Dagur


Dagur - 22.02.1985, Qupperneq 4

Dagur - 22.02.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 22. febrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að undanförnu hafa verið talsverðar umræður um hugsanlegt háskólanám á Akureyri. Nefnd sem fjallaði um þau mál, að tilhlutan Ingvars Gíslasonar, fyrrver- andi menntamálaráðherra, hefur skilað álitsgerð sinni fyrir nokkru. Þar var gert ráð fyrir uppbyggingu háskóla- náms á Akureyri, í tengslum við Háskóla íslands. Álitsgerð nefndarinnar liggur nú í skúffu núverandi menntamálaráðherra, Ragn- hildar Helgadóttur, en lítið bólar á því hjá ráðherranum, að í bígerð sé að rífa þetta plagg upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd því sem þar er lagt til. Úr því þarf þó að verða fyrr en síðar. Einnig hefur verið reifuð sú byltingarkennda hug- mynd, að flytja Tækniskóla Islands til Akureyrar í heilu lagi. Hann eigi hvort eða er ekki þak yfir höfuðið í Reykja- vík. En auðvitað hristir Menntun Reykjavíkurvaldið bara haus- inn yfir slíkum hugmyndum. En það mætti svo sem setja upp útibú frá þeim skóla á Akureyri, segja talsmenn þess valds sem telja nafla al- heimsins hvergi annars stað- ar en í Reykjavík. Það mun hafa verið rætt í fullri alvöru, að staðsetja Tækniskólann á Akureyri þegar hann var stofnaður. Illu heilli varð ekki úr því. Enda hefur Reykjavík- urvaldinu oftast reynst það auðveldur leikur, að krækja í feita bita frá landsbyggðinni, ekki síst vegna þess hversu landsbyggðarmenn eru ósamstíga vegna eiginhags- muna hvers byggðarlags. Nærtækt dæmi er sú ágæta hugmynd, að setja væntan- er máttur legt þróunarfélag niður á Ak- ureyri. Ekki virðast líkur til að úr því verði, vegna andstöðu annarra byggðarlaga en Reykjavíkur. Á meðan hreppapólitíkin tröllríður landsbyggðinni glottir Reykjavíkurvaldið við tönn og skarar eld að sinni köku. Enda segja sumir talsmenn þess, að það sé þjóðhagslega hagkvæmast, að landið sporðreisist og allir lands- byggðarmenn flytji til Reykjavíkur. Nei, það þarf enginn að láta sér detta í hug, að Reykjavíkurvaldið færi Akur- eyri háskóla á silfurfati. Menn geta verið minnugir þess, að á sínum tíma kostaði það harða baráttu, að afla Menntaskólanum á Akureyri heimildar til að starfa sem fullgildur menntaskóli og út- skrifa stúdenta. Og allir sjá nú þann styrk sem sá skóli hefur veitt byggðarlaginu. Nú standa Akureyringar og Norðlendingar á tímamótum. Menntun er sá máttur sem kemur til með að vera þunga- miðjan í uppbyggingu alls at- hafnalífs, enn frekar en fyrr. Þess vegna þarf að sækja há- skólanám til Akureyrar með hörku — og það strax. í þeirri baráttu verða allir að leggjast á eitt; þingmenn, sveitar- stjórnarmenn og íbúarnir allir sem einn. Og þar er unga fólk- ið ekki undanskilið. Kennarar gera nú réttmætar kröfur til mannsæmandi launa, þó menn greini á um baráttu- aðferðina. Hvernig væri að norðlenskir nemendur setji fram kröfu um mannsæmandi háskólamenntun — í sinni heimabyggð? - G.S. Ljúfir Tjallatónar Þriðjudaginn 26. febrúar næstkom- andi verður mikið um dýrðir í Lundúnaborg. Og tilefnið er svei mér ekki af lakara taginu. Sjálf Lundúnafílharmónían ætlar nefni- lega að efna til tónleikahalds til ágóða fyrir byggingu tónlistarhallar handa stærsta fiskiþorpi í heimi, sem samkvæmt allra nýjustu heim- ildum mun vera einhver allra sól- ríkasti staður á jarðríki, enda áform uppi um að flytja til staðar þessa alla íbúa Isafjarðar svo þeir hætti nú að ástunda vitleysu á borð við gjaldeyrisöflun. Ætíi Tjallinn verði ekki bara látinn sjá okkur fyr- ir nauðsynlegum gjaldeyri framveg- is? % Síðbúnar stríðsskaðabœtur Það mun vera von á ýmsu stór- menni til fyrrnefnds tónleikahalds Lundúnafílharmóníunnar. Að sjálfsögðu mun hún Vigdís okkar verða þarna, og einnig mun gert ráð fyrir því að Kalli prins mæti á svæðið, en ekki er á þessari stundu vitað hvort hann verður með eða án lafði Di í þetta skipti, og að auki má svo búast við slatta af íslensku og bresku snobbliði þarna. Að sjálfsögðu verður fyrir því séð að við hérna uppi á klakanum verðum ekki af herlegheitunum, því til stendur að útvarpa beint frá sam- komunni, og mun í ráði að senda djasssérfræðing RÚV til að kynna, þó svo að ekki standi nú til að spila djass þarna. Hann getur sjálfsagt muldrað sínar kynningar fyrir því. Ekki er svo mér sé kunnugt áætlað að sjónvarpa frá þessum mikla við- burði, líklega af tillitssemi við heimasæturnar í Vopnafirði sem ekki hrepptu hann Kalla sinn, enda hafa þær ekki gengið í einkaskóla, en það mál kvað nú aðstoðarmaður menntamálaráðherra, eiginkona aðstoðarmanns ráðherra og for- maður útvarpsráðs (ein og sama manneskja) að leysa hið bráðasta. En þó að ekki verði sjónvarpað munu Póstur og sími og Hið mikla norræna fá sínar prósentur refja- laust. Bara að dreifikerfið bili nú ekki rétt einu sinni meðan á þessari merku útsendingu stendur. Tildrög þessa tónleikahalds mun vera koma þessara mætu lista- manna til Reykjavíkur þar sem þeir léku í Laugardalshöll og þótti víst ekki ýkja mikið til hljómburðarins þar koma. Þarna misstum við Ak- ureyringar alveg af lestinni. Við átt- um auðvitað að bjóða þeim að koma hingað og leika í Höllinni. Víst er að bæjarbúar hefðu fjöl- mennt til að berja hina heimskunnu listamenn augum. Um eyrnakon- fekt hefði að sjálfsögðu ekki verið að ræða af ástæðu sem öllum er kunnug. Ég er handviss um það að þessir listamenn hefðu ekki látið sér nægja að halda eina skitna tón- leika til ágóða fyrir sómasamlegan tónleikasal á Akureyri eftir slíka uppákomu, heldur heila tónleika- röð, þannig að við íslendingar yrð- um líklega búnir að eignast veglegt tónlistarhús á fögrum stað í miðju landsins innan tveggja til þriggja ára. Hinar síðbúnu stríðsskaðabæt- ur sem Tjallinn er núna loksins að reiða fram hefðu þannig orðið mun veglegri en ella. % Hin glataða listahátíð Einn þeirra manna sem að baki fyrrnefnds tónleikahalds í London stendur hváð mest, er hinn heims- frægi píanósnillingur, en að sama skapi misheppnaði KGB-njósnari Askenasy. Hann er jafnframt einn af frumkvöðlum þeirrar listahátíðar sem þjóðin færði Reykjavík á silf- urfati á sínum tíma. Það er kunn- ugra en frá þurfi að segja, að þeir Reykvíkingar eru fyrir löngu búnir að glopra þessari mjög svo ágætu hátíð niður í einhverja stórkostlega fjármálaendileysu sem auðvitað lendir endanlega á herðum allra skattborgara þessa lands. Nú munu uppi raddir um að fá framkvæmd hennar í hendur einkaaðilum. Hér eigum við Norðlendingar gullið tækifæri. Látum Menningarsamtök Norðlendinga bjóða í þetta, og svona til að blíðka frjálshyggjuliðið mætti stofna utan um þau fyrirtæki sem gæti til dæmis heitið Norðlensk menning hf. skammstafað Norð- menn (sem að vísu er hálfhallæris- leg skammstöfun enda þjóðar- heiti). Ef vel tækist til gætum við smátt og smátt náð undir okkur allri hátíðinni og jafnvel tónlistar- húsinu líka, enda fyrsta skóflu- stunga þess ekki ennþá tekin. 0 Stóriðju- möguleiki Akureyringar eru þekktir fyrir það að sækja illa þá menningarvið- burði sem á boðstólum eru í bænum, nema ef vera skyldi Ómar Þorfinn Ragnarsson, en Ómar Þorfinn Ragnarsson verður tví- mælalaust að flokka með merkustu menningarfyrirbærum þessarar ald- ar á landi hér. En þó að Akureyr- ingar sæki ekki allt of vel menning- arviðburði, þá eru þeir síður en svo hafnir yfir það að reyna að græða á þeim, sbr. leikhúsið, sem malað hefur gull í hirslur hinna ólíkustu aðila, líklega flestra þjónustufyrir- tækja í bænum, og jafnvel utan hans svo sem flugfélaga, í stuttu máli sagt allra nema ef til vill sjálfs leikfélagsins. Þessi viðleitni Akureyringa til að græða á menningunni hlýtur að snerta viðkvæman streng í brjóst- um einhverra nú þessa dagana þeg- ar orðið gróði er orðið einhvers konar lykilorð allrar þjóðmálaum- ræðu. Þannig kvartaði einmitt einn af frumkvöðlum tónlistarhússbygg- ingarinnar yfir því að fyrirtækin fengju ekki að græða svo þau gætu borgað brúsann. Auðvitað veit hann að fyrirtækin græða, en það þarf bara að reisa Stigahlíðarvillur yfir forstjórana og greiða sólar- landaferðirnar fyrir kjarnafjöl- skyldur þeirra áður en farið er að huga að hégóma eins og menningu. Sá hinn sami maður kvartaði einnig í téðu Moggaviðtali yfir rigningu í Háskólabíói. Og ég sem hafði ný- lega meðtekið þann fagnaðarboð- skap úr sjálfu Ríkisútvarpinu að það væri alltaf sólskin í Reykjavík. Ja, nú eru góð ráð dýr. Annað hvort lýgur Mogginn eða Útvarp Reykjavík. Hvað sem því líður þá munu hinir ljúfu Tjallatónar berast út yfir borg og bý. Það er bara leitt að Akureyringar búsettir í London skuli ekki mæta á svæðið með lúðraþyt og söng, Kalla, Askenasy og öllum hinum til fulltingis.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.