Dagur - 30.01.1985, Side 4

Dagur - 30.01.1985, Side 4
4 - DAGUR - 30. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bíða sunnanmenn eftir stóriðju? Baldur Hermannsson skrifar kjallaragrein í Dagblaðið Vísi sl. miðvikudag. Baldur er kunnur fyrir að taka stórt upp í sig og ef hann skrifar af sannfæringu þá telst hann til öfga- manna. í áðurnefndri grein sinni fjallar hann um „upphlaup" Finnboga Jónssonar í stjórn Landsvirkjunar og telur að Hjörleifur Gutt- ormsson hafi att Finnboga út á foraðið. Telur Baldur Hjörleifi nær, að greiða vexti og af- borganir af þeim hálfa þriðja milljarði, sem hann skuldi okkur fyrir að klúðra samningum við Alusuisse. En Baldur kemur víðar við. Hann segir m.a. um störiðju: „Kommarnir eru alltaf með svona samsæriskenningar í gangi og er það líklega eins konar menningararfur frá gömlu, góðu dögunum, þegar kommar létu sig dreyma um byltingu á íslandi. En það leynist samt sem áður ákveðin vits- munaglæta í þessum nýjustu samsæriskenn- ingum þeirra, og hún er auðvitað sú, að vissu- lega væri það vel til fundið að auka nú orku- forðann og selja hann á einu bretti til erlendr- ar stóriðju. Okkur bráðvantar nefnilega meiri stóriðju á íslandi. Okkur vantar álverksmiðjur, járn- blendiverksmiðjur, kísilmálmverksmiðjur, okkur vantar stækkun í Straumsvík og okkur vantar erlent fjármagn, því það er ekkert vit í því að eiga þessar verksmiðjur sjálfir. Og við eigum ekki að vera að þröngva þess- um stóriðjuverum upp á dreifbýlisfólk, sem vill ekki annað sjá en rollur, fisk og byggða- stefnu. Við eigum að velja þeim stað hér syðra, því hér er tæknikunnáttan, menntunin og viljinn til átaks og gróða. Menn eiga að hætta þessu eilífa hjali um ál- ver í Eyjafirði. Eyfirðingar vilja ekki stóriðju og það er þeirra mál. Þeir eru hræddir við mengun. Þeim finnst sælla að senda börnin sín suður til vinnu en kafna sjálfir í fnyknum af loðdýrabúum og loðnubræðslum. Hver hef- ur sinn smekk.“ Þannig talar Baldur Hermannsson. Þótt öfgarnar séu miklar, þá er örlítil „vitsmuna- glaeta" í þessum orðum. Það er nefnilega nokkuð víst, að sterk öfl á höfuðborgarsvæð- inu bíða þess með óþreyju, að Eyfirðingar kasti öllum áformum um stóriðju út í hafs- auga. Þá er nokkuð víst, að stóriðjukostum verður tekið opnum örmum syðra og fólks- flóttinn suður yfir heiðar magnast enn frekar en orðið er. Þessi staðreynd undirstrikar enn frekar þá stefnu sem Dagur hefur haldið á lofti í stóriðjumálinu; við megum ekki kasta frá okkur tækifærum í atvinnuuppbyggingu að óathuguðu máli. Norðlendingar mega ekki láta ýta sér aftur „inn í torfkofana", eins og Baldur orðar það. Þess í stað verður að hefja sókn til framfara. - GS Skákþing Akureyrar: HÖRÐ KEPPNI 0G TVÍSÝN! Kári Elíson, skákmeistari Akureyrar 1984, tekur við bikarnum úr hendi Gylfa Þórhallssonar, skákmeistara Akur- eyrar 1983. Mynd: ESE Tómas Hermannsson sigraði i unglingaflokki Skákþing Akureyrar hófst 20. janúar sl. Teflt er í þrem flokkum. í A-flokki eru sex þátttakendur og verður tefld tvöföld umferð. Keppnin er hörð og tvísýn en eftir þrjár umferðir er staðan þessi: Áskell Örn Kárason 1,5 v. og biðskák. Kári Elíson 1,5 v. og biðskák. Jón G. Viðarsson 1 v. og biðskák. Pálmi R. Pétursson 1 v. og biðskák. Gylfi Þórhallsson 1 v. og biðskák. Árnar Þorsteins- son 0 v. og biðskák. Eins og sjá má er staðan óljós vegna biðskáka. I B-flokki tefla átta keppendur og efstur eftir þrjár umferðir er Sveinbjörn Sigurðsson með 3 v. Annar er Sigurjón Sigurbjörns- son með 2 v. og eina skák óteflda. í unglingaflokki tefla sjö kepp- endur og er flestum skákum lokið. Sigurvegari varð Tómas Hermannsson með 4,5 v. Annar varð Skafti Ingimarsson með 4 v. en mögulegt er að fleiri keppend- ur nái þeim vinningafjölda. Að lokum birtist hér skák úr annarri umferð í A-flokki. Pessi skák er gott dæmi um það hversu lítið má út af bera í keppnisskák. I 10. leik leikur Jón Garðar óná- kvæmt og Gylfi refsar honum með glæsilegri taflmennsku. Hvítt: Jón Garðar Viðarsson. Svart: Gylfi Þórhallsson. 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-b5 6. Bb3-Rxe4?! 7. d4?!-d5 8. dxe5-Be6 9. c3-Bc5 10. Bf4?-g5! 11. Bg3-h5 12. Rd4-h4H 13. Rxc6-hxg3!! 14. Rxd8-Bxf2+ 15. Hxf2 (ef Khl þá Hxh2 mát) - gxh2+ (Ef Khl þá Rxf2 mát) 16. Kfl-hl D+ 17. Ke2-Bg4+ 18. Hf3-Bxf3+ 19. Kxf3-Hh3+! 20. Kg4 (Ef Ke2 þá Dxg2 og Hhl mát) 20. - Hg3+ gefið Hvítur er mát eftir Kf5-Dh7 #

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.