Dagur - 10.09.1984, Blaðsíða 2
2 - DÁGUR - 10. september 1984
Hlakkar þú til að
byrja í skólanum?
Jón Andri Sigurðarson:
Ekkert ofsalega.
Birgir Örn Tómasson:
Nei, ekkert sérstaklega.
Magnús Sæmundsson:
Já, alveg rosalega.
Birgir Birgisson:
Nei, alls ekki.
Elva Sturludóttir:
Já.
Nauðsynlegt að lengja
ferðamannatímann
- segir Kolbeinn Sigurbjörnsson
formaður nefndar er vinnur að stofnun
ferðamálasamtaka á Norðurlandi
„Það eru alveg gífurlegir
möguleikar ónýttir í ferða-
mannaþjónustu og margar
hugmyndir í gangi sem verið er
að skoða. Ef vel er á spöð-
unum haldið er hægt að lyfta
grettistökum í þessari grein og
við erum mjög bjartsýnir á
framtíðina,“ það er Kolbeinn
Sigurbjörnsson sem svo mælir,
en hann er formaður nefndar
sem boðaði til fundar á Hótel
KEA í síðustu viku, þar sem
einróma var samþykkt að
stofna Ferðamálasamtök
Norðurlands. Þetta var mjög
sterkur fundur eins og Kol-
beinn orðaði það og áhugi
mjög mikill, að vísu sagðist
hann hafa saknað þess að sjá
sveitarstjórnarmenn ekki á
meðal þátttakenda. Hvað um
það við byrjuðum á að spyrja
um tilurð þessarar nefndar er
Kolbeinn er formaður fyrir.
„Þetta byrjaði allt á þingi
Fjórðungssambands Norð-
lendinga á Raufarhöfn sem hald-
ið var fyrir ári. Þá var samþykkt
nauðsyn þess að stofna samtök
ferðamálaaðila á Norðurlandi.
Fjórðungssambandið boðaði síð-
an 12 aðila víðs vegar að úr fjórð-
ungnum á fund þar sem Birgir
Þorgilsson frá Ferðamálaráði
mætti, en hann hefur verið okkur
mjög innan handar og aðstoðað
dyggilega. Á þessum fundi var
kosin nefnd og í henni sátu: Arn-
aldur Björnsson Mývatnssveit,
Auður Gunnarsdóttir Húsavík,
Kristján Jónasson Akureyri,
Júlíus Snorrason Dalvík, Bessi
Þorsteinsson Blönduósi og ég var
síðan kosinn formaður þessarar
nefndar. Nefndin samdi drög að
ýmsu því sem gera mætti í ferða-
málum í fjórðungnum og var
ákveðið að kynna þau sem
víðast. Ég þeysti austur og vest-
ur um sýslur og leitaði efjir áliti
manna. Undirtektir voru mis-
jafnar, það örlaði á því sums
staðar að menn vildu ekki vinna
þetta á landsfjórðungsgrunni en
það voru í rauninni fáir. Miklu
fleiri töldu að með þvf að vinna
á svo breiðum grundvelli hefðum
við öflugra tæki í höndunum
heldur en ef skipt væri niður í
smærri einingar.“
- Hvernig hyggjast ferðamála-
samtökin beita kröftum sínum í
framtíðinni?
„Draumurinn er að fá starfs-
mann sem myndi vinna að sam-
eiginlegum hagsmunum þeirra er
vinna að ferðamálum í fjórðungn-;
um. Við munum gefa út alls
kyns kynningargögn og dreifa
þeim og það kemur í hlut starfs-
mannsins að sjá um þá hlið, jafn-
framt því að sjá um ráðgjöf til
ferðamálanefnda. Við getum
kallað þetta samhæfingu þar sem
við virkjum kraftinn á einum stað
og getum því veitt þyngri högg og
stærri en hægt væri ef um minni
einingar væri að ræða. En eitt
meginverkefni samtakanna er að
halda uppi áróðri fyrir nytsemi
ferðaþjónustunnar. Ferðaþjón-
usta er svo óáþreifanlegur hlutur
að ráðamenn eru ekki opnir fyrir
henni, það verður að sýna þeim
með rökum hvað hægt er að gera
og selja. Ég get sagt þér að ein-
ungis í júlímánuði í ár voru fram-
leidd 4 tonn af kaffi umfram það
sem venjulegt er og það er allt
vegna ferðamanna. Mikið af
þessu kaffi er selt í bollatali og
með álagningu þannig að gróðinn
bara á kaffinu er gífurlegúr.1 En
þetta er hlutur sem ekki sést það
verður að benda á hann.“
- Nú hafið þið sótt um fjár-
stuðning til ríkisins, en menn eru
ekki á einu máli um gagnsemi
þess. Vilja jafnvel halda því fram
að sveitarfélög og fyrirtæki eigi al-
farið að sjá um rekstur samtak-
anna. Hvað segir þú um þá gagn-
rýni?
„Við viljum halda því fram að
ferðaþjónustu megi bera saman
við annan iðnað og ríkið hefur
séð sér hag í því að halda úti iðn-
ráðgjafa í hverjum fjórðungi.
Við trúum því að ferðamálaráð-
gjafi myndi ekki vinna minna
gagn. Auk þess sem ríkið skilar
ekki þeim peningum til ferða-
mála sem því ber samkvæmt
lögum. Ágóði af Fríhöfninni í
Keflavík á að renna til ferða-
mála, en það vantar mikið upp á
að það standist. Við teljum því
mjög eðlilegt að sækja um fjár-
stuðning til ríkisins."
- Eitthvað sérstakt sem þið
leggið áherslu á öðru fremur?
„Það er langtímamarkmið að
Norðurland verði í beinum
tengslum við umheiminn. Við
ætlum að reyna að koma á beinu
flugi við meginlandið. Ég tel að
tilraunin sem gerð var í fyrra með
beint flug til Kaupmannahafnar
hafi verið mislukkuð. Skandinav-
ar koma hingað ekki mikið sem al-
mennir ferðamenn, þetta eru að
stórum hluta ráðstefnugestir.
Ferðamennirnir koma frá megin-
landinu og Bretlandi, það er því
skynsamlegra að fljúga til
London. Best er að millilenda á
Akureyri, það sparar áhafnar-
skipti og hækkar nýtingartölu
vélarinnar til muna,.“
- Hvað um lengingu ferða-
mannatímabilsins?
„Það er mjög mikilvægt atriði
og samtökin munu vinna að því.
Hver ferðamaður sem kemur
utan ferðamannatímabilsins er
okkur 7-falt mikilvægari en þeir
sem koma á ferðamannatímabil-
inu. Við fáum miklu meira út úr
honum. Það fer dálítið eftir stað-
háttum hvernig staðið verður að
lengingu tímabilsins. Þeir staðir
sem geta boðið upp á skíðaþjón-
ustu munu leggja áherslu á það,
aðrir staðir leggja áherslu á ráð-
stefnuhald og þannig má lengi
telja. Það eru uppi hugmyndir
um að halda árlegt alþjóðlegt
snjósleðarall hér en það þarf ein-
hvern til að fylgja því eftir. Það
þarf að prófa ýmsa hluti til að
vita hvort þeir ganga og það kost-
ar peninga. Það er slæmt þegar
enginn vill leggja þá fram. Þá
verður ekkert úr hlutunum. En
eins og ég sagði í upphafi þá
erum við ákaflega bjartsýnir á
framtíðina og þessi fundur sem
við héldum í síðustu viku lofar
góðu um öflugt starf á komandi
árum.“ -mþþ.
Kolbeinn Sigurbjörnsson, umboðsmaður Útsýnar á Akureyri.
Oþolandi ökulag í bænum
Bæjarbúi hringdi:
Ég vil skora á löggæslumenn að
herða nú eftirlitið með ökulagi
manna hér í bænum. Á flestum
götum stunda menn kappakstur
í tíma og ótíma þannig að gang-
andi vegfarendum og sómakær-
um bifreiðastjórum stendur stór
hætta af.
Ég vil sérstaklega benda á
þetta nú þegar skólarnir eru í
þann veginn að hefjast. Hvernig
væri nú fyrir lögregíuna að mæla
umferðarhraðann reglulega eins
og gert hefur verið undanfarin ár.
Þeir þurfa ekki annað en að
beina radarnum út um gluggann
á lögreglustöðinni, út á Þingvalla-
strætið eða bregða sér niður í
Brekkugötuna til að finna öku-
níðingana.
Svo er það annað. Er vita von-
laust að ökumenn á Akureyri geti
lært þá einföldu umferðarreglu
að leggja ekki ökutækjum sínum
þveröfugum megin á öllum
götum. Ég átti leið um Hóla-
brautina sl. föstudag og vitfirr-
ingin fyrir utan áfengisverslunina
var slík að ég hef aldrei séð ann-
að eins. Ástandið var eins og
risastórt umferðarslys.