðu að ekki hefði orðið nein merkjanleg breyting á jarðvegi í hér- aðinu þau 60 ár sem áliðnaður hefur verið þar. Um 1925 þegar fyrsta álverið reis voru mengun- arvarnir þó mjög ófullkomnar, en strax upp úr 1940 var gerð á mikil bragarbót og þá þegar var kerum lokað í kerskálum. Það er athyglisvert að aldarfjórðungi síðar reisa Alusuisse-menn álver á íslandi með opnum kerum og enn þann dag í dag á íslenska þjóðin í baráttu við þá óbilgjörnu aðila sem þar ráða ríkjum. Það má einnig geta þess, að innan áliðnaðarins nýta fyrirtækin tækninýjungar hvert frá öðru og hinn fullkomni hreinsibúnaður í nýju Alcan-verksmiðjunni er að hluta kominn frá bandaríska álfélaginu Alcoa. Hins vegar mátti skilja það á starfsmönnum Alc- an að þeir kærðu sig ekki um að eiga nein sam- skipti við Alusuisse - slíkt orð hefur það fyrir- tæki getið sér. Nú standa yfir rannsóknir á náttúrufari við Eyjafjörð. Mikilvægt er að til þeirra verði vandað eins og kostur er og ekki flanað að neinu í sam- bandi við ákvörðun um hugsanlegt álver við Eyjafjörð. Þær rannsóknir sem nú er unnið að eru aðeins frumrannsóknir og miklu meira þarf að koma til, og mun koma til, ef niðurstaða þess- ara rannsókna verður sú að hyggilegt kunni að vera að halda málinu áfram. Það má ekki meina íbúum við Eyjafjörð réttin- um til að hugsa og taka sjálfstæða afstöðu til staðreynda þegar þær liggja fyrir. Málið er mikil- vægara en svo, hvernig svo sem á það er litið, að fordómar megi ráða úrslitum þess. Þetta er Flugfiskur, en nýlega keypti Trefjaplast hf. réttinn til að smíða slíka báta. Að sögn Óskars er ekki meira mál að reka hann en dýran einkabfl. Á Blönduósi er rekið fyrirtæk- ið Irefjaplast h.f. en það er með elstu fyrirtækjum á ís- landi sem sérhæft er í smíði hluta úr plasti. Dagur kom við í húsakynnum Trefjaplasts á leið sinni um Blönduós á dög- unum og spjallaði við Óskar Sigurfinnsson verkstjóra. - Hvað smíðið þið aðallega hjá Trefjaplasti? „Það er allt mögulegt. Aðal- lega ýmsar gerðir báta. Við erum að byrja núna á laxeldis- kerum en það er mikil hreyfing á þeim um þessar mundir. Dálít- ið höfum við smíðað af heitum pottum og þá má nefna alls kyns ker og ílát fyrir fiskvinnslustöðv- ar og sláturhús. Einnig höfum við smíðað mikið af tönkum og vatnsgeymum fyrir bæi og sumar- bústaði. Við erum að hanna sauðfjárbaðker sem við ætlum að hefja framleiðslu á, þannig að við prófum allt mögulegt og erum opnir fyrir nýjungum." - Er þetta dýr framleiðsla? „Þetta er frekar dýrt efni, en endingin er ótakmörkuð. Þetta endist mannsaldra og þarf ekkert viðhald. Það eru helstu kostirnir við plastframleiðsluna. Það dýr- asta er hönnun mótanna, stund- um fáum við trésmiðjur í lið með okkur og hönnum frummótin í tré, en stundum erum við með plastmót.“ - Hvernig gengur þetta hjá ykkur? „Það gengur oft erfiðlega. Við erum langt frá aðalmarkaðnum sem er fyrir sunnan þannig að flutningskostnaður á stærri stykkjum er dálítið mál. Við erum að vísu vel í sveit settir með það að staðurinn stendur við þjóðbraut." - Hversu margir vinna hér? „Það eru ekki margir, svona frá 2 og upp í 5. Það nægir alveg.“ - Hvað er vinsælast? - „Það eru sportbátar. Nýlega keyptum við mót af báti sem heit- ir Flugfiskur, hann var upphaf- lega teiknaður sem hraðbátur en við breyttum honum lítillega. Færðum húsið framar þannig að meira rými fæst að aftan. Þannig gerðan samþykkir Siglingamála- stofnun hann sem vinnubát. Það eru aðallega einstaklingar sem kaupa báta, gjarnan til nota við sumarbústaði og til skemmt- unar. Flugfiskurinn kostar um 200 þúsund út úr verksmiðjunni hjá okkur en þá vantar í hann glugga, vél, rafkerfi og ýmislegt annað smálegt. Vélin kostar eitthvað á milli 2 og 300 þúsund krónur. Við seljum bátana plast- klára eins og það heitir, við steypum þá og setjum saman. Fullbúinn er því flugfiskurinn nokkuð dýr, en menn segja ekki meira mál að reka hann en dýran einkabíl." - Hvernig er ástandið yfir vetrarmánuðina? „Það er minna að gera yfir vet- urinn, en samt ekki atvinnuleysi. Við smíðum eftir eftirspurn, ger- um lítið af því að safna á lager. Yfir veturinn erum við meira í smíði stórra báta, því það tekur langan tíma að smíða þá. En það er aldrei dauður tími hjá okkur, það er alltaf eitthvað pantað. Núna erum við að smíða 10 lax- eldisker sem pöntuð voru fyrir skömmu. Hvað það kostar? Hvert ker kostar um 11 þúsund minnir mig.“ - Hvað þarf að Iæra til að geta smíðað úr plasti, plastsmíði? „Læra, það veit ég ekki. Ég er bara bóndi. Ég bý hér 15 kíló- metra í burtu og er með 300 kindur. Þetta er ekkert mál, það eru svo góðir vegir á milli. Ég er enga stund að skjótast þetta. HB ■________________________ Óskar Sigurfinnsson verkstjóri hjá Trcfjaplasti: Það er aldrei dauður tími hjá okkur. 11» M W% ■ W „VIC i erum i Dpnn ium“ fym r nýjung - segir Óskar Sigurfinnsson verkstjóri hjá Trefjaplasti h.f. á Blönduósi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.