Dagur - 27.02.1985, Blaðsíða 1
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Litmynda-
framköllun
FILMUhusid
AKUBEYRI
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 27. febrúar 1985
24. tölublað
Veruleg tilfærsla á tekjuöflun bæjarsjóðs:
Fyrirtæki greiði meira
en einstaklingar minna
Akureyrin
fór út!
Margir hafa furðað sig á því
að frystitogarinn Akureyrin
er ekki meðal þeirra skipa
sem liggja bundin í höfn
vegna verkfalls sjómanna.
Mun skipið hafa farið út fljót-
lega eftir innsiglinguna með
öðrum fískiskipum á Akur-
- Reglur um afnám fasteignaskatts á eldri borgara verulega rýmkaðar
Veruleg tilfærsla verður a
tekjuöflun bæjarsjóðs sam-
kvæmt nýrri fjárhagsáætlun
fyrir Akureyri. Almennt
hækkar fasteignaskattur í bæn-
um vegna aukins álags, nema
hvað nýjar reglur um afnám og
afslátt á fasteignaskatti koma
nú tekjulitlum elli- og örorku-
lífeyrisþegum enn betur en
áður var. Þá lækkar útsvars-
álagning úr 10,6 í 10,4%.
Lækkun útsvarsins samsvarar
rösklega 3,7 milljónum króna
og er það svipuð upphæð og
hækkun fasteignaskattsins á
íbúðarhúsnæði. Því má segja
að gjaldtakan sé að nokkru
færð frá einstaklingum yfir á
fasteignaeigendur, þar á meðal
fyrirtæki, þó að undanskildu
gamla fólkinu.
Hinar nýju reglur um lækkun
og afnám fasteignaskatts á eigin
íbúðum eldri borgara bæjarins
eru þannig breyttar að tekju-
viðmiðun er hækkuð verulega,
eða um allt að 42% að raungildi.
Fasteignaskattur fellur að fullu
niður hjá einstaklingum með allt
að 162 þús. kr. í tekjur og hjón-
um eða sambúðarfólki með 243
þús. kr. í tekjur á árinu 1984.
Hjá einstaklingum hækkar því
þessi tekjuviðmiðun um 67% frá
fyrra ári, sem er 39% raunhækk-
un. Nýr flokkur er tekinn upp
með 75% lækkun skattsins hjá
einstaklingum með allt að 190
þús. kr. í tekjur og hjónum með
275 þús. kr. í>á lækkar fasteigna-
skattur um 50% hjá einstakl-
ingum með tekjur allt að 230 þús.
kr. og hjónum með allt að 340
, Umræður um fjárhagsáætlun:
Utsvar 11-12 millj-
ónum lægra en ella
- vegna 10,4% útsvars en ekki 11%
Vegna 10,4% útsvarsálagning-
ar en ekki 11%, eins og heimil-
að er og flest sveitarfélög not-
færa sér, nema útsvarsálögur
á Akureyringa um 11-12 millj-
ónum minna en ella. Þetta
kom fram í ræðu Sigurðar Jó-
hannessonar við umræður um
fjárhagsáætlun í bæjarstjórn í
gærkvöld. Miklar umræður
urðu á fundinum.
Sigurður sagði að minnihluti
sjálfstæðismanna hefði aldrei
upplýst hve mikil fasteignagjöld
þeir hefðu viljað leggja á né held-
ur hvaða framkvæmdaliðir ættu
að líða fyrir lægri skattheimtu.
Freyr Ofeigsson sagðist í megin-
atriðum ekki vera ósammála út-
gjaldaliðum frumvarpsins, þó
hann stæði ekki að framlagning-
unni. Hann sagði að sjáiísagt
hefði verið að nýta útsvörin til
fulls, enda fyndist sér það helst
að þessari áætlun hve fram-
kvæmdir bæjarins væru smáar í
sniðum. Hann sagði að það væri
greinilega ekki fjárskortur sem
Frumvarp
fjarhagsaætlun
Bæjarsjóðs Akureyrar
fyrir árið
1985
háði bæjarfélaginu, þegar tekju-
stofnar væru ekki nýttir til fulls.
Gunnar Ragnars sagði að eng-
ar aðstæður hefðu réttlætt hækk-
un álags á fasteignagjöldin. Þegar
af þeirri ástæðu hefðu sjálfstæðis-
menn ekki tekið þátt í gerð fjár-
hagsáætlunar. Þá bar hann fram
tillögu um að afnám og afsláttur
til efnalítilla elli- og örorkulífeyr-
isþega næði ekki aðeins til fast-
eignaskattsins heldur einnig lóð-
arleigu og holræsagjalds. Meiri-
hlutinn lét bóka að hækkuð við-
miðunarmörk leiddu til verulega
meiri afsláttar en í flestum öðrum
sveitarfélögum. Tillaga minni-
hlutans væri yfirboðstillaga sem
ekki samræmdist almennri túlkun
laga um þessi mál. - HS
þús. kr.
Þá má geta þess að fasteigna-
skattur lægri en 1.700 kr. fellur
niður að fullu og hámark skuld-
lausrar eignar til að þessar reglur
gildi má vera 2,5 milljónir króna.
I fyrra var sú upphæð 1,5 milljón
fyrir einstaklinga og 2 milljónir
fyrir hjón. Það var meirihluti
bæjarráðs sem samþykkti regl-
urnar með áorðnum breytingum.
- HS
eyn.
Margir töldu að eigendur Ak-
ureyrinnar ætluðu þar með að
brjóta gegn verkfallinu en sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
Dagur fékk á skrifstofu Sain-
herja hf. sem gerir Akureyrina
út, er ástæðan fyrir brottsigl-
ingu togarans sú að gera á við
mótor - úti á sjó. - ESE
Stuðningur
við kennara
178 kennarar í 9 skólum á
Akureyri hafa ritað undir
stuðningsyfirlýsingu við
kennara í HÍK sem sagt hafa
störfum sínum Iausum frá og
með föstudeginum 1. mars.
í stuðningsyfirlýsingu kenn-
aranna 178 segir: „Okkur er
ljóst að barátta ykkar fyrir rétt-
látum kjörum er í þágu kenn-
arastéttarinnar í heild og erum
fús til frekari stuðnings ef á þarf
að halda.“
Þeir kennarar í HÍK á Akur-
eyri sem sagt hafa störfum sín-
um lausum kenna allir við
Menntaskólann, og er því fyrir-
sjáanlegt að kennsla leggst þar
niður á föstudagsmorgun, allt í
óvissu með framhald þessa
máls.
í gær var unnið að uppskipun ur togaranum Svalbak í Akureyrarhöfn, en
hann kom til hafnar eftir 4ra daga veiðiferð ásamt öðrum togurum ÚA til að
stöðva vegna verkfails. Að sögn Einars Óskarssonar hjá ÚA er talið að
vinnu hjá fiskverkunarfólki Ijúki á morgun, en þá er líka vika síðan kaup-
tryggingu var sagt upp. Mynd: KGA
Miskunnarlaus
áróður
Á félagsráðsfundi KEA sem
haldinn var í gær, deildi Valur
Arnþórsson, kaupfélagsstjóri,
hart á þann „miskunnarlausa
áróður“ sem hann sagði vera
rekinn gegn minni verslununum
Samanburður verðlagsyfirvalda
og neytendasamtaka fjallaði
eingöngu um verð en aðstæður
og þjónustustig gleymdust al-
gjörlega.
- Sjá bls. 3.
Staðbundið útvarp á Akureyri:
Byrjað á föstudag!
„Það er ákveðið að byrja á
föstudaginn,“ sagði Ólafur H.
Torfason dagskrárgerðarmað-
ur Ríkisútvarpsins á Akureyri
er við ræddum við hann um
staðbundna útvarpið á Akur-
eyri sem nú er um það bil að
fara af stað.
Útsendingar verða alla virka
daga vikunnar, klukkan
7.30-8.00 á morgnana og kl.
18.00-18.30 síðdegis. Sent
verður út á dreifikerfi Rásar 2 um
sendinn á Vaðlaheiði og þeir sem
hafa getað hlustað á Rás 2 munu
því heyra útsendingar þessa nýja
útvarps.
Að undanförnu hefur hópur
dagskrárgerðarfólks undir stjórn
Jónasar Jónassonar unnið að
undirbúningi fyrir þetta útvarp,
en dagskrárgerðarliðið er skipað
þeim Hrafnhildi Jónsdóttur,
Pálma Matthíassyni, Ólafi H.
Torfasyni, Ernu Indriðadóttur
fréttamanni og Sverri Páli Er-
lendssyni.
Hér er um tilraunastarfsemi að
ræða, og mun árangurinn verða
hafður til hliðsjónar þegar ákveð-
ið verður með fleiri landshlutaút-
vörp af hálfu Ríkisútvarpsins.
Ætlunin er að í útsendingum
stöðvarinnar á Akureyri verði
fjallað um þau mál sem eru efst
á baugi á því svæði þar sem út-
sendingin mun heyrast.
Stefnt er að því að þessi rekstur
standi undir undir sér fjárhags-
lega með auglýsingatekjum, og
virðist sem mikill áhugi sé fyrir
því hjá fyrirtækjum að auglýsa í
þessu nýja útvarpi. gk-.