Dagur - 10.09.1984, Qupperneq 3
10. septMnbw 1984 - DAGUR - 3
Toshiba
örbylgjuofnar
5 stærðir. Verð frá kr. 10.580,-
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
M ■ NÝLAGNIR
BkAp s°;
Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
NLFA:
Hlutavelta og
10 aura ganga
Byggingarframkvæmdum Nátt-
úrulækningafélags Akureyrar í
Kjarnalandi hefur miðað vel í
sumar. Þriðja hæð I. áfanga verð-
ur steypt upp núna í september
og er þá komin full hæð þess
áfanga.
Það fé sem unnið hefur verið
fyrir í sumar er að mestu gjöf frá
frábærum velunnara félagsins,
sem lætur sig hag þess og fram-
gang miklu skipta, mun það seint
fullþakkað en gleymist ekki.
Félagarnir hafa unnið ötullega
í sumar, sem endranær, að öflun
fjár til byggingarinnar og hefur
umtalsvert fé safnast á þann hátt.
Þótt húsið sé uppsteypt er ekki
sagan öll, þakið er næsta átak,
sem sinna þarf, og í það söfnum
við nú af fullum krafti.
Tvær söfnunarleiðir eru nú í
undirbúningi, önnur er stórhluta-
velta og vonum við að þeir sem
leitað verður til taki vel á móti
þeim, sem koma til að safna
munum og leggi sitt af mörkum
til að sem mest komi út úr þessari
stórhlutaveltu.
Hlutaveltan verður haldin í
Húsi aldraðra sunnudaginn 16.
sept. nk. kl. 3 síðdegis. Þar mun
verða margt góðra muna og
hvetjum við alla til að mæta og
freista gæfunnar, og taka um leið
þátt í að þakið komist á hressing-
arheimilið í Kjarnalandi.
Þennan sama dag 16. septem-
ber fer fram 10 aura ganga í
Kjarnaskógi og hefst hún kl. 1
e.h. Áætlað er að ganga í eina
klukkustund. Bráðsnjallt er að
taka þátt í þessari hressingar-
göngu og skorum við á fólk að
mæta vel, og leggja þar með fram
skerf í þak á hressingarheimilið í
Kjarna.
Góða ferð í gönguna.
Náttúrulækningafélag
Akureyrar.
Réttir á Norðurlandi
Eyfírðingar og nærsveitamenn
sjá fram á góða réttarhelgi um
næstu helgi því þá verða
hvorki fleiri né færri en 12 fjár-
réttir víðs vegar í Eyjafjarðar-
sýslu. Réttarskrá yfir helstu
fjárréttir í Eyjafirði lítur svona
út samkvæmt upplýsingum
Ólafs Vagnssonar, ráðunauts:
Akureyrarréttir, Reykárrétt í
Hrafnagilshreppi, Þórustaðarétt
í Glæsibæjarhreppi, Reistarárrétt
í Arnarneshreppi og Árskógs-
rétt, allar haldnar laugardaginn
15. september. Á sunnudag verð-
ur svo réttað í Gljúfurárrétt í
Höfðahverfi, Þverárrétt í Öng-
ulsstaðahreppi, Borgarrétt í
Saurbæjarhreppi, Þverárrétt í
Öxnadal, Melarétt í Skriðu-
hreppi, Tungurétt í Svarfaðardal
og Reykjarétt í Ólafsfirði.
Húnavatnssýslur
Helstu réttir sem eftir eru sam-
kvæmt yfirliti Búnaðarfélags ís-
lands eru m.a. Auðkúlurétt í
Svínadal, 14. og 15. september
og Undirfellsrétt í Vatnsdal og
Víðidalstungurétt í Víðidal sem
báðar fara fram sömu daga.
Ný bamafata-
verslun á Akureyri
Á fimmtudaginn 6. september
var opnuð barnafatabúðin Börn-
in okkar, að Brekkugötu 5 hér í
bæ. Eigendur verslunarinnar eru
Þórný Sigmundsdóttir og Guð-
mundur Sigurbjörnsson. Við
opnunina gengu börn fylktu liði
umhverfis Ráðhústorg, með fána
í höndunum hvar á var ritað nafn
verslunarinnar. Eftir hringferð
þessa klippti lítil dama á borða
sem strengdur var fyrir dyrnar og
þar með var verslunin formlega
opnuð.
Þórný var spurð hvort hún
hefði verið með verslunarrekstur
áður og sagðist hún ekki hafa
komið nálægt rekstri verslunar
áður, en unnið í verslun. Sagði
hún að sig hefði lengi langað til
að opna barnafataverslun og nú
hefði draumurinn ræst. Einnig
væri mikil þörf á svona verslun í
bænum. Versla þau hjón með föt
á kornabörn og upp í 14 ára
aldur.
Skagafjörður
í dag er réttað í Reynistaðarétt í
Skagafirði en aðrar réttir á næstu
dögum eru t.d. Laufskálarétt í
Hjaltadal 15. september, Mæli-
fellsrétt í Lýtingsstaðahreppi, 16.
september og Silfrastaðarétt í
Akrahreppi þann 17. september.
Þingeyjarsýslur
Samkvæmt upplýsingum Stefáns
Skaftasonar, ráðunauts í
Straumnesi eru helstu réttir sem
eftir eru í Þingeyjarsýslum
þessar:
Tjarnarrétt í Kelduhverfi er í
dag. Hraunsrétt í Aðaldal á
morgun. Illugastaðarétt í
Fnjóskadal er 13. september svo
og Víðikersrétt í Bárðardal.
Mýrarrétt í Bárðardal og Bald-
ursheimsrétt í Skútustaðahreppi
eru 16. sept. Fótárrétt í Bárðar-
dal 18. september og Reykjahlíð-
arrétt er 19. september. - ESE.
Nýkomið
Plíseruð pils í litunum drappað, svart,
vínrautt, grátt, brúnt og köflótt.
Stakkar og Úlpur margar gerðir.
Fóðraðar buxur
á 6-10 ára.
Peysur margar
gerðir.
Leikfimibolir ★
Leikfimibuxur
Kkéíroerslw.
Sigutðar Gubnmmissonarhf.
HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI