Dagur - 27.02.1985, Page 8
8 - DAGUR - 27. febrúar 1985
Aðalfundur
Ferðamálafélags Akureyrar
veröur haldinn aö Hótel KEA fimmtudag 7. mars
kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Starri í Garði:
Fundur um
bæjarmál
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
efna til umræðufundar um bæjarmál í Glerárskóla nk.
fimmtudag 28. febr. kl. 20.30.
Rætt verður um málefni bæjarfélagsins og fjárhagsáætlun fyr-
ir árið 1985.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta
og taka þátt í umræðum.
Gert er ráð fyrir öðrum slíkum fundi sem haldinn verður í fé-
lagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Kaupangi.
Verður sá fundur auglýstur nánar síðar.
Fáein orð til
Hákonar Björns-
sonar
framkvæmdastjóra
Kísiliðjunnar
Hákon Björnsson sendir mér ör-
stutta kveöju Guðs og sína í Degi,
hinn 13. þ.m. í þessari kveðju sinni
skýtur Hákon sér undan því að svara
þeim spurningum, sem ég beindi til
hans í Degi, vegna ummæla hans í
garð okkar „sextíumenninganna“,
sem fram komu í viðtali við hann í
Degi, 28. jan. sl. Nú hnykkir hann
enn betur á dylgjum í okkar garð.
Það er auðvitað mál Hákonar sjálfs,
hvernig hann telur sóma sínum best
borgið.
Enn leggur hann áherslu á, hvílíkir
friðarspillar við séum, sem stóðum
að undirskriftum „sextíumenning-
POSTUR OG SÍMI - UMDÆMI ni
kynnir sýninguna
„SÍMABÚNAÐUR ’85“
í Verkmenntaskólanum á Akureyri, húsi tæknisviðs við
Þórunnarstræti, laugardaginn 2. mars og sunnudaginn 3. mars,
frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana.
Meðal þess, sem sýnt verður, má nefna:
Einkasímstöðvar/talfærakerfi - sex gerðir mjög fullkominna einkasímstöðva.
Þar af er 5 stærstu gerðunum stjórnað af örtölvum, sem gefur mikinn fjölda
nýrra möguleika.
Símsvarar - 3 gerðir, með og án fjarstýringar. Henta einstaklega vel fyrirtækjum
og athafnamönnum, sem oft þurfa að sinna erindrekstri utan síns vinnustaðar.
Símatalfæri - um 20 gerðir símatalfæra í mörgum litum. Ennfremur 2ja lína talfæri
og ritarasímar.
Aukabúnaður - ýmiss aukabúnaður til hagræðis fyrir símnotendur.
Telex - nýtt og mjög fullkomið tölvustýrt telex- og ritvinnslutæki.
Nú kynnt í fyrsta sinn á íslandi.
Tölvunet - kynning verður á nýja tölvunetinu, sem taka á í notkun í sumar.
Modem - margar gerðir modema og tengibúnaða.
Telefax - í fyrsta skipti á íslandi verður sýnd ný gerð telefax-tækja til myndsendinga
innanlands og utan. Mun hraðvirkari en eldri gerðir.
Bflasímakerfi - kynnt verður bílasímakerfið.
Sérfræðingar okkar verða til upplýsinga og aðstoðar á staðnum. Ennfremur gefst sýningargestum
tækifæri á að prófa tækin og kynnast þannig, af eigin raun, kostum þeirra. Einfaldari símatæki
verða til sölu á staðnum.
Komið og notfærið ykkur þetta einstaka tækifæri,
tii að kynnast því nýjasta, sem er á markaðinum,
á sviði síma og símabúnaðar.
anna“, og tekur upp í grein sinni
þann texta, sem skrifað var undir,
máli sínu til sönnunar. Athugum
þetta nánar.
Þegar Kísiliðjan hóf hér innreið
sína, var mörgum ofboðið, er stofn-
að skyldi hér til fyrirtækis, sem byggði
á því að leggja botn Mývatns undir
námagröft, því allir vissu að lífríki
vatnsins átti sitt ríki á botni vatnsins.
Allar viðvaranir í þessa átt voru
kveðnar niður af forsvarsmönnum
þessarar verksmiðjuhugsjónar, -gott
ef þeir voru ekki einmitt kailaðir
friðarspillar, sem andæfðu. Ýmsum
bolabrögðum var beitt af hálfu áð-
urnefndra forsvarsmanna, og er
þeirra saga í því máli öli hin ljótasta,
og skal ekki nánar rakin hér. Til að
sætta menn við verksmiðjuhugmynd-
ina, beittu þeir því fyrir sig, að Kísil-
iðjan myndi aldrei nýta meira en Ytri-
Flóa, - því borið við að tæknilega
yrði það svo að vera. Verksmiðjunni
væru því ekki ætlaðir lífdagar nema
í 30-40 ár. Menn sættu sig við þetta,
úr því sem komið var, - hugsuðu sem
svo, að ekki væri sýnt að slík tak-
mörkuð námuvinnsla þýddi stór-
spjöll fyrir lífríkið í heild.
Á þessu hefur byggst sá friður,
sem ríkt hefur í 20 ár, og Kísiliðjan
hefir notfært sér til að brjótast hér til
valda, og gera þetta sveitarfélag sér
háð, efnahags- og félagslega. Þessi
friður hefur að vísu verið blandinn
tortryggni og grunsemdum, og skyldi
engan undra. Það er þessi friður, sem
Hákon vill endilega að haldist áfram,
svo Kísiliðjan geti í friði og spekt út-
vegað sér námaleyfi, t.d. til 15 ára,
og sem felur í sér að námagröftur
hefjist í Syðri-Flóa á því tímabili,
eins og stjórnarformaður Kísiliðj-
unnar hefur staðfest í Víkurblaðinu
nýverið. „Auðvitað verður farið í
Syðri-Flóa,“ segir stjórnarformaður-
inn, en bætir síðan við: „Með þeim
fyrirvara, auðvitað, að rannsóknir
sýni ekki að lífríkinu stafi stórhætta
af, og leyfi fáist því til vinnslunnar
þar.“
Hvað merkir þessi klausa, í ljósi
þess námaleyfis, sem Hákon Björns-
son og félagar hafa nýverið pínt út úr
iðnaðarráðherra? Þar stendur m.a.:
„Iðnaðarráðherra er heimilt að
endurskoða skilmála leyfis þessa,
verði verulegar breytingar til hins
verra á dýralífi eða gróðri við
Mývatn, sem rekja má til náma-
rekstrarins, og hafi í för með sér al-
varleg og varanleg áhrif til hins verra
á dýralíf og gróður við Mývatn. (let-
urbreytingar mínar.) Þetta merkir í
raun eftirfarandi:
1. Kísiliðjunni verður bjargað, hvað
sem í skerst. Heimildin nær að-
eins til endurskoðunar á skilmál-
um leyfisins.
2. Orðin „Við Mývatn“ merkja ein-
faldlega á máli venjulegra manna,
það sem er við vatnið, ekki í því
né á því, - þ.e. á landi umhverfis
vatnið. Spjöll á lífríki vatnsins eru
því raunverulega undanskilin.
3. Heimild til að endurskoða skil-
mála leyfisins nær aðeins til þess,
að „alvarleg“ og „varanleg“ áhrif
eigi sér stað, sem rekja megi til
námavinnslunnar. í raun og veru
þýðir þetta, að þá fyrst skuli
breytt skilmálunum, þegar augljós
spjöll liggja fyrir, - slysið.er orðið.
Að þessu samanlögðu sýnist liggja
ljóst fyrir, að vilji forystumenn Kísil-
iðjunnar vera álíka hreinskilnir og
við sextíumenningarnir, ættu þeir að
gefa út opinbera yfirlýsingu, svo-
hljóðandi: „Við förum í Syðri-Flóa,
hvað sem það kostar!“ Mig grunar
og, að námaleyfi þetta hafi legið til-
búið á borði ráðherra, áður en undir-
skriftir okkar sextíumenninga fóru
fram. Því mætti spyrja: Hver rauf
friðinn, við sextíumenningarnir eða
forsvarsmenn Kísiliðjunnar?
Að lokum þetta: Eitt skal ég virða
við Hákon Björnsson, umfram aðra
félaga hans, sem hafa látið ljós sín
skína í þessu máli, - nefnilega það,
að hann hefur aldrei það ég til veit
brugðið fyrir sig hátíðlegum yfirlýs-
ingum um að ekki megi spilla né
setja í hættu lífríki Mývatns, - að
það skuli jafnvel rétthærra náma-
rekstri. Það er jafnan lofsvert, þegar
menn tala ekki þvert um hug sinn í
alvarlegum málum. \-j 2. 1985
Starrí í Garði.
Aðalfundur
Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni
verður haldinn að Bjargi, Bugðusíðu 1, fimmtu-
daginn 7. mars kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytinga.
Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
HAGA
einíngau*
★ Eldhúsinnréttingar
★ Baðinnréttingar
★ Fataskápar
Verslunin
Oseyri 4
Hagi hf. Óseyri 4, Akureyri, sími 96-21488