Dagur - 21.11.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. nóvember 1984 Hvert er álit þitt á síðustu gengisfell- - Guðjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrísey tekinn tali Sveinn Guðfínnsson: Ég tel að aðgerðin hafi ekki verið nauðsynleg að sinni. BM Orri Eiríksson: Þetta var óttalega slakur leikur. Gunnlaugur Konráðsson: Það var engin önnur leið fær. Steinberg Friðfínnsson: Þetta er flókið mál. Ég tel að gengisfelling leysi engan vanda. Það hefði verið nær að flytja til fjármagn í þjóðfélag- Ólafur Jósefsson: Þetta var eðlilegur hlutur sem allir vissu að var yfirvofandi. Eflaust er Hrísey þekktust fyr- ir holdanautabúið sem þar er rekið. Þar eru líka fjölmargar rjúpur og eru þær friðaðar svo að þær sjást iðulega niðri í þorpinu. En það er ekki ætiun- in að ræða um naut og rjúpur í þetta sinn. Einn svalan haust- dag hittu blaðamenn Dags sveitarstjóra Hríseyjar, Guð- jón Björnsson, að máli og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni að segja okkur frá því helsta er um væri að vera í eynni, starfi sínu og sjálfum sér. Sum sé þar er komið Við- tal Dags-ins í dag. t- Þú ert Hríseyingur, eða hvað? „Nei, nei ég er Skaftfellingur, en hef búið hér í 21 ár." - Ekki hefurðu verið sveitar- stjóri öll þau ár? „Ónei ekki er það nú. Ég hef gegnt starfi sveitarstjóra í 2 ár áður hafði ég fengist við ýmis- legt. Ég vann nokkuð lengi við trésmíðar, einnig hef ég fengist við kennslu og eitthvað komið nálægt nautabúinu. Hvað ég geri? Það er svo óttalega margt og erfitt að orða það í stuttu m'áli. En þetta er alveg fullt starf. Ég sé um að koma samþykktum hreppsnefndar í framkvæmd og annast innheimtu og fjármál. Nú svo er fólk að biðja um aðstoð við eitt og annað. Þetta starf spannar mjög stórt og vítt svið." - Hverjar eru helstu fram- kvæmdir á vegum hreppsins í sumar? „Ætli það sé ekki skólabygg- ingin. Skólahúsið hér var orðið Guðjón Björnsson. allt of lítið og gamalt. Við stefn- um að því að skólinn verði fok- heldur í haust. Hér er grunn- skóli, eða kennsla upp í 8. bekk, en krakkar sem fara í 9. bekk verða að fara í land. Flestir fara til Dalvíkur. Núna á haustdögum standa yfir umfangsmiklar fram- kvæmdir, við erum að leita að köldu vatni.en það hefur verið skortur á köldu vatni í eynni í nokkra klukkutíma á dag og hef- ur það staðið í u.þ.b. mánuð. Það er nokkuð óvinsælt víða t.d. í Brekku. Eyjan safnar ekki miklu vatni og því lendum við oft í nokkrum vandræðum. Hrepp- urinn á hitaveitu og er hún í Jfc:. þokkalegu standi, en er dýr í rekstri. I Hrísey búa 275 manns og lifa aðallega á útgerð og fiski, eins og vænta mátti. Snæfellið landar í Hrísey og á það eitthvað eftir af kvóta sínum, Hríseyingar þurfa því ekki að kvíða atvinnu- leysi á næstunni. í sumar varnæg atvinna í Hrísey." - Hafið þið séð mikið af ferða- mönnum í sumar? „Já, það hefur verið mikið um ferðamenn, flestir koma í dags- ferðir. Mjög margir koma og smakka á nautakjötinu í Brekku og ég held ég geti fullyrt að þetta eru ferðamenn af öllu landinu Tilboð á Del Monte niðursoðnum ávöxtum í öllum matvörubúðum á félagssvæðinu. • •• Gædavara á góðum afslætti sem hingað koma. Það hefur ver- ið áberandi meiri ferðamanna- straumur hingað í sumar en undanfarin sumur, farþegafjöld- inn með ferjunni sýnir það ljós- lega." - Hvernig er með heilsugæslu- þáttinn? „Það kemur hingað læknir vikulega frá Dalvík og hér er hjúkrunarkona. Við erum þátt- takendur í heilsugæslustöðinni á Dalvík og það má segja að ástand mála sé í þokkalegu standi." - En samgöngur? „Ferjan er í stöðugum ferðum á milli og Drangur kemur hingað þrisvar í viku. Hér er flugvöllur, en það er engri áætlun haldið uppi, hins vegar er oft lent hér. Þessi flugvöllur er byggður sem sjúkraflugvöllur og er öryggisat- riði fyrir eyjarskeggja. Ég held því að almennt finni menn ekki til einangrunar hér, en það er sjálfsagt til einstaka maður sem finnur til þess." - Nú fer unga fólkið í skóla upp á land, kemur það aftur eða er það gamla sagan að það flytur burt? „Það er ósköp misjafnt, þeir sem fara í langskólanám koma ekki til baka. Hér er mjög einhæf atvinna og fólk getur ekki sótt daglega vinnu í landi. Það fólk sem fer í kennaranám héðan hef- ur ekki sést hér að námi loknu, við höfum enn ekki fengið kennara til starfa sem er ættaður héðan, en það verður kannski meira freistandi þegar nýi skólinn verður kominn í gagnið." - Hvað þá með félagslífið? „Það er mjög gott á veturna. Það er mikið um böll og það eina sem við þurfum að sækja upp á land eru hljómsveitir. Það er mikið um að vera á veturna." - Eitthvað að lokum? „Já, í sumar hefur verið farið út í mikið átak í skógrækt, við plöntuðum 2.200 plöntum um- hverfis þorpið. Það hefur mikið verið unnið að umhverfismálum og mikill hugur í mönnum að halda því áfram. Það hefur verið reynt að auka þrifnað í kringum þorpið og í því og það hefur gengið vel. Það má segja að fólk hafi verið þessu mjög hlynnt." mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.