Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 19. desember 1984 Bókasafn Grýtubakkahrepps flutt í nýtt húsnæði Bókasafn Grýtubakkahrepps er flutt í nýtt 80 fermetra húsnæði í nýrri skólabyggingu á Grenivík. Þar sameinaðist það skólabókasafninu, en hef- ur þó hvert safn fyrir sig sér- stakan fjárhag. Bókasafnið er opið 3 klukkutíma á viku. tíma á viku. Að sögn Björns Ingólfssonar skólastjóra er þarna um ansi merkt safn að ræða. „Líklega eru um 2.700 bækur í umferð, en það er eitthvað meira til. Við eigum eftir að fara í gegnum það betur, margar bókanna eru gamlar og illa farnar. í safninu eru margar merkar bækur og tímarit, t.d. Ármann á Alþingi og Fjölnir, einnig eigum við Sturlungu sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út á árunum 1816-17. Þá eigum við Skírni frá upphafi.“ Um upphafið segir Björn: „Fyrir 109 árum, eða 1875 var Lestrarfélag Grýtubakkahrepps stofnað og starfaði það fram að aldamótum er það var afhent Framfarafélagi Grýtubakka- hrepps. í Framfarafélaginu var áhersla lögð á landbúnaðarmál, en einnig menningu og við þessi skipti komst Lestrarfélagið veru- lega á legg. Það voru innheimt lestrargjöld og peningarnir not- aðir til bókakaupa. Árið 1931 var Nokkrir góðir gripir. Elsta bókin á safninu. Nemendur lesa myndablöð í frímínútum. Bókasafnsvörðurinn aðstoðar einn nemandann safnið afhent hreppnum og var fyrstu árin í umsjá Einars Ás- mundssonar í Nesi. Það hefur verið ansi þröngt á safninu, síðustu 15 árin var það í einu kjallaraherbergi, en nú horf- um við fram á betri tíma er safnið sameinast skólabókasafninu og kemst í nýtt 80 fermetra húsnæði í skólahúsinu. Það sem kannski er merkileg- ast í þessu, er að fyrsta bókin sem safnið eignaðist er ennþá til, 109 ára gömul. Það er Lestrarbók handa alþýðu á íslandi eftir Þór- arin Böðvarsson. Þetta er ein- hvers konar alfræðibók, það er allur fjandinn í henni, heilræði, dæmisögur, landafræði, jarð- fræði, líffræði og trúarbrögð og í henni er fjöldi mynda, sem er mjög óvenjulegt fyrir bækur sem gefnar eru út á þessum tíma. Þetta er líka löng bók, yfir 400 blaðsíður með þéttu letri,“ sagði Björn Ingólfsson að lokum. -mþþ n Minning T Jónína Stefánsdóttir Fædd 2.6 1909 - Dáin 20.11 1984 í Grundarkirkju 30. nóvember sl. við kistu Jónínu Stefánsdóttur, hvarf hugur minn áratugi aftur í tímann til síðasta vetrar á bernskuheimili mínu að Dverg- stöðum. Jónína frá Kristnesi kom til okkar, en faðir okkar hafði lát- ist fáum vikum áður og móðir okkar hálfu öðru ári fyrr. Hún kom með hlýja fallega brosið, annaðist yngsta barnið, sem þá var á öðru ári. Hún aðstoðaði aldraða föðursystur okkar við bústörf, og Kristín, systir hennar, rétti okkur líka hjálparhönd. Þær systur töluðu aldrei um foreldra- missi né upplausn heimilisins, sem þá var óumflýjanleg. Nær- vera þeirra systra var okkur ör- uggt skjól. Orð voru óþörf. Næsti vetur minn leið hjá Kristínu, er þá var ráðskona hjá Friðjóni Ólafssyni, bónda í Reykhúsum, sem var frændi hennar og fósturbróðir. Þorgerð- ur, elst þeirra systra í Kristnesi, var þá daglegur gestur og aldrei hef ég heyrt snjallari orðræður en er þau frændsystkinin, hún og Friðjón, leiddu saman hesta sína. Bæði gáfuð, lesin og fljót að nema allar hræringar í þjóðfélag- inu og heimsviðburðum. Ekki ætíð sammála en orðsnilld þeirra slík, að þarna var ég í háskóla, það varð mér ljóst löngu síðar. Margt kvöldið fórum við Stína og Friðjón í Kristnes. Kvöldkaffið hjá Jónínu var ætíð veisla, hún var slíkur gestgjafi er veitti af auðlegð hjartans. Hún stóð þá og lengi síðan fyrir búi með föður sínum, en móðir hennar, Rósa Helgadóttir, og bróðirinn, Stefán Jón, þá aðeins 6 ára, iétust bæði er Jónína var 11 ára. Fáar vikur liðu milli andláts þeirra. Þau sár er Jónína, þetta viðkvæma og fíngerða barn, hlaut þá, munu aldrei hafa gróið til fulls. Sama má segja um föður hennar, Stef- án Jónsson, bóndann í Kristnesi. Slíkt áfall verður þyngra þeim sem dulur er og fáskiptinn. Stef- án er mér minnisstæður, virtur, viðmótsþýður og fluggáfaður. Kona hans, sem lést svo löngu fyrir aldur fram, var falleg og vel gefin að sögn þeirra sem þekktu hana. Ég sá hana aldrei, var að- eins fárra ára við andlát hennar. Dætur þeirra Rósu og Stefáns, - verði mér hugsað til einnar þeirra þá koma þær allar í huga minn. Svo líkar og þó ólíkar. Hver þeirra hafði sinn lífsstíl. Allar fengu í vöggugjöf gáfur og listfengi svo af bar. Engin þeirra var í þörf fyrir hylli fjöldans. Þorgerður orti ljóð, er voru slík listaverk, að höfundi þeirra mætti hiklaust skipa á bekk með þjóð- skáldum okkar. Kristín átti svo haga hönd, að verkin sýndust gerast án áreynslu í höndum hennar, það var töfrum líkast. Hjá henni þótti hjúunum aldeilis frábær vist og unglingar á heimil- inu hlutu besta uppeldi. Hún var mér sem móðir er ég var á mótum bernsku og æsku. Aðal- björg, næst yngsta systirin, giftist Aðalsteini Jónssyni á Haildórs- stöðum í Reykjadal. Hjá þeim var ég sumarið 1932. Mér fannst þau fallegustu hjónin í sveitinni og með þeim jafnræði. Árið 1944 fluttu þau með börn sín í Krist- nes og eiga þar heimili nú. Vanti mig sól í sálarkofann hef ég sam- band við þau hjón og þá birtir þegar til. Jónína, yngsta systirin, hún sem var að kveðja okkur. Má vera, að hún hafi verið fjölhæfust þeirra, en vegna hlédrægni henn- ar og feimni duldist þetta öðrum en hennar nánustu, - þeim sem eiga listmuni sem hún vann og vissu að hún unni tónlist, var bókelsk og margfróð. Aðall hennar var háttvísi og mildi. Hún átti þá mjallarhönd sem hlúði að öllu lífi, jafnt blómunum fögru í garðinum sínum og systurbörn- unum, sem ólust upp í Kristnesi. Hún hjúkraði þeim er áttu sínar síðustu ævistundir á heimili hennar. Þeirra á meðal var systir- in Þorgerður, en hún lést aðeins 38 ára. Syni hennar, Þormóði Helgasyni, sem þá var á barns- aldri, gekk Jónína í móðurstað. Trúlega var hann henni hjart- fólgnastur allra. „Að lifa og vera öllum góður, þannig er mannlífið að eilífu stærst.“ Sérstæð birta stafaði frá henni, allt var fallegt og allt var auðvelt í návist hennar. Við okk- ar síðustu fundi var hún björt og hlý. Mér virtist hún heilbrigð, þó hafði hún þá orðið að ganga gegnum þrautafulla læknismeð- ferð. Þetta var þó aðeins hlé. Eft- ir stutta legu heima var hún flutt á sjúkrahús, þar sem hún lést fáum dögum síðar. Til hins síð- asta átti hún brosið hlýja handa ástvinum er komu að dánarbeði hennar. Ég á henni skuld að gjalda. Hún hefur gefið mér trú á, að hið góða og sanna, réttlæti og mannúð, sé enn til. í hörðum heimi, þar sem hnefaréttur og grimmd ráða, þar sem hinn veiki er miskunnarlaust fótum troðinn, - þá gefur minningin um hana mér þá vissu að lífið sé enn nokk- urs vert. Aðalbjörgu Stefánsdóttur í Kristnesi og ástvinum hennar sendi ég samúðarkveðjur. Freyja Eiríksdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.