Dagur - 22.02.1985, Side 9
22. febrúar 1985 - DAGUR - 9
Tunnukongur og kattarkóngur.
Nei, nunnur borða aldrei franskar kartöflur.
iH
„Þeir eru klikkaðir þessir kallar, þeir
ieyfa mér aldrei að slá, en svo er ann-
ar sem er búinn að slá aftur og
aftur,“ sagði einn vígreifur kúreki,
sem Dagsmenn hittu á Ráðhústorgi
á öskudaginn.
Já, þeir höfðu um margt að hugsa,
starfsmenn Rafveitunnar, sem sáu
um framkvæmd kattarslagsins á Ráð-
hústorgi á öskudaginn. - Má ég, má
ég, má ég, heyrðist úr öllum áttum;
allir vildu reyna og freista þess að
verða tunnukóngur eða kattarkóng-
ur. Tunnan reyndist í sterkara lagi
fyrir óharðnaða krakkana, þannig að
starfsmenn Rafveitunnar urðu ...éð >
veikja hana talsvert áður en hún
fékkst til að láta undan höggum
barnanna. En það hafðist. En ekki
reyndist vera köttur í tunnunni, held-
ur hrafn, sem ekki var óalgengt hér
áður fyrr. - Maggi Lór skaut
hrafninn, heyrðist hvíslað á milli
barnanna. Fyrir vikið varð Maggi
Lór að hetju í augum þeirra sumra,
en önnur höfðu taugar til hrafnsins,
sem hékk þarna líflaus í kaðlinum.
Loks lauk kattarslagnuna og eiga
starfsmenn Rafveitunnar ]_
skildar fyrir að viðhalda þessum sið.
Mannlífið á öskudaginn á Akur-
eyri hefur tekið miklum stakka-
siciptum á liðnum árum. Sú var tíðin
að fullorðnir menn fóru rfðandí um
bæinn þennan dag og slógu síðan
köttinn úr tunnunni. Þeir sem lifðu
sín sokkabandsár á síðustu árum
sjötta áratugarins muna líka aðra
mynd á öskudaginn. Pá hófust
söngæfingar í einhverju vaskahúsinu
upp úr áramótum og þá voru jafnvel
20-30 krakkar í hverju liði,
minnsta kosti átti það við um Innl
arliðið, sem þótti ekki árennilegt á
þessum árum! Þegar öskudagurinn
sjálfur rann svo upp fóru þeir spr
ustu á fætur fyrir allar aldir og ræstu
ismenn með sínum „öskudagslúðr-
inKem eflaust eru nú farnir að
var tekið til við
unnunni, en að því
loknu varsungið fyrir nokkra útvalda
íbúa í Innbænum. Þessu var öllu lok-
ið fyrir kl. 9, þegar verslanirnar voru
opnaðar. Þá var gengið þeirra á milli
og sungið og sungið. Einnig var farið
í verksmiðjurnar, pylsugerðina,
Flóru, Akra og Sana, svo einhverjar
séu nefndar. Þetta var því sannkall-
aður sæludagur, en þessu söngferða-
lagi lauk venjulega pkki fyrr en undir
hádegi.
Eftir matinn var síþan tekið, til vh
kipta féngnum. F.n hápunktur
dagsins var bíltúrinn. Mörg lið fengu
nefnilega jalltaf nokkuð af'seðlum og
þeir voru gjarnan notaðir til að
lcaupa leigubíla undir liðið og síðan
var ekið fram í kvennaskólann á
Laugalandi. Þár hittum við fyrir fagr-
ar meyjar, sem gáfu okkur súkkulaði
og pönnukökur, ef rétt er munað.
Það var mikið ævintýri að komast í
bíltúrinn, enda voru þá ekki til
„drossíur“ á nær hverju heimili.
Þetta varð líka til þess að menn
kynntust leiðinni fram í Laugaland,
þannig að þeir rötuðu þangað í
„súkkulaðið“, sem átti eftir að koma
mörgum að gagni síðar á lífsleiðinni!
En þessi ágæti siður varð ekki lang-
lífur og eftir að Laugalandsferðir
voru aflagðar runnu peningarnir til
Raiiða krossins.
Já, tímarnir breytast og mennirnir
með - og öskudagurinn líka. Þrátt
fyrtrþað heldur hann sínum sérkenn-
um og gerir það vonandi um ókomin
ár. Nú er öskudagurinn frídagur í
öllum skólum landsins, en grunur
leikur á því að þessi dagur hafi ein-
göngu verið frídagur í akureyrskum
skólum hér fyrr á árum. Hvernig væri
að gera daginn bara að almennum
frídegi?
í hvfld frá erli dagsins.
Sá í neðra á ferð í efra.
Ég skal mála allan heiminn.
Tveir í liði.