Dagur - 22.02.1985, Side 6

Dagur - 22.02.1985, Side 6
ó - DAGUR - 22. febrúar 1985 , , Pað er gaman þegar Colgatebrosið fœðist“ veðurdag að tannlæknar verði óþarfir? „Ég held að ekki komi til þess, ekki í bráð að minnsta kosti. Það eru t.d. helmingi meiri tann- skemmdir hér á landi en hjá Norðurlandaþjóðunum, en ég trúi því að við getum náð sama marki og þeir. Hins vegar má búast við því að tannlækningar beinist meira að tannvernd og fyrirbyggjandi störfum. Á stofun- um reynir maður að kenna rétt mataræði og rétta burstun o.s.frv. og ef eftir slíku er farið þarf ekki hjálpartæki eins og flúor.“ - Er þetta skemmtilegt starf? „Já, þetta getur verið mjög skemmtilegt, við sjáum margt fóik og kynnumst mörgum. Það er enginn dagur eins.“ - Það eru voðalega margir hræddir við ykkur. „Reyndar, en ég held að þessi ofboðslega tannlæknahræðsla sé á undanhaldi. En það er stað- reynd að flestum líður illa í tann- læknastól, en maður reynir að gera eins og hægt er að draga úr því. Með misjöfnum árangri skulum við segja.“ - Er þetta ekki svolítið erfitt starf? „Þetta er frekar erfitt líkam- lega, við erum í ákaflega óheppi- legri stellingu, þurfum að bogra yfir sjúklingana. Þetta reynir mikið á bakið og axlirnar en starfið getur ekki síður verið erf- itt andlega. Það tekur oft á taug- arnar að eiga við erfiða sjúklinga. Oft kemur maður hálfheyrnar- laus heim eftir að hafa átt við hágrátandi börn. Þetta er mikil þolinmæðisvinna. Góður tann- læknir verður að vera þolinmóð- ur og vandvirkur." - Fólki finnst dýrt að fara til tannlæknis og tímir því hreinlega ekki í mörgum tilvikum. „Fram að 16 ára aldri fær fólk endurgreidda tannlæknaþjónustu og helmingurinn er endurgreidd- ur fram að 17 ára aldri. Þegar fólk þarf svo að borga sjálft hætt- ir það að fara til tannlæknis, en einhvern tíma á milli 25 og 30 ára neyðist það til að koma og þá er allt í skralli. Þetta eru oft erfiðir tímar hjá fólki, það er komið með fjölskyldu og er jafnvel að byggja, svo að oft finnst því tann- læknar bætast við sem óþarfa aukakostnaður. En auðvitað er engum um að kenna nema því sjálfu. Það er best að koma reglu- lega í skoðun hjá tannlæknum og þá kemur maður í veg fyrir stór- kostlegar tannskemmdir. En það er mjög þakklátt starf að lækna tannpínu og gaman að vera tann- læknir þegar fólk kemur með tennur eins og svertingjaþorp og brosir Monu Lisu brosi, en fer út með ekta Colgatebros.“ - mþþ Ragnheiður Hansdóttir útskrifaðist úr tann- lœknadeild Háskóla ís- lands árið 1967 og hef- ur starfað við tann- lækningar meira og minna síðan, eða í 18 ár. í starfskynningar- þætti í dag ætlar hún að segja okkur eitt og annað um starfið og þá menntun sem það krafðist. „Upphaflega ætlaði ég í læknisfræði, en þegar á reyndi hafði ég ekki kjark, mér fannst tannlækningar henta kvenfólki miklu betur. Þetta er ekki vakta- vinna, tannlæknirinn er sinn eigin húsbóndi, hann ræður vinnutím- anum og getur samræmt hann t.d. við skólatíma barnanna. Tannlæknisfræðin eru líka af- markaðra svið en læknisfræðin og ég heid léttari.“ - Hvernig er með undirbún- ingsmenntun? „Það þarf stúdentspróf inn í Háskólann, ég held að æskilegast sé að koma úr náttúrufræðideild. Ég var í máladeild og það vantaði töluvert upp á efnafræðikunnátt- una, helst hefði ég þurft að bæta við mig menntaskólaprófi í stærðfræði. Tannlæknanámið er 6 ára nám við Háskólann, getur þó verið skemmra ef farið er erlendis, og skiptist í verklegt og bóklegt nám. Erfitt? Er ekki allt sem fólk leggur sig fram við erfitt?“ - Getið þið unnið eitthvað á meðan á námi stendur? „Þegar ég var að læra gat ég unnið á sumrin að undanskildu því síðasta fyrir útskrift, en við unnum ekki hjá tannlæknum, það hefur staðið styrr um það undanfarin ár hvort leyfa eigi tannlæknanemum að vinna við tannlækningar síðasta sumarið, en það var ekki leyft þegar ég var að læra. Síðasta sumarið voru kúrsar á Landsspítalanum, við vorum ’/i mánuð á handlækninga- deild, röntgendeild og lyfjadeild. Við unnum þar sem nemar, fylgdumst með læknum og vorum einhvers konar áheyrnarfulltrú- ar. Nei, nei, við fengum engin laun meðan á námi stóð.“ - En námslán? „Þegar ég var í námi vantaði skólatannlækna hjá Reykjavíkur- borg og borgin veitti lán til nema sem skuldbundu sig til að vinna hjá borginni í 2 ár eftir að námi lauk. Þessi lán breyttust svo að einhverju leyti í styrki. En við fengum ekki námslán fyrr en á fimmta misseri og ég man að ég fékk 7.500 krónur árið 1963. Síð- an fengum við lán á hverju miss- eri.“ - Eru atvinnumöguleikar tannlækna alltaf jafn miklir? „Þeir fara minnkandi. Á ís- landi er 1 tannlæknir á hverja 1 200 íbúa og það þykir nokkuð gott. Tannskemmdir eru á undanhaldi, sem betur fer, og þar með eru atvinnumöguleikar minni. Þeir sem eru í námi núna eru samt nokkuð öruggir með að fá vinnu, en það fer að þrengjast. Hins vegar ef menn fara í fram- haldsnám og taka sérgreinar eins og tannréttingar eða tannholds- sjúkdóma þá er mikið að gera á þeim vettvangi. Eftir því sem fólk heldur tönnunum lengur þá þarf meira að gera fyrir þær.“ - Þú nefndir framhaldsnám, hversu langt nám er það í viðbót við þau 6 sem tekur að gerast venjulegur tannlæknir? „Það bætast við lágmark 3 ár og fer það nám fram erlendis. Yfirleitt fara 2 ár í námið og síð- an þarf að vinna 1 ár hjá viður- kenndum sérfræðingi og 1 ár vinna menn sem venjulegir tann- læknar, þannig að ef allt er talið eru þetta um 10 ár, sem tekur að gerast sérfræðingur." - Nú er sífelldur áróður og fræðsla í gangi um að fólk fari vel með tennur sínar, ef svo heldur áfram sem horfir og fólk fer að hugsa æ betur um tennurnar, get- ur ekki komið að því einn góðan Ragnheiður Hansdóttir, tannlæknir, ætlaði í læknisfræði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.