Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. desember 1984 - segir Smári Sigurðsson formaður Hjálparsveita skáta um flugeldasöluna „Við byrjum að selja flugelda fyrsta virka dag eftir jólin og það er opið hjá okkur til kl. 4 á gamlársdag. Undanfarin ár höfum við verið í Alþýðuhús- inu, en nú í ár verðum við í eigin húsnæði sem við keyptum á síðastliðnu ári og höfum innréttað og tekið í notkun. Þar verður aðalútsal- an, en einnig verðum við með flugeldasölu á hefðbundnum stöðum við verslunarmið- stöðvar. Sunnudaginn fyrir áramótin verðum við fram í Vín.“ Það er Smári Sigurðs- son formaður Hjálparsveitar skáta á Akureyri sem er í Viðtali Dags-ins og hann ætl- ar að fræða okkur um flug- elda og flugeldasölu. „Við erum löngu byrjaðir að vinna að þessu, þetta er allt unnið ári fyrirfram. Það eru gerðar pantanir um miðjan janúar, við pöntum flugelda í gegnum Landssamband Hjálp- arsveita skáta en þeir eru stærstu innflytjendur flugelda á landinu. Við fáum vörur frá Bretlandi, Kína, Þýskalandi og svo erum við líka með íslenskar vörur. Það er alltaf dálítil áhætta að panta svona löngu fyrirfram, við vitum aldrei hversu mikið selst.“ - Eru einhverjar tískusveifl- ur í flugeldakaupum? „Ja, svokallaðar „airbom“ hafa verið mjög vinsælar undan- farin ár, en nú er búið að banna þær. Þetta voru sprengjur sem skotið var upp í loftið með ægi- legum hvelli, ég held að hávað- inn hafi aðallega valdið því að þær voru bannaðar. Annars eru fjölskyldupakkarnir alltaf vinsælastir, þar er eitthvað við allra hæfi, bæði fyrir fullorðna og börn og svo er veittur 25% afsláttur er slíkir kassar eru keyptir.“ - Verðið þið með einhverjar nýjar vörur? „Já, við fáum töluvert af nýj- um vörum í ár, það má nefna 1 og Vi tommu tívolíbombu, það er svona míníútgáfa af bombun- um sem við erum með í sýning- unum. Við verðum með nýja ís- lenska flugelda. Við höfum reyndar alla tíð verið með ís- lenska flugelda en þeir hafa bara ekki selst vel. Það hefur háð þeim að umbúðirnar hafa verið litlausar, en litadýrð um- búðanna hefur alltaf mikið að segja í sölu. Núna eru íslensku flugeldarnir með myndum af stjórnmálamönnum utan á, svo fólk getur keypt Steingrím eða Svavar og skotið upp um ára- mótin." - Hvernig er það, eru ís- lensku flugeldarnir samkeppnis- hæfir við aðra innflutta? „íslenskir flugeldar eru alveg ágætir, en hafa verið dálítið dýrir og ekki geta keppt við t.d. kínverska í verði, en þeir eru örugglega betri að mörgu leyti. íslensku flugeldarnir hækka til- tölulega minna en aðrir núna, þeir kosta eitthvað um 150 krónur. Fólk hefur ekki verið ginnkeypt fyrir þessum flugeld- um vegna lélegra umbúða.“ - 150 krónur segirðu, er það algengt verð á flugeldum? „Þú getur fengið flugelda frá 7 krónum og uppúr, en almennt má segja að það sé um 150-200 krónur. Fjölskyldupakkarnir eru til í 4 stærðum og kosta frá 650 krónum upp í 2.000 krónur sá stærsti." - Er þetta ekki talsvert fé sem þið fáið með þessari flug- eldasölu? „Við gefum ekki upp neina tölu, en það er óhætt að segja að um töluverðar upphæðir er að ræða. Þetta er nú líka dýrt í innkaupum og það má koma fram að þetta er nánast eina fjáröflunarleið hjálparsveit- anna.“ - Þið gerið pantanir í janúar, er ekki erfitt að áætla hversu mikið kemur til með að seljast að ári? „Jú vissulega. Veðrið skiptir miklu máli fyrir söluna, ef veðr- ið er vont er nánast engin sala, en við höfum verið heppnir með veður og selt svo að segja upp það sem við höfum pantað. Við reynum frekar að hafa of mikið, svo að allir fái eitthvað og það hefur gengið vel, en því er samt ekki að leyna að sala á flugeld- um hefur minnkað verulega undanfarin ár.“ - Er þetta ekki hættulegt sport að skjóta upp flugeldum? Með góðum mat þarfgóðan drykk veljið því Smári Sigurðsson. „Það er alltaf viss hætta fyrir hendi, en ef menn fara eftir leiðbeiningum á flugeldunum þá á allt að vera í lagi. Það skiptir mjög miklu máli að hafa sterka og góða undirstöðu, Kiwanis- menn eru að selja sérhönnuð statív sem mætti benda fólki á að kaupa. Nú, ef menn skjóta utandyra því sem skjóta á þar og halda ekki á því sem ekki á að halda á, þá á allt að ganga slysalaust." - mþþ Enn um jólasveina í göngugötunni Ingimar Eydal skrifar: Aðdáandi jólasveinsins sér ástæðu til að skrifa lesendahorni Dags vegna svonefndra KEA- jólasveina, og hefur margt að gera athugasemdir um, þeir kunni aðeins 2-3 lög, tali ekki við börnin, kunni ekki sögur, þekki ekki heiðurshjónin Grýlu og Leppalúða o.fl. Sá sem þessar línur ritar hafði þá ánægju að vinna með ungu fólki úr röðum skáta að undirbúningi og fram- kvæmd þess sem upp á var boðið á svölum Vöruhúss KEA sunnu- daginn 9. des. Þeir sem að þessu unnu voru sammála um að of oft hefði verið boðið upp á sýningar eins og aðdáandi lýsir. Því settu þeir saman dagskrá sem byggð var á sögu og söngvum. í sögunni blandaðist saman grín og alvara og var í henni uppruna og for- eldrum jólasveina gerð ítarleg skil og lag sungið tileinkað þeim heiðurshjónum. Alls voru sungin 13 lög með milli 20 og 30 vísum og lögð var á það mikil áhersla að kunna bæði texta og sögu. Á síð- ustu stundu var þó ákveðið að til öryggis skyldu drög af sögunni standa á nótnapúltum á svölun- um. 5 lög sungu börnin með svo og jólasálminn sem sunginn var í lokin. Það kann að virðast út í hött að vera að svara öðrum eins firrum og aðdáandinn fór með en vegna þeirra sem ekki voru viðstaddir finnst mér rétt að skýra frá hvað þarna fór í raun fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.