Dagur - 21.11.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 21.11.1984, Blaðsíða 12
DACHJR Akureyri, miðvikudagur 21. nóvember 1984 a s Meðalskiptaverðmæti togaranna: Minni togarar koma vel út fyrir norðan - en stærri togarar á höfuðborgarsvæðinu slá þeim norðlensku við Samkvæmt yfirliti sem LÍÚ hefur sent frá sér er meðal- skiptaverðmæti minni togara á hvert kíló verulega hærra á Ungiingaflokkur: Einvígi um titilinn Þeir Einar Héðinsson og Rún- ar Sigurpálsson verða að tefla í einvigi um efsta sætið í ungl- íngaflokki á haustmóti Skák- félags Akureyrar. Eftir venjulega keppni voru þeir Einar og Rúnar efstir og jafnir með 4 vinninga af 6 mögulegum og verða þeir að tefla áfram. í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Tómas Hermannsson og Bogi Páisson með Vá vinning. -ESE Haustmót SA: Gylfi og Jón efstir Þegar átta umferðir höfðu ver- ið tefldar á haustmóti Skákfé- lags Akureyrar voru þcir Gylfi Þórhallsson og Jón Björgvins- son efstir og jafnir með 7V5 vinning. I þriðja sæti á mótjnu er Arnar- Þorsteinsson með 6 vinninga og í fjórða til fimmta sæti eru þeir Jón Garðar Viðarsson sem fengið hafa Ste vinning úr sjö skákum og Jakob Þór Kristjánsson með sama vinningafjölda en eftir átta skákir. Tefldar verða 13 umferðir og er teflt f Barnaskóla Akur- eyrar. - ESE Austur- og Norðurlandi en Suðurlandi og Vestfjörðum. Með öðrum orðum er hvert kfló í afla minni togara fyrir austan og norðan verðmeira en hinna. Dæmið snýst við þegar stærri togararnir eru bornir saman. Meðalskiptaverðmætið pr. kg á Austfjörðum var þannig 9,58 kr. og á Norðurlandi 9,48 kr. á sama tíma og það var 7,80 kr. á minni togurum á Suðurlandi og 8,62 kr. á Vestfjörðum. Annað kemur hins vegar út úr dæminu þegar litið er á meðal- skiptaverðmæti á hvern úthalds- dag. Þá eru Vestfirðingar hæstir með 107.510 kr., en þeir eru jafn- framt með langmestan afla á hvern úthaldsdag eða tæplega 12,5 tonn. Næstir koma Austfirð- ingar með 86.090 kr. skiptaverð- mæti á úthaldsdag og afli þeirra nam 10,7 tonnum á dag að með- altali. Norðlendingar komu næst- ir með 85.900 kr. pr. úthaldsdag og rétt rúmra 9 tonna afla á dag, en Sunnlendingar reka lestina með 83.560 kr. á úthaldsdag, þrátt fyrir næstmesta meðalafla á dag, eða 10,7 tonn. Skýrist þetta af lágu meðalskiptaverð- mæti á hvert kíló. Hjá stærri togurunum snýst dæmið við varðandi landshluta því reykvískir og hafnfirskir togarar af stærri gerð ná betri ár- angri en þeir akureyrsku, sam- kvæmt þessu yfirliti LÍÚ. Fyrir sunnan er meðalskiptaverðmæti á kíló 8,60 kr. en 7,81 kr. fyrir norðan. Meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag er kr. 95.036 hjá tog- urum á höfuðborgarsvæðinu og meðalafli á úthaldsdag er 11 tonn, en hjá Akureyrartogurun- um er meðalskiptaverðmæti 101.684 kr. á dag, enda dagsafli þeirra meiri en þeirra sunn- lensku, eða um 13 tonn á hvern úthaldsdag að meðaltali. HS Kynning á sam- vinnuvörum Starfsmannafélög KEA og verksmiðja SÍS og Landssam- band ísl. samvinnustarfsmanna gangast fyrir kynningu á sam- vinnuvörum í samkomusal verksmiðjanna, Félagsborg, nk. laugardag og sunnudag. Er þetta í samræmi við samþykkt sem gerð var á 10 ára afmæli LÍS og er markmiðið að vekja athygli almennings á þessum vörum og hvetja fólk til að kaupa þær og auka þar með at- vinnu í Iandinu og bæta hag þjóðarinnar. Kynningin um helgina stendur frá kl. 14-18 báða dagana. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill. Kynntar verða vörur frá Ullarverksmiðjunni Gefjunni, Skinnaverksmiðjunni Iðunni, föt og skór frá ACT, vörur frá Mjólkursamlagi KEA, Brauð- gerð KEA, Kjötiðnaðarstöð KEA, Efnagerðinni Flóru og Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Einnig munu Samvinnutryggingar og Húsnæðissamvinnufélagið Búseti kynna starfsemi sína. Skemmtiatriði verða á klukku- stundar fresti. Allir gestir fá ókeypis happdrættismiða og í vinninga eru innlendar sam- vinnuvörur. Myndbönd verða í gangi og verður þar sýnt ýmiss konar efni um samvinnuhreyfing- una. Má því segja að á boðstól- um verði efni við allra hæfi og ætti fjölskyldan að geta komið í Félagsborg og skoðað, smakkað og skemmt sér. .. „ x Hann hafði víst verið heldur tregur við Torfunefsbryggjuna sá guli, og held- ur er þessi af smærrí gerðinni. Enda fékk hann að halda tórunni. Mynd: KGA Sækir um lóð fyrir miðbæjarmarkað „Þessi lóð er sérstaklega hugs- uð fyrir miðbæjarmarkað og kannaðar verða aðstæður til að setja slíkan markað upp þar," sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri, þegar hann var inntur eftir umsókn kaupfé- lagsins um lóðina Skipagötu 7-9, þar sem Gleraugnaþjón- ustan er og sunnan hennar. „Til samanburðar kemur einn- ig lóðin sem Kaupfélag verka- manna stendur á og einnig bygg- ingareitur 13a, en það má segja að allir þessir staðir komi til álita. Eins og nú horfir virðist Skipa- gata 7-9 vænlegasti kosturinn." Valur sagði að á næsta ári myndi kaupfélagið fyrst og fremst leitast við að ljúka þeim verkefnum sem nú eru í gangi, þ.e. byggingu verslunarhúss á Dalvík og áframhaldandi fram- kvæmdum við hótelið, þannig að það er ekki búist við að hafist verði handa um þetta á næsta ári, það biði lengri framtíðar. HS „Það er gert ráð fyrir svip- uðu veðri á Norðurlandí í dag og á morgun, hægri austanátt," sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í morgun. „A föstudag verður áttin norðaustan, þá fer veður heldur kólnandi og um Ieið gæti orðið slydda eða slydduél fyrir norðan. # Hálfmánar og halastjörnur „Hefurðu heyrt um nýju leyni- útvarpsstöðina, i eínka- rekstri meira að segja, sem rekin er á Akureyri," sagði kunningi S&S, kominn alla leið að sunnan, um leið og hann sparkaði upp hurðinni. Síöan lagðist hann flatur á gólfteppiö og brosti dular- fullt. Þegar hann fékk ekki annað svar en spurnarsvip: „Húsnæði hennar var meira að segja tekið f notkun með pomp og prakt og hálf mánum um síðustu helgi," sagðl hann og belt í halastjörnu sem hann dró úr pússi sínu. Með það var hann rokinn og gaf öngvar skýringar á þess- ari leynilegu einkastöð, sem hann sagði rekna á Akureyri. # Enginn er ómissandi Frammistaða íslendinga f landsleiknum gegn Wales kom verulega á óvart og megum við svo sannarlega vel vlð una að sleppa með 2:1 tap. Margir óttuðust að liðið myndi brotna niður án þeirra Ásgeirs, Atla og Janusar en svo fór þó ekki og sýnir það best að enginn er ómissandi. Það er annars umhugsunar- efni hve erfiðlega gekk að ná í atvinnumennina í þennan leik. Ásgeir gat ekki leikið vegna þess að hann þurfti að leika með liöi sínu - kvöldið áður!!! og Atli þurfti að bjarga sökkvandi skipi fótboltaliðs Þuslaraþorps. 0 Kostuleg yfirlýsing Það var annars kostuleg yfir- lýsing sem Atli Eðvaldsson lét frá sér fara í viðtalí við eitt Reykjavfkurblaðanna fyrir landsleikinn við Wales. Atli sagði þar að KSÍ þyrftl að ganga hart eftir því við félög- in að þau létu leikmenn lausa (landsleiki eins og ákvæði í samningum segja til um. Svíamir gerðu þetta misk- unnarlaust og hótuðu mála- ferlum ef félögin létu menn- ina ekki lausa og eina leiðin fyrir KSÍ væri að beita sömu brögðum. Síðan kom þetta venjulega kjaftæði um heið- urinn fyrir að leika fyrir ís- lands hönd og það kom þvf verulega á óvart þegar Atli lýsti því yfir að hann kæmist ekki í landsleikinn. Þuslara- þorp hafði gert hann að fyrir- liða vegna meiðslá annarra lefkmanna og þá gleymdist heiðurinn og harkan sem áður hefur verið getið um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.