Dagur - 22.02.1985, Side 8
8 - DAGUR - 22. febrúar 1985
Leikklúbburinn Saga í fjögurra vikna leikferð um Norðurlöndin
/ tilefni af alþjóðaári
œskunnar 1985 hefur
Leikklúbbnum Sögu á
Akureyri verið boðið
að taka þátt í samnor-
rænu leikverki æsku-
fólks er hlotið hefur
nafnið Fenris ’85.
Frumsýning verður
þann 5. júlí í Humle-
bæk í Danmörku, en
síðan verður sýnt í
Bálsta í Svíþjóð, Þórs-
höfn í Færeyjum og að
líkindum mun Fenris-
hópurinn alls um 70-
80 unglingar koma til
íslands þann 20. júlí og
sýna í Reykjavík og á
Akureyri. Er hér um
all sérstœtt verkefni og
nýstárlegt að rœða er
hlotið hefur nafnið
„Hringrásin“ og er í 6
þáttum og sér hver leik-
hópur um einn þátt
verksins, en lokaþátt-
urinn verða sameigin-
legur.
Nöfn þáttanna og flytjenda eru
þessi:
1. „Líf“ í umsjá Færeyinga.
2. „Náttúran“ f umsjá Norð-
manna.
3. „Fólk“ í umsjá íslendinga þ.e.
leikklúbburinn Saga.
4. „Draumar" í umsjá Svía/
Finna.
5. „Raunveruleikinn" í umsjá
Dana.
6. „Dauðinn" í umsjá allra sam-
eiginlega.
Æfingar eru þegar hafnar hjá
Leikklúbbnum Sögu og er leið-
beinandi Þráinn Karlsson. Dagur
brá sér rétt sem snöggvast inn i
Dynheima en þar fara æfingar
fram. Er okkur bar að garði var
foreldrafundur rétt í þann veginn
að hefjast og meðlimir Sögu á
þönum eftir kaffibollum og pilt-
arnir sýndu fádæma vandvirkni
við að raða kökum á borð. Við
króguðum þó nokkra unga
leikara af úti í horni og lögðum
fyrir þá erfiðar spurningar, sú
fyrsta hvort þetta væri ekki æðis-
lega skemmtilegt.
„Jú, jú mikil skelfingar ósköp,
þetta er meiriháttar skemmtun.
T.d. á æfingunni í gær vorum við
í 2 tíma að læra að standa upp,“
sagði einhver og annar bætti við
„sem að sjálfsögðu er mjög nauð-
synlegt," „já, eiginlega lífs-
spursmál í nútímaþjóðfélagi,"
minnir mig að sá þriðji hafi sagt.
„Svo erum við líka búin að læra
hvað er vinstri og hvað hægri.“
Þetta var sagt með miklu stolti.
„Ég tel mig kunna það mjög vel
núna, ég man alltaf með hvaða
fæti ég sparka fótbolta." „Já, ég
man líka hvernig ég held á selló-
inu og hef áttað mig nokkuð vel
á þessu vinstra og hægra syst-
erSem sagt í stuttu máli, það
voru allir mjög svo sammála um
mikilvægi þess að kunna skil á
hægri og vinstri og að kunna að
standa upp.
Næst var að spyrja hvernig
æfingar hefðu gengið.
„Mjög vel.“ „Miðað við þann
U
tíma sem við höfum haft til æf-
inga hefur okkur gengið vel, við
byrjuðum að æfa u.þ.b. 4 mánuð-
um á eftir hinum leikflokkunum
sem eru í þessu.“ „Þetta hefur
mestmegnis gengið svona vel hjá
okkur af því að viö erum svo
gáfuð." Hinir samþykktu þessa
síðustu athugasemd og tóku fram
skýrt og greinilega að ekki væri
um mont að ræða. Bara stað-
reynd.
- Það væri þá ekki úr vegi að
fá að vita um hvað verkið „Fólk“
snýst. Það skyldi þó ekki vera um
fólk? Blaðamenn geta líka verið
ansi gáfaðir!!
„Við byrjum á sköpun manns-
ins samkvæmt norrænni goða-
fræði og sýnum síðan allt hið illa
sem maðurinn hefur gert í gegn-
um aldirnar. í byrjun leiksins
• • •
vörpum við fram þeirri spurningu
til áhorfenda hvers vegna er ljót-
leiki til í heiminum og hvers
vegna heldur manneskjan honum
við. Við veltum þessu síðan fyrir
okkur í verkinu, sem tekur um 20
mínútur og endum á mjög
dramatískan hátt.“ „Já, endirinn
er ákaflega fallegur.“ „Nei, hann
er alls ekki væminn.“ „Hann er
fullur af bjartsýni.“ „Verkið end-
ar á mikilli bjartsýni og er fullt af
æskuþrótti.“
- Og hvemig varð verkið til
hjá ykkur?
„Við gerðum þetta í samein-
ingu, Leikklúbburinn og Þráinn
Karlsson." „Til dæmis sagði Þrá-
inn okkur að búa til krossfestingu
og þá gerðum við það.“
- Kostar þetta ekki ógrynnin
öll af peningum?
Forsetinn okkar hún Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Leikklúbbinn Sögu sl.
laugardag og fékk hún að sjálfsögðu að berja verkið „Fólk“ augum. Leist
henni vel á og eru það ekki slæm meðmæli. Með Vigdísi á myndinni er leik-
stjórinn Þráinn Karlsson.
„Jú þetta kostar rosalega mikið
og við vonumst eftir stuðningi,
hver einstaklingur kemur til með
að borga 500 krónur danskar."
Einhver í hópnum sagði: Við eig-
um nóg af seðlum, en það hljóm-
aði einhvern veginn ekki sann-
færandi.
Það kom fram að flestir krakk-
anna í Leikklúbbnum eru í skóla
og því getur verið ansi lítið um
aura í veskinu næsta vetur, þar
sem þau geta ekki unnið nema 1
og x/i-2 mánuði í sumar. Foreldr-
ar barnanna eru mjög jákvæðir
og hyggjast styðja við bakið á
hinum upprennandi leikurum.
„Þau eru mjög ánægð með að við
skulum vera með í þessu. Að við
stundum heilbrigða starfsemi
ungs fólks.“ „Okkur líst alveg
æðislega vel á þessa ferð, það
vantar nógu sterkt lýsingarorð til
að lýsa því hvað við hlökkum
til.“ „Nei, það verður sko engin
heimþrá, það getur allt eins verið
að maður gleymi gamla landinu í
hita leiksins." „Við grátum ör-
ugglega ekki á kvöldin, nema
kannski Maggi, hann er líka bara
20 ára.“
- Hvað er skemmtilegast við
leiklistina og fyrirhugaða ferð?
„Við fáum alveg æðislegt kikk
út úr þessu!“ „Við lærum tungu-
mál, komumst ekki hjá því.“
„Kannski lærum við að leika og
þetta er mikil reynsla fyrir okkur
og þetta á að efla samskipti ungs
fólks á Norðurlöndum.“
- Og þið ætlið auðvitað öll að
verða leikarar þegar þið eruð
orðin „stór“?
„Nei, eitthvað af okkur tekur
kannski þátt í starfsemi áhuga-
leikhúss en það eru fáir ef ein-
hver sem hyggst leggja starfið
fyrir sig.“ „Heyrðu, segðu í lokin
að allur stuðningur sé vel
þeginn.“ Ég bauð uppá andlegan
stuðning. „Nei, ég meina fjár-
stuðningur og svoleiðis, viltu
biðja fólk að taka vel á móti okk-
ur þegar við heimsækjum það.“
-mþþ
f .... |^J f
Ufp K/ L 1 m■ ■ 1 1 jji ■■ , ifjfím
Leikarar í Sögu ásamt leikstjóra.