Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFt: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aflasamdráttur - aukið fiskeldi Tillögur Hafrannsóknastofnunar um há- marksbolfiskafla á næsta ári féllu eins og sprengja á fiskiþingi, eins og fréttamaður út- varpsins komst að orði. Stofnunin leggur til aflasamdrátt upp á hvorki meira né minna en 130 þúsund tonn. Þetta gerist á sama tíma og menn líta hvað mest til aflaaukningar á næsta ári sem lausn á þeim efnahagsvanda sem þjóðin á nú við að etja. Að vanda eru niður- stöður Hafrannskóknastofnunar byggðar á bestu fáanlegum upplýsingum sem vísindin bjóða upp á í dag. Þó íslendingar eigi færustu sjómenn í heimi þá geta umsagnir um van- mat á stofnunum, sem vafalítið eiga eftir að sjá dagsins ljós frá einhverjum þeirra, ekki hrakið þessar niðurstöður. Stjórnvöld standa frammi fyrir miklum vanda. Varla kemur til mála að fara að ýtrustu óskum Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla. Þær eru miðaðar við að ná há- marksafrakstri stofnanna á sem skemmstum tíma. Þær taka ekki mið af efnahagsástand- inu, enda fjallar þar um önnur vísindagrein, hagfræðin, sem virðist raunar litlu nákvæmari en fiskifræðin. Fara verður bil beggja, eins og svo oft áður. Það hlýtur þó að vera sérstakt áhyggjuefni, að ekki er útlit fyrir að okkar geysistóri floti geti veitt leyfilegt aflamagn á þessu ári, sem var allmiklu meira en Hafrannsóknastofnunin lagði til. Hafi menn haft einhverjar efasemdir um nákvæmni rannsókna fiskifræðinganna, þá hlýtur þessi staðreynd að skjóta stoðum undir það sem þeir hafa haldið fram á undan- förnum árum. Þessar niðurstöður Hafrannsóknastofnunar hljóta að verða til þess að kraftur verði settur í uppbyggingu fiskeldis í stórum stíl. Norð- menn hafa þegar náð gífurlega góðum ár- angri á þessu sviði. Færeyingar eru tiltölu- lega nýbyrjaðir á fiskeldi í einhverjum mæli og komnir langtum lengra en íslendingar í þessari atvinnugrein, eins og fram kom m.a. í ræðu Steingríms Hermannssonar, forsætis- ráðherra, á kjördæmisþingi framsóknar- manna á Norðurlandi eystra nýlega. Meðal þess sem samkomulag stjórnarflokk- anna frá því í september ber með sér er ný og öflug sókn í atvinnurekstri landsmanna, ný- sköpun atvinnulífsins. Mikið liggur við að unnið verði að uppbyggingu fiskeldis í sam- ræmi við það sem þar er lagt til. Gunnlaugur Búi Sveinsson, formaður STAK: „Fyrst vil ég reyna manninn.. ...áður en ég brigsla honum um ódrengskap" Sigurði Jónssyni, byggingafræðingi svarað Akureyri, 5. nóvember 1984. Sigurði Jónssyni, byggingafræðingi svarað. Dagurinn 18. október 1984. Sigurður, þú sendir mér heldur kaldar kveðjur í Degi 31. október sl., þar gerir þú nýsamþykktum samningum STAK og Akureyrarbæj- ar nokkur skil, flest er þar satt, sem þú segir en eins og oft vill verða þegar óánægðir segja frá þá slitnar ýmislegt úr samhengi og margt hægt að lesa á milli línanna, enda trúlega til þess ætlast. Þann 17. október var samninga- nefnd STAK boðuð til fundar með samninganefnd bæjarins, stóð sá fundur fram eftir nóttu. Snemma á þeim fundi kom fram ákveðið til- boð frá bænum, það tilboð innihélt ekki ákvæði um endurskoðun samnings eða kaupmáttartrygg- ingu, en fól í sér sambærilega launahækkun við þá staði þar sem samningar höfðu þegar verið gerðir. Það var alltaf ákvörðun samninganefndar STAK að sam- band yrði haft eins mikið og hægt væri við trúnaðarmenn félagsins, og auk þess urðu strjálar flugferðir þess valdandi að ég og varaformað- ur samninganefndar „frusum inni“ í Reykjavík, en þar vorum við á fundi 60 manna nefndar BSRB og vorum því ekki á þessum fundi. Samninganefnd STAK fór því fram á frest til morguns, til áfram- haldandi viðræðna. Síðari hluti fundarins fór því í það að sernja við fulltrúa bæjarins um að tilboðið fengi að standa til hádegis næsta dag 18. okt. en yrði ekki dregið til baka samstundis. Þú kallar fundinn í sal STAK um morguninn 18. okt. kynningarfund, það má kannski vera, en fundurinn var fyrst og fremst hugsaður til að fá að vita viðhorf félagsmanna til stöðu mála þá. Þar skrifuðum við undir kröfu um endurskoðunar- ákvæði og opnun sérkjarasamn- inga. Rétt er það hjá þér að stjórn STAK og samninganefnd skrifuðu undir kröfu þessa, við skrifuðum líka undir 30% kröfuna, sem orsak- aði vinnustöðvunina, það gerði samninganefnd BSRB líka, þó skrifaði hún undir samning sem ekki felur í sér 30% kauphækkun. Það sem þú segir um fund nefnd- armanna beggja aðila kl. 12 á há- degi 18. okt. er rétt, en þá vorum við, ég og varaformaður samninga- nefndar komnir norður. Fundurinn var stuttur og horfur slæmar um framhald viðræðna. Þú segir „þegar formaður STAK að eigin sögn, var að yfirgefa ráð- húsið kallaði bæjarstjóri hann á sinn fund, hvað þeim fór á milli veit ég ekki en útkoman var að reyna að halda áfram viðræðum með tilboð Akureyrarbæjar sem grundvöll“. Þarna skín í gegn að ég fari ekki með rétt mál, það má skilja á þér að frumkvæðið hafi verið mitt, en svo er ekki. Við ræddum málin ég og bæjarstjóri, báðir vildu finna lausn mála. Ég lagði á það áherslu að inn í samningsdrögin kæmi end- urskoðunarákvæði eða kauptrygg- ingarákvæði. Báðir ætluðum við að athuga þessi mál betur, og skildum svo, en ætluðum að hafa samband síðar um daginn, þetta sagði ég þér og öðrum félögum STAK. Á fundi okkar STAK-félaga kl. 16 sama dag sagði ég frá að munn- legt loforð fengist frá bænum um endurskoðun ef verðlag breyttist og að við mundum ekki vera skilin eft- ir ef aðrir opinberir starfsmenn fengju betra. Ljóst er af orðum þínum að þess- um yfirlýsingum vilt þú ekki treysta en fyrst vil ég reyna manninn áður en ég brigsla honum um ódreng- skap. Stjórn STAK hefur ekki þá reynslu af þeim bæjaryfirvöldum sem nú sitja að orðum þeirra megi ekki treysta. Af fundi mínurn og varafor- manns STAK og formanns bæjar- nefndar í húsakynnum þess síðast- nefnda ef fund skyldi kalla, hann stóð í um það bil 10 mínútur, þar tjáði hann okkur að bæjarráð hefði fundað og þar hefði komið fram að nefnd bæjarins hafi fullt umboð til að gefa munnlegt loforð um endur- skoðun af hálfu bæjarins, ef um slfkt semdist hjá ríkinu, en að öðru leyti yrði ekki um frekari prósentu- hækkanir. Varaformaður STAK fór eftir þetta á fund samninga- nefndar STAK, skýrði henni frá þessum staðreyndum og bar undir hana hvort mæta skyldi á þessum forsendum á fund bæjarins kl. 20.00. Það var enginn sími notaður á þeim fundi, aðeins ákveðið að mæta um kvöldið. Kvöldfundurinn stóð í 31ó klst. ekki 2, en það skiptir ekki máli. Stjórn og samninganefnd STAK braut engin fundarsköp né reglur, enda hefur hún ekkert „hrópað um slíkt“ það er verk fjölmiðla. Þvert á móti, kjörin samninganefnd hefur umboð til að ganga í öllu til samn- inga án samráðs við félaga, það gerði samninganefnd STAK ekki, hún tók áhættuna að upp úr við- ræðum slitnaði til þess eins að láta félagsmenn vita um stöðuna. Samninganefnd gat líka skrifað undir með fyrirvara um samþykki félagsfundar, það gerði hún ekki, heldur ákvað að til allsherjarat- kvæðagreiðslu að undangengnum kynningarfundi yrði gengið. Á almennum félagsfundi sem haldinn var í Húsi aldraðra, lagði samninganefnd og stjórn STAK hlutlaust í hendur félagsmanna þá staðreynd að hún hefði ekki talið sig ná lengra, nú væri félagsmanna að ákveða. Þú manst líklega að á þessum fundi í Húsi aldraðra var borin fram ályktun þar sem félags- menn voru hvattir til að fella samn- inginn, var hún samþykkt með 45-50 atkvæðum gegn 3 en 80 félag- ar greiddu ekki atkvæði. Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram. Ekki var ég ánægður með þátttöku félagsmanna, en 73,5% mættu á kjörstað. Samningurinn var samþykktur með 9 atkvæða mun, já sögðu 203 en nei sögðu 194, auðir og ógildir 11. Seint í grein þinni minnist þú á samstöðu innan BSRB að hún hafi verið góð. Það er rétt, samstaðan er góð. Þú talar um liðhlaupa og að það sé smitandi og við í STAK höfum tek- ið smitið, og séum hinir örgustu liðhlaupar, en Sigurður, hefur þú séð kröfugerð BSRB frá 23.7.’84 þar segir í 4. lið: „Lögum um kjara- samninga BSRB verði breytt, þannig að bandalagsfélögin fái full- an samnings- og verkfallsrétt um öll atriði samninga." Af hverju skyldi þessi krafa hafa verið borin fram, ætli það geti verið af því að bæjarfélögin sem hafa sjálfstæðan samningsrétt hafa venjulega náð aðeins skárri samn- ingum. Að lokum, ég skil vel að þú sért ekki ánægður, ég er það ekki held- ur en mat okkar á stöðunni er greinilega ekki það sama. Þrátt fyr- ir það vona ég að STAK eigi eftir að njóta starfskrafta þinna um langa framtíð, dugnaður þinn og at- orka í verkfallinu gleymist ekki. Eðlilegt er að þeir sem harðast börðust séu sárastir. Gunnlaugur Búi Sveinsson formaður STAK. r STAK við Akurcyrarbæ :rsta skrcf aftur á bak sem fur orðið fyrir, eftir að op- arfsmcnn fengu verkfalls- ,i samnmgur hljóðar upp á eirra rcttinda er áunnist að cr uppsagnarákvæði og amningar. jórnin settí lög. á okkur fyrir 16 mánuðum. um af- ötölubindingar og afnám irréttinda. Uvcrju svor- [Y> Við mótmæltum. og það ;ga. Ríkisstjórnin gaf eftir, gum uppsagnarrcltinn og srcttinn okkar aftur. F.n gcrt nú? Hjá samninganefnd Og þorri félagsmanna sam- Það er gcrður samningur við rarbæ. þar sem gildistími .s cr til 31.12.1985, án upp- kvzða, og kaupmáttartrygg- nema það sem má hafa eftir rnnlcg loforð. ef önnur sveit- fá kaupmáttartryggingu, þá ið það hana líka). um við að semja af okkur, við kölluðum scm hæst eftir Slgurður Jónsson Dyggtngairæöingur skntar. Dagurinn 18. okiober 1984 *^**5J"" hAliliímaum „efndumSTAKogAkureyrarbæjar . . ____ ef löíum sfnum. Eflir þ«fí 3 nma um STAK för me móguleika á aS segja honum upp, eí vcrðbólgan vcx, eða kaupmattur launa minnkar langl undir það sem hann var við undirritun samnmgs. Það er lítið hægt að segja við þessu. ncma ósköp gleymir fólk fljótt, cða vissi fólk ekki hvað það var að sam- þykkja. Það er líklega rétt að rifja upp dag- inn 18. okt. 1984. frá um kl. 10 og fram til kl. 22. Stjórn STAK og samninganeínd boðaði fulltrúaráð og trúnaðarmenn á vinnustöðum á fund um morgun- inn, til að kynna samningstilboð frá samninganefnd Akureyrarbæjar. Samninganefnd Akureyrarbæjar sagði að þetta væri cina tilboðið sem kæmi frá þeim. og nú væri að segja já eða nei. Samninganefnd STAK og samninganefnd Akurcyrarbæjar i að kvöldi 17. okt. 1984, lögum sínum. Eftir þóf í 3 tíma um það atriði. var fallist á það. Samninganefnd STAK kynnti þctta tilboð fyrir okkur félögum i STAK. Og hvcrju svöruðum við. Þetta var að vfsu kynningarfundur, en við gerðum engu að síður. án mótþróa, skriflega yfirlýsingu, sem hljóðar svo: Við undirrituð tcljum að til þcss að af samingi geti orðið milli STAK og Akureyrarbæjar. sem gildi Ul des. 1985, verði að koma inn i hann ákvæði um möguleika á uppsögn og/cða kaupmáttartryggingu á samn- ingstímabilinu. Einmg að scrkjara- samningar fari fram að lokinm undir- ritun aðalkjarasamnmgs, skv. logum. Virðingarfyllst. . Fulltrúar STAK í stjórn, samnmga- ncfnd, fulltrúaráði og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Undir þetta rita rúm- nefndum STAK og Akureyrarbæjar. Samninganefnd STAK fór mcð friðu föruneyti út að bæjarskrifstol- um. Þcgar opnað var fyrir þcim og þau gcngu inn. var þcim óskað alls eóðs í viðræðunum, og þau hvott til að gera góða samninRa. Stuttu siöar cru þau komin aftur inn á skrifstofur að Ráðhústorgi 3. Eftir að hafa af- hent undirritaða blaðið, frá *é,ó8um í STAK, dró samninganefnd Akur- cyrarbæjar tilboð sitt til baka. Og þar með var komin upp sú staða, að þetta f*ri fyrir sáttasemjara, cr við öll vorum búin að sætta okkur við mcð því að skrifa undir þær kröfur sem við vildum ná fram, til þess að samningar narðust. Þegar formaður STAK, að eigin sögn, var að yFirgefa ráðhúsið, kall- aði bæjarstjóri hann á sinn fund, hvað þeim fór á milli veit ég ekki, en útko^an var að revnn rJ' ' M~ kröfur þær er við undirrituðum væru 'nt |6 er aftur fundur hjá STAK meðsamafólki.Þarkomuframflciri kröfur cn á fyrri fundinum. Folk vild. fá bætur á laun sin. yrði sammngur- inn til ársloka 1985. þannig að það kæmi grciðslaísept. 1985. Allir voru fastir á því að scrkjarasammngar ættu að vinnast samhliða aðalkjara- samningi skv. lögum. Það komu nokkrar hugmyndir um möguleika á færslu á grciðslum ur próscntum í jafnar grciðslur til að þcir scm eru lægri flokkunum fcngju sömu hækkanir og þeir sem eru ofar. eða að jafna bilið milli flokka. Eftir þcnnan fund cr formaour STAK kallaður til viöræðna við formann samninganefndar Akureyr- arbæjar, á skrifstofu síðastncfnda. Hvaö þar fór fram vita þcir eimr sem þar sátu. Eftir þann fund cr kallaður saman fundur með stjórn og samn- ingancfnd STAK. Þar er fundað i um klukkutíma. (síminn eitthvað notað- ur) en svo komið fram fyrir hinn al- menna félaga. og tilkynnt að hefja^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.