Dagur - 22.02.1985, Blaðsíða 11
22. febrúar 1985 - DAGUR - 11
Venus háít
í vestrí skín
- Helgi Hállgrímsson skrifar um stjömufræði
í hinu bjarta og kyrra
veðri undanfarinna
vikna og mánaða, hafa
sjálfsagt margir tekið eft-
ir skœrri stjörnu á
suður- og vesturloftinu,
þegar fer að líða að
kveldi. I janúar kom
hún upp fljótlega eftir
sólarlag, og var svo
björt að menn gátu tekið
feil á henni og bílljósum
eða götuljósum. Varð
mér það á sjálfum, eitt
sinn, að láta mér detta í
hug að þarna vœri gervi-
hnöttur á ferðinni, og
fyrirspurnir bárust um
þetta undraljós til Nátt-
úrugripasafnsins.
★ Ástarstjarnan
Sjálfsagt vita þó flestir, sem
komnir eru til vits og ára, að
þarna er jarðstjarnan eða plánet-
an Venus á ferðinni. Hún gengur
undir ýmsum nöfnum á voru
máli, en algengast mun að kalla
hana Kvöldstjörnu eða Morgun-
stjörnu, eftir því hvort hún birtist
eftir sólalag á kvöldin eða á und-
an sólaruppkomu að morgninum.
Vanalega er Venus kvöldstjarna
fyrri hluta árs en morgunstjarna
seinni partinn og vekur þá minni
athygli. Á þessu ári gengur hún
fyrir sól í byrjun apríl, og fer yfir
á morgunhimininn. (Sjá Alman-
ak Þjóðvinafélagsins.)
Venus er einnig kölluð Ástar-
stjarna, sem er í samræmi við hið
latneska heiti hennar, því Venus
var ástargyðja Rómverja sem
kunnugt er. Það er að sjálfsögðu
hún, sem Jónas kveður um í
Ferðalokum sínum („Ástar-
stjarna yfir Hraundranga"). Loks
var Venus oft bara nefnd Stjarna
eða Stjarnan í fyrri tíð hér á
landi, enda miðuðu menn tímann
við hana, áður en klukkur urðu
almennar, og var þá sagt að
stjarnan væri komin í þennan og
þennan stað, sem oftast voru ein-
hver örnefni í landslaginu (eykta-
mörk), svipað og sagt var um sól-
ina á daginn.
En vegna þess hve Venus er
breytileg í háttum sínum, eins og
aðrar jarðstjörnur, og stundum
lágt á lofti, var oft miðað við aðr-
ar stjörnur í tímatali, sem örugg-
ari voru, t.d. voru Fjósakonurnar
og Sjöstirnið gjarnan notuð í
þessum tilgangi, enda voru þær
fastastjörnur, þ.e. raunverulegar
stjörnur, sem Venus er ekki.
★ Ýmis fróðleikur
um Venus
Allir vita nú, að Venus er plán-
eta, önnur í röðinni frá sólu, og
fær birtu sína þaðan, alveg eins
og vor jörð, sem henni svipar
einnig mjög til, svo sem að stærð
og öðrum eiginleikum.
Venus hefur þykkt og mikið
gufuhvolf, og er það að sjálf-
sögðu höfuðástæðan fyrir því
hversu björt hún sýnist héðan
frá jörðinni, þVI gufan endurkast-
ar margfalt meira ljósi en fast
yfirborð. Þeir sem í upphafi vís-
indaaldar renndu augum til Ven-
usar í stjörnukíki, urðu fyrir
miklum vonbrigðum, því þar sást
sjaldan neitt annað en hinar
mjallahvítu skýjabreiður, sem
hylja hana gersamlega. Þetta
gufuhvolf er hins vegar öðruvísi
samsett en okkar lofthvolf. Lang-
mest af því er koldíoxíð (C02)
eða um 95%, en köfnunarefni
(nitur) er 3,5% en afgangurinn
ýmis efni, s.s. súrefni, vatnsgufa,
kolmónoxíð o.fl. Talið er, að í
50-80 km hæð sé þétt skýjabelti
úr brennisteinssýru, og auk þess
flúorbrennisteinssýra, sem báðar
eru mjög eyðandi og tærandi.
Þegar við þetta bætist, að hitinn
niðri við yfirborð plánetunnar,
undir hinum mikla skýjahjúpi,
sem gefur um 90 sinnum meiri
þrýsting en lofthvolf jarðar, er
um 450-500°C, er ekki hægt að
segja, að Venus sé sérstaklega
byggileg eða aðlaðandi fyrir líf-
verur. Þessi mikli hiti stafar að
sjálfsögðu af því, að lofthvelið
verkar eins og gler í gróðurhúsi,
og lokar hitann frá sólunni inni.
Auk þess er nú talið að töluverð
eldvirkni sé á Venusi, eða hafi
a.m.k. verið þar til skamms tíma.
Venusflaugar sem Rússar hafa
sent niður á yfirborðið hafa ljós-
myndað landslagið, sem líkist
mjög eldhraunum, sem við
þekkjum vel hér á landi, og í
hraunum þessum virðist vera
ósköp venjulegt basalt. Á Venusi
eru mikil fjöll og dalir, sem sjá
má af ratsjármælingum. Stærsta
hálendið nefnist Afrodite terra
eða Afrodítarland, kennt við
grísku ástargyðjuna. Þar eru
einnig miklir gígar, líklega eftir
loftsteina.
Vegna hins þykka lofthjúps, er
alltaf rökkvað á yfirborði plánet-
unnar. Þar eru að sjálfsögðu eng-
in vötn eða höf, vegna hitans,
enda vatn lítið í loftinu.
Merkilegt er að Venus hefur
öfugan snúningsgang miðað við
jörð og flestar aðrar plánetur,
þ.e. hún snýst réttsælis, og miklu
hægar en jörðin. Snúningstíminn
er 243 jarðdagar, en umferðar-
tíminn um sólina er styttri, eða
225 dagar. Sólarhringurinn á
Venusi er því nokkuð langur, eða
um 127 dagar, á okkar mæli-
kvarða. Segulsvið er lítið eða
ekkert, og hefur það e.t.v. gert
gæfumuninn í þróun Venusar
miðað við jörðina, því að seg-
ulsvið jarðar ver hana fy ir ýmiss
konar óheppilegri geislun. Er lík-
legt talið að sú geislun hafi eytt
því vatni sem plánetan hafði upp-
haflega, og klofið það niður í
frumparta sína, vetni og súrefni.
Súrefnið hefur síðan bundist
öðrum efnum, en vetnið horfið á
braut.
★ Vítisaðstœður
þar . . .
Þannig er þá um að litast á þess-
ari stjörnu ástarinnar. Er ekki
laust við að hún minni mann á
lýsingar klerkanna á helvíti, eins
og þeir útmáluðu það gjarnan á
miðöldum og allt fram á okkar
daga, og frægir málarar máluðu
það og teiknuðu. Eða ættum við
heldur að nota nýyrði Halldórs
Laxness (um Kísiliðjuna í Mý-
vatnssveit) og kalla það „efna-
brennsluhelvíti". Svona stutt er
þá til helvítis, aðeins um 60 millj-
ónir km.
Sjálfsagt þarf ekki að gera því
skóna, að líf í þeim vanalega
skilningi, sé nú á Venusi, en um
líf í „dulrænni" merkingu er ekki
vitað, svo mér sé kunnugt. (Sam-
kvæmt gömlum skilningi ætti þó
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að þar séu eldandar og einhverjir
púkar.) Ekki er þó fyrir að synja,
að líf hafi getað þróast á Venusi,
endur fyrir löngu, þegar skilyrðin
þar hafa væntanlega verið allt
önnur en nú, t.d. meira af vatni
og súrefni, og jafnvel annar snún-
ingstími. Ef gert er ráð fyrir
sömu aðstæðum á Venusi og nú
eru hér á jörðinni, að öðru leyti
en því að hitastigið er hærra, sem
svarar því sem Venus er nær sól-
inni, ætti í rauninni að geta verið
lífvænt þar, a.m.k. næst pólun-
um.
★ . . . oghérá jörð
En hvernig er það annars, þurf-
um við alla leið til Venusar til að
sjá helvíti miðaldamanna? í
rauninni ekki. Þó það sé að vísu
nokkuð sterkt að orði kveðið, að
það sé að finna í Bjarnarflagi í
Mývatnssveit, er því ekki að
neita, að í iðnaðarstórborgum
jarðarinnar okkar eru aðstæður
vissulega ekki ósvipaðar, nema
hitastigið er eitthvað lægra, Þar
eru hin sönnu „efnabrennsluhel-
víti“, og einn góðan veðurdag
tekur eiturgasið að leka út án
þess að menn taki eftir því, fyrr
en hundruð eða þúsundir manna
hafa orðið því að bráð, og þús-
undir annarra hlotið varanleg
örkuml.
Hin hryllilegu iðnaðarslys í So-
vedo á Ítalíu fyrir nokkrum árum
og í Bhopal á Indlandi síðastliðið
ár, þar sem um 2 500 manns fór-
ust, eru víti til varnaðar í fleiri en
einum skilningi.
Erum við kannski líka á góðri
leið með að eyðileggja gróður
jarðar, sem leggur okkur til hið
lífsnauðsynlega súrefni, og við-
heldur því lífvænlega jafnvægi
sem enn ríkir á jörðinni, þrátt
fyrir allt? Erum við ekki jafnvel
á góðri leið með að eyðileggja
andrúmsloftið og hið verndandi
jónahvolf, sem umlykja jörðina?
Erum við e.t.v. byrjuð að
skapa hér þá orsakakeðju, sem
leitt gæti til þess að jörðin yrði
eitthvað í líkingu við það, sem
nú getur að líta á Venusi, raun-
verulegt helvíti?
Ljósmynd af Venusi, tekin úr geimfari í um 700 þús. km fjarlægð,
1974. Ljósu og dökku beltin samsvara vissum litum í gufuhvolfi
plánetunnar.
Myndin sýnir röð plánetanna frá sólu (neðst) og hlutfallslega stærð
þeirra.