Dagur - 22.02.1985, Page 12

Dagur - 22.02.1985, Page 12
12 - DAGUR - 22. febrúar 1985 Snemma beygist krókwim... Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, segir gamalt mál- tæki. Þetta kemur gjarnan upp í hugann þegar fylgst er með börnum bregða sér í hlutverk fullorðinna í leikjum sínum. Að líkja eftir hin- um fullorðnu í leik er mikilvægur þáttur í þroskaferli barnsins og undirbúningur undir sjálft fullorð- inshlutverkið. Mömmuleikur, læknisleikur, lögga/bófi, bílaleikir og stríðsleikir - allt eru þetta leikir þar sem börn- in eru að glíma við heim hinna full- orðnu og sækja sér fyrirmyndir þaðan. Börnin endurspegla þjóðiélags- myndina í þessum leikjum sínum og kemur það skýrast fram í þeim hlutverkaskiptum sem verða á milli kynjanna. f>að er til að mynda al- gengt að sjá stúlkur una sér við um- hugsun brúða og kaffiuppáhellingar meðan strákarnir þeytast um íbúð- ina þvera og endilanga í bíla- leikjum og bófahasar. Segja má að ástæðan fyrir þessu sé tvíþætt: Annars vegar líkja börnin eftir því sem þau sjá í kringum sig. Dreng- irnir líkja eftir feðium sínum og öðrum af sama kyni og stúlkurnar eftir mæðrum sínum og öðrum konum. Pannig mætti til dæmis t' ,ja meiri áhuga stráka fyrir bílaleikjum til þeirrar staðreyndar að í lang- flestum tilfellum er það maðurinn sem situr undir stýri þegar fjöl- skyldan fer í sunnudagsbíltúrinn og einnig er það oftast hann sem ber ábyrgð á viðgerðum og öðru því er bifreiðin kann að þarfnast. Á sama máta gæti meiri áhugi stelpna á leikjum tengdum heimilis- haldi og barnaumsjón verið sprott- inn af því að sjá mömmu gegna aðalhlutverki í slíkum störfum. Hins vegar er það ýmislegt í sjálfu uppeldinu sem stuðlar að því að börnin taka sér þessi mismun- andi hlutverk. Eitt augljósasta dæmið um þetta er valið á leikföng- um. Stóran hluta leikfanga virðist mega flokka í stráka- og stelpna- leikföng ef marka má auglýsingar. Þetta virðist vera almennt viðhorf og gildir einnig um bækur, sem ætl- aðar eru börnum á skólaaldri. Sé til dæmis farið inn í bókabúð og beðið um bók fyrir átta ára gamalt barn má búast við að afgreiðslumann- eskjan spyrji um hæl: „Er það handa strák eða stelpu?" Leikföng sem ætluð eru stelpum tengjast gjarnan heimilishaldi, barnauppeldi og ýmsu tengdu kvenleika svo sem snyrtidót, saumadót o.s.frv. Hér er oft um að ræða allnákvæmar eftirlíkingar af ýmsum heimilistækjum, svo sem kaffivélum, saumavélum og má víst lengi telja. Það er til dæmis álitið ómissandi fyrir stelpu að eiga dúkku, dúkkuvagn eða rúm ásamt tilheyrandi útbúnaði. Einnig þarf hún að hafa til umráða a.m.k. sex manna kaffistell til þess að geta veitt gestum og gangandi. Leikföng ætluð strákum eru hins vegar meira miðuð við atvinnulífið eða þá þau tengjast ævintýra- mennsku og hetjudáðum. Þannig fá strákarnir löggubíla, flugvélar og geimhetjur er eiga í baráttu við geimskoffín hvers konar, sem mér er ómögulegt að nefna. Önnur hlið uppeldisins, sem ef til vill er ekki jafn augljós, er hin til- finningalega. Rannsóknir hafa sýnt að þó svo að stúlkubörn séu jafnan þroskaðri og þróttmeiri við fæðingu en drengir, þá eru þær gjarnan handfjatlaðar af meiri varfærni eins og þær væru á einhvern hátt við- kvæmari og brothættari. Drengir eru taldir harðari af sér. Algengt er að grátur ungbarna sé túlkaður mis- munandi eftir því um hvort kynið er að ræða og viðbrögð foreldranna séu í samræmi við þær túlkanir. Grátur stúlkubarna er þannig talinn vera tjáning fyrir ótta og öryggis- leysi en grátur drengja talinn bera vott um reiði og mikla skapsmuni. Af þessu leiðir að stúlkubörn eru talin í meiri þörf fyrir huggun og vernd heldur en drengirnir. Sé um tilfinningalegan mismun af þessu tagi að ræða í uppeldinu má búast við að snemma sé lagður grund- völlur að ólíkum hugsunarhætti meðal kynjanna, sem síðar meir gæti birst í mismunandi hlutverka- vali. Sumir eru eflaust þeirrar skoðun- ar að verkaskiptingin á milli kynj- anna stafi af þeim líffræðilega mun sem er á kynjunum og sjá þar af leiðandi ekkert athugavert við það sem hér hefur verið rakið. Á hitt ber að líta að samfélagið er í stöð- ugri þróun og sú þróun hefur verið í þá átt að konur hafa í æ ríkari mæli tekið þátt í atvinnulífinu utan heimilisins og teljast því fyrirvinnur til jafns á við karlmenn. Sú spurning vaknar þá hvort upp- eldi í anda hinnar hefðbundnu hlutverkaskiptingar sé ekki að úr- eldast, enda gæti slíkt uppeldi leitt til vandamála á borð við það að konur öxluðu tvöfaldar byrðar, þ.e. yrðu að sjá um heimilisstörf og barnaumsjón auk útivinnunnar. Verðugt umhugsunarefni, ekki satt. Krossgátubók ársins ’85 Ó.P.-útgáfan hefur gefið út bókina Krossgátubók ársins ’85. Höfundur bókarinnar er Hjörtur Gunnarsson. Bókin er prentuð í Offsettprenti en teikningu og hönnun kápu annaðist Jens Guðmundsson. í bókinni eru samtals 77 kross- gátur með ýmsu sniði. Margar eru með því gamla góða sniði sem allir kannast við en aðrar eru ærið nýstárlegar. Nú eru orðin ekki lengur aðeins lárétt og lóð- rétt heldur einnig í bugðum, sveigjum og hringjum og á ská. Meira að segja eru krossgáturnar ekki allar í sléttum fleti heldur er í Krossgátubók ársins fyrsta þrí- víddarkrossgátan sem hér hefur sést. Aðalsmerki bókarinnar er þó að hvergi er slegið af kröfum um „móðurmálið klárt og kvitt". Þannig að krossgáturnar eru þroskandi og lærdómsríkar fyrir hvern þann er spreytir sig á þeim um leið og þær eru skemmtilegar og fjölbreytilegar. Höfundur bókarinnar, Hjörtur Gunnarsson íslenskukennari, hefur langa reynslu í að semja krossgátur og hefur löngu unnið sér viðurkenningu allra þeirra sem kynnst hafa krossgátum hans í ýmsum blöðum og tímaritum. Þessi bók er því fengur öllum þeim sem unna vel gerðum og vönduðum krossgátum. í fyrra gaf Ó.P.-útgáfan út krossgátubók með svipuðu sniði og nú og eftir sama höfund. Sú bók hlaut mikl- ar vinsældir og er nú uppseld. Verið er að dreifa bókinni á Ak- ureyri og nágrenni þessa dagana. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf aö gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. ||UMFERÐAR heiða blærínn þíði. Ólafur Sigfússon orti svo um Evu- dætur. Létt þær ginna grunna menn, glaða kynna loga. Hnökrótt spinna ýmsar enn ævi sinnar toga. Enn kvað Ólafur Sigfússon: Djarft mig eggjar að ég finn öruggt beggja hylli. Finn ég leggja ylinn inn elda tveggja milli. Snilld mér fatast, þraut er þreytt, þrátallt batann tefur, loks þá gat ég unnið eitt annað glatast hefur. Ingólfur Davíðsson kvað: Allt að sama brunni ber, boðorð forn það kenna. Himnaríki okkar er yndisþokki kvenna. Ólöf frá Hlöðum kvað: Meðan glóð í gígnum er, gáski í blóði ungu munu Ijóðin leika sér létt á þjóðar tungu. Sagt var mér ungum að næsta vísa væri einnig eftir Ölöfu, en rit henn- ar eru mér ekki handbær. Svona mun enginn kveða nú: Af kæti þú hlærð ekki kátast, svo kátlegur er þinn mátinn. Pér lætur svo vel að látast að látinn verður þú grátinn. Enn þykist ég kunna sléttubanda- vísu sem Látra-Björg kvað um sýslumanninn. Mun hún seint of oft kveðin: Stundar sóma aldrei ann örgu pretta táli. Grundar dóma hvergi hann hallar réttu máli. Sigríður Sigfúsdóttir kvað á leið til heiða fram úr Vatnsdal: Himins breiðu blika tjöld, björt er leiðin innar. Til mín seiða tónafjöld töfrar heiðarinnar. Gott er að koma að Forsæludal og þangað er mér boðið öðru sinni og Sigríður kveður: Okkur glæðist gleði hrein, í góðu næði að masa. Staka læðist ein og ein upp úr kvæða vasa. Benedikt Valdemarssyni verður einnig hugsað til heiða fram: Andinn leitar ótrauður inn til blárra fjalla. Ég skal vera Eyvindur ef þú verður Halla. Þegar gróa gömul mein og gleymast töp og brestir fljúga tíðum grein af grein gleði minnar þrestir. Sól til viðar sigin er, söngur hljóðna lætur. Heitur dagur hallar sér hægt að svæfli nætur. Aðalsteinn Ólafsson hýsir oft er- lenda gesti og kveðja sumir hlýlega: Það kyssti mig portúgölsk kona og kveikti í hjartanu glóð. Ævi mfn endar þá svona. Ég elska Portúgals þjóð. Ekki er víst að við Gísli Sigurgeirs- son samþykkjum þessa vísu Aðal- steins: Ekki stefnir allt til góðs eftir þjóðar vegi, þegar birtust þættir Jóns þá var sagt upp Degi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.