Dagur - 10.09.1984, Qupperneq 7
6 - OAGUR - 10. september 1984 10. september 1984 - DAGUR - 7
Birgir
ekki með
I X
Birfjir Mikaelsson sem hugiUst leika með Þór ;
i 1. deild körliiholtans i vetur er larinn l'rá
Aknreyri »g :etlar að leika nieö KK-ingiiiii í Í
I l'rvalsdeildinni.
I5ir|>ir er geysilega sterkur leikniaötir o<;
hefði án elá styrkt Þórsliöiö injiig inikið.
| Mra\ og [>að spurðist að hann hyggðist leika
I tneð l>or fóru KK-ingar af stað sem ólmir
| vjeru og |>eir linntu ekki lálununi l'yrr en |>eir
voru búnir að hafa sitt frani. Birgir ætlaði í I
s! óla á Akureyri, en hefur hætt við það og í
1 v.'luðu persónulegar ástæður einnig iim í t
þ ð að hann fór úr bænum.
Handknattieikur:
Blikarnir
koma í
heimsókn
Fyrstu handboltaleikirnir á keppnistímahil-
inu fara fram á Akureyri um næstu helgi, en
þá keinur lið Breiðahliks í heimsókn norður.
Blikarnir inæta KA í íþróttahöllinni nk.
föstudagskvöld kl. 20.30 og þeir leika síðan
gegn Þór á sama stað kl. 14 á laugardaginn.
Á sunnudug verður hraðmót þar sem KA, t>ór
og Breiðabíik taka þátt ásamt liði ÍBA.
Þetta hraðmót hefst í Höllinni kl. 13.30 á
sunnudag. ÍBA-liðið verður skipað gömlum
„refum“ sem hættir eru keppni opinherlega
en það er samt langt frá því að þeir séu búnir
að vera sem íþróttamenn. Heyrst hefur að
þeir hyggist senda lið í íslandsmót leikmanna
eldri en 30 ára, en eitthvað munu undirtcktir
frá íþróttabandalagi Akureyrar hafa verið
dræmar og óvíst hvort af því verður.
Síðustu
umferðir í
1. og 2. deild
Nú er aðeins einni umferð ólokið í 1. og 2.
deild íslandsniótsins í knattspyrnu og verða
þeir leikir háðir um næstu helgi.
í fyrstu dcild eru tveir leikir á dagskrá á
föstudagskvöld, viðureign KR og Þróttar,
og leikur KA og Fram sein fluttur hefur verið
fram um einn dag. Hefst liunn á Akureyrarvelli
kl. 18. A laugardag leika Akranes - Breiðablik
og Víkingur- Keilavík en mótinu lýkur með
leik Vals og Þórs á sunnudaginn.
í 2. deild verður síðasta umferðin leikin á
laugardag. Þá leika Skallagrímur - Tinda-
stóíl, Víðir - Njarðvík, FH - Völsungur, KS
I - ísafjörður og ÍBV - Finherji.
| Eftir þessa helgi má segja að keppnistíma-
bilinu sé Jokið, aðeins eftir landslcikir er-
icndis, ísland á að leika gegn Skotlandi 17.
október og Wales 14. nóvember.
Tapaði gegn Breiðabliki 1:0 á föstudagskvöldið
„Við vorum bölvaðir klaufar
að vera ekki búnir að gera út
um leikinn þegar Blikarnir
skoruðu sigurmark sitt. Við
vorum betri aðilinn í fyrri hálf-
leik og alveg fram að markinu,
en eftir að Blikarnir skoruðu
voru þeir betri aðilinn, þeir
losnuðu við spennuna“, sagði
Njáll Eiðsson, fyrirliði KA eft-
ir að KA hafði tapað 1:0 fyrir
Breiðabliki á föstudagskvöldið.
- Þar með er KA endanlega
fallið í 2. deild eftir ársveru í
þeirri fyrstu og er vissulega slæmt
að missa liðið niður. Margir eru
á þeirri skoðun að slakari lið séu
í deildinni og þau haldi sæti sínu
þar, en það eru stigin sem gilda
og því verða KA-menn að kyngja
hvort sem þeim líkar betur eða
verr.
Þegar KA féll í 2. deild 1982
gerðist það endanlega í leik
þeirra gegn Breiðabliki á Kópa-
vogsvelli eins og nú. Blikamir hafa
alls hlotið 20 stig í deildinni
núna, þegar ein umferð er eftir, 6
þeirra stiga eru á móti KA og 4
gegn Þór. Er því óhætt að segja
að Akureyrarliðin hafi verið
„gjafmild" við Blikana í sumar.
Ef við víkjum að leiknum á
föstudag þá voru KA-menn betri
í fyrri hálfleik. Steingrímur Birg-
isson, Ásbjörn Björnsson og
Bergþór Ásgrímsson komust allir
í marktækifæri en inn vildi bolt-
inn ekki. Bergþór komst t.d. einn
inn fyrir og lyfti yfir markmann-
inn, en boltinn fór aðeins of hátt
og datt ofan á markið.
Á 55. mínútu gerðist það sem
réði úrslitum þessa leiks endan-
lega. Hafþór Kolbeinsson prjón-
aði sig i gegn um Blikavörnina og
átti aðeins markmanninn eftir, en
skot Hafþórs fór yfir. Breiða-
Víðir í
fyrstu deild?
Víðir Garði er svo gott sem
búinn að tryggja sér sæti í 1.
deild næsta keppnistímabil eft-
ir 3:0 sigur á Einherja á
Vopnafírði um helgina. Víðir
hefur nú hlotið 30 stig, og á
eftir heimaleik gegn UMFN
sem liðið ætti að vinna, en þau
lið sem geta náð Víði að
stigum, ísafjörður og KS, eiga
eftir að leika á Siglufírði.
Vopnfirðingum þótti dómarinn
í leik Einherja og Víðis vera hag-
stæður fyrir gestina, og Einherjar
sem fallnir eru í 3. deild máttu
þola enn einn ósigurinn.
Á Húsavík var hörkuleikur
milli Völsungs og Skallagríms úr
Borgarnesi. Þar komust gestirnir
yfir 1:0, Jónas Hallgrímsson jafn-
aði fyrir Völsung og Wilhelm
Fredrikssen kom Völsungi yfir.
Síðan fengu Skallagrímsmenn
vítaspyrnu og jöfnuðu metin. Öll
þessi mörk voru gerð í fyrri hálf-
leik en Völsungar voru mun
sterkari aðilinn í leiknum. Hvað
eftir annað skall hurð nærri hæl-
um við mark Skallagríms í síðari
hálfleik, Völsungar áttu sláarskot
trekk í trekk, en inn vildi boltinn
ekki og úrslitin því 2:2.
Þá var ekki minna fjör á ísa-
firði þar sem ÍBÍ og ÍBV áttust
við. Bæði liðin þurftu sigur til
þess að eiga áframhaldandi
möguleika á sæti í 1. deild og svo
fór að það voru heimamenn sem
hrósuðu 3:2 sigri.
Á Sauðárkróki léku Tindastóll og
KS og sigraði KS 2:1 í þokka-
legum leik. Vegna þess að Dagur
fór í prentun síðdegis á laugardag
vegna yfirvofandi prentaraverk-
falls, tókst okkur ekki að afla
nánari upplýsinga af þeirri viður-
eign.
Birgir Viðar Halldórsson frá
Reykjavík hreppti Bautabikar-
inn í golfí, en um hann var
keppt í síðustu viku, annað
árið í röð.
Bautabikarinn er veittur þeim
sem nær bestum árangri í keppn-
inni með forgjöf og Birgir lék á
64 höggum nettó af rauðum teig-
um á Jaðarsvelli. í Öðru sæti varð
Hallgrímur Arason, einn af eig-
endum Bautans og sá sem hefur
veg og vanda af þessu móti.
Hann lék á 69 höggum en jafnir í
3.-4. sæti urðu Ragnar Lár og
Kjartan Bragason.
í Bautamótinu er einnig keppt
án forgjafar og í þeirri keppni sá
enginn við hinum snjalla kylfingi
Baldri Sveinbjörnssyni, sem naut
sín á rauðu teigunum. Baldur lék
á 73 höggum. í öðru sæti varð
Sigurður Runólfsson á 83 högg-
um og Þorbergur Ólafsson sem
var óheppinn að sögn, varð þriðji
á 85 höggum.
í mót þetta er boðið starfsfólki
veitingahúsa, ferðaskrifstofa og
blaðamönnum. Nokkuð á þriðja
tug kylfinga mætti til leiks, þar af
um helmingurinn af höfuðborg-
arsvæðinu og er nokkuð víst að
þessi keppni á eftir að njóta auk-
inna vinsælda á komandi árum.
Birgir Viðar og Hallgrímur Arason með Bautabikarinn glæsilega.
Þrír af fremstu kraftlyftingamönnum Akureyrar. Flosi Jónsson, Kári Elíson
og Freyr Aðalsteinsson.
Þokkalegur árangur
kraftlyftingamanna
- á sýningarmóti á Dalvík
Á undanförnum árum hafa
kraftlyftingamenn á Akureyri
kappkustað að kynna íþrótt
sína og gert víðreist í þeim til-
gangi. Farnar hafa verið
keppnis- og sýningaferðir til
Húsavíkur, Dalvíkur og Seyð-
isfjarðar og reyndar í eitt sinn
alla leið til Færeyja. Um síð-
ustu helgi héldu þeir svo sýn-
ingarmót í Iþróttahúsinu á
Dalvík.
Keppendur á mótinu voru fjór-
ir talsins. í 75 kg flokki keppti
Kári Elíson og lyfti samtals 610
kg (220 í hnébeygju, 160 í bekk-
pressu og 230 í réttstöðulyftu).
Kári átti ágæta tilraun við nýtt ís-
landsmet í bekkpressu, 168 kg en
sú þyngd fór þó ekki upp að
þessu sinni.
Freyr Aðalsteinsson keppti í
82.5 kg flokki og lyfti samtals 650
kg (240-150-260). Flosi Jónsson
lyfti 610 kg í 90 kg flokki (240-
140-230). Síðast en ekki síst
keppti Víkingur Traustason á
mótinu og má segja að Víkingur
hafi þarna verið svo til á heima-
velli. Víkingur lyfti samtals 730
kg (300-160-270). - ESE.
byrða þennan sigur úr því sem
komið var. Þó komst Hafþór
aftur innfyrir vörn Blikanna en
Friðrik markvörður bjargaði þá
glæsilega í horn.
„Það er engu líkara en að fall-
stimpillinn hafi fylgt okkur upp á
síðkastið. Við höfum misst menn
í leikbönn, talsvert hefur verið
um meiðsli í liðinu og við höfum
hreinlega ekki fengið það út úr
leik okkar sem við eigum að geta
sýnt“, sagði Njáll Eiðsson. Hann
var að vonum óhress með fallið,
en nú er bara að stefna að því að
hafa dvölina í 2. deild stutta og
stefna á 1. deildina aftur, KA-
menn!
Jónas Róbertsson skorar úr víti og Þórsarar ná forystunni. En það var þetta með Adam í Paradís...
Þegar aðeins einni umferð er
ólokið í 1. deildinni í knatt-
spyrnu er algjörlega óljóst
hvaða Iið það verður sem mun
fylgja KA niður í 2. deild. Tvö
þessara liða, Þór og Víkingur
áttust við á Akureyri um helg-
ina og úrslitin 1:1 þýða að þessi
lið eru í nokkurri fallhættu
ásamt Fram, Breiðabliki, KR
og Þrótti. Úrslitin ráðast sem
sagt ekki fyrr en í síðustu um-
ferðinni sem leikin verður um
næstu helgi.
Leikur Þórs og Víkings var
geysilegur baráttuleikur sem bar
öll merki þess hversu mikilvægt
var fyrir liðin að ná sigri. Þórsar-
ar voru áberandi betri aðilinn í
fyrri hálfleiknum, réðu þá að
mestu leyti spilinu á vallarmiðj-
unni en tókst ekki að nýta sér
það. Allt rann út í sandinn þegar
mark Víkings nálgaðist og eina
mark hálfleiksins kom á 20. mín.
er vítaspyrna var dæmd á mark-
— Geröu jafntefli 1:1 gegn Víkingi á Akureyrarvelli
vörð Víkings fyrir að hrinda ein-
um leikmanna Þórs. Jónas Jak-
obsson tók vítaspyrnuna. Hann
sendi markmanninn í hægra
hornið og skoraði síðan með laf-
lausu skoti í hitt horn marksins.
Guðjón Guðmundsson átti
þrumuskot rétt yfir mark Víkings
á 34. mín. og stuttu síðar bjarg-
aði Baldvin Guðmundsson mark-
vörður Þórs snilldarlega í horn
skoti Ómars Torfasonar fyrirliða
Víkings. Og Baldvin átti eftir að
koma mikið við sögu áður en yfir
lauk.
Þórsarar fengu tvö ágætis tæki-
færi í lok hálfleiksins. Bjarni
Sveinbjörnsson skaut yfir frá
vítapunkti, tók boltann viðstöðu-
laust eftir sendingu Halldórs
Áskelssonar og Kristján Krist-
jánsson skaut framhjá úr góðu
færi við markteigshornið.
Björn Árnason, þjálfari
Víkings, „messaði" heldur betur
yfir sínum mönnum í leikhléi,
hávaðinn var svo mikill er hann
„söng“ fyrir Víkingana að glumdi
um allt vallarhúsið. Og það var
eins og við manninn mælt. Víking-
arnir komu mun grimmari til síð-
ari hálfleiks og það tók þá ekki
nema 5 mínútur að jafna metin.
Mikil þvaga var í vítateig Þórs,
V íkingarnir áttu stangarskot,
bjargað var á línu og hvaðeina en
að lokum kom Einar Einarsson,
þá aðeins búinn að vera inná í 20
sek. og hann spyrnti boltanum í
netið.
Á 70. mín. fengu Víkingar víta-
spyrnu er Magnús Helgason
felldi Ámunda Sigmundsson í
vítateig. Ómar Torfason tók
spyrnuna og skaut nokkuð góðu
skoti í vinstra hornið, en Baldvin
gerði sér lítið fyrir og varði með
tilþrifum í horn. Glæsilega gert
hjá þessum unga markverði.
Það sem eftir lifði leiksins bar
fátt til tíðinda og þegar upp var
staðið gátu víst allir vel við unað.
Bæði liðin hefðu þó viljað sigur
og þar með losna endanlega úr
fallhættunni.
Þrír menn báru af í liði Þórs að
þessu sinni, Halldór Áskelsson,
sívinnandi, Óskar Gunnarsson,
klettur í vörninni að vanda og
markvörðurinn ungi, Baldvin
Guðmundsson, sem skilaði sínu
og vel það.
Baldvin varði vítaspyrnu.
Birgir vann
Bautabikarinn
bliksmenn sneru vörn í sókn,
brunuðu upp og sókn þeirra end-
aði með skoti frá Þorsteini Hilm-
arssyni. Þorvaldur Jónsson varði,
en hélt ekki boltanum og Jón
Einarsson var fyrstur á vettvang
og sendi boltann í markið.
Blikarnir voru mun hressari
eftir markið og þeir áttu ekki í
miklum erfiðleikum með að inn-
Norðurlandamótið í kraftlyftingum:
Kári ætlar
að verja
titilinn
Um næstu helgi mun Kári Elí-
son, kraftlyftingamaður úr KA
keppa á Norðurlandamótinu í
kraftlyftingum sem haldið
verður í Stokkhólmi og freista
þess að verja Norðurlanda-
meistaratitil sinn.
Kári verður eini keppandi ís-
lands á þessu móti og í samtali
við Dag sagði hann að möguleik-
ar hans á að verja titilinn væru
nokkuð góðir. Kári keppir í 67.5
kg flokki og er í nokkuð góðu
formi um þessar mundir. Hann
hitaði upp fyrir keppnina með
smámóti í Lundarskóla sl. laug-
ardag og átti þá ágæta tilraun við
íslandsmetið í hnébeygju, 232.5
kg. Ekki fór þyngdin, 233 kg þó
upp að þessu sinni, en allt ætti að
geta gerst á stórmóti sem
Norðurlandamótið er.
Staðan I Staðan
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knatt-
spymu er nú þessi:
Breiðablik-KA
Fram-Valur
Þróttur-Akranes
Keflavík-KR
Þór-Víkingur
Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knatt-
spymu er nú þessi:
Völsungur-UMFS 2:2
UMFN-FH 1:3
ÍBÍ-ÍBV 3:2
Einherji-Víðir 0:3
Tindastóll-KS 1:2
Akranes 17 11 2 4 30:18 35 FH 17 11 4 2 35:16 37
Keflavík 17 8 3 6 19:19 27 Víðir 17 9 3 5 32:24 30
Valur 17 6 7 4 23:16 25 ÍBÍ 17 8 5 4 35:22 29
Þór 17 6 4 7 25:24 22 KS 17 7 6 4 21:17 27
Þróttur 17 5 7 5 19:18 22 ÍBV 17 7 4 6 26:25 25
KR 17 5 7 5 19:23 22 Völsungur 17 7 4 6 23:23 25
Víkingur 17 5 6 6 26:28 21 UMFN 17 7 3 7 18:19 24
Breiðablik 17 4 8 5 17:17 20 Skallagr. 17 7 3 7 29:26 24
Fram 17 5 4 8 19:22 19 Tindastóll 17 2 3 12 16:41 9
KA 17 4 4 9 23:35 16 Einherji 17 1 3 13 11:31 6
Síðustu leikir:
KR-Þróttur og KA-Fram á föstudags-
kvöld, Akranes-Breiðablik, Víkingur-
Keflavík á laugardag og Valur-Þór á
sunnudag.
Síðustu leikir:
Skallagrímur-Tindastóll, Víðir-
Njarðvík, KS-ÍBÍ, FH-Völsungur og
ÍBV-Einherji. Allir þessir leikir verða
á laugardag og hefjast allir kl. 14.
KA féll aftur á
Kópavogsvellinum
Þórsarar eru ekki
endanlega sloppnir