Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 3
19. desember 1984 - DAGUR - 3 Vígsluhátíð í Síðuskóla Vígsluhátíð 1. áfanga Síðu- skóla á Akureyri fer fram í dag. Þessi fyrsti áfangi var tek- inn í notkun í haust en er nú að verða fullbúinn að sögn Ingólfs Ármannssonar skólastjóra. Húsnæðið verður til sýnis fyrir boðsgesti kl. 15 í dag. Þar flytur húsameistari Akureyrar ávarp og gerir grein fyrir hönnun hússins og áframhaldandi byggingar þess. Ingólfur Ármannsson skólastjóri gerir grein fyrir þeirri starfsemi sem þegar fer fram í skólanum og nemendur annast skemmtiþætti. Að lokum verða kaffiveitingar. Kl. 17-19 í dag er svo húsið opið almenningi. Þar gefst fólki kostur á að skoða húsakynni skólans, ýmsar uppákomur verða á dagskrá og veitingar á boðstól- um. Lítið um slys í nóvember Nóvembermánuður var slysalítill umferðarmánuður á Norðurlandi ef marka má upplýsingar Umferðarráðs. Af 74 skráðum umferðar- slysum á svæðinu frá Húna- vatnssýslum austur í Þing- eyjarsýslur, varð aðeins eitt umferðarslys þar sem meiðsli urðu á fólki. Þetta slys varð í Eyjafjarð- arsýslu og urðu tveir fyrir meiðslum. Á Akureyri varð 41 umferðaróhapp, í Skagafirði 9 óhöpp, Húnavatnssýslum 5, Eyjafjarðarsýslu 11, Húsavík 6 og Siglufirði 2 umferðar- óhöpp. í þessum óhöppum var aðeins um eignatjón að ræða. - ESE ísiendingar 18 ára og eldri: Fimmd Iwer notar VISA Þann 10. desember sl. var rétt ár liðið frá því viðskipti hófust hér innanlands með VISA-kortum. Fjölgun korthafa hefur orðið mjög ör. Þeir eru nú rúmlega 26.000 talsins, sem samsvarar um 20% af þjóðinni yfir 18 ára aldri, eða þriðju hverri fjölskyldu á landinu. Aukning hjá VISA ÍSLANDI hefur orðið meiri en hjá nokkru öðru VISA-félagi í heiminum á sama tíma, og mun fleiri lands- menn hlutfallslega nota VISA- kort en gengur og gerist meðal annarra þjóða. VISA-korthafar í heiminum eru nú 111 milljónir alls, verslun- ar- og þjónustuaðilar sem veita VISA-þjónustu 4,1 milljón. VISA-þjónustuhandbók Út er komin fyrsta þjónustu- handbók VISA ÍSLANDS. Bók- in sem er 100 bls. inniheldur yfir- lit um alla þjónustustaði VISA hér innanlands. Eru þeir flokkað- ir bæði eftir verslunar- og þjón- ustugreinum og eins eftir kaup- stöðum og kauptúnum á lands- byggðinni. Má þar m.a. sjá að unnt er að skipta við ánamaðka- sala, túnþökusala og hestaflutn- ingaaðila með VISA-kortum, auk flest allra annarra sölu- og þjónustuaðila. Ný gerð VISA-korta Á næstu 12 mánuðum munu ný og enn fullkomnari VISA-kort leysa eldri gerðina af hólmi. Nýju VISA-kortin eru búin margvís- legum bæði leyndum og sýni- legum öryggisþáttum. VISA-merkið, blátt, hvítt og gult er á sínum stað en auk þess skreytir bréfdúfa, gerð með leisi- geislatækni, framhlið nýja kortsins. Persónulegur dulmálslykill mun innan tíðar fylgja hverju korti, sem mun gera VISA-kort- höfum kleift að nálgast skotsilfur í skyndibönkum á um 6.000 stöð- um í heiminum jafnt á nóttu sem degi. VISA-heimskerfið er víðfeðm- asta greiðsluskiptanet veraldar. Það nær til yfir 160 landa með yfir 157.000 VISA-bönkum og sparisjóðum. í undirbúningi er að skjóta sérstökum VISA-gervi- hnöttum á braut um jörðu til að auðvelda enn frekar verslun og greiðsluskipti milli landa. 83 JAN FEB MAR APR MAI JUN JÚL AG SEPT OKT NOV Eins og sjá má á þessu súluriti hefur korthöfum fjölgaö jafnt og þétt. Þói minnum við á jólaskraut, jólaseríur, jóíapappír, jólakort og jkira fyrir jólaunárbúmginn Úrvdaf kikföngam í jóJapakkam

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.