Dagur - 30.01.1985, Page 8
8 - DAGUR - 30. janúar 1985
Keramikstofan
auglýsir
Munið opnunartímann alla daga milli kl. 4 og 6.
Alltaf eitthvað nýtt að koma bæði í mótum, módelleir
og litum.
Keramiknámskeiðin eru byrjuð. Þeir sem áhuga
hafa á næsta námskeiði hafi samband í síma
24795.
Keramikstofan
Sunnuhlíð 7b. Gengið inn frá Sunnuhlíð.
® Tölvuskóli M.A.
Vegna mikillar aðsóknar verða haldin aukanámskeið sem
hér segir:
1. Einkatölvur (PC) og notkun stýrikerfis
(4.-22. febr.)
2. Tölvubókhald (25. febr. - 15. mars.)
Hægt er að bæta örfáum nemendum við á hvort nám-
skeið.
Ennfremur minnum við á eftirtalin námskeið, þar sem
enn er ekki fullbókað:
1. Turbo-Pascal (4.-22. febr.)
2. Gagnasafnskerfi (dBase II o.fl.)
(25. febr. - 15. mars.)
Öll námskeiðin standa yfir í þrjár vikur, tvisvar í viku, samtals
18 tímar auk opinna æfingatíma.
Kennsla fer fram í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri klukk-
an 20.00-22.00. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði
er 12 en lágmarksfjöldi 8. Hver þátttakandi hefur tölvu fyrir
sig. í lok námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal.
Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu Menntaskólans
á Akureyri, sími 25660.
Bent skal á að margir endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga
veita styrki til þátttöku á þessum námskeiðum.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi
Þormmaturínn
flýgur út
Höfum glæsilega
þormbakka
og einnig þorramat
í lausri vigt
við ailra hæfi
DAGUR
DAGUR
Ritstjórn
Auglýsingar
Afgreiösla
Sími (96) 24222
tMinning:
Páll Sigurðsson
kennari
Fæddur 20. júní 1899 - Dáinn 20. janúar 1985
Laugardaginn 26. jan. sl. var til
moldar borinn á Akureyri tengdafað-
ir minn, Páll Sigurðsson fyrrv. kenn-
ari og skólastjóri, sem andaðist að-
faranótt sunnudagsins 20. s.m. eftir
sex vikna legu á Fjórðungssjúkrahús-
inu. Hann var 85 ára er hann lést.
Vegna langra kynna og tengda tókst
með okkur vinátta og ég held ég
megi segja að við höfum verið góðir
vinir. Mér er því ljúft að minnast
hans með örfáum orðum, - nú þegar
hann er allur.
Páll Sigurðsson fæddist 20. júní
1899 að Merkigili í Hrafnagilshreppi
í Eyjafirði. Foreldrar hans voru
Guðrún Rósa Pálsdóttir, skagfirskrar
ættar, og Sigurður Sigurðsson, sem
var Húnvetningur að ætt. Þau Merki-
gilshjón eignuðust sjö börn og var
Páll yngstur þeirra. Nú hafa öll þessi
vel gerðu og myndarlegu systkini
safnast til feðra sinna.
Þrátt fyrir skagfirskan og hún-
vetnskan uppruna sinn, taldi Páll sig
ávallt, með réttu, Eyfirðing. Og
Eyjafjörður æskuslóðanna var hon-
um afar kær, - þar þekkti hann
hverja þúfu, hæð og stein í landslagi.
Var gaman að njóta leiðsagnar hans
á smáferðalagi inn í Eyjafjörð á fögr-
um sumardögum.
Merkigilshjón munu hafa búið
mjög þokkalegu búi að þeirra tíma
hætti og talist vel bjargálna. Þau
komu börnunum sjö vel til manns og
þau vöndust við alla algenga sveita-
vinnu á uppvaxtarárunum. Tveir
bræður Páls urðu síðar kunnir bænd-
ur á heimaslóð.
Mér er til efs að hugur Páls hafi
nokkurn tíma hneigst til bóndastarfs.
En sveitin og búskapurinn áttu alltaf
ítök í honum.
Eitthvert lífsstarf varð þó ungi
maðurinn að velja sér. Hann afréð
að fara í Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi
vorið 1921, 22ja ára að aldri. Þaðan
lá svo leiðin í Kennaraskólann í
Reykjavík þar sem hann lauk kenn-
araprófi 1924. Þar með var ævistarfið
ráðið, kennarastarfið, sem hann var
kunnastur fyrir og hann stundaði
lengst af fram á eftirlaunaaldur.
í skólum fór orð af Páli sem af-
burða námsmanni. Einkum voru það
tvær kennslugreinar sem hann tók
ástfóstri við, stærðfræði og íslenska.
Reikningsmaður var hann svo glögg-
ur að undrun sætti. Hann lék sér að
því að leysa hin erfiðustu dæmi í hug-
anum. Um kunnáttu og smekk Páls
á íslenskt mál bera ef til vill gleggst
vitni ýmsar þýðingar hans á bókum
úr erlendum málum, t.d. allmargar
barna- og unglingabækur. Mér er
kunnugt um að vandfýsnir gagnrýn-
endur fóru lofsamlegum orðum um
þýðingarnar og margir barnaskólar
keyptu bækurnar, m.a. vegna máls-
ins sem á þeim var. Þýðingar Páls
urðu nokkuð margar.
Skömmu eftir kennaraprófið verða
þáttaskil í lífi Páls, því 19. sept. 1925
kvænist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Vilborgu Sigurðardóttur frá
Brekkugerði í Fljótsdal. Þau munu
hafa kynnst í Möðrufelli í Eyjafirði
sumarið 1924 þar sem þau voru í
kaupavinnu.
Þeir sem til þekkja, vita að Vilborg
var stoð hans og stytta í lífinu, æðru-
laus í andstreymi, broshýr í meðbyr.
Fyrsta búskaparár sitt bjuggu ungu
hjónin á Svalbarðseyri þar sem Páll
kenndi við sveitarskólann. En árið
1926 liggur svo leiðin til Ólafsfjarðar
þar sem Páll var ráðinn við barna-
skólann. í Ólafsfirði bjuggu þau í
nítján ár, eða til ársins 1945, að þau
halda vestur í Fljótin, þar sem Páll
verður kennari og skólastjóri við
heimavistarskólann að Sólgörðum,
og Vilborg húsmóðir skólaheimilis-
ins. Þarna eru þau í sex ár. Eftir það
má segja að þau hjón séu á eins kon-
ar faraldsfæti um tíma. Eitt ár eru
þau á Stokkseyri þar sem Páll var
skólastjóri. Þrjú ár eru þau á Siglu-
firði þar sem hann stundaði ekki
fasta kennslu en nokkra stunda-
kennslu jafnframt ýmissi almennri
vinnu sem bauðst á þeim stað.
En árið 1955 flytjast þau svo til
Akureyrar þar sem þau hafa búið
síðan, ávallt að Gilsbakkavegi 5. Á
Akureyrarárum tekur svo Páll að sér
kennslu og skólastjórn við sveitar-
skólann á Hrafnagili. Við þetta starf
er hann í þrjú ár þar til hann kemst á
eftirlaunaaldur og hættir kennslu.
Óhætt má fullyrða að Ólafsfjarðar-
árin hafi verið athafnamesti tíminn á
æviskeiði Páls. Hann er þá í blóma
lífsins, kraftmikill, búinn góðum gáf-
um sem eftir var tekið. Kennaralaun
voru ekki há á þessum árum fremur
en nú. Hann þurfti því að verða sér
úti um aðra vinnu til að drýgja lág
launin. Skömmu eftir komuna til Ól-
afsfjarðar ræðst hann í það að koma
upp þaki yfir fjölskylduna, húsi sem
nefnt var Sunnuhvoll, Kirkjuvegur 9.
Síðar reisti hann svo viðbyggingu við
húsið. Auk þess höfðu svo hjónin kú
og kindur eins og alsiða var hér áður
fyrr í sjávarplássum. Páll vann því
mikið á þessum árum og lagði oft
verulega hart að sér við að sjá sér og
sínum farborða.
En þrátt fyrir brauðstritið gaf hann
sér þó tíma til að sinna ýmsum fé-
lags- og sveitarstjórnarmálum. í
hreppsnefndinni sat hann á árunum
1937—44. í stjórn sparisjóðsins var
hann í 18 ár. í stjórn Verkalýðs- og
sjómannafélagsins í nokkur ár. Páll
var bindindismaður og gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Góðtempl-
araregluna, m.a. lengi gæslumaður
unglingastarfs.
Eg er ekki í minnsta vafa um að
öllum þessum störfum hafi hann
gegnt af trúmennsku. Gamla nem-
endur hef ég heyrt lýsa þakklæti fyrir
kennslu hans. Kom þetta og glöggt
fram við útför hans.
Páll tengdafaðir minn var róttækur
í stjórnmálum. Á Ólafsfjarðarárum
fylgdi hann Sósíalistaflokknum að
málum og var eitt sinn á framboðs-
lista hans í alþingiskosningum í Eyja-
fjarðarsýslu. Þó var hann enginn te-
óríumaður og hafði engan metnað til
verulegra stjórnmálaafskipta. Hann
átti það þó til að taka til máls á
stjórnmálafundum, en var ætíð mál-
efnalegur, laus við alla persónulega
kerskni sem hann hafði ímigust á en
hélt fast við þann málstað sem hann
taldi réttastan.
Á hreppsnefndarárum Páls ráðast
Ólafsfirðingar í þau stórvirki að
koma upp hitaveitu og rafveitu og
fara að hugsa alvarlega um mál mál-
anna fyrir hafnlaust sjávarplássið, -
höfnina. Það er ég alveg viss um að
dugmiklum samstarfsmönnum hans
í hreppsnefndinni hafa ekki þótt ráð
hans og tillögur þær laklegustu áður
en til framkvæmdanna kom.
Páll tengdafaðir minn var ágætlega
skáldmæltur svo sem hann átti kyn
til. Hafði hann gaman af að búa tii
vísur og ljóð og fékkst talsvert við
það hér fyrr á árum. Kveðskapur
Páls var ætíð einlægur, rétt gerður og
oft afar fallegur, t.d. Ijóð hans um
æskubyggðina í Eyjafirði sem prestur
flutti við útför hans. Þá leituðu kórar
og söngflokkar á Siglufirði og í
Ólafsfirði stundum til hans með ljóð
við erlend lög. Var þá hafður sá hátt-
ur á að honum voru fengnar nóturnar
í hendur og síðan samdi hann eða
þýddi lauslega textana sem alveg
pössuðu við lag upp á nótu. Aldrei
þurfti að þröngva þeim að lagi. Þó
nokkuð margir söngtextar eru til eftir
Pál og stundum sungnir án þess að
höfundar sé getið. Finnst mér það
miður.
Eitt var það í eðli tengdaföður
míns sem var afar áberandi. Það var
hin ríka samúð hans með hinum
minnimáttar í lífsstríðinu. Þetta kom
ekki fram með orðum heldur með
gjörðum. Hann var og einlægur
fugla- og dýravinur og nutu þessir
málleysingjar oft góðs af gjörðum
hans, t.d. á hörðum vetrum.
Þegar líknarstofnanir sendu út
ákall um aðstoð við hungraða og
þjáða í heiminum, stóð ekki á við-
brögðum Páls Sigurðssonar. Hann
var rausnarlegur í framlögum sínum
án þess mikið væri um talað.\En
þetta fannst honum ekki nóg. Hann
tók því upp á þvf á seinustu árum að
safna flöskum á almannafæri og
koma þeim í verð. Andvirði sendi
hann ýmist til Hjálparstofnunar
kirkjunnar eða Rauða krossins og
varð þetta oft talsverður skildingur
þótt oftast fylgdi eitthvað með úr eig-
in vasa. Ég gæti nefnt mörg dæmi um
elju hans við söfnunina og þá skyldu
sem honum fannst hvíla á sér í þess-
um efnum, en sleppi því þar sem það
væri ekki að hans skapi. Þess má þó
geta að Hjálparstofnun kirkjunnar
færði honum alúðarþakkir við útför-
ina.
Páll og Vilborg eignuðust fjórar
dætur sem allar eru fæddar í Ólafs-
firði. Þær eru í aldursröð:
Guðrún Rósa, kennari, gift undir-
rituðum.
Margrét Kristrún, húsfreyja á
Ljósalandi í Vopnafirði, gift Helga
bónda Þórðarsyni.
Sigríður Guðný, hjúkrunarfræð-
ingur, ógift.
Álfhildur, kennari, gift Bárði Hall-
dórssyni menntaskólakennara og
forstöðumanni Námsflokka Akur-
eyrar.
Systurnar eru allar búsettar á Ak-
ureyri, - nema Margrét. - Barnabörn
og barnabarnabörn Vilborgar og Páls
eru þrettán talsins.
Ég vil svo að lokum þakka Páli
Sigurðssyni fyrir áratuga kynni, vin-
semdina og alúðina. Ég kveð hann
hinstu kveðju með þökk og virðingu.
- Blessuð sé minning hans.
Akureyri 27. dagjanúar 1985.
Eiríkur Eiríksson.